Þjóðviljinn - 17.06.1975, Page 5
Þriðjudagur 17.júni 1975 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5
Það vakti firna athygli fyrir
ekki margt löngu þegar Ferdi-
nand E. Marcos, forseti Filipps-
eyja, ýjaði að þvi með sterkum
orðum að filippseyingum væri
þökk á þvi að Bandarikin legðu
niður herstöðvar sinar á eyjun-
um. Komst forsetinn svo að orði
meðal annars að Bandarikin
yrðu að skilja, að „varnarlið”
þeirra á Filippscyjum þýddi
stórfellda hættu fyrir þjóðina,
jafnvel útrýmingarhættu. Það
hefði einhvern tima þótt saga til
næsta bæjar ef þvi hefði verið
spáð að önnur eins hljóð ættu
eftir að heyrast úr þvi horni.
Marcos — var eldfljótur að
söðla um eftir fall Saigonstjórn-
arinnar.
Teng Hsiaó-ping — áhyggjur út
af tigrisdýri við bakdyrnár.
Ulfur og tígrisdýr
Filippseyjar hafa verið þunga-
miðja bandariskra itaka I Asíu
og á Kyrrahafssvæðinu allt frá
þvi um siðustu aldamót, er
Bandarikin tóku eyjarnar af
spánverjum. Fram að siðari
heimsstyrjöld voru eyjarnar
undir beinum yfirráðum Banda-
rikjanna, voru siðan hernumdar
af japönum um fáein ár en urðu
siðan að nafni tii sjálfstæðar, þó
áfram mjög undir bandariskum
áhrifum. Bandarikin höfðu á-
fram á eyjunum mikilvægar
herstöðvar, sem eru kjarni
bandariska herstöðvanetsins i
Suðaustur-Asíu og á Kyrrahafi.
Og allt fram á þennan dag hefur
verið litið á Filippseyjar sem
tryggasta fylgiriki Bandarikj-
anna i þeim hluta heimsins.
Viðbrögð Marcosar sýna enn
betur en hræðslukennt fátið á
Tailandsstjórn hvilikt skipbrot
pólitik Bandarikjanna i Suð-
austur-Asiu hefur beðið við
hrakfarirnari Indókina. Marcos
gerir fastlega ráð fyrir þvi að
dagar Bandarikjanna sem rikj-
andi veldis i þessum heimshluta
séu taldir. Hann vill þvi sýna á-
berandi áhuga á að losa við þau
tengslin og reynir jafnframt að
vingast við það stórveldi, sem
liklegast er til að hafa mest að
segja i Suðaustur-Asiu til fram-
búðar — Kina.
Endalok Taipe-stjórn-
arinnar nálgast
Og ekki verður annað sagt en
að Marcos hafi notað timann
vel, Leiðtogi þess rikis, sem til
þessa hefur verið kallað það
andkommúniskasta i Austur-
Asiu, hraðaði sér i opinbera
heimsókn til Peking og fékk að
tala við Maó formann. Þeirri
heimsókn lauk með þvi að
Filippseyjar tóku upp stjóm-
málasamband við Kfna, sem
jafngilti þvi að þær sviptu
stjórnina á Formósu viðurkenn-
ingu. Það var verulegur stjórn-
málalegur sigur fyrir stjórnina i
Peking, þvi að Filippseyjar
höfðu til þessa verið taldar einn
öruggasti bandamaður Taipe-
stjórnarinnar. Með sambands-
slitum Filippseyja og Taipe-
stjórnarinnar hefur áreiðanlega
færst nær að miklum mun sú
stund, er Formósa verður inn-
limuð i kinverska alþýðulýð-
veldið.
Ný viðhorf
Talið er liklegt að Tailand,
Singapúr og Indónesia muni
fljótlega fara að dæmi Filipps-
eyja. Þessi sveifla á raunar ekki
einungis rætur að rekja til ótt-
ans við hið kommúniska Kina,
heldur og þess að stjórnir þess-
ara landa gera sér vonir um að
geta nú um hrið um frjálst höf-
uð strokið i alþjóðapólitikinni.
