Þjóðviljinn - 21.06.1975, Page 12
DIOÐVIUINN
Laugardagur 21. júni 1975.
Munið Alþýðubandalagsferðina sunnudaginn 6. júlí
Herstöðvaviðrœður USA og Spánar
Spánn vill
viðurkenningu
á stuðningi sinum við Nató
Maria Markan.
Maria
Markan
heiðruð
Næstkomandi miðvikudag 25.
júni verða haldnir heiðurshljóm-
leikar i Austurbæjarblói i tilefni
af sjötugs afmæli Mariu Markan
óperusöngkonu. Á hljómleikunum
koma fram flestir fremstu
söngvarar þjóðarinnar. Vonast
aðstandendur hljómleikanna eftir
þvi að sem flestir komi og heiðri
með þvi listakonuna á þessum
timamótum.
Miðar á hljómleikana verða
seldir frá og með n.k. sunnudegi i
Austurbæjarbiói.
Auk þess hefur verið gefin út
hljómplata með gömlum hljóðrit-
unum af söng Mariu. Flest þeirra
söng hún meðan hún var á
hátindinum sem söngkona en tvö
laganna syngur hún eftir að hin-
um eiginlega söngferli lýkur. Vin-
ir hennar standa að útgáfu plöt
unnar vegna þess að „góður söng-
ur” á erfitt uppdráttar hjá hljóm-
plötuútgefendum og almenningi.
Karpov nœr
öruggur
Þegar aðeins ein umferð er eft
ir á skákmótinu i Portoroz i
Júgóslavlu hefur heimsmeistar-
inn I skák, Anatoli Karpov einn
vinning I forskot og má þvl telja
hann nokkurnveginn öruggan um
sigur á mótinu, honum dugar
jafntefli I slðustu umferð til að
vinna mótið. Staðan eftir 14 um-
ferðir er þessi:
Karpov 10,5 v, Gligoric 9,5 v, Hort
og Furman 9 v, Ribli 8,5 v,
Ljúbojevic 8 v, Parma 7,5 v. og
biðskák Portis 7 v og biðskák
Velimirovis og Barle 7 v, Planic
6,5 v, Mariotte 6 v, Garcia 5 v,
Musil 4,5 v, Osterman 3,5 v, og
Karner 2,5 v.
Þess má geta að þeir Karpov og
Gligoric gerðu jafntefli I skák
sinni I 14. umferðinni.
MADRID 20/6 — Spænska stjórn-
in hefur tekið af öll tvfmæli um
það, að Bandaríkin fái ekki að
nota bækistöðvar slnar á Spáni til
millilendingar fyrir vopna-
flutningaflugvélar sfnar á leiö til
tsraels, ef nýtt stríð brýst út I
Austurlöndum nær. Tilkynnti
spænska fréttastofan EFG þetta
eftir að sjöttu umferð viðræðna
spánverja og bandarfkjamanna
um bandarlsku herstöðvarnar á
Spáni var lokið I Washington.
Samningaviðræðurnar hefjast
aftur 30. júní I Madrid, og I Was-
hington gera menn ráð fyrir að
þeim verði fram haldið allt til
NAIROBI 20/6 — Idi Amin, forseti
Uganda, hefur ákveðið að breski
lektorinn Denis Hills, sem dæmd-
ur var til dauða af þvl að hann
gagnrýndi Amin I bók um Úg-
anda, verði skotinn klukkan nlu á
mánudagsmorgun. Af tilkynning-
unni, sem lesin var upp I útvarpið
i Úganda, er helst að skilja að
Amin hafi visað á bug áskorun frá
Elisabetu bretadrottningu um að
þyrma llfi Hills.
Samkvæmt útvarpinu hefur
Amin sagt að hann sé ekki til við-
tals um náðum fyrir Hills nema
þvl aðeins að Callaghan utan-
rikisráðherra breta komi sjálfur
CHICAGO 20/6 — Alræmdur
Chicago-bófi, Sam Giancana,
margorðaður við Mafluna, Cosa
Nostra og önnur állka fyrirtæki,
fannst snemma I morgun dauður I
lúxusibúð sinni i útjarði Chicago.
Hann varð 65 ára að aldri. Hann
hafði verið skotinn til bana með
haglabyssu.
Sam Giancana hefur verið tals-
vert til umræðu i fjölmiðlunum
undanfarið vegna nýjustu upp-
ljóstrananna um starfsemi
bandarisku leyniþjónustunnar
(CIA). Blaðið New York Times
skýrði svo frá að CIA hefði gert
áætlun um að myrða þá Fidel
Castro, forsætisráðherra Kúbu,
bróður hans Raul og Che
Guevara, sem þá var lands-
| bankastjóri á Kúbu, á
þess er núgildandi herstöðva-
samningur rennur út I september.
