Þjóðviljinn - 15.06.1975, Qupperneq 13
Sunnudagur 15. júni 1975 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
Guðni Jónsson
bátsmaður
Guðni Jónsson frá Bjarnastöð-
um á Alftanesi i Bessastaða-
hreppi lést eftir bilslys 8. þ.m.,
þegar hann var á heimleið frá
Grindavik með skipsfélögum sin-
um.
Guðni var fæddur 13. ágúst
1904, og þvi 71 árs þegar hann
andaðist.
Foreldrar hans voru Jón, sonur
Diðriks skipasmiðs og Margrétar
Jónsdóttur frá Grashúsum á
Álftanesi, en móðir Guðrún
Guðnadóttir ættuð úr Borgarfirði.
Margrét, amma Guðna, var syst-
ir Guðnýjar Jónsdóttur móður
Guðmundar Kamban og systkin-
anna frá Grashúsum. Guðni var
elstur 13 systkina, sem öll lifa að
undanteknum dreng, sem lést
nokkru eftir fæðingu.
Ef höfð eru i huga kjör alþýð-
unnar i landinu um siðustu alda-
mót og á fyrsta þriðjungi aldar-
innar, má frekar þakka það ó-
venju góðu atgervi en aðbúð, að
svo stór systkinahópur hefur lifað
og komist til góðs manndóms, þar
til eitt af hinum óhugnanlegu um-
ferðarslysum okkar tima hefur
nú orðið elsta systkininu að aldur-
tila.
Með Guðna féll frá einn af hæf-
ustu og reyndustu sjómönnum
okkar, hvort heldur hann lét til
sin taka sem háseti eða bátsmað-
ur á togara eða skipaði rúm á
minni fiskiskipum.
Frá þvi ég man fyrst, hefur
Guðni heitinn Jónsson frá
Bjarnastöðum skipað sérstakan
sess i þvi frækna liði togarasjó-
manna, sem um áratuga bil var
samskipa föður minum, bræðr-
um, frændum og mörgum vinum.
Hann var einn þeirra, sem einna
lengst .myndaði hinn trausta
kjarna áhafnar Snæbjarnar
Ólafssonar, skipstjóra á togurun-
um Ver frá Hafnarfirði og
Tryggva gamla og Hvalfelli frá
Reykjavik. Ég átti þvi láni að
fagna, þótt ekki væri sú reynsla
tekin út með sældinni, að taka
þátt i störfum með þessum þraut-
reyndu togaramönnum á
Tryggva gamla á saltfiskveiðum
á Halamiðum 1945. Guðni var þá i
blóma lifsins og flestum færari til
að leysa verkefnin á dekkinu og
verkstýra mannskap.
Um þær mundir var að renna
upp timabil nýsköpunartogar-
anna. Mörg ung sjómannsefni
horfðu björtum augum til fram-
tiðarinnar á nýju skipunum, sem
koma áttu. Þeim var það þá og
lengi siðar mikilsverður skóli að
njóta leiðsagnar manna á borð
við Guðna, þar sem saman fór
margslungin reynsla, verksnilld
og einstök prúðmennska.
Það mun i senn hafa verið
Guðna meðfædd hæfni og ættar-
hefð, a.m.k. i föðurætt, að geta
smiðað, og átti hann það
sameiginlegt með bræðrum sin-
um, sem ég þekki vel til, Helga,
Guðmundi, Diðriki og Ásgeiri, að
vera ágætur smiður. En hið
sterka sjómannseðli hans má best
marka af þvi, að þótt honum væru
allir vegir færir við smiðar i
landi, t.d. bátasmiðar, sem hann
fékkst við tima og tima, kaus
hann ætið sjómannsstörfin fram
til siðasta dags og lét ekki hin
mörgu og slæmu giktarköst
siðustu æviára aftra sér.
Guðni Jónsson var kvæntur
Kristinu dóttir Vigfúsar frá
Oddakoti á Álftanesi. Hún var
uppeldisdóttir ólafs Bjarnasonar,
útvegsbónda i Gesthúsum. Þau
bjuggu á upphafsárum sins hjú-
skapar á Álftanesi i Gerðakoti og
Þórukoti. Frá þvi þau fluttust til
Reykjavikur hafa þau lengst búið
á fögru heimili sinu að Kirkjuteig
11. Þau eignuðust fjögur börn:
Stellu, Braga, Óskar Guðjón Vig-
fús, Gislinu Vigdisi og fósturdótt-
ir þeirra er Agústa Helga Vigfús-
dóttir.
Það er likn á sorgarstund að
muna, að Kristin og Guðni hafa
átt barnaláni að fagna og notið
mikillar fjölskylduhamingju
með börnum sinum, tengdabörn-
um og barnabörnum.
Ég sendi f jölskyldu Guðna inni-
legar samúðarkveðjur.
