Þjóðviljinn - 17.06.1975, Síða 11
'
'
Þriöjudagur 17.júní 1975 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11
Baráttan gegn ásælni bandarlskrar heimsvaldastefnu hefur staöiö öll ár islenska lýöveldisins, en allan þann tima hefur róttækt fólk fyikt liöi gegn
erlendri ásælni.
©
1946, siðan Marshallaðstoðin 1947-
48, inngangan i Nato 1949 og loks
herstöðvasamningurinn 1951. Við
skulum athuga hvernig tónninn
breytist hægt og sigandi
með hverju skrefi.
Þegar alþingi samþykkir
sumarið 1946aðlsland gerist aðili
að Sameinuðu þjóðunum, þá var
samþykkt sérákvæði þess efnis að
við leyfðum samtökunum ekki að
fá hér hernaðaraðstöðu.
Þá kepptust stjórn-
málaforingjarnir við að lýsa yfir
andstöðu sinni við erlenda her-
setu. Hér fara á eftir nokkrar til-
vitnanir i ræður þeirra:
Ölafur Tliors á Alþingi 22. júll
1946: ,,Islenska rikið hefur aldrei
háð styrjöld og aldrei haft her-
skyldu né herlið landsmanna. Ber
að sjálfsögðu að taka tillit til þess
i væntanlegum samningum is-
lenska rikisins og öryggisráðs-
ins.”
Ilermann Jónasson 22. júli
1946: „Það er nú áreiðanlega
mjög sterkur vilji fyrir þvi hjá
þjóðinni og næstum einróma, að
ekki komi til þess, að hér verði
herstöðvar og ég verð að láta þá
skoðun mina i ljós, hvernig svo
sem ég greiði atkvæði um þetta
mál, að ég tel að það þyrfti að
liggja fyrir frá háttvirtu Alþingi
nú þegar, að til þess gæti aldrei
komið, að við vildum fórna þvi að
leyfa varanlegar herstöðvar hér á
landi.”
Stefán Jóhann 23. júli 1946:
„.Spurningin sem nú er á hvers
manns vörum, er þessi: Leiðir
innganga tslands i bandalag
hinna sameinuðu þjóða það ekki
óumflýjanlega af sér, að það
verði erlendar herstöðvar á Is-
landi? Sliku er ekki til að dreifa...
Við i (utanrikismála)nefndinni og
rikisstjórnin teljum mikils um
vert, að vilji Alþingis islendinga
komi skýrt og ótvirætt fram um
þetta efni, að það sé bæði vilji
þingsins og islensku þjóðarinnar,
að erlendar herstöðvar verði ekki
á tslandi”.
Gunnar Thoroddsen 25. júli
1946: „Ég hef haft tækifæri til
þess áður, einkum 1. des. sl. að
lýsa afstöðu minni til erlendra
herstöðva. Ég býst ekki við, að
mér sé minna kappsmál en t.d
háttv. 3 ■ landskjörnum þing-
manni að hér séu engar herstöðv-
ar. Og ég hefði ekki verið fylgj-
andi inngöngu okkar i bandalag
sameinuðu þjóðanna, ég myndi
ekki hafa greitt þvi atkvæði hér á
þingi, ef ég teldi, að i þvi fælist
skuldbinding um erlendar her-
stöðvar hér á landi”.
Jóhann Hafstein 25. iúli 1946:
„Ég er algerlega andvigur her-
stöðvum hér á landi”.
Siguröur Bjarnason 25. júl
1946: „Ég hef frá þvi styrjöldinni
Stefán Jóhann Stefánsson for-
sætisráöherra 1947-49.
lauk staðið fast gegn því, að
nokkru herveldi yrði til lengri eða
skemmri tima leigðar hér á landi-
herstöðar. Ennfremur hef ég talið
sjálfsagt, að gerðar yrðu kröfur
um það, að hið ameriska herlið,
sem hér dvaldi styrjaldarárin,
íæri héðan i brott”.
Um haustið eða i október sam-
þykktu flestir fyrrgreindra
manna Keflavikursamninginn
um dulbúna herstöð i Keflavik er
tryggði bandarikjamönnum yfir-
ráð og afnot af flugvellinum.
Inngangan í Nató
En þegar kemur að samningum
um inngöngu i Nato, þá kveður
við annan tón. Þó er þá enn talað
um að ekki skuli vera hér, her á
friðartimum. Litum á nokkur
ummæli:
Stefán Jóhanná fundi i Alþýðu-
flokksfélaginu 13. febrúar 1949:
„....óskynsalegt að taka afstöðu
nú þegar til hugsanlegrar þátt-
töku tslands i Norður-Atlants-
hafsbandalaginu. Sú afstaða hlyti
að fara eftir þvi, hvert öryggi það
veitti okkur og hverjar skyldur
það legði okkur á herðar. Benti
forsætisráðherrann i þvi sam-
bandi á, að islenska þjóðin myndi
ekki óska þess, frekar en norð-
menn, að þurfa að hafa erlendan
her i landi sinu á friðartimum, og
ekki telja sér unnt að taka sjálf
upp herþjónustu eða verða virkur
styrjaldaraðili”. Alþ.bl. 15.2 ’49.
