Þjóðviljinn - 10.07.1975, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 10.07.1975, Qupperneq 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 10, júli 1975. DJOÐVIUINN MÁLGAGN SÖSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Otgefandi: Otgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdast'jóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Simi 17500 <5 Iinur) Prentun: Blaðaprent h.f. NÍÐST Á ÖLDRUÐU FÓLKI OG ÖRYRKJUM í dag hefst greiðsla á helstu bótum al- mannatrygginga fyrir júlimánuð, og að vanda mun mikill fjöldi Reykvikinga biða langtimum saman eftir afgreiðslu við heldur óhrjálegar aðstæður að Laugavegi 114. Hitt mun þó vekja meiri sárindi að kauphækkun sú sem um var samið i sið- asta mánuði kemur alls ekki til greiðslu að þessu sinni; viðskiptavinir almanna- trygginga, um tiundi hluti þjóðarinnar, það fólk sem býr við lökust kjör, verður að biða eftir hækkun sinni — trúlega fram i september! í tið vinstristjórnarinnar var það orðin föst regla að viðskiptavinir al- mannatrygginga fengu kauphækkun mán- uði eftir að hún var ákveðin á almennum vinnumarkaði. Þessi sjálfsagða regla hef- ur verið að engu höfð eftir að núverandi stjórn tók við; hækkanir hafa verið greiddar i slumpum eftir nokkra mánuði. Bera þessi vinnubrögð vott um furðulega fyrirlitningu á öldruðu fólki og öryrkjum; hvað skyldu Matthias Bjarnason og emb- ættismenn hans segja ef þeim væri ætlað að biða þannig eftir kaupi sinu? Alvarlegast er þó að enn á að niðast sér- staklega á öldruðu fólki og öryrkjum. í tið núverandi rikisstjórnar hefur sá háttur verið tekinn upp að almennar kauphækk- anir hafa verið reiknaðar i krónum en ekki i prósentum; menn hafa fengið sömu krónutölu hver svo sem grunnlaun þeirra voru fyrir, og hefur þessi háttur átt að vernda lágtekjufólk öðrum fremur. Regl- an hefur hins vegar ekki verið látin ná til aldraðs fólks og öryrkja; þar hefur pró- sentureglunni verið beitt til þess að skerða hlut þeirra þjóðfélagshópa, sem minnst mega sin. Samkvæmt úrskurði Matthias- ar Bjarnasonar eiga greiðslur til aldraðs fólks og öryrkja aðeins að hækka um tæp 8%, þótt almennu samningarnir sem gerð- ir voru i siðasta mánuði kvæðu á um 5.300 kr. kauphækkun til allra. Skerðingarregla Matthiasar Bjarnasonar hefur þessi áhrif i raun eftir samningana i siðasta mánuði: Almennur elli og örorkulifeyrir einstak- lings á að hækka um 1.159 krónur á mán- uði á sama timaogalmennkauphækkun er 5.300 kr. Almennur elli- og örorkulífeyrir ein- staklings að viðbættri tekjutryggingu á að hækka um 2.128 krónur á mánuði á sama tima og almenn kauphækkun einstaklings er 5.300 kr. Almennur elli og örorkulifeyrir hjóna að viðbættri tekjutryggingu á að hækka um 3.725 krónur á sama tima og lágmarks- kauphækkun hjóna sem bæði vinna utan heimilis verður 10.600 krónur. Þetta eru þær hækkanir sem Matthias Bjarnason og rikisstjórnin haf a úrskurðað handa öldruðu fólki og öryrkjum, og auk þess eiga hækkanirnar eins og áður segir ekki að koma til útborgunar fyrr en i septembermánuði, án þess að nokkrir vextir verði greiddir af þvi fé sem þannig er haldið fyrir öldruðu fólki og öryrkjum, hvað þá verðtrygging. Sú upphæð sem aldraður einstaklingur eða öryrki fær eftir þessar hækkanir verð- ur 29.223 krónur á mánuði. Af þeirri upp- hæð eiga menn að greiða húsaleigu, hitun- arkostnað, rafmagn, mat og fatnað — svo að ekki sé minnst á annað. Væri fróðlegt ef Matthias Bjarnason — sem hefur meira i mánaðarlaun en aldrað fólk og öryrkjar á ári —létisemja búreikning til leið- beiningar um það hvernig viðskiptavinir almannatrygginga eiga að láta