Ólafur Jenssoi
Tilkynning til söluskatts-
greiöenda sem selja
söluskattsfrjálsar
vörur í smásölu
Með söluskattsskýrslu fyrir maimánuð á
að fylgja útfyllt eyðublað með sundurliðun
á keyptum söluskattsfrjálsum vörum i
mai eftir álagningarflokkum. Eyðublaðið
liggur frammi hjá skattstjórum og inn-
heimtumönnum rikissjóðs.
Með söluskattsskýrslunni á einnig að
fylgja nákvæm birgðaskrá um birgðir 30.
april sl. af þeim vörum sem felldar voru
undan söluskattsskyldu frá 1. mai sl.
Birgðirnar skulu reiknaðar á útsöluverði
en að frádregnum söluskatti og koma til
frádráttar heildarveltu i mai-mánuði.
Ríkisskattstjóri
Tilkynning til
söluskattsgreiðenda
Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á
þvi, að gjalddagi söluskatts fyrir mai-
mánuð er 15. júni. Ber þá að skila skattin-
um til innheimtumanna rikissjóðs ásamt
söluskattsskýrslu i þririti.
Fjármálaráðuneytið 10. júni 1975.
Snarráö
Snarráð brúður, sem rétt var
gengin i það heilaga, vann bug á
vopnuðum glæpamönnum og
leysti sjálfa sig og brúðgumann
úr haldi með þvi að stela frá þei
kónum skammbyssu og stökkva
þeim á flótta.
Brúður og brúðgumi voru tekin
höndum af róæningjaflokki, sem
Fyrrverandi baptistaprestur,
sem var orðinn leiður á trúarlifi
hefur snúið sér að annarskonar
söfnuði: þeirra sem dýrka
nektina.
Sr. Graham Sahling, sem
áhangendur kalla fressköttinn,
hefur leigt sér hóp f jögurra ungra
nektardansmeyja og lætur þær
brúður
réðist á brúðarfylgd skömmu
eftir vigsiu. b Brúðurin þóttist
vera heldur svona vinveitt ræn-
ingjunum og notaði þann vinskap
til að steia frá þeim skammbyssu
og byrja að skjóta i allar áttir.
Bófarnir flugu i skelfingu. Konan
unga leysti þá mann sinn úr
böndum og gat nú brúðkaupið
haft sinn gang. (Reuter)
skemmta þreyttum bisness-
mönnum með þriggja stunda
afkiæðingarsýningum I Kempton
Park, sem er skammt fyrir utan
Jóhannesarborg i Suður-Afriku.
Fresskötturinn heldur þvi fram
að hann sé mjög trúaður sem
fyrr. Hann neitar að efna til
sýninga á sunnudögum og öðrum
helgidögum. — NTB
Ekkert bólar á
fiskverði sem
koma átti
1. júní s.l.
Nýtt fiskverð átti að koma 1.
júni sl. en ennþá bólar ekkert á
þvi þrátt fyrir stöðuga fundi yfir-
nefndar verðlagsráðs
sjávarútvegsins, að þvi að okkur
var tjáð á skrifstofu verðlags-
ráðsins i fyrradag.
Ekki fékkst uppgefin ástæðan
fyrir þessum drætti á fiskverðs-
ákvörðuninni. S.dór
Björn
Sigurös-
son
80 ára
Björn Sigurðsson, netagerðar-
meistari, fæddist að Hellum i
Reynishverfi, Mýrdal, 16.6. 1895.
Hann fluttistá unglingsárum með
foreldrum sinum að Hrifunesi i
Skaftártungu, þar sem hann tók
virkan þátt i starfi ungmennafé-
lags sveitar sinnar.
Hann fluttist til Reykjavikur
upp úr 1930, stundaði sjómennsku
um árabil, bæði á bátum og tog-
urum og vann við netagerð,
lengst af hjá Birni Benediktssyni,
netagerðarmeistara.
Arið 1940 gekk Björn að eiga
Ingunni Kristjánsdóttur og
skömmu siðar hlaut hann réttindi
sem netagerðarmeistari. Þau
hjón hafa átt heimili i Reykjavik
allan sinn búskap.
Aldrei á sunnudögum
VIÐ
BYGGJUM
BYGGJUM
VIÐ
Vi3 byggjum, — byggjum við . . . og nú höfum við
opnað nýbyggingu Samvinnubankans í Bankastræti.
Við bætt skilyrði verður okkur nú unnt að veita viðskiptavinum
okkar meiri og betri þjónustu. Öll afgreiðsla bankans fer
fram á fyrstu hæð. Geymsluhólf, sem bankinn hefur ekki
haft aðstöðu til að hafa áður, verða nú til reiðu.
Okkur er það mikil ánægja að geta tekið betur á móti
viðskiptavinum okkar, verið velkomin i Bankastræti 7.
Samvinnubankinn
HBS