Til þessa hafa þau mjög verið
háð Bandarikjunum, en nú gæti
farið i hönd timabil, sem ein-
kenndist af þvi að þetta svæði
væri ekki undir áhrifum eins
stórveldis fremur en annars.
Kina sér sér hag i þvi að ýta
undir þessa þróun. Leiðtogar
þess fylgjast áhyggjusamlega
með dvinandi þrótti Bandarikj-
anna og óttast að Sovétrikin
kunni aö nota tækifærið og koma
I stað þeirra sem aðalveldið á
Suðaustur-Asiusvæðinu. Kin-
verjar gera sér lika ljóst að
sameinað Vietnam verður á-
reiöanlega áður en langt um lið-
ur áhrifamikið riki á þessu
svæði, og engar likur eru á þvi
að leiðir þess og Kina liggi sam-
an I einu og öllu. Leiðtogar Kina
telja þvi miklu máli skipta að
tryggja sér vináttu þeirra rikja
Suðaustur-Asiu, sem enn eru
ekki orðin sósialisk.
Eyrnabitið
úlfsræksni
Ótti Kina við það að Sovétrik-
in kunni að reyna að fylla það
tómarúm, sem Bandarikin
skilja þarna eftir, gerði áreið-
anlega sitt til þess hve eldfljótt
þaö varð að taka i skyndilega og
óvænt framrétta hönd Filipps-
eyja, sem i gær höfðu verið á-
lika grimmur óvinur þess og
Park einræðisherra i Suður-
Kóreu. Við heimsóknina til Pek-
ing komst Teng Hsiaó-ping
varaforsætisráðherra svo að
orði við Marcos að hann skyldi
mikillega vara sig á að „sleppa
ekki tigrisdýrinu inn um bak-
dyrnar meðan hann væri upp-
tekinn af að sparka úlfinum út
um aðaldyrnar”. Þetta kin-
verska myndamál úr dýrafræð-
inni sýnir vel mat Kinastjórnar
á risaveldunum tveimur. Sovét-
rikin eru i þeirra augum stór-
hættulegt og vigreift tigrisdýr,
en Bandarikin aðeins eyrnabitið
og hrakið úlfsræksni. Ekki er ó-
liklegt að Teng sé með þessu að
vara filippseyinga við þvi að
leggja allt upp úr að losa sig við
kanann á sem skemmstum
tima. Kina óttast Bandarikin
ekki lengur neitt óskaplega eða
að minnsta kosti ekki meira en
svo, að leiðtogunum i Peking
finnst að gott geti verið að brúka
þau sem mótvægi gegn Sovét-
rikjunum. Af þeim sökum er lik-
legt að framámönnum kinverja
sé það ekkert kappsmál að
Bandarikjunum sé þegar i stað
sparkað algerlega út úr Suð-
austur-Asiu.
Hvað verður um maó-
istana á Luzon?
Heimafyrir er stjórn Marcos-
ar illa ræmd, svo að ekki sé
meira sagt, og um margra ára
skeið hafa barist gegn henni
tvær uppreisnarhreyfingar,
önnur sem múhameðski minni-
hlutinn á eyjunum stendur að og
hin marxisk og maóisk. Sú sið-
arnefnda heldur til á aðaleynni
Luzon. Er þar raunar um að
ræða afsprengi þjóðfrelsishers
Filippseyja, Hukbalahap sem
reyndi að ryðja á brott banda-
rikjamönnum og fillippinskum
leppum þeirra eftir lok siðari
heimsstyrjaldar. Marcos hefur
einskis látið ófreistað til að eyða
þessum maóisku skæruliðum og
meðal annars lagt i eyði heil
héruð, þar sem grunur lék á að
þeirhefðu samúð héraðsmanna,
en þó aldrei tekist að kála þeim
að fullu.Skæruliðar þessir munu
hafa fengið einhverja hvatningu
frá Kina, enda telja þeir sig
fylgja kenningum Maós for-
manns. Nú spyr margur, hvort
Marcos muni ekki reyna að
beita hinum nýju vináttusam-
böndum slnum i Peking til að
klekkja á maóistunum heima
hjá sér. Ef Kinastjórn hvetti
maóistana á Luzon til að leggja
niður vopn og svipti þá öllum
stuðningi, gæti það að minnsta
kosti dregið úr baráttukjarki
þeirra. I stjórnmálum er allt til.
