Þjóðviljinn - 15.06.1975, Qupperneq 11
I
10 SiDA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 15. júni 1975
Sunnudagur 15. júni 1975 ÞJÓÐVILJlNN — SIÐA 11
við vatnsból
NVÆN
EITUREFNI
Myndin er tekin inn yfir aOaloliugeymslusvæOi hersins. Þar sem merkt
er meO I er vatnstankur Keflavikurflugvallar. NiOurgrafnir oliutankar
eru merktir meO II. Vatnstankur Keflavikurbæjar er merktur III.
AnnaO á myndinni skýrir sig sjálft. (Ljósm. A.K.)
Oliuföt innan herstöövar. Þessum fötum hefur aö visu veriö komiö fyrir kattarnef, en meö þvl aö grafa
þau f jöröu. (Ljósm. Runóifur)
Ollupoiiur á herstöövarsvæöinu.
Skyldi deildarstjóra varnarmála-
deildar detta citthvaö annaö i
hug, en þessi olia leiti niöur I jarö-
veginn? (Ljósm. Runólfur)
veriö aflagt. Var það vegna þess
að oliutanki i næsta nágrenni
bólsins hafði sprungið i loft upp og
við það myndast oliutjörn sem úr
smitaðist i bólið.
Innan herstöðvarinnar höfðu á
þessum tima fjögur vatnsból
verið aflögð: þrjú vegna oliu-
mengunar vatnsins og eitt vegna
slæms vatns.
Olía,
bensín og
banvæn eiturefni
Siðan segir orðrétt i nefndar-
álitinu:
„Nefndin teiur sig geta rökstutt
það með fjölmörgum ábend-
ingum, að ekki mörg hundruð
tonna af oliu og bensini og
ýmsum þrýstiloftsflugvélaelds
neytum, heldur margar þúsundir
tonna hafa runnið út i jaröveg
Keflavikurflugvallar á umliönum
áratugum frá byggingu hans, auk
mikils magns af banvænum eitur-
efnum, sem eru flugstarfsemi,
eöa hafa veriö fram á þennan dag
veriö taiin flugstarfsemi
nauösynieg, en eru nú sem óðast
aö hverfaúrnotkun hjá menningar-
þjóöum, sem mest verða að
berjast fyrir tilveru sinni af
mengunarástæðum. En enn þann
dag í dag eru þessi efni i notkun á
Kcflavikurflugvelli, enn þann dag
i dag streymir olian I tugum
tonna út i jaröveginn af slysni,
kæruleysi eöa þekkingarleysi án
þess aö nokkuö sé gert, aldrei
skipt um jarðveg þar sem slikt
hefur gerst og reynt aö eyöa
menguninni, áfram er haldiö á
sömu braut”.
ttrekun: Orðrétt tilvitnun.
Hvað um það. Mergurinn
málsins var sá, aö eftir þessa
skýrslu var ekki lengur hægt að
halda þvi fram, að tal um vatns-
mengun frá umsvifum i her-
stöðinni væri áróður einn gegn
hernum, og þvi hefði mátt ætla að
fljótt og vel yrði brugðist við.
Bréfaskipti
Viö höfum
fengið aðvörun
Aftur skal það tekið fram, að
greinargerð þessa unnu menn,
sem unnið höfðu þá allir meir en
áratug innan herstöðvarinnar og
þekkja gjörla það, sem þeir voru
að fjalla um.
1 greinargerð þeirra segir undir
lokin:
,,Ef landslag er skoðað með til-
liti til þess svæðis, sem mest af
þessum eiturefnum hefur farið út
i jarðveginn, sést að Keflavikur-
flugvöllur stendur hæst. Það
hallar siðan frá honum út i
Hafnarheiði að sunnanverðu þar
sem aðalvatnsból Keflavikurflug-
vallar er staðsett, en að norðan-
verðu hallar hann i átt til vatns-
bóla Keflavikur og Njarðvíkur.
Hafandi i huga, að flestar bor-
holur þessarar vatnssvæða eru að
dýpt að mestu miðaðar við
sjávarmál og vatnssvæðin hér
syðra eru einvörðungu frá yfir-
borðsvatni, og einnig að þetta
yfirborðsvatn flýtur neðanjarðar
eftir sinum æðum styttstu leið til
sjávar, geta leikmenn séð af
ummælum jarðfræðinga hve
mikil hætta er hér á ferðum.” .
„Neysluvatn fyrir nærfellt 20
þúsund ibúa þessa svæðis, inn-
lendra sem criendra, fiskiönaöur
nær 22% útflutningsverömæta
þjóöarinnar, millilandaflug
okkar, strendur guilkistunnar viö
Faxaflóa og svo margt annað sem
upp mætti telja er i bráöri hættu.
Viö höfum fengiö okkar
aðvörun”.
Vegna stilbrigða i skýrslúnni
skal enn og aftur tekið fram, að
tilvitnanir i hana eru orðréttar:
kommusetning er og skýrslu-
geröarmanna.