Leiðari i Alþ.bl. 19/2/49: „For-
dæmi norðmanna. Þeir (þ.e.
kommúnistar) hafa flikað þeirri
Bjarni Benediktsson helsti tals-
maður hraöskilnaöarmanna.
fráleitu blekkingu, að unnið væri
að þvi að kalla inn i landið erlend-
an her á friðartimum og ljá Vest-
urveldunum herstöðvar hér.
Þeirri blekkingargrimu hefur
verið af þeim svipt”.
Leiðari I Alþ.bl. 2/3/49: „Ein-
róma yfirlýsingar lýðræðisflokk-
anna. Alþýðuflokkurinn mótaði
fyrstur allra flokka hér á landi af-
stöðu sina til þess máls (þ.e. At-
lantshafsbandal.) á flokksþingi
sinu i haust”.
Alþ.bl., 20/3/49: „Atlantshafs-
sáttmálinn staðfestir allar vonir
lýðræðissinna, segir Stefán Jó-
hann Stefánsson”.
Bjarni Ben., 22/3/49: Munum
„aldrei samþykkja, að erlendur
her né herstöðvar væru i land:
okkar á friðartimum”. „Er þvi
allur ótti um það, að fram á slikt
verði farið við okkur, ef við göng-
um i bandalagið, gersamlega á-
stæöulaus”.
Stefán Jóhann, ræða, Alþ.bl.
29/3/49: „Stofnendur Atlantshafs
bandalagsins hafa til fulls virt,
skilið og metið sérstöðu tslands
sem varnarlausrar þjóðar, sem
alls ekki vill né ætlar sér að her-
væðast og hafnar þvi eindregið að
hafa erlenda hersetu eða her-
stöðvar i landi sinu á friðartim-
um. Allt þetta hefur verið mjög
skýrt og skeiegglega fram tekið
og á fyllsta hátt viðurkennt og
fullkomlega til greina tekið, sem
ófrávikjanlegt skilyrði islendinga
til þess að gerast aðili að þessu
friðar- og öryggisbandalagi”.
Rétt er að vekja athygli á þvi að
við inngönguna i Atlantshafs-
bandalagið er lögð rik áhersla á
það að hér skuli ekki vera her á
friðartimum. Um það var jafn-
framt gert sérstakt samkomulag
við Bandarikjastjórn og þeim
fyrirvara i fjórum liðum skeytt
við samþykktina 30. mars.
Hernámið 1951
1951 er allt orðið breytt, enda
kalda striðið i hámarki. Þá geis-
aði Kóreustriðið og i Bandarikj-
unum Mc.Carty-isminn en sú of-
sókna- og múgsefjunarhrið náði
að skjóta föstum rótum hér á
landi. Kommúnistar voru ekki
lengur taldir viðmælanlegir.
Hvernig var tónninn i þessum
sömu stjórnmálaleiðtogum þá?:
<Jr almennri stjórninálayfirlýs.
Kramsóknar, 9. flokksþing nóv.
1950: „Framsóknarflokkurinn
leggur sem fyrr rika áherslu á, að
staðið sé fast á verði um lýðræðið
i landinu og stjórnarfarslegt
sjálfstæði þjóðarinnar, en unnið
gegn erlendri ásælni og áróðri”.
Gylfi Þ. Gislason, Alþingi, 22.
okt. 1952: „Ég er sannfærður um,
að verði ekki breytt um þá stefnu,
sem fylgt hefur verið um fram-
kvæmd samningsins, þá mun
meirihluti þjóðarinnar snúast
gegn þvi, að annarri þjóð séu
faldar varnir landsins og vilji að
við tökum þær i eigin hendur og
takmörkum þær þá að sjálfsögðu
við litla fjárhagsgetu þjóðarinn-
ar”.
Bjarni Ben., áramótagrein i
Mhl. 31. dcs. 1952: „tslenska þjóð-
in hefur þolað marga raun i meira
en þúsund ára dvöl sinni hér á
landi. öll sú saga sýnir, að það er
einhver hinn argasti rógur, sem
um hana hefur nokkru sinni verið
sagður, þegar þvi er haldið fram,
aö menningu þjóðarinnar og jafn-
vel tilveru hennar sé stofnað i
hættu með dvöl nokkurs erlends
varnarliðs hér um sinn”.
En þegar alþingi fjallaði um
hernámssamninginn eftir á,
haustið 1951 var allt annað uppi á
teningnum en 1946 og 1949:
Bjarni Benediktsson Alþ. B.