dþ
Lýsing á ástandinu í New York:
„Velkomin til
borgar óttans”
NEW YORK 13/6 — Gættu þess að
fara ekki út á götur borgarinnar
eftir klukkan sex siðdegis og forð-
astu aimenningsfarartæki, svo
fremi þig langi til að iifa lengur —
Þetta stendur meðai annars I
bæklingi.sem hefur yfirskriftina:
Velkomin til borgar óttans. Hafa
lögreglumenn og brunavarnar-
menn i New York I hyggju aö
dreifa bæklingnum meðal þeirra,
sem leggja leið sina til borgarinn-
ar.
New York-borg hefur undan-
farið verið I slikum fjárhags-
vandræðum að legið hefur við
gjaldþroti, og nú hafa borgaryfir-
völdin I sparnaöarskyni ákveðið
að segja upp sex þúsund lögreglu-
mönnum og 2300 brunavarnar-
liðsmönnum. Fulltrúar lögreglu-
manna óg brunavarnarliðsmanna
halda þvi hinsvegar fram að
glæpaöldin I borginni sé slik að
hún megi sist við slikri fækkun.
Þá muni taka þar við hrein óöld.
Meðal ráðlegginga i bæklingn-
um er að fara aldrei I neðanjarð-
arjárnbraut og fara aldrei út úr
húsi á kvöldin nema i leigubil.
Þessi verða
laun félags-
manna BSRB
Þann 13. þessa mánaðar var undirritaður samningur milli BSRB og
fjármálaráðuneytisins um launakjör starfsmanna rikis og bæja. Litur
launatafla BSRB þá þannig út eftir þær breytingar á henni, sem um
samdist: (Kaupgreiðsluvisitala: 106,18.)
TtMAKAUP
Yfir- Vakta- Dag-
Lfl. l.þrep 2. þrep 3.þrep 4. þrep 5. þrep vinna álag vinna
10. 47.687 47.687 48.946 52.046 53.922 520,46 147,00 313,53
11. 47.687 48.946 52.046 53.922 55.799 539,22 147,00 324,83
12. 48.946 52.046 53.922 55.799 57.863 557,99 147,00 336,14
13. 52.046 53.922 55.799 57.863 60.491 578,63 147,00 348,57
14. 53.922 55.799 57.863 60,491 63.119 604,91 147,00 364,40
15. 55.799 57.863 60.491 63.119 65.574 631,19 147,00 380,23
16. 57.863 60.491 63.119 65.574 68.029 655,74 147,00 395,02
17. 60.491 63.119 65.574 68.029 70.486 680,29 147,00 409,81
18. 63.119 65.574 68.029 70.486 72.941 704,86 147,00 424,62
19. 65.574 68.029 70.486 72.941 75.397 729,41 147,00 439,40
20. 68.029 70.486 72.941 75.397 77.853 753,97 154,00 454,20
21. 70.486 72.942 75.397 77.853 80.308 778,53 154,00 468,99
22.! 72.941 75.397 77.853 80.308 82.765 803,08 154,00 483,78
23. 75.397 77.853 80.308 82.765 85.220 827,65 154,00 498,58
24. 77.853 80.308 82.765 85.220 88.552 852,20 154,00 513,37
25. 80.308 82.765 85,220 88.552 91.885 885,52 154,00 533,45
26. 82.765 85.220 88.552 91.885 95.218 918,85 154,00 553,52
27. 85.220 88.552 91.885 95.218 98.551 952,18 154,00 573.60
28. 88.552 91.885 95.218 98.551 101.882 985,51 154,00 593,68
Bl. 105.776 105.776 105.776 105.776 105.776 1057,76 154,00 637,20
B2. 111.038 111.038 111.038 111.038 111.038 1110,38 154,00 668,90
B3. 116.300 116.300 116.300 116.300 116.300 1163,00 154,00 700,60
B4. 121.563 121.563 121.563 121.563 121.563 1215,63 154,00 732,31
B5. 127.701 127.701 127.701 127.701 127.701 1277,01 154,00 769,28
B6. 131.121 131.121 131.121 131.121 131.121 1311,21 154,00 789,89
B7. 134.644 134.644 134.644 134.644 134.644 1346,44 154,00 811,11
B8. 138,272 138.272 138.272 138.272 138.272 1382,72 154,00 832,96
Gildistimi samningsins er frá 1. júli 1975 til jafnlengdar 1976. Fyrir
júnimánuð fá félagsmenn BSRB greiddar 2 þúsund krónur hver til við-
bótar þeim launum, sem þeir fengu útborguð 1. júni, og 1. júli verða
laun síðan greidd. eftir ofangreindri töflu.
