Þjóðviljinn - 21.06.1975, Page 1
PJOÐVIUINN
Laugardagur 21. júni 1975 — 40. árg. 136. tbl.
Uppsagnir
við skatt-
Hreyfing enn í
togaradeilunni
Ekki
sér í
lausn
enn
Eins og frá var greint i blaðinu i
gær er loksins einhver hreyfing
að komast á togaradeiluna.
Samningafundur stóð frá kl. 4 i
fyrradag til kl. 2 i fyrrinótt, og
var þá strax boðaður nýr fundur,
sem hófst i gær ki. 16 og stóð enn
er blaðið frétti siðast til i gær-
kvöldi.
Fyrir nokkrum dögum lagði
Jón Sigurðsson, „þjóðhagur”
fram hugmynd að lausn i togara-
deilunni. Sjómenn svöruðu þeirri
tillögu strax i gær, og gagnhug-
mynd var komin frá sáttanefnd i
togaradeilunni þegar fundinum
lauk i fyrrakvöld. Um þessar
hugmyndir hefur vafalaust verið
rætt á fundinum i gærkvöld. 1
þessum tillögum mun ekki gert
ráð fyrir ákveðinni fækkun, held-
ur er alltaf talað um að kauplið-
irnir skuli breytast „ef vantar
mann” á skipin.
Þrátt fyrir þessa hreyfingu
samninga siðustu sólarhringa
hafa útgerðarmennirnir sjálfir
ekkert látið frá sér heyra beint.
Fyrir nokkru gerðu þeir sjómönn-
um tilboð um hækkun fastakaups-
ins, en sjómenn höfnuðu sam-
stundis og lögðu fram gagntilboð,
sem útgerðarmenn hafa enn ekki
svarað.
Talsmenn félagsrekinna út-
gerða hafa að undanförnu lýst sig
fylgjandi þvi að leggja kröfuna
um mannafækkun til hliðar, en
talsmenn einkareksturs togara-
útgerðar halda enn til streitu
kröfunni um fækkun i áhöfnum
togaranna.
Enda þótt hreyfing sé á samn-
ingunum er ekki séð fyrir neina
lausn á þessu langa togaraverk-
falli þegar þetta er skrifað.
Fyrsta konan
lýkur sveinsprófi
íbókbandi
rannsóknir
Annar skattrannsóknar-
stjórinn segir upp störfum
Skattrannsóknarstjóri, Ólafur
Nilsson, hefur sagt upp starfi sinu
frá og með 1. nóvember næstkom-
andi. Skýrði ólafur frá þessu i
viðtali við Þjóðviljann i gær-
morgun. Hann neitaði þvi að upp-
sögnin væri á nokkurn hátt bund-
in óánægju með starfsskilyrði. 8
ár eru nægur timi fyrir mann i
svona starfi.
Hann sagði aðspurður að einn
annar starfsmaður hefði sagt upp
störfum, en sagði að ekki hefðu
komið fleiri uppsagnir. Hins veg-
ar er blaðinu kunnugt um að fleiri
starfsmenn deildarinnar hafa i-
hugað uppsögn og getur fjölda-
uppsögn ekki stafað af öðru en þvi
að menn hafi sameiginlega á-
stæðu, til dæmis að glima við ein-
hvern drauginn i „kerfinu” hafi
mistekist.
Ólafur sagði að það tæki langan
tima að þjálfa menn til starfa i
skattrannsóknardeildinni og það
væri mikið tjón fyrir skattakerfið
að missa fólk sem væri oröið vant
þvi að fást við frumskóg skatta-
kerfisins.
Fyrsti skattrannsóknarstjórinn
Guðmundur Skaftason, mjög hæf-
urembættismaðuraðflestra áliti,
sagði upp störfum á sinum tima
vegna þess að hann var óánægður
með starfsaðstöðu alla við em-
bættið. Er þvi Ijóst að reynslan er
að sanna að stjórnarvöld búa ekki
að embætti þessu sem vert væri,
enda er tilvera þess mörguin
máttarstólpum núverandi stjórn-
arflokka mikill þyrnir i augum.