Málið er I mikilli tvlsýnu, þvl að
Spánarstjórn vill fá opinbera
viðurkenningu á stuðningi slnum
við Nató gegn þvl að endurnýja
samninginn. Takist Bandarlkjun-
um ekki að fá þessu framgengt
við bandamenn sina, er ekki ólik-
legt að spænska stjórnin krefjist
þess að þau fækki herstöðvum
slnum og hermönnum á Spáni. —
Opinber talsmaður I Washington
sagði að hugsanlegir vopna-
flutningar til ísrales hefðu ekki
komið til tals, og stangast það á
við frétt spænsku fréttastofunnar.
til Úganda og ræði við hann. Fyrr
I dag kom hershöfðingi að nafni
Sir Chandos Blair til Kampaia,
höfuðborgar Úganda. Hann var
yfirmaður Amins, meðan hann
þjónaði I breska nýlenduhernum,
nánar tiltekið I fótgönguliðs-
deildinni King’s African Rifles.
Heiðursvörður tók á móti Sir
Chandos á flugvellinum, honum
var sýndur dýragarður og slðan
farið með hann á hótel, en ekki
hefur frést aö hann hafi fengið að
tala við Amin. Erindi Sir Chandos
Blairs er að afhenda Amin skrif-
lega áskorun Elisabetar drottn-
ingar um að gefa Hills grið.
eitri. Giancana mun hafa
komið til greina sem handlangari
CIA til þessara verka, en hann
hafði mikil Itök á Kúbu I tíð
Batista og var þar þvl kunnugur.
Giancana hefur áratugum
saman verið einn helsti framá-
maðurinn I hinum skipulagða
glæpaheimi Bandaríkjanna og
jafnan átt I erjum við réttvísina,
sem ekki hefur riðið feitum hesti
frá þeim viðskiptum. Fyrir
tveimur árum flýði hann til Mexi-
kó til að sleppa við að koma fyrir
rétt út af ákærum um að standa
að skipulagðri glæpastarfsemi I
Chicago. I október I fyrra kom
hann aftur til borgarinnar og
samþykkti þá að gera yfirvöldun-
Framhald á bls. 10.
Amin neitar
að vœgja breskum sendikennara
— Segist láta skjóta hann á mánudaginn
Giancana skotinn
Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna
um jafnréttismál:
Karlmaður
foseti
þingsins
Ráðstefna Sameinuðu þjóð-
anna um jafnréttismál kynj-
anna er nú að hefjast I Mexlkó-
borg. Kurt Waldheim aðalritari
Sþ. setti ráðstefnuna I gær, en
þátttakendur eru mjög margir,
koma úr öllum heimshornum,
karlar og konur.
Vilborg Harðardóttir blaða-
maður er einn af fulltrúum ts-
lands á þessari ráðstefnu og
hafði Þjóðviljlnn samband við
hana i gærdag.
Vilborg sagði það helst mark-
vertaf ráðstefnunni að það hefði
ekki gerst fyrr á ráðstefnu um
jafnréttismál kynjanna, að kona
eða konur væru I hverri einustu
sendinefnd.
„Karlmennirnir eru I minni-
hluta,” sagði Vilborg, „en
reyndar er forseti ráðstefnunn-
ar karlmaður. Ég man nú ekki
hvaö hann heitir, en hann er úr
mexikönsku sendinefndinni”.
Vilborg sagði að urrdirbúningi
undir ráðstefnuna væri nú að
mestu lokið, þ.e. búið er að
kjósa eða útnefna starfsmenn
ráðstefnunnar, kosinn hefur
verið 41 varaforseti.
„Og það er athyglisvert”,
sagði Vilborg, „að það reis upp
mikið pex um þessa varafor-
seta. Þeim er „úthlutað” eftir
heimsálfum, þannig að Vestur-
lönd fá einn, Austurlönd annan
o.s.frv. Þegar svo Sovétrlkin
fóru fram á að fulltrúar bráða-
birgðabyltingarstjórnarinnar I
S-Vietnam fengju einn varafor-
seta, varð handagangur I öskj-
unni. Þar með vildu skildist mér
allir aðrir fá aukavaraforseta.
