Þjóðviljinn - 10.07.1975, Síða 2

Þjóðviljinn - 10.07.1975, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 10. júll 1975. Skák á Englandi A undanförnum árum hafa englendingar komið sér upp harðsnúinni sveit ungra skák- manna. Þrátt fyrir ungan aldur sumra þeirra hafa þeir náð tölu- verðri reynsiu og hafa oft lagt að velli sterka stórmeistara sem teflt hafa á Englandi. Englendingar halda árlega aragrúa skákmóta. Helgarmót með 5 umferðum eru mjög vin- sæl og alls konar sveitakeppnir. Flestar þessara keppna eru haldnar i háskólum landsins. Þótt einkennilegt megi virðast er skák yfirstéttariþrótt i land- inu. Hún er aðallega stunduð i háskólum og meðal efri mið- stétta. Ungu mennirnir sem nú eru i forystusveit koma lang- flestir úr háskólunum. Þar fá þeir þjálfunina og þegar þeir eru komnir i fremstu röð býðst þeim þátttaka i Hastingsskák- mótunum. En þrátt fyrir þátttöku i mörgum skákmótum hefur eng- um englendingi enn tekist að ná i stórmeistaratitil. Telja verður þá Miles, Keene, Hartston og Stean sterkasta en þeir Mestel, Basman Bellin og Botterill gefa honum litið eftir. Og þrátt fyrir að FIDE hafi sparað að veita þeim titla verður að telja eng- lendinga með sterkustu skák- þjóðum. A siðasta Olympiumóti urðu þeir i 10. sæti af 73 þátt- tökuþjóðum. Næstir fyrir ofan þá voru tékkar. Þess má geta að islendingar urðu i 23. sæti. Hér á eftir fer skák tveggja ungra og efnilegra englendinga. Hún sýnir vel hvernig farið getur ef menn tefla byrjunina án nægilegrar aðgæslu. Hvitur hefur eflaust talið stöðu sina eina af þessum venjulega sem koma svo oft upp núorðið en hann fær heldur betur að finna til tevatnsins. Hvítt: Mac Pherson Svart: Speelman 1. C4 g6 2. Rc3 Bg7 3. g3 C5 4. Bg2 Rc6 5. e4 d6 6. Rge2 Bd7 7. O-O? h5 8. h3 Dc8 9. Rh2 Re5 10. dj h4 11. g4 Bxg4 12. hxg4 h3 13. Bhl Rxg4 14. Kgl h2 15. Kh2 Re5 16. f3 Dh3 17. Kf2 Dh4 18. Rg3 Rf6 19. Rce2 Rh5 20. f4 Rc6 21. Be3 g5 22. I)d2 Rd4 23. Bxd4 Bxd4 24. Kg2 Rxg3 25. Rxg3 g4 gefiö. Jón G. Briem. Gróðurhús og glingursalar Fá heitt vatn langt undir kostnaðarverði — Það er vandfundin eins vit- laus samþykkt og sú, er borgay- stjórn á að staðfesta hér, sagði Sigurjón Pétursson, borgarráðs- maður Alþýðubandalagsins, á borgarstjórnarfundi á fimmtu- daginn var, en þá var verið að fjalla um samþykkt borgarráðs þess efnis, að gróðurhús i borg- inni skuli fá heitt vatn keypt fyrir 1/5 hluta þess, sem almenningur greiðir fyrir vatnið. Á borgarráðsfundi 24. júni var samþykkt með þremur atkvæð- um sjálfstæðismanna gegn at- kvæði Alþýðubandalagsins, að gróðurhús, rekin i atvinnuskyni, fái heitt vatn á verði, sem er langt undir kostnaðarverði við öflun þess og dreifingu. Sigurjón sagði réttlætanlegt að selja gróðurhúsum, sem i eru ræktuð blóm grænmeti og ávextir, heitt vatn á lægra verði en til almennra notenda. Á sama hátt taldi hann réttlætanlegt að selja við vægasta verði en al- mennir taxtar gera ráð fyrir heitt vatn til annars