enda ná saman, eftir að flestar þær nauðsynjar sem áðan voru taldar hafa meira en tvö- faldast i veðri. Það var fyrsta verk vinstristjórnarinn- ar að setja bráðabirgðalög um bætur á kjörum aldraðs fólks og öryrkja. Sú fram- kvæmd var kölluð ,veisla’ i Morgunblað- inu, og það hefur sannarlega verið séð fyr- ir þvi tið núverandi stjórnar að „veislu- gleðinni” linnti og vel það. Annað dæmi um sama viðhorf er sú furðulega stað- reynd að Halldór E. Sigurðsson sima- málaráðherra hefur ekki enn látið koma til framkvæmda lög sem Alþýðubandalag- inu tókst að knýja gegnum síðasta þing þess efnis að lágtekjufólk í hópi aldraðra og öryrkja fengi ókeypis sima. t tið vinstristjórnarinnar stóð ekki á Halldóri E. Sigurðssyni að hæla sér af umbótum i tryggingamálum, en athafnaleysi hans nú sannar mjög greinilega að frumkvæðið var ekki frá honum komið, heldur Alþýðu- bandalaginu. —m. Ekkert rússagull því miður en grunur um Kínagull í Svíþjóð Þegar rætt hefur verið um sænska kommúnista á umliðn- um árum hefur undantekning- arlitiö verið átt við þá, sem fylla flokk þann er nefnist VSnster- partiet-kommunisterna — skammstafað VPK. Um árabil var hinn þekkti stjórnmála- maður C.H. Hermansson for- maður flokksins og i skrifum var flokkurinn oft kenndur við hann og kallaöur Kommúnista- flokkur C.H. Hermanssons. Hermansson sagði af sér flokks- formennsku á siðasta flokks- þingi og við tók Lars Werner. Flokkurinn hefur jafnaðarlega um og yfir 5% atkvæða i þing- kosningum og hefur þaö að und- anförnu tryggt honum 15 til 17 fulltrua á sænska þinginu. Þvi er þetta rifjað upp, að i blöðunum fyrir siðustu helgi bárust fréttir af þvi að sænska lögreglan hefði látiö hlusta sima sjö forystumanna i Sænska kommúnistaflokknum og hefði þá grunaða um að hafa tekið við umtalsverðum fjárhæðum er- lendis frá, án þess þó að geta lagt fram nægilegar sannanir til þess að lögsækja sjömenning- ana. Augljóslega er sænska stjórnin þarna i klemmu, þvi að hún hefur orðið uppvis að sim- hlerunum, án þess að hafa nægi- Hermansson — Werner lega haldgóöar upplýsingar undir höndum til þess að lög- sækja viðkomandi fyrir ólög- lega fjáröflun til starfsemi sinn- ar. Svenska kommunistpartiet á ekkert sameiginlegt með Vánsterpartiet kommunisterna. Að visu hét sá siðarnefndi upp- haflega þessu nafni, en þvi var slðan varpað fyrir róða, þegar „breikka” átti flokkinn. Sá hokkur, sem ber þetta nafn nú hét upphaflega Kommunistiska Förbundet Marxist Leninist- erna. Formaður þess var og er ef til vill enn Gunnar Bylin, læknir að mennt, og einkavinur Maós formanns. Þessi KFML samtök klofnuðu svo i frum- eindir og meðal annars varð til KFML-R, sem töldu sig enn byltingarsinnaðri. Undir for- ystu Gunnars Bylins var svo heitinu Sænski kommúnista- flokkurinn stolið fyrir siðustu kosningar og undir þvi merki fékk flokkurinn um 0,4% at- kvæða i kosningunum. Það er eftir öðru að andstæð- ingar sósialskra flokka skuli sjá sér hag af þvi að læða því inn aö kommúnistar hljóti alltaf að njóta fjárhagsstuðnings erlend- is frá, hverju nafni sem þeir nefnast. En hvað sem þvi liður er ljóst, að Vinstri flokkurinn — kommúnistarniri Sviþjóð liggur ekki undir ámæli um að hafa þegið fé til starfsemi sinnar frá erlendum aðilum, enda nýtur hann riflega fjárstyrks frá sænska þinginu, eins og aðrir flokkar I hlutfalli við þing- mannafjölda sinn. Byrjunarörðug - leikar yfirstignir? Morgunblaðið gumar af þvi i gær að rikisstjórnin hafi sigrast á byrjunarerfiðleikunum. Orð- rétt segir i niðurlagi forystu- greinar: „Rikisstjómin hefur tvimæla- laust staðið af sér byrjunarerf- iöleika. Hún hefur, þrátt