Þjóðviljinn - 15.06.1975, Page 9
Sunnudagur 15. júni 1975 ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 9
Yst til vinstri—
franska dæmiö
t skrifum um stjórnmál í ein-
stökum Evrópulöndum er venju-
lega aöeins fjaliað um stærri
flokka, sem ráða hver um sig
10—10% atkvæða, og hafa mikil
bein áhrif á borgaralega pólitik
eða framgöngu hinnar skipulögðu
verklýðshreyfingar. En i hverju
landi má einnig finna allmarga
smá flokka og samtök, einkum
yst á vinstri armi, sem öðru
hvoru koma við sögu fróðlegra og
sérstæðra verkfalla og mótmæla-
aðgerða. Frakkland er einmitt
mikill jarðvegur fyrir slík samtök
— fer hér á eftir frásögn um stöðu
þei rra i dag, scm er byggð á grein
eftir. Bernard Brigouleix i Le
Monde.
Hann hefur mál sitt á þá leið að
það sé ekki á dagskrá hjá vinstri-
hópunum að reyna að endurtaka
uppreisnína miklu í maí 1968. En
margir af ystu vinstrimönnum
telja að á ný sé að myndast það
efnahagslegt og menningarlegt á-
stand f Frakklandi sem hagstætt
gæti orðið umsvifum byltingar-
sinna.
Hagstætt ástand
Að visu segja foringjar þessara
samtaka, að þeir hafiekkitilbúnar
i skrifborðsskúffunni hernaðará-
ætlanir sem dusta megi af, þegar
hinn rétti timi kemur. En þeir
vilja ekki að framvinda atburða
komi þeim að óvörum (eins og
sprengingin i mai 1968 gerði).
Vilja vera við þvi búnir, að átök
einsog þau sem uröu um LIP úra-
verksmiðjuna (sem verkamenn
tóku á sitt vald og ráku áfram
þegar eigendurnir gáfust upp),
eða sprenging á öðru sviði (i
hernum, háskólunum) breiði
skjótt úr sér. Þeir vilja einnig
reyna að efla varnir sinar gegn
hægriöfgahópum. sem láta ó sér
kræla i auknum mæli. og svo gegn
njósnurum, simahlerunum og
húsleitum lögreglunnar.
Nýtt andóf
Það mat á stöðunni sem út-
breitt er meðal flestra hópa
trotskista, marx-leninista og ann-
arra, er fyrst og fremst byggt á
þvi að ný form pólitiskrar and-
stöðu hafi gert vart við sig. Bylt-
ingarforingjarnir telja að hvorki
stjórnvöld né hefðbundnir vinstri-
flokkar (sósialistar og kommún-
istar) geti tekið forvstu lyrir og
nýtt sér ýmiss konar andóf, sem
gerir vart við sig utan hefðbund-
insramma. Andóf kemur fram á
mörgum sviðum.ekki aðeins þar
sem ungt fólk hel'ur salnast sam-
an (eins og i skólum og i hernum
heldur einnig i heilbrigðisþjón-
ustunni og i sambandi við ýmsar
kjaradeilur.
1 þessu sambandi er LlP-verk-
smiðjan, eins og einn byltingar-
foringinn komst að orði, ,,dýr-
mætasta herfang verklýðs-
stéttarinnar". Seinni átök eins og
póstmannaverkfallið, átökin um
prentsmiðjuna Neogravure og
önnur átök sem minna eru þekkt,
eru af hálfu byltingarsamtak-
anna túlkuð sem visbending um
nýja spennu og nýjan styrk, sem
er ólikur þvi sem fram kemur i
venjulegum kjaradeilum.
En byltingarhóparnir hafa og
dregið þann lærdóm af mai 1968,
að það er valt að treysta á „sjálf-
virkni” alþýðu. Þvi leggja þeir
miklu meiri áherslu en áður á
skipulagsmál, sem áður voru tal-
in allt að þvi töf á framsókn bylt-
ingar, Til dæmis hafa trotskista-
samtökin LCR (Byltingarsinnaða
kommúnistabandalagið) komið
sér upp verksmiðjusellum sem
þeir kalla „rauðar moldvörpur”.
Skipulagsviðleitnin ber reyndar
mjög misjafnan árangur eins og
vikið verður að siðar.