iðnaðar, sem nýtir hita við framleiðslu sina. Sigurjón sagðist hins vegar vera algjörlega andvigur þvi, að söluskálar með sáralitla ræktun, og sem selja alls kyns glingur auk blóma fái sérstaka ivilnun aðeins ef þeir eru kallaðir gróðurhús. Taldi Sigurjón, að með þessari samþykkt væri verið að vega að hagsmunum hvergerðinga og annarra þeirra, sem úti á landi leggja stund á gróðurhúsrækt. Þeir væru fjarri mörkuðunum og þyrftu að leggja i kostnað við að koma framleiðslu sinni á markað, en gróðurhúseigendur hér og glingursalar væru einmitt þar sem markaðurinn væri mestur og bestur. Þá benti Sigurjón á, að for- maður stjórnar Veitustofnana, en þær eiga m.a. að hafa með höndum yfirstjórn verðlagsmála Hitaveitu Rvikur, hefði tjáð sér,. að um þetta mál hefði ekki verið fjallaðá þessu stigi i stjórn Veitu- stofnana, en stjórnin hefði fengið þetta mál til umsagnar á fyrri stigum þess, og þá verið andvig þvi að veita slikan afslátt á vatn- inu. Loks flutti Sigurjón tillögu frá Alþýðubandalaginu þess efnis, að afgreiðslu þessa máls yrði frestað þar til stjórn Veitustofnana hefði fjallað um það. Adda Bára Sigfúsdóttir (G) sagði, að sér væri kunnugt um, þar sem hún á sæti i stjórn Veitu- stofnana, að oftsinnis hefði verið gengið fram hjá þeirri stofnun i ákvörðunum. Hins vegar gerðist það aldrei með nefnd eins og heilbrigðisráð. Adda sagði, að engir reglulegir fundir væru i stjórn Veitustofn- ana, heldur væri hún kölluð saman til að setja stimpilinn á hækkanirá gjaldskrám, sem aðr- ir hefðu ákveðið að hækka skyldu. — Hitaveita Rvikur krefst ákveðinnar arðsemi, að þvi er sagt er. Ef einn fær heitt vatn ódýrar en nú er, þýðir það, að annar þarf að greiða það dýrara verði, sagði Adda Bára. Markús örn Antonsson (D) og Guð. G. Þórarinsson (B)lýstu sig fylgjandi þvi, að stjórn Veitu- stofnana fjallaði um þessa lækkun og jafnframt almennan iðnaðartaxta. Albert Guðmunds- son (D) og Birgir ísl. Gunnarsson (D) töldu hins vegar ekki ástæðu til að frekar yrði um þetta mál fjallað og vildu eindregið fá lækkunina samþykkta á fundinum Sigurjón Pétursson (G) tók aftur til máls og sagði, að 60% af tekjum HR færi i reksturinn og 40% frávik frá almenna taxtanum hiyti þvi að vera það hámark, sem afslátturinn gæti numið, án þess að vatnið verði niðurgreitt. — Samþykki borgarstjórnar fyrir þvi, að þessir aðilar fái heitt vatn fyrir 20% þess, sem al- menningur greiðir fyrir vatnið, þýðir einfaldlega, að borgin ætlar að fara að greiða niður heitt vatn fyrir bióma- og glingurbúðir kaupmanna, sem hafa byggt búðir sinar sem gróðurhús, sagði Sigurjón. Nafnakall fór fram um tillögu Alþb. um að visa málinu til stjórnar veitustofnana. Já sögðu Adda Bára, Guðm. G. Þórarins- son, Markús örn, Sigurjón og Þorbjörn Broddason. Nei sögðu Birgir Isl. Björgv. Guðm., Davið Oddsson, Magnús L., Ól. B. Thors, Páll Gislason, Ragnar Júliusson, Albert Guðmundsson og Alfreð Þorsteinsson. Elin Pálmadóttir greiddi ekki at- kvæði. Fá