Þjóðviljinn - 17.06.1975, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 17.06.1975, Blaðsíða 20
20 SIDA — ÞJÓDVILJINN Þriðjudagur 17.júni 1975 Hreinn var sá eini er sigraði EM-riðillinn í Portúgakárangur íslensku keppend anna olli vonbrigðum—flestir langt frá sínu besta islendingar höfnuðu í næst-neðsta sæti í EM- riðlinum í frjálsíþróttum sem fram fór í Portúgal um síðustu helgi. Þeir hlutu 46 stig, en neðstir urðu írar með 43 stig. Annars varð röð landanna þessi: Spánn 114 stig, Sviss, 110 stig, Belgia 93 stig, Holland 88 stig, Portú- gal 65 stig, ísland 46 stig og irland 43 stig. Það verður að segjast eins og er að islensku frjálsiþröttamennirn- ir ollu vonbrigðum.Aðeins Hreinn Halldórsson var við sitt besta og hann sigraði i kúluvarpi, en var samt nokkuð frá íslandsmeti sínu Þeir óskar Jakobsson og Er- lendur Valdemarsson voru langt frá sinu besta. Erlendur kastaði aðeins 54 m.i kringlu og varð i 2 sæti og Óskar kastaði 71,14 m.i spjótkasti og náði aðeins 4. sæti Það voru einmitt þessir þrir kastarar sem búist var við miklu af, og einungis Hreinn stóð fyrir sinu. I öllum hinum tilfellunum urðu islensku keppendurnir i neðsta eða næst-neðsta sæti.Það kemur kannski ekki svo mjög á óvart, en maður átti von á mun betri árangri hjá þeim Erlendi og Óskari. En hvað um það, keppnistima- bilið hjá okkur er rétt að byrja. og kannski eigum við eftir að sjá mörg góð afrek unnin þegar á sumarið liður og kannski höfum viö vænst of mikils af þessum menn vinna ekki afrek á hveriu frjálsiþróttamönnum okkar,: móti. —Sdór Hreinn Halldórsson Reykjavikurmótiö í sundi: Met Þórunnar eini Ijósi punkturinn á mótinu Mikil lægð vi vera hjá sun Sundmeistaramót Reykjavíkur fór fram í sundiaugunum i Laug- ardal sl. sunnudag og er þetta fyrsta stórmótið I sundi á þessu sumri.Og það verður að segjast eins og er, að ekkert markvert gerðist á mótinu utan eitt islands- met sem Þórunn Alfreðsdóttir setti, i 400 m.fjórsundi, synti á 5:43,9 min.Allir aðrir timar sund- fólksins voru langt frá islands- metum.Vissulega er þaö rétt sem forráðamenn sundsins segja, það cr ekki alltaf hægt að eiga hóp af afreksfólki, en hinsvegar mun það staðreynd að langt sé siðan önnur eins lægð hefur verið i sundinu og nú.En það er margt ungt og efnilegt sundfólk á leið- inni og kannski aðeins timaspurs- mál hvenær metin taka að fjúka á ný. Það segir nokkra sögu, að Guömundur Gíslason, sem hættur er að æfa með keppni fyrir augum tók þátt i 100 m. flugsundi og sigraði með yfirburðum og er hann þó orðinn 34 ára gamall. í dag 17. júni fer fram þjóð- hátiðarmót i sundi og kannski Mikil lægð virðist vera hjá sund- fólki okkar um þessar mundir verður það rismeira en Reykja- vikurmótið var. Úrslit á Reykja- vikurmótinu urðu sem hér segir: 400 m.fjórsund kvenna: min 1. Þórunn Alfreðsd. 5:43,9 (Islm) 2.Bára ólafsdóttir Árm. 6:07,5 400 m.fjórsund karla: 1. Axel Alfreðsson Æ 5:17,6 2. Arni Eyþórsson Árm. 5:18,3 3. Brynjólfur Björnsson Árm. 5:44,8 100 m.baksund kvenna: 1. Þórunn Alfreðsd.Æ 1:23,4 2. Bára Ólafsd.Arm. 1:24,5 3. Hrefna RúnarsdÆ 1:29,6 100 m.baksund karla: 1. Bjarni Björnss.Æ 1:10,1 2. Hermann AlfreðssÆ 1:13,9 3. Hafliði HalldórssÆ 1:17,7 Þórunn Alfreðsdóttir 200 m.bringusund kvenna: 1. Aðalheiður Oddsd.Arm. 3:24,8 2. Astbjörg HaraldsdÆ 3:29,6 3. Regina ÓlafsdJÍR 3:52,2 Þarna keppti Sonja Hreiðarsdóttir úr UMFN sem gestur og sigraði á nýju telpna- meti 3:05,5 min. 100 m.bringusund karla: I.Guðmundur RúnarssÆ 1 : 18,8 2.Hreinn Jakobss. Árm. 1 : 19,0 3.Hermann Alfreðsson Æ • 1 :21,0 100 m.skriðsund kvenna: l.Bára Ólafsd.Á 1: :07,6 2.Þórunn Alfreðsd.Æ 1: :07,9 3.Hrefna RúnarsdÆ 1: : 11,1 200 m.skriðsund karla: l.Sigurður Ólafsson Æ 2: 11,6 Framhald á 17. siðu. Vegna skipulagsbreytinga rýmum við fyrir nýjum vörum. Kjólar, verð frá kr. 995.00 Pils, verð frá kr. 1995.00 Buxur, verð frá kr. 1995.00 Jakkar og kápur, 20-70% afsláttur. Allt á að seljast. Kjóladeildin MARKAÐURINN , Aðalstræti 9 FERÐA SQNGBOKIN Ómissandi í ferðalagið ® ÚTBOÐ Tilboð óskast i að mála glugga að utan og þakbrúnir Borgarspltalans I Fossvogi. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frfkirkjuvegi 3, gegn 5.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 8. júll 1975 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Auglýsing Evrópuráðið býður fram styrki til fram- haldsnáms starfandi og verðandi iðn- skólakennara á árinu 1976. Styrkirnir eru fólgnir I greiðslu fargjalda milli landa og dvalarkostnaðar (húsnæði og fæði) á styrktimanum, sem getur orðið einn til sex mánuðir. Umsækjendur skulu helst vera á aldrinum 26-50 ára og hafa stundað kennslu við iðnskóla eða leiðbeiningarstörf hjá iðnfyrirtæki I a.m.k. þrjú ár. Sérstök umsóknareyðublöð fást I menntamálaráðuneyt- inu, Hverfisgötu 6, Reykjavik. Umsóknir skulu hafa borist ráðuneytinu fyrir 15. september 1975. 11. júni 1975. Menntamálaráðuneytið, r Vantar bókhaldsmann Kaupfélag austanlands óskar eftir einhleypum manni, sem annast getur merkingu bókhaldsgagna undir tölvu- vinnslu og fleira. Gjörið svo vel og hafið samband við starfsmannast jóra. ^ SAMBAND iSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA ___________:_____________________'iLá

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.