Þjóðviljinn - 15.06.1975, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 15.06.1975, Blaðsíða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 15. júni 1975 JÓHANNES EIRÍKSSON SKRIFAR UM ÚTILÍF Árans barrarnir Bergiö haffti andlit, og hefur kannske enn Það kemur yfir okkur sú löng- un að rekja eigin spor aftur i timann, i bókstaflegri merk- ingu, rölta um þar sem við lék- um okkur i bernsku dag eftir dag. Stundum notum við tylliá- stæðu, eins og þá, að við ætlum að sýna börnum okkar sitthvað smálegt, eins og til að breiða yf- ir viðkvæmnina. Arla s.l. sunnudag gekk ég með 4ra ára dóttur framhjá gamla vélarhúsi hitaveitunnar og suður Oskjuhliðina. Þarna er talsvert merkilegt landsvæði. Klettastallar og stórir steinar mynda viðfeldna hvamma vaxna mosa og lyngi i botninn þar sem blómgast allskonar urtir, enda hefur flóra öskju- hliðar verið talin sérlega fjöl- skrúðug. Þarna fórum við krakkarnir i berjamó á hverju hausti, enda mikið af berjum þar i þann tima. Nú hafa verið unnin skemmd- arverk á öskjuhliðinni. Einhver hefur talið sig hafa heimild til að menga þetta landsvæði með niðursetningi hálfnáttúrulausra útlendra skógarplantna sem ekki skipta litum heldur hlægja grænum hlátri á gulum mosa og bleiku lyngi. Þessar plöntur þrifast varla i hinum rýra jarð- vegi nema með áburðargjöf. Aburðargjöfin drepur hinsvegar hinn harðgerða og nægjusama gróður sem fyrir er og upp kem- ur mikill grasvöxtur milli greni og furukræklanna. Þessar slim- ugu útlendu urtir hafa náð al- gerum fantatökum á sunnan- verðri Oskjuhlið, islenski holta- og lyngheiðagróðurinn, er að mestu dauður. Þar verður aldrei aftur berjamór á hausti. Mér er þvert um geð að mæla hart i móti skógrækt, þvi hún getur i ýmsum tilvikum átt full- an rétt á sér, en ef menn iðka skógrækt i einhverskonar flótta frá landinu sinu verður árangurinn aðeins dapurleg mistök, samanber Heiðmörk og öskjuhlið. Skógræktin hefur gert stórkostlega hluti viða um land og unnið gott starf við kyn- bætur islenskra afbrigða. 1 öskjuhlið hefði gjarna mátt gera laglega göngustiga, gróðursetja stöku viðirunna og birki, en þetta sem gert hefur verið þessari algrónu blóm- skrýddu lyngheiði sem var ein af perlum bæjarlandsins, jafnoki Elliðaánna að dýrmáeti, það er ekki aðeins sóðaskapur og smekkleysa. Það er glæpur, framinn af fólki, sem þó gekk aðeins gott til. Þetta er árangur af fórnfúsu hugsjónastarfi. Þegar ég var strákur yfir- gnæfðu áhrif hersins i hugum okkar strákanna og eftir að hann var farinn blöstu allsstað ar við minjar um veru hans. Þessir staðir voru eftirlætis leiksvæði okkar. I öskjuhliðinni voru hálfir og heilir flugvéla- skrokkar, leifar ýmissa annarra vigvéla, gaddavirsgirðingar, viggirtir oliugeymar sprengdir niöur i klappirnar. Þarna voru neðanjarðarbyrgi meö göngum úti byssustæðin. Or einu byrginu lágu rör eða göng 25-30 metra niður brekkuna að oliu- geymunum. Það voru okkar leynigöng. A þessu svæði lékum við strákarnir hetjur heims- styrjaldarinnar en það voru hermennirnir óneitanlega i aug- um okkar þá. Nú, áratugum siðar hefur borgin verið hreinsuð af flestum minjum hersetunnar fyrri, braggahverfin