—úþ
Til liðs við Njörð
Njörður P.Njarðvík sctur i slð-
ustu sunnudagsgrein sinni fram
þá hugmynd að þýða beri erlend
vöruheiti á tungu forfeöra vorra.
Nefnir hann nokkur dæmi en við-
urkennir uppgjöf sina fyrir þeim
vanda að þýða nafnið á banda-
riska kjarnadrykknum Kóka kóla.
Hér vill undirritaður koma til iiðs
við Njörð.
Skólabróðir minn úr mennta-
skóla sagði mér eitt sinn frá þvi
að hann hafi verið i vegavinnu
norður á Ströndum um sumarið.
Kom flokkurinn á bæ þar sem
reiddar voru fram góðgerðir.
Gestgjafinn, roskin kona, spuröi
piltana hvort einhverjir vildu
skola niður kökunum með Sósa
sóla.Konan hafði aðeins séð nafn
þessa drykkjar ritað upp á enska
visu með tveimur séum sem hún
bar fram sem rammislensk ess
Þessi islenskun hefur marga
kosti.Hún fer vel i munni og báðir
hlutar nafnsins eiga sér stoð i is-
lenskri tungu.Sameiginlega gætu
þeir þýtt: sósa framleidd úr skó-
sólum. En eflaust hefðu áhuga-
menn um neyslu islendinga á
þessari vöru eitthvað við þýðing-
una að athuga. —ÞH
AFERLENDUM
BÓKAMARKAÐI
Thank You# Fog.
Last Poems by WH.Auden.Faber
and Faber 1974.
WH. Auden lést 29. september
1973. Þá hafði hann safnað þeim
kvæðum sem birtast hér, auk
þess hafði hann valið titilinn og á-
kveðið tileinkunina.Flestöll kvæð-
in eru ort eftir að Auden hvarf frá
New York til Englands vorið 1972.
Siðasta kvæðið, sem vitað er um
að Auden orti var ekki að finna i
handritinu að þessari bók, en það
hljóðar svo:
He still loves life
But O O O O how he wishes
The good Lord would take him.
Honum varð að ósk sinni, lést
um nótt á hóteli i Vinarborg, eftir
að hafa flutt fyrirlestur i austur-
riska bókmenntafélaginu daginn
áður.Auden bjó i Austurriki siðari
árin, milli þess sem hann ferð-
aðist um.Kvæði hans fullkomnuð-
ust eftir þvi, sem á leið, en þreyt-
an jókst og leiðinn á heiminum
markaði siðari kvæði hans.
No suinmcr sun will ever
dismantlc the global gloom
cast by the Daily Papers,
vomiting in slip-shod prose
the facts of filth and violence
that we’re too dumb to prevent.
Kvæðið endar á þakklæti til
þokunnar, hún hylur þó and-
styggðina.Spennan var horfin úr
boðskap Audens, sem minnast
má úr fyrri bókum hansr, grá-
mygluleg þvingandi einhæfni
staðlaðs heims, sem hefur pró-
sentutölur hagvaxtarins sem sitt
goð hlaut að vekja meira en litinn
leiða.