Tænu ári eftir að þremenning-
arnir sendu frá sér skýrslu sina
hefjast mikil bréfaskrif milli
aðilja innan stjórnkerfisins.
Samkvæmt upplýsingum
núverandi heilbrigðisráðherra
var fyrsta bréfið ritað af heil-
brigðisráðuneytinu og sent heil-
brigðiseftirlitinu þann 26. mars
1973. en kveikjan að þvi voru skrif
i Suðurnesjatiðindum, sem birtst
höfðu 10 dögum áður. Ráðuneytið
skrifaði einnig i þessari lotu til
varnarmáladeildar vegna máls
þessa. Heilbrigðiseftirlitið
svaraði bréfi ráðuneytisins strax
daginn eftir og sagðist hafa ritað
varnarmáladeild um málið þann
20. mars, þar sem ráðið sagðist
þegar hafa hafið könnun á
málinu.
Varnarmáladeild varð hins
vegar nokkuð seinni til svars, þvi
svarbréf frá henni barst ekki fyrr
en réttum mánuði eftir að
ráðuneytið skrifaði til deildarinn-
ar, eða 26. april, og lét deildin vel
yfir sér og sagðist þegar hafa
verið byrjuð að kanna málið áður
en ráðuneytið hefði skrifað til sin
og heföi óskaö eftir sérstakri um-
sögn „varnarliösins” um máliö.
• Niðurstöður kannana voru sendar
með bréfi varnarmáladeildar, og
koma fram i bréfinu, aö sér-
fræöingar frá heiibrigöiseftirlit-
inu gætu hvenær sem er sett sig i
samband viö herinn fyrir milii-
göngu varnarmáladeildar til þess
aö fá upplýsingar um máliö. Er
þarna stórmannlega að verki
staðið eins og deildarinnar var
von og visa, og heilbrigöiseftirlit-
inu sent bréf upp á það sama og
ráðuneytinu til staðfestingar hinu
stórmannlega framtaki.
Nú hefði einhver haldið að
málið væri að komast á lokastig.
Svo var þó ekki og áfram héldu
bréfaskriftirnar. Einu ári og
fimm mánuðum eftir þetta
skrifar varnarmáladeild ráðu-
neytinu og fer fram á að starfs-
menn heilbrigðiseftirlitsins taki
málin til nánari athugunar og
býður enn fram aðstoð deildar-
innar og hersins.
3. október 1974 skrifar svo
ráðuneytið til heilbrigðiseftir-
litsins og óskar eftir þvi að það
geri könnun á oliumengun á
Keflavikursvæðinu.
Þessum miklu bréfaskriftum
var ekki þar með lokið, en hér
skal hætt að rekja þau að sinni, en
mörg bréfin gengu eftir þetta á
milli fyrrgreindra aðilja þriggja
og sýna dagsetningar þeirra aö
póstþjónusta innan rikiskerfisins
er ákaflega hægfara og erfið enda
vegalengdir miklar.
Um slóð bréfaskriftanna er
fengin vitneskja úr ræöu heil-
brigðisráðherra á alþingi
skömmu fyrir þingslit nú i vor.
Hættuástand
Meðan öll þessi „mikilsverðu”
bréfaskipti fara fram, heldur
olian og eitrið áfram að streyma
niður i jarðveginn.
bann 19. febrúar 1975 sendir
heilbrigðiseftirlitið frá sér bréf til
heilbrigðisráðuneytisins, þar sem
skýrt er frá þvi, að eftirlitið hafi
unnið nokkuð að málinu og þessar
niðurstöður fengist.
Orðrétt:
„Það var sérstaklega gerð
könnun á staðsetningu oliugeyma
á flugvallarsvæðinu og i næsta
nágrenni þess, sem sumpart er
'enn i noktun og sumpart hefur
verið lagt niður. Þessir oliu-
geymar eru sumir hverjir búnir
að vera i jörðu siðan i striöinu
siðast, en aðrir eru yngri og
sumir striðsgeymar hafa verið
grafnir niöur utan núverandi
flugvallarsvæðis.
Þá hefureinnig komið i ljós, að
mikil olia og fijótandi eidsneyti af
ýmsum gerðum hefur fariö niður
i jaröveginn á öllu þessu svæöi og
sumsstaðar hefur af þeim sökum
komiö fram oliumengun i neyslu-
vatni og þvottavatni...”
A öðrum stað i sama bréfi
segir:
„...má vera ljóst, aö hættu-
ástand rikir á þessu svæöi og
enginn veit raunar nema grunn-
vatn þaö sem nú er i notkun,
kunni aö mengast af oliu fyrr eöa
siöar.”
Frekari
rannsóknir
Heilbrigðiseftirlitið leggur
siðan i fyrrgreindu bréfi til að
könnun verði gerð á þvi hversu
nálægt borholunum oliumengun
jarðvegsins sé komin með þvi að
taka borkjarna i námunda við
vatnsbólin. Þá er lagt til að
heildargrunnvatnskönnun verði
gerð á Romshvalanesi til þess að
hægt sé aö gera sér grein fyrir þvi
hvar og hvenær skuli bora nýjar
ferskvatnsholur.