1951 (bls. 88): Hernámssamning-
ur — „Hér var vitanlega um svo
viðurhlutamikið og örlagarikt
mál að ræða fyrir isl. þjóðina,
að rikisstjórnin taldi sjáifsagt að
hafa samráð við alla þá alþm.,
sem ætla mátti, að viðmælandi 1
væru um nauðsyn þess að koma ’
upp vörnum fyrir tsland. Sá hátt- ’
ur var þá hafður á, að áður en ’
endanlega væri lokið þessari
samningsgerð, var málið borið
undir alla þm. lýðræðisflokkanna \
þriggja, og þeir lýstu allir sam- ,
þykki sinu á samningsgerðinni. ,
Eftir að samningurinn hafði verið ,
samþykktur, var hann undirrit- ’
aður hinn 5. mai sl. og staðfestur i ^
rikisráði svo sem lög standa til”.
„Fyrir þá, sem þannig lita á
málið (þ.e. að samningurinn hefði
átt að leggjast fyrir Alþing), er
þess að gæta, að nú er málið lagt
fyrir Alþing og Alþingi á þess kost
að fella það eða samþykkja. Hitt
er svo annað mál, að það er fyrir-
fram vitað, að frv. verður sam-
þykkt þvi að yfirgnæfandi meiri-
hluti er samþykktur. Eftir að sú
samþykkt hefur átt sér stað verð-
ur ekki um það deilt að samþykki
Alþingis sé fyrir hendi, og kemur
þvi ekki til mála, að samningur- ,
inn sé ógildur af þeim ástæðum.
Deilan um það hlýtur að hverfa,
þegar málið hefur fengið þinglega
meðferð. Að minu viti þarf að
visu ekki sérstakt samþykki Al-
þingis til þess að samningurinn
verði gildur. Það samþykki er
þegar fengið með samþvkkt
þingsins á Norður-Atlantshafs-
samningnum”.
Bjarni Ben. Alþ. (bls. 89) —
Hernámssamningurinn: „Það
sýnir best, að hér er engri kúgun
beitt og á ekki að beita gagnvart
isl. þjóðinni, enda sannanleg, að
hin mikla bandariska þjóð hefur
ætið, frá þvi að samskipti okkar
við hana hófust, komið fram á
þann veg, að islendingar vita, að
af hennar hálfu þurfa þeir ekki að
óttast skerðinguá fullveldi sinu”.
„...reynslan hefur vissulega
sýnt okkur, að bandarikjamenn
standa við samninga sina”.
Stefán Jóh. Stefánsson B. Alþt.
1951 (bls. 92): Hernámið: „Við
þurfum ekki að óttast að Vestur-
Evrópurikin og Bandarikin muni
ráðast á tsland og leggja það und-
ir sig”.
Stefán Jóh. Stefánsson Alþt. B.
1951 (bls. 109): Hernámið: „Það
var tekið fram, er tsland gekk i
bandalagið (Atlantsh.b.) að það
hefði engan her, ætiaði engan her
að hafa”.
„Það var eðlilegt, að Bandarik-
in yrðu sú þjóð sem tæki að sér
varnir hér á landi fyrir Atlants-
hafsbandalagið. Islendingár hafa
reynslu af Bandarikjunum, og sú
reynsia er ánægjuleg. Þetta riki
hefur aldrei þröngvað högum
okkar á neinn hátt, heldur sýnt
okkur i hvivetna skilning og til-
hliðrunarsemi”.
Siðan þessi ummæli féllu hefur
mikið vatn runnið til sjávar og
hernám hugarfarsins orðið æ um-
fangsmeira. Allan timann frá
stofnun lýðveldisins hafa sósiai-
istar og fleiri þjóðfrelsissinnar
barist gegn þessari erlendu á-
sælni og háð nýja sjálfstæðisbar-
áttu gegn veldi sem er voldugra
en danski andstæðingurinn i fyrri
baráttu.
En nú, þegar lýðveldið hefur
fyllt þriðja áratuginn er svo á-
statt að ekkert fararsnið er á
bandariska hernum. Milli 40—50
þúsund islendingar hafa skrifað
undiráskorun um áframhaldandi
dvöl hans og nokkrir menn haft
forgöngu um að biðja um erlenda
hersetu.
Sjálfstæðisbarátta smáþjóðar
er ævarandi barátta sem aldrei
tekur enda og áfram er barist fyr-
ir brottför hersins, þó á undan-
förnum mánuðum hafi gætt nokk-
uð mikillar deyfðar hjá her-
stöðvaandstæðingum.
Á þessu vori bar fátæk bænda-
þjóð austur i Asiu sigurorð yfir
bandariska herveldinu og sannaði
með hetjulegri baráttu sinni að
sigur er vis hjá þeim er berjast
fyrir sjálfstæði og þjóðfrelsi. Sú
þjóð sem trúir á sjálfstæöi sitt og
berst fyrir þjóðfelsi sigrar að lok-
um. Á þessum lýðveldishátiðar-
degi ber þvi öllum þjóðfrelsis-
sinnum að herða baráttuna fyrir
fullum yfirráðum yfir landinu
öllu og standa á verði gegn auk-
inni grlendri ásælni i hvaða mynd
sem hún birtist. óre.