Þjóðviljinn - 15.06.1975, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 15.06.1975, Qupperneq 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 15. júnl 1975 MAGNÚS KJARTANSSON: A siðasta þingi var mikið rætt um orkumál, allt frá upphafi þings til hins siðasta vinnudags. Þar laust saman tveimur gagn- stæðum sjónarmiðum, annars- vegar þeirri stefnu Alþýðubanda- lagsins að nýta bæri alla tiltæka orku næstu árin til þess aö gera landsmönnum kleift að nota innlenda orkugjafa i stað oliu til húshitunar og annarra þarfa og tryggja jafnrétti á sviði orku- mála, hins vegar þeirri stefnu stjórnarvalda að nýta raforkuna fyrst of fremst til nýrrar iðnaðar- framleiðslu, kisiljárnvinnslu við Hvalfjörð. Rikisstjórnin notaði þingmeirihluta sinn til þess að á- kveða byggingu kisiljárnverk- smiðju nú þegar, en láta daglegar þarfir landsmanna sitja á hakan- um, enda þótt sú margföldun á oliuverði sem þegar er orðin og framundan biður hafi gert húshit- un að augljósu forgangsverkefni, jafnt frá þjóðhagslegu sem fé- lagslegu sjónarmiði. Af þesssum ástæðum hefur rikisstjórnin látið hætta við þá áætlunargerð sem hafin var i tið vinstristjórnarinn- ar og stefndi að þvi að heitt vatn eða raforka nægði til húshitunar 1 / VriÖ 1967 ÁriÖ1975 /■ 38,C I rÆm 57,7 6,7 Hlutur Hlutur Alusuisse íslands Hlutur Hlutur Alusuisse íslands kunna Þetta er að vel til verks hvarvetna um land eftir lok þessa áratugs. Lögn stofnlinu milli Suð- urlands og Norðurlands hefur þegar verið tafin um eitt ár. Eng- ar áætlanir eru uppi um lögn stofnlinu til Vestfjarða, né um lögn stofnlinu frá Kröflu til Aust fjarða. Ekkert hefur verið gert skipulega til þess að styrkja dreifikerfi, svo að unnt verði að nýta raforku til húshitunar. Raunar er svo illa gengið frá fjár- veitingum til Rafmagnsveitna rikisins að fyrirtækið er þegar komið i þrot með framkvæmdir á þessu ári. Takist orkumálaráð- herra ekki að tryggja um 800 miljóna króna fjárveitingar til Rafmagnsveitna rikisins munu þær þurfa að fresta óhjákvæmi- legum framkvæmdum i ýmsum landshlutum eða hætta við þær. Þetta átti orkumálaráðherra að sjálfsögðu að sjá fyrir við gerð fjárlaga, en áhugi hans beindist að öðrum verkefnum en nauðsyn islenskra raforkunotenda hvar- vetna um land. Miljaröar króna í meögjöf 1 umræðunum um orkumál bar enn mjög á góma samninga þá sem gerðir voru við álbræðsluna i Straumsvik, en þeir eru eitthvert mesta fjárhagshneyksli sem nokkur islensk rikisstjórn hefur gert sig seka um. Þar eru stað- reyndirnar um raforkuverðið á allra vitorði, en þó skulu enn rifj- aðir upp helstu málavextir. Landsvirkjun fær nú 3 mills (ca. 45 aura) fyrir hverja kilóvatt- stund af raforku sem seld er til ál- bræðslunnar. Það verð á for- gangsorku sem nú er almennt gangverð til orkufreks iðnaðar og reiknað er með þegar i upphafi til kisiljárnverksmiðju er 9,5 mills (143 aurar). Það heidlarmagn af raforku sem um var samið til ál- bræðslunnar er 1200 miljónir kiló- vattstunda á ári. Fyrir þá raforku fást nú 3,6 miljónir dollara, en ef greitt væri sama verð og kisil-i járnverksmiðjan á að borga ætti’ ársgreiðslan að vera ll,4miljónir dollara. Munurinn er 7,8 miljónir dollara eða um 1.170 miljónir króna á ári. Við þetta bætist að raforkan til álbræðslunnar á 1. október i haust i að LÆKKAi 2,5 mills (37 aura) á kilóvattstund! Þá verður munur- inn 1.260 miljónir króna á ári i samanburði við það verð sem kisiljárnverksmiðjan á að greiða — það er árleg meögjöf islend- inga með orkunni sem álbræðslan fær.