Alþýöufylking
Sem fyrst segir telja ystu-
vinstrimenn að hvorki kommún-
istar né sósialistar geti tryggt sér
lengur „virkan stuðning fram-
sæknasta hluta verkalýðsins”.
Þeir telja þá, að sambúð þessara
flokka, sem stóðu saman um
sameiginlega stefnuskrá og
frambjóðanda i siðustu forseta-
kosningum, sé orðin það stirð nú,
að bandalag þeirra bjóði ekki
lengur upp á þá lausn sem veru-
legur hluti kjósenda þeirra telji
trúverðuga. Þvi vonast vinstri-
hóparnir eftir þvi, að þeir geti
endurheimt nokkuð af fylgi sem
þeim stóð nálægt, en hefur stutt
stóru vinstrifylkinguna til að
„nýta atkvæðið”. Sé bandalag
Mitterands og kommúnista ekki
lengur „virkt” þá muni fleiri
verkamenn freistast til að mars-
éra með þeim hópum, sem láti
kröfur sinar i ljós á róttækari
hátt.
Byltingarhóparnir velta einnig
fyrir sér þeim möguleika, að ef
samfylking sósialista og komm-
únista klofnar, þá muni kommún-
istaflokkurinn — nauðugur eða
viljugur — þokast til vinstri.
Hætta að vera umbótasinnaður
flokkur „laga og réttar”, sem ó-
spart hefur verið skammaður frá
vinstri i þvi hlutverki, og taka upp
strangari „marx-leninisma”.
Þetta gæti að sumra dómi ýtt
undirýmsa, sem nú hafa staðið á-
lengdar og hvorki viljað vera með
I stóru samfylkingunni (vegna
hennar meinta kratisma) nú i
smáhópunum (vegna þess hve
sundraðir þeir eru).
Ystuvinstrimenn hafa semsagt
uppi margskonar hugleiðingar
um pólitísk tækifæri sin, sem þeir
vilja hvorki spilla með bráðræði
né missa af. En hvað sem upp á
teningum verður er það sem fyrr
endalaus sundrung i þeirra röð-
um sem er þeim mestur fjötur um
fót.
Sundrungin hjálpar hópunum
til að „halda kenningunni
hreinni” hverjum um sig. En
sjálf sú staðreynd, hve margir
þeir eru, er mikill hemill á frem-
ur fámennum pólitiskum
straumi. Þó að meðlimum hafi
nokkuð fjölgað i þeim hópum sem
mest kenna sig við byltingu, er
heildarafl þeirra mjög takmark-
að.
Það er óskadraumur foringja
þessa arms að „byggja upp flokk-
inn”, flokk allra byltingarsinn-
aðra sósialista. Mjög margir
þeirra telja, að án stórrar for-
ystusveitar hljóti hver alvarleg
tilraun til byltingar að misheppn-
ast og mundi þá lækka mjög gengi
byltingarhugmyndarinnar, gott
ef henni yrði ekki kastað fyrir
borð. Sumir telja hinsvegar, að
margbreytileiki i röðum ystu-
vinstrimanna — jafnvel þótt þeir
voni að hann sé timabundinn —
auðgi hreyfinguna að hugmynd-
um. Þeir halda að byltingarþró-
unin tryggi eininguna þegar hún
er einu sinni af stað farin.
En á hvaða grundvelli á að
byggja upp þennan flokk? Um
tima virtist PSU (Sameinaði
sósialistaflokkurinn) liklegastur
til að taka að sér þetta hlutverk.
En þessi flokkur, sem stofnaður
var fyrir fimmtán árum, klofnaði
á þingi sinu i Amiens i desember
leið út af samningaviðræðum
flokksforingjanna við sósialista-
flokk Mitterands. Foringjarnir,
þeir Rocard og Chapuis, urðu i
minnihluta, og gengu siðar i
■sósialistaflokkinn.
Eftir klofninginn hefur PSU
haidiðáfram að leita fyrir sér um
samstarf, bæði við kommúnista
og svo ystuvinstrihópa. Það hefur
gerst tiðinda i þeim efnum, að
eitt af trotskistasamtökunum,
AMR (Byltingarbandalag marx-
ista) hefur sameinast PSU.
Margir eru
kallaðir
En margt er i vegi fyrir þvi, að
aðrir hópar geti fylgt dæmi AMR
og runnið saman við PSU. Bæði
fræðilegur ágreiningur (en ystu-
vinstrimenn eru yfirleitt mjog
kreddufastir), ágreiningur um
forgangsrétt mála og samtaka og
siðast en ekki sist persónuleg
vandamál: vinstrihóparnir eiga
sér firnin öll af foringjum.