Varðskip
skautað
v-þýskum
togara
I gærmorgun kom varðskip
að fjórum vestur-þýskum tog-
urum er voru að veiðum fyrir
suð-austan land innan við 50
milna landhelgismörkin.
Snerust aðgerðir varðskipsins
fljótlega fyrst og fremst að
einum togaranna og skaut að
honum lausum skotum, en
togarinn sinnti þvi engu. Leik-
urinn barst á haf út SA-af
landinu og skaut varðskipið
einnig tveim föstum skotum
að togaranum. Togarinn mun
nú á leið til hafnar i Vestur-
Þýskalandi.
t gær gekk sendiherra þýska
sambandslýðsveldisins á fund
Einars Agústssonar utanrikis-
ráðherra og mótmælti aðgerð-
um varðskipsins en utanrikis-
ráðherra skýrði sjónarmið is-
lendinga.
3 til 12%
fiskhækkanir
Fiskverð hækkar um allt að
12% um þessar mundir. Vcrðá-
kvörðunin var tekin af fuiltruum
fiskseljenda og oddamanni
nefndarinnar gegn atkvæðum
fulltrúa fiskkaupenda, sem mót-
mæltu þessari hækkun vegna erf-
iðleika frystihúsanna.
Breytingar á lágmarksverði á
helstu fisktegundum verða þess-
ar:
Framhald á bls. 10.
Framsóknarmaður skal það vera!
Flokkslitur metinn meir en
starfsreynsla við veitingu
bankastjóraembœttis í Kópavogi
Nýlega lét Bjarni Guðbjörnsson
bankastjóri við útibú Ctvegs-
banka íslands i Kópavogi af störf-
um og var bankastjórastaðan
auglýst laus til umsóknar. Um-
sækjendur voru eitthvað á annan
tug ailt reyndir bankamenn nema
einn.
Að flestra dómi var talið að
Gunnar Guðmundsson deildar-
stjóri i hlaupareikningsdeild,
sem starfað hefur hjá bankanum
siðan 1939, stæði næst þvi að fá
stöðuna vegna langrar starfs-
reynslu. En skyndilega tók málið
aðra stefnu.
Framsóknarmenn eru frægir
fyrir að eigna sér sum embætti og
vilja i engu láta sinn hlut i kerf-
inu. Bjarni var fyrrverandi þing-
maður framsóknar og framsókn-
armaður skyldi taka við af hon-
um. Jón Skaftason fór á stúfana
og fann loks i hópi umsækjenda
einn af réttu sauðahúsi. Að dómi
framsóknar var Gunnar aftur á
móti óhæfur, þvi hann haföi ekki
haft nein afskipti af stjórnmálum,
aðeins reyndur og traustur
bankamaður. Fór nú framsókn-
armaskinan i gang. Jón tilkynnti
bankamálaráðherra ólafi
Jóhannessyni að i hópi umsækj-
enda væri framsóknarmaður
Loftur Guðbjartsson, sem unnið
hefði hjá bankanum siðan 1959 og
er forstöðumaður hagdeildar.
Ekki setti framsókn fyrir sig að
hann hefði 20 árum skemmri
starfsaldur en Gunnar og fór nú
framsóknarformaðurinn á fund
Sjálfstæðisflokksins og knúði
Framhald á bls. 10.
Rithöfundar
hljóta styrk
Stjórn Rithöfundasjóðs Islands
hefurákveðið að úthluta eftirtöld-
um rithöfundum úr sjóðnum árið
1975, hverjum um sig 200 þúsund
krónum. Styrkinn hlutu Jón
Helgason, Steinar Sigurjónsson
og Vésteinn Lúðvikssson.