fyrir erfiðar aðstæður, skilað umtals- verðum árangri. Framhaldið veltur á einarðri stjórnarfor- ystu og þvi, aö þegnamir slái skjaldborg um stefnu stjórnar- innar og tryggi þann veg fram- tiðarvelferð sina sem þjóðar og einstaklinga.” Islendingur, blað sjálfstæðis- manna á Norðurlandi, spáir hinsvegar stórfelldri gengisfell- ingu, stórkostlegri skattpiningu, fjárhagslegu hmni og endalok- um lýðræðisins i forystugrein 25. sl. mánaðar: Gengisfelling og hrun „Súkröfugerð og sá hernaður, sem átt hefur sér stað I þjóðfé- laginu á liðnum árum, hefur verið rekinn af sliku ábyrgðar- leysi, að ekki verður með orðum lýst. 1 okkar landi er fyrir löngu komið það ástahd á, að deilur og samningar um kaup og kjör launþega almennt, er ekki deila milli atvinnurekenda og laun- þeganna, heldur er búið að snúa þessari baráttu uppi nokkurs- konar borgarastyrjöld, þ.e. bar- áttan hefur færst á það svið, að nú er um að gera, að komast i þá aðstöðu að baráttuhópurinn sem barist er fyrir i það og það skipt- ið, fái sem bestu og hagkvæm- ustu þrýstiaðstöðuna gagnvart þjóðfélaginu i heild, þannig að þeir aðilar, sem þjóðin i al- mennum frjálsum kosningum hefur valið til þess að fara með framkvæmdavaldið, verði að láta undan. Kaupa sér stundar- frið á skilmálum sem oftast hafa haft það i för með sér, að þjóðin sekkur dýpra og dýpra i skulda- og óheillafenið. Nú mun svo komið, að rikissjóður er bú- inn ofan á allt sem fyrir var að bæta á sinar herðar svo miklum fjárhagslegum byrðum i sam- bandi við kjarasamninga að mjög mikil hætta er á, aö undir þeim byrðum verði ekki risið, nema með stórkostlegri skatt- piningu en nokkurn tima hefur hér áður þekkst, og er þó nóg af sliku tagi að taka, eða einni stórfelldri gengisfeliingunni i viðbót við allar hinar, og eins og nú stefnir eru kannski mestar likurnar á, að til beggja þessara úrræða verði að taka og þaö kannski fyrr en siðar. Það er skýlaus krafa yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar, aö þessum málum verði komið úr þvi ófremdar ástandi, sem þau eru I nú og sem stefnir i hreinar ógöngur. Eins og nú horfir um þessi mál öll og meðferð þeirra, er stefnt að fjárhagslegu hruni þjóðarinnar, og ef svo fer, er skammt þess að biða að lýð- ræðið fylgi á eftir.” Eftir lestur þessara tveggja forystugreina sjálfstæðisblaða hlýtur sú spurning að vakna, hvaða erfiðleika sjálfstæðis- menn telja sig hafa yfirstigið? Sjússinn og dagblöðin Þegar að heimilunum kreppir heyrist oft sú skoðun að það sé dýrt að vera áskrifandi af dag- blaði. Fólki dettur stundum i hug, þegar sparnaður er til um- ræöu, að hægt sé að komast af án dagblaðanna. Askrift af dagblaði kostar nú 700 krónur á mánuði, en ársá- skrift 8300 krónur. Einhverja viðmiðun verður að hafa þegar rætt er um verðlag. Þvi ekki að taka brennivins- flöskuna. Wisky af algengustu tegund kostar nú kr. 3400 flask- an og Vodka 3060 til 3200. Flask- an af léttu vini kostar frá 720 kr. Fyrir heilsársáskrift af dag- blaöi er hægt að kaupa tvær flöskur af wisky og tvær af ó- dýrasta rauðvini. Tvöfaldur sjúss af sterku á- fengi á bar með gosglundri kost- ar nú 650 til 700 krónur. Einn tvöfaldur i kók og þar er farin mánaðaráskrift á dagblaði. Þar við bætist svo að fyrsti sjússinn kveikir löngunina i fleiri eins og gengur. Þegar þessi viðmiðun er höfð i huga er ekki með nokkurri sanngirni hægt að halda þvi fram að dagblööin séu dýr. Þetta ættu menn að hugleiða næst þegar þeir lyfta glasi og skeggræöa um hvað helst megi verða til sparnaðar i dýrti"ðinni ogsamdrættinum. —ekh ... OG SKORIÐ

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.