Og það voru karlmennirnir,
þessir menn sem eru atvinnu-
pexarar á launum hjá Sþ. sem
héldu þessu fáránlega háttalagi
uppi. Ég sat I einhverri nefnd
með öðrum Vesturlandaþjóðum
og fulltrúi Kanada, kona ein,
sagði að þetta væri hlægileg
della, og spurði hvort ráðstefn-
an ætti að stranda á svona
pexi”.
Sem fyrr segir eru fulltrúar
vlða að, jafnt frá velferðarríkj-
um vestursins til landa sem
berjast gegn hungurvofunni.
Vilborg Harðardóttir.
Væntanlega mun erfitt að
samræma áhugamálin, eða eins
og Vilborg benti á: Við vorum I
gær að undirbúa svokallaða 10
ára áætlun I jafnréttismálum,
það stendur til að Norðurlöndin
flytji sameiginlega ályktun.
Svlarnir vilja hafa þar inni
klausu um að karlmenn fái fæð-
ingarfri. Ég veit ekki hvernig
það hljómar íeyrum fólks sem
aldrei hefur heyrt talað um fæð-
ingarfrl fyrir konur!”
Tvær ráðstefnur
um jafnrétti
i Mexikó
Ráðstefnan I Mexíkó stendur
til 6. júll. Hún er opinber, þ.e.
stjórnir aðildarlanda Sþ. senda
fulltrúa. Hinsvegar er lika hald-
in önnur ráðstefna um jafn-
réttismál I Mexikó samtimis
þessari. Sú er undir vernd Sþ. en
ekki opnber og hana sækja full-
trúar ýmissa félaga og sam-
taka. Vilborg lofaði að gægjast
þar inn I leiðinni, hefðu hún tlma
og mun Þjóðviljinn þvl væntan-
lega geta skýrt nánar frá gangi
mála á tveimur jafnréttisráð-
stefnum I Mexlkóborg áður en
langt liður.
—GG
Þetta á ekkert skylt við
kvenréttindabaráttu
segir Sigurbjörg Ingvarsdóttir fyrsta konan sem
lýkur sveinsprófi i bókbandi hér á landi
— Nei, þetta á ekkert
skylt við kvenréttinda-
baráttuna eða kvennaár-
ið, það er hrein tilviljun
að ég tek próf ið á kvenna-
árinu, sagði Sigurbjörg
Ingvarsdóttir, fyrsta
konan sem tekur sveins-
próf í bókbandi hér á
landi, en hún var að Ijúka
sveinspróf inu í gær.
— Ég lauk námi I fyrrahaust,
en sökum þess hve mikið er að
gera hjá bókbindurum á haustin
og prófið hjá okkur tekur tvær
vikur, lét ég það biða að taka
prófið i fyrra og skellti mér svo i
þetta fyrir hálfum mánuði og
verð að vera búin að öllu kl. 16 i
dag.
— Ástæðan fyrir þvi að ég fór
i þetta nám var sú að ég byrjaði
sem aðstoðarstúlka hjá Haf-
steini Guðmundssyni á bók-
bandinu. Siðan bauð Hafsteinn
mér að læra bókband og ég sló
til. Svo keypti prentsmiðjan
Hólar fyrirtækíð af Hafsteini og
ég hélt áfram námi i Hólum.
— Hvernig likar þér starfið?
— Mér likar það vel og ætla
að halda áfram störfum eftir
prófið. Annars má segja að bók-
band sé mikil þolinmæðisvinna
og vandvirkni er þar sem i öðr-
um greinum fyrsta boðorðið.
— En prófið sjálft I hverju
felst það?
— Við verðum að binda inn 7
bækur i mismunandi band og er
þar aðeins um að ræða hand-
band. Og við fáum tvær vinnu-
vikur til að ljúka þessu og fáum
minusstig takist það ekki. Ég er
nú að leggja siðustu hönd á sið-
ustu bókina af þessum sjö en
það er íslensk menning eftir
Sigurð Nordal, bundin i alskinn.
Bækurnar verðum við sjálf að
leggja til en fyrirtækið leggur til
efnið.
— Og þú ert fyrsta konan sem
lýkur sveinsprófi I bókbandi?
— Já, mér er sagt það. Hins-
vegar munu vera hér á landi
konur með bókbindararéttindi,
þær fengu þau þegar nýja iðn-
löggjöfin kom vegna þess hve
lengi þær höfðu unnið að bók-
bandi.
Og sökum þess að klukkan var
orðin hálf fjögur og Sigurbjörg
að keppast við að ljúka bandinu
á siðustu bókinni fyrir klukkan
fjögur töfðum við ekki lengur en
óskuðum henni til hamingju
með þennan áfanga.
—S.dór.