Siðan orðrétt:
„Það má búast við að gerðar
verði kröfur um að betri aögát
veröi höfö i allri meöferö oliu á
vellinum framvegis og aö gamlir
oliugeymar, sem taliö er aö séu i
jörðu allt frá sföara striði, og þvi
meir en 20 ára gamlir, verði
teknir upp og fjarlægðir.”
Þá er að þvi vikið að þessar
aðgerðir og framkvæmdir kosti
peninga, en i bréfinu er giskað á
að grunnvatnsmælingar tækju tvo
mánuði. Einnig er minnst á
annan kostnað við rannsóknir og
framkvæmdir, sem varla er hægt
að imynda sér að verði annað en
smáræði eitt.
Framhald á bls. 18
Suðurnesjabúa
Á síðustu dögum alþingis
svaraði heilbrigðisráð-
herra fyrirspurn frá
einum þingmanni þess
efnis hvað liði rannsókn
vatnsbóla Njarðvíkur og
Keflavíkur. Nokkuð lengi
hef ur verið vitað, að vatns-
bólum þessara byggðar-
laga stafar mikil hætta af
olíu- og eiturefnamengun
f rá herstöðinni, en lítið eða
ekkert verið gert til þess að
bægja hættunni frá, né
heldur til þess að koma í
veg fyrir frekari mengun.
Það kom fram í svari
ráðherra, að mál þetta
hefur verið að eltast um
ríkiskerfið fram og til
baka milli sömu aðila og
mun nú vera strand vegna
hagsmunagæslu eins
manns, sem telur það hlut-
verk sitt að gæta fjár-
munalegra hagsmuna
hersins og annarra hags-
muna hans umfram hags-
muni samlanda sinn.
Blaðamaður og Ijós-
myndari brugðu sér suður
undir herstöð í vikunni til
þess að líta á svæði það,
þar sem blandað er saman
vatnsbólum og olíutönkum,
uppreistum og niður-
gröf num, svo og til þess að
fá upplýsingar um það
hvernig baráttu fólksins í
þessum byggðum fyrir
verndun vatnsbólanna
hefur verið háttað.
Þótt skjalfest upphaf þessa
máls sé að finna þann 6. október
1970 var þó nokkrum árum fyrr en
það farið að ræða um þetta mál
manna á meðal þar syðra og á
opinberum mannamótum.
Einhver skrif höfðu birtst um
þessi mál fyrir hið skjalfesta
upphaf. Mest af þvi var þó talið
vera áróður gegn hernum, og þvi
ekki almennt lögð eyru við.
Þrír starfsmenn
hersins
Þá er það 6. október 1970 að
Njarðvikurhreppur kýs þrjá
hreppsnefndarmenn og starfs-
menn hersins i nefnd til þess að
kanna vatnsbólsmálin og réttar-
stöðu fólksins i byggðunum gagn-
vart slysum af flugumferð. Þeir
þremenningar áttu það allir
sameiginlegt að vera úr
hernámsflokknum og að hafa
lengi makað sinn krók á
hernámsgróða.
6. júli 1972 sendi nefndin frá sér
skriflega greinargerð til hrepps-
nefndar og segir i upphafi hennar,
að hún hafi komist að „þeirri
niðurstöðu aö i báðum tilfellum
eru málin það alvarlegs eðlis, að
nauðsyn beri til að þau verði
strax rannsökuð til hlitar...”
Fyrri hluti greinargerðarinnar
fjallar um hættu sem byggðunum
i jaðri herstöðvarinnar stafar af
flugumferð og verður sú niður-
staða ekki rakin hér að sinni amk.
Lengi
á leiðinni
1 greinargerð sinni segja þre-
menningarnir frá þvi áliti Jóns
Jónssonar, jarðfræðings, að allar
oliuleiðslur og tankar skuli vera
ofanjarðar og jafnframt, að oliu
og bensinmengun geti verið óra-
tima að komast i neysluvatn eftir
að hafa fallið i jarðveginn. Er þar
tilnefnt dæmi frá Þýskalandi, þar
sem mengun drykkjarvatns kom
fyrst fram 30 árum eftir að
mengunarvaldar komust I jarö-
veginn.þvi olia eyðist ekki heldur
smitast hún um stærra og stærra
svæði I jarðveginum.
Sex
vatnsból aflögð
Eitt vatnsból hafði verið aflagt i
Njarðvikurhreppi þegar þeir
félagar gerðu skýrslu sina. Var
það vegna oliumengunar, svo og
vegna þess, að skólpleiösla frá
flugveliinum lá skammt frá bor-
holunni.
I Keflavik haföi þá eitt vatnsból
Opna kukkþróin viö Rockville. (Ljósm. Runólfur)
Vatnsból Njarövikinga. Þaö stendur I mynni dalverpis, en ofar I landinu standa svo oliutankarnir, og aö sjálfsögöu er allt
flugvamarsvæöiö ofar I landinu en vatnsbóliö. Aö baki mannvirkja rafmagnsveitunnar sést grilla I einn oliutank.
(Ljósm. A.K.)