þvi gróðurhúsa- og glingur- kaupmenn heitt vatn á þessu lága verði frá og með næstu áramót- um. —úþ ÚTBOÐ Sildarvinnslan hf Neskaupstað óskar eftir tilboðum i viðgerð og flutning á 4 stk. 1200 rúmm. hráefnisgeymum úr stáli. Flutn- ingsleið er um 1 km á sjó. Útboðsgögn verða afhent frá 8. júli á verkfræðistofu vorri. Tilboðum skal skilað á sama stað, og verða þau opnuð þar kl. 11 þann 18. júli nk. VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN sf ÁRMÚU 4 REYKJAVlK SlMI 84499 Þingið að störfum. Frá þingi Sjálfsbjargar 1245 félagar innan lands- sambandsins 17. þing Sjálfsbjargar, lands- sambands fatiaðra var sett i Hafralækjarskóla, Aðaldal, S.- Þing., laugardaginn 21 júni s.l. kl. 14.00. Varaformaður samtak- anna, Sigursveinn D. Kristinsson, Rvík, setti þingið I fjarveru for- mannsins, Theodórs A. Jónsson- ar. Bauð hann þingfuiltrúa velkomna til þings með stuttu ávarpi og minntist látinna félaga. Til þings voru mættir 55 fulltrú- ar, auk 3ja áheyrnarfulltrúa frá 12 Sjálfsbjargarfél- af 13. Inn- an landssambandsins eru nú 13 félög méð um 1.245 aðalfélaga og um 850 styrktarfélaga. Þingforsetar voru kjörnir Sigursveinn D. Kristfnsson, Reykjavik og Sigurður Sigurðs- son, Húsavik og þingritarar Þórður Jóhannsson, Hveragerði, Hulda Steinsdóttir, Siglufirði, Hildur Jónsdóttir, Vestmanna- eyjum, Pálina Snorradóttir, Hveragerði, Vigfús Gunnarsson og Sigmar Ó. Mariusson báðir frá Reykjavik. Eftir kosningu starfs- manna þingsins og þegar kjör- brefanefnd hafði yfirfarið kjör- bréf var yngsta félagið, Sjálf- sbjörg, félag fatlaðra á Austfjörð- um samþykkt inn i landssam- bandið. Gestur þingsins var frú Guðrún Helgadóttir, deildarstjóri i upplýsinga- og félagsmáladeild Tryggingastofnunar rikisins og flutti hún yfirgripsmikið erindi um tryggingamál, en það var aðalmál þingsins. Að erindinu loknu svaraði Guðrún fjölmörgum fyrirspurn- um frá þingfulltrúmum um tryggingamál. Þinginu lauk seint á mánudags- kvöldi. 1 stjórn landssambandsins voru kjörin eftirtalin. Frakvæmdaráð: Theodór A. Jónsson formaður, Sigursveinn D. Kristinsson varaformaður, Ólöf Rikarðsdóttir ritari, Eirikur Einarsson gjaldkeri. Meðstjórnendur: Sigurður Guðmundsson Reykjavik, Heiðrún Steingrimsdóttir Akureyri, Sigurður Sigurðsson Húsavik, Margrit Halldórsdóttir, ísafirði, Hildur Jónsdóttir, Ves tm annaeyjum, Lára Angantýsdóttir, Sauðárkróki, Friðrik Arsæll Mgnússon, Ytri- Njarðvik, Þórður Jóhannsson, Hveragerði, Hulda Steinsdóttir, Siglufirði, Helga Axelsdóttir, Neskaupstað. Framkvæmdastjóri landssam- bandsins er Trausti Sigurlaugs- son, en skrifstofa þess er flutt i Sjálfsbjargarhúsið að Htúni 12 i Rvik. Þingforsetar fv.:Sigursveinn D. Kristinsson og Siguröur Sigurðsson. Kennarar Kennara vantar að Barnaskóla Þorláks- hafnar. Húsnæði fyrir hendi. Nánari upplýsingar gefur formaður skólanefndar i sima 99-3632 og skólastjóri i sima 99-3638 Skólanefnd.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.