Þetta fáránlega raforkuverð á siðan að haldastóbreytt fram til ársins 1997 eða framundir næstu aldamót. Allir vita þó að orkuverð mun fara hraðhækkandi á næst- unni. f grein i Morgunblaðinu 31sta mai s.l. vekur Gunnlaugur Hj. Jónsson athygli á þvi að árið 1980 sé þvi spáð að raforkuverð frá kjarnorkurafstöðvum verði 24,7 mills (370 aurar) á kilóvatt- stund, frá kolastöðvum 33,2 mills (498aurar) og frá oliurafstöðvum 42,6 mills (639 aurar). Miðað viö þetta verðlag og núverandi gengi verður meðgjöfin með raforku- sölunni til álbræðslunnar komin upp i 3.300-6.000 miljónir króna á árinu 1980. Enginn mun treysta sér til þess að segja til um það hver munurinn verði orðinn 1997, þegar smánarsamningurinn fell- ur úr gildi, en öllum má verða ljóst að í heild verða erlendum auðhring gefnir fjármunir sem hefðu getað staðið undir öllum framkvæmdum islendinga á sviði orkumála og iðnaðar á þessu timabili. Framleiöslugjaldiö fast í raun Af hálfu viðreisnarmanna hefur þvi verið haldið fram að þótt raf- orkuverðið sé hraklega lágt hafi i staðinn verið samið um skatt- heimtu sem sé islendingum mjög hagkvæm. Álbræðslan er sem kunnugt er undanþegin islenskum skattlögum. Hún greiðir hvorki tekjuskatt, eignaskatt, aðstöðu- gjald né fasteignaskatt. f staðinn greiðir hún fast framleiðslugjald sem verið hefur 12.5 dollarar á tonn en hækkar lsta október i haust upp i 20 dollara á tonn (þá lækkar hins vegar raforkuverðið um 0.5 mills eða 7,5 aura á kiló- vattstund, eins og áður er getið, þannig að heildargreiðsla ál- bræðslunnar helst óbreytt. Hér er aðeins um að ræða tilfærslur milli islenskra aðilaJ.Auk þessa fasta- gjalds eru svo ákvæði um að grunntaxtinn hækki i 35 dollara lsta október 1984, og auk þess hækki gjaldið ef álverð hækkar fram úr vissum upphæðum á heimsmarkaði. Allar eru þessar hækkanir frá grunngjaldinu (sem verður 20 dollarar á tonn i haust) þó háðar þvi skilyrði að aldrei mega taka meira en 50% af hrein- um gróða álbræðslunnar. Auð- hringurinn Alusuisse hefur það algerlega i hendi sér hver reikn- ingsleg útkoma álbræðslunnar verður, eins og nánar verður rak- ið hér á eftir. Allt fram til siðustu áramóta var bókhald álbræðsl- unnar látið sýna tap sem nemur i heildá þeim tima sem verksmiðj- an hefur verið starfrækt 358,5 miljónum króna. Þannig greiðir verksmiðjan I raun ekkert nema fastagjaldið, hvað sem liður hækkunum á áli á heimsmarkaði og gróða auðhringsins Alusuisse, m.a. á viðskiptum við okkur. Hlutur Alusuisse hefur meira en tvöfaldast Þessi svikamylla kom greini- lega i dagsljósið, þegar ég mælti fyrir um endurskoðun á reikning- um tsals 1973, en sú endurskoðun var framkvæmd af alþjóðlegu endurskoðunarfyrirtæki. Svika- kerfið er þannig i meginatriðum: Við framleiðslu á áli i Straums- vik eru tveir fjárhagsþættir sem snerta islendinga og tveir sem snerta Alusuisse. fslendingar fá greitt fyrir raforku verð sem ekki má hækka fyrr en 1997. fslending- ar fá greitt framleiðslugjald sem ekki má hækka nema átbræðslan sýni bókhaldslegan gróða. Alusuisse leggur til súrál en i samningum er ekki að finna nein ákvæði sem takmarki eða komi i veg fyrir hækkanir á hráefninu. Alusuisse leggur einnig til raf- skaut (anóður) og ekki er heldur að finna nein ákvæði sem komi i veg fyrir eða takmarki hækkanir á þeim. t raun hefur þetta verið framkvæmt þannig að Alusuisse