eru horfin undir malbik og steinsteypu. Menn greinir á um það hvort áhrif hernámsáranna hafi verið góð eða ill, eða hvorttveggja. Sumir telja að þjóðin hafi misst vitið á þessum árum, og ekki fengið það aftur enn i dag. Hvað um Enn gægist blóm hjá grjóti það, þetta timabil er merkt i menningarsögu þjóðarinnar, en um sýnilegar minjar höfum við litið hirt. Flest sem herþjóðirn- ar reistu hér var aðeins ætlað að standa skamma stund, enda horfið og fyrnt. Enn má þó á nokkrum óbyggðum svæðum i borginni sjá skotbyrgi að grotna niður. Þegar ég sat þarna undir steini upp i öskjuhlið með henni dóttur minni, fannst mér allt i einu að skaði væri að ef allt þetta hyrfi. Þarna i öskjuhliðinni eru enn- þá til staðar skotbyrgi tiltölu- lega vel varðveitt. Neðanjarð- arbyrgin sýndust mér vera heil, og leynigöngin voru á sinum stað. Þegar viö strákarnir lékum okkur þarna höfðu oliugeym- arnir mikið aðdráttarafl, en okkur tókst aldrei að rannsaka það svæði, enda viggirt og i strangri gæslu. Nú er hinsvegar girðingin hálffallin og hliðið op- ið, þvi geymarnir eru komnir úr notkun. Við dóttir min og ég not- uðum þvi tækifærið og fórum i könnunarleiðangur kringum þrjá syðri geymana. Þarna er höggvin sylla i bergið, en vegg- Form bergsins er margvlslegt ur mikill hlaðinn framanvið. Geymarnir voru á sinum tima smiðaðir úr stáli af Hamri og Héðni, en utanum þá hlaðið vik- ursteinum, sem nú eru að losna og skapa mikla hættu fyrir börn, sem leika sér talsvert þarna. Einn geymanna er opinn að neð- anverðu, þar sem boltaður hleri hefur verið fjarlægður og við blasir stærðar gimald. Væri mikið fyrirtæki að hreinsa svæðið kringum geym- ana, gera við það sem aflaga hefur farið, en breyta sem fæstu. Einangra siðan geymana að utanverðu og múra þá upp. Gjarnan mætti smiða kringlótta glugga ofarlega á þá. Siðan yrðu þeir ryðhreinsaðir að innan og málaðir og sett i þá t.d. parket- gólf. Lagt yrði að þeim rafmagn og vatn og sköpuð hefði verið t.d. stórkostleg félagsaðstaða fyrir fullorðið fólk. Útsýnið er ó- þarfi að lofa, svo fagurt sem það er, og umhverfiö bæði sérkenni- legt og aðlaðandi. Kannske er þetta vond hug- mynd, en enginn skaði er skeð- ur, þvi ég hef ekki fé til þess að hrinda henni i framkvæmd. Það höfðu barrnálamennirnir illu heilli. Gömlu geymarnir. Hér þyrfti að taka til hendi Stalin gamli lá á banabeði sinu, og lét kalla á Krúsjoff, til að leggja honum lifsreglurnar. — Ég hef skrifað hér tvö bréf, sagði Stalin. — Lendirðu einhvern tima i efnahagsvandræðum, þá skaltu opna bréfið, sem merkt er I. Ef þú hins vegar lendir ein- hvern tima I slikum vandræðum, að lif þitt er i hættu, þá skaitu opna bréf II. Nokkrum árum siðar urðu miklir efnahagsörðugleikar i sovésku efnahagsíifi. Krúsjoff fór þegar og opnaði fyrra bréfið. Þar stóð: „Skelltu allri skuldinni á mig.” Krjúsjoff var ekki seinn á sér, heldur reif geislabauginn þegar I stað af Stalfn, og stimplaði hann skúrk og svikara hinn mesta. Við valdabaráttuna I Kreml 1964 var ástandið fariö að verða öröugt hjá Krúsjoff, og hann opnaði siðara bréfið. Þar stóð: „Skrifaðu tvö bréf!”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.