Til dæmis eru litlar likur á
sameiningu hinnar sundruðu fjöl-
skyldu trotskista. Helst þeirra er
sem fyrr segir LCR, Byltingar-
sinnaða kommúnistabandalagið,
sem lýtur forystu Alains Krivin-
es. LCR telur sér hafa vegnað
sæmilega að undanförnu með
þátttöku i verkföllum, mótmæla-
aðgerðum i hernum og með til-
komu flokksdeilda i menntaskól-
um. LCR áformar meira að segja
útkomu dagblaðs i haust. En
sambúðin við grannana i trotsk-
istafjölskyldunni er sögð stirð,
bæði við Revolution og svo við
Lutte ouvriére (Barátta verka-
mannal.Trompið hjá Lutte ouvri-
ére hefur verið hin vinsæla Ar-
lette Laguiller, sem bauð sig
fram fyrir samtökin i forseta-
kosningunum siðustu. En á hinn
bóginn hafa sterkustu félóg innan
LO lamast fyrir sakir tvöfalds
klofnings.
Maóistar eru einnig klofnir — i
tvennt. Svo virðistsem Humanité
Kouge (Rautt mannkyn) og PCR-
ML (marx-leninistar) hafi fátt
annað sameiginlegt en aðdáun á
Kina. Þung skeyti fara á milli og
það er Humanité Rouge sem fær
gusur yfir sig fyrir háskalegt
samband við allskonar „endur-
skoðunarsinna”. Slik tviskipting
maóista er orðin að reglu i
Evrópu — jafnt i Italiu, Belgiu,
Vestur-Þýskalandi, Sviþjóð sem
og á tslandi. Sambúðin milli maó-
istahópanna rambar stundum á
barmi slagsmála og allt tal um
sameiningu sýnist út i hött.
Stjórnleysingjar eru ekki siður
sjálfstæðir og frumlegir en aðrir
á þessum armi. Það er erfitt að
meta stvrk þeirra, en hinir ýmsu
hópar þeirra eiga allavega langt i
en du r skipu1agningu.
Viö
hverja er talað?
Foringjar samtaka lengst til
vinstri hafa mestan áhuga á að ná
tii verkafólks, sem hefur ekki
sýnt sérstakan áhuga á þvi að
ganga f einhverja af hinum stærri
og hefðbundnari verklýðsflokk-
um. Einnig vilja þeir hressa við
fólk, sem áður hefur orðið fyrir
vonbrigðum i vinstripólitik, og
ætlar sér ekki enn að snúa aftur
til flokkanna yst til vinstri, enda
þótt þetta fólk hafi meira eða
minna meðvitaða samúð með
baráttumálum þeirra. Og sem
fyrr segir telja foringjarnir sig
sjá ýmis merki um að hreyfing sé
á þessu fólki.
Mitt i samskonar innbyrðis
sundrungu og áður hefur uppi
veriðeru ystuvinstrimenn komn-
ir að áfanga, sem þeir telja efni-
legan, gott ef ekki hlaðinn bylt-
ingarforsendum. Hinar skipu-
lagslegu aðstæður eru hinsvegar
allt annað en efnilegar. Það er
ekki einu sinni vist, að atburðir
sem væru f ætt við mai 1968 (ef til
þeirra kæmi) nægðu til að treysta
hin lauslegu bönd milli hópanna.
Jafnvel þótt það sé einmitt and-
spænis „ofsóknum” að ystu-
vinstrimenn komast næst þvi að
sýna samstöðu. Og sú samstaða á
sér einnig takmarkanir eins og
dæmi sanna.
Nú i vor ætluðu trotskistar i
Revolution að halda fund. sem
þeir vildu breyta i samfylkingar-
mótmæli gegn nýafstaðinni inn-
rás lögreglunnar á heimili nokk-
urra virkra meðlima sem og gegn
„ögrunum öfgasinna til hægri”.
Foringjar samtakanna fengu
hverja neitunina af annarri frá
öðrum samtökum. „Það var
sorglegt”, sagði talsmaður Revo-
lution. „Það sýnist vfir höfuð
betra að vinna fyrir byltinguna án
þess að hafa flokk heldur en að
hafa flokk án byltingar”.
AB endursagði.