hefur hækkað verðið á súráli frá þvi verksmiöjan tók til starfa um rúmlega 152%. Verð sitt á anóð- um hefur Alusuisse hækkað á sama tima um rúmlega 120%. Að jafnaði hefur hlutur Alusuisse vegna hráefniskostnaar hækkað um rúmlega 142% á sama tima og hlutur islendinga, greiðsla fyrir orku og skattar, hefur haldist ó- breyttur. Þannig er.farið að þvi að láta álbræðsluna sýna bók- haldslegt tap, á sama tima og auðhringurinn Alusuisse hefur skilað verulegum hagnaði öll ár- in. Öll verðhækkunin til Alusuisse f heild kemur þetta dæmi þann- ig út: f áæltun þeirri sem gerð var 1967 og var forsenda samning- anna var reiknað með þvi að sölu- verð á áli væri 540 dollarar á tonn. Af söluverðinu átti Alusuisse að fá 38% i greiðslu fyrir hráefni sitt, súrál og rafskaut. Islendingar áttu hins vegar að fá 10,7% fyrir raforku og i framleiðslugjaldi. I ár er reiknað með að söluverð á áli sé 860 dollarar á tonn. Af þvi söluverði fær Alusuisse 57,7% fyr- ir súrál og rafskaut. Islendingar fá hins vegar aðeins 6,7% af sölu- verðinu fyrir raforku og i skatt- greiðslur. Söluverðið á áli hefur hækkað um 320 dollara á tonn. Af þeirri upphæð hirðir Alusuisse 290 dollara með þvi að hækka hráefni sin. 30 dollarar rennai aukinn r'ekstrarkostnað álbræðslunnar. íslendingar fá hins vegar ekkert i sinn hlut þótt álið hafi hækkað um 320 dollara á tonnið, ekki eina cin- ustu krónu. Þetta er að kunna vel til verks. Haldi menn að hér séu einhver ó- hagganleg verðmyndunarlögmál á ferðinni, má geta þess að árið 1973 gaf Alusuisse sérstakan af- slátt á súráli til þess að Isal sýndi hagnað. Ástæðan var sú og sú ein að Alusuisse þurfti á að taka al- þjóðlegt lán til álbræðslu sinnar i Straumsvik og vildi sanna út á við að fyrirtækið væri lánshæft. En öll önnur ár hefur það haldið fast á þvi gagnvart rikisstj. íslands að það væri ekki skatthæft um- fram lágmarksgjaldið, og þannig viröist ætlunin að halda áfram. Munurinn orðinn 315 miljónir kr. á ári Áætlun sú sem gerð var 1967 var forsenda samninganna, og að sjálfsögðu ætti það að vera grundvallaratriði að hlutfallið milli þess endurgjalds sem Alusuisse fær fyrir hráefni sin og þess sem islendingar fá fyrir raf- orku og i framleiðslugjald héldist óbreytt. Hlutdeild hráefnis frá Alusuisse hefur aukist frá 1967 til 1975 úr 38% i 57,7%, og til þess að jafna þau met þyrfti hlutdeild is- lendinga að hæicka úr 10,7 % i 16,1%. Hlutur Islands hefur hins vegar lækkað i 6,7%! Þarna skakkar hvorki meira né minna en 140%. Ef þessi met yrðu jöfnuð með framieiðslugjaldinu þyrfti það að hækka úr 20 dollurum á tonn eins og það verður i haust i 48,5 doll- ara. Framleiðslugeta álbræðsl- unnar er um 74.000 tonn á ári. Það lágmarksframleiöslugjald sem verksmiðjan greiðir af þvi magni nemur 1,5 miljónum dollara. Það framleiðslugjald sem verksmiðj- an ætti að greiöa ef þau hlutföll héldust sem voru forsenda samn- inganna 1967 er 3.6 miljónir doll- ara. Munurinn cr 2,1 miljón dollara eða um 315 miljónir króna á einu einasta ári. Einnig sá þáttur sem snýr að sköttunum hefur þannig verið að þróast islendingum i óhag jafnt og þétt siðan 1967, og vafalaust mun Alusuisse kappkosta að svo verði áfram haldið á málum allt til næstu aldamóta. in IS O) SKODA SM - , ioo645.l Veró til J 00.-470000- TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ AUÐBREKKU 44—46 k Á ÍSLANDI H/F. KÓPAVOGI SÍMI 42600

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.