Þjóðviljinn - 10.07.1975, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 10.07.1975, Qupperneq 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Kimmtudagur 10. júli 1975. Blanda Framhald af bls.6, vinnsluiðnaðarins á Islandi. Orkust., mars 1975.) 2. Við þetta má bæta töluverðu landi, sem fer undir mannvirki i sambandi við virkjunina, svo sem stiflur, veituskurði, vegi o.fl., svo og raski vegna efnistöku. Þá munu eyjar i lóninu ekki nýtast til beitar. 3. Þá fara um 10—15 ferkm. af stöðuvötnum undir veitur og lón (Þristikla Friðmundarvatn aust- ara, Gilsvatn o.fl.) Sum þessara vatna eru ágæt veiðivötn, en lif þeirra mun breytast grundvallar- lega við tilkomu jökulvatns úr Blöndu og fiskur að likindum hverfa úr þeim. 4. Tillögur hafa komið fram um að veita allt að helmingi þess vatns, sem fellur til Vatnsdalsár yfiri hinn nýja farveg Blöndu, en það myndi valda gerbreytingu á báðum ánum. 5. Hætt er við ýmsum breyting- um af völdum miðluríarlónsins. Jarðvegur mun rofna i bökkum þess og sandfok gæti orðið úr lón- stæðinu á vetrum, en á sumrum aukinn vatnsagi i grennd við stifl- ur. (Leki úr lóninu gæti jafnvel orsakað breytingar á vatnakerf- um Vatnsdalsár o.fl. vatna i A- Hún.). Loks getur lónið haft áhrif á veður á nærliggjandi afréttum og einnig i nálægum sveitum, t.d. með aukinni þokumyndun. 6. Ljóst er þvi, að með fyrirhug- aðri Blönduvirkjun er stefnt að stórfelldri röskun á náttúrufari Austur-Húnavatnssýslu, sem kemur verst niður á sumum bú- sældarlegustu sveitunum, þar sem veðurfar og gróður veita hagstæðust skilyrði til búskapar og veiðihlunnindi eru einna mest. 7. Hugmyndir um endursköpun þess gróðurlendis, sem fer undir miðlunarlón eða önnur virkjunar- mannvirki, teljum við algerlega óraunhæfar, enda hlýtur upp- græðsla eyðilands að vera sjálf- sögð án tillits til virkjunar. Hið sama gildir um möguleika á aukningu veiðinnar i öðrum vötn- um, i stað þeirra sem skemmast. 8. Óspillt náttúrufar verður efa- laust þvi meira metið, sem timar liða. Eyðing gróðurs og dýralifs er ævarandi skaði, sem ekki er hægt að bæta með fé, eða á annan hátt. Það er ekki aðéins skaði þeirra sveita, sem verst verða úti, heldur allrar þjóðarinnar og raunar alls heimsins. 9. Með tilliti til ofangreindra at- riða er það niðurstaða okkar, að ekki skuli stefna að Blönduvirkj- un á næstu áratugum, heldur skuli velja þá virkjunarmögu- leika norðanlands, sem vitað er að valda mun minni umhverfis- spjöllum. Beinafundur Framhald af bls. 1. manneskju sem beinagrindin er af. — Það liggur alveg ljóst fyrir að þarna hefur einhver þurft að fela lik og við munum byrja á að rannsaka þetta útfrá þvi hverjir það eru sem hurfu á árunum 1951—1954 og fundust aldrei. Þvi miður er fátt sem hægt er að styðjast við, en þó er hægt að sjá það á beinunum hve há þessi mannesk’ja hefur verið, en sú mæling hefurenn ekki farið fram. Vonandi getur hún eitthvað hjálpað til að upplýsa málið. En eflaust tekur það langan tima að komast til botns i málinu, sagði Magnús að lokum. —S.dór Frá Náttúru- lækninga- félagi Reykjavíkur Sunnudaginn 13. júli nk. verður te-jurtaferð i Heiðmörk undir leið- sögn garðyrkjumanns. Þátttakendur mæti á Hlemmtorgi kl. 9.45, bæði þeir sem haf a bíla og hinir sem eru bíl- lausir. Fyrirhuguð fjalla- grasaferð seint í júlí verður auglýst síðar. Laugardals- völlur r Islandsmót í 1. deild í kvöld kl. 18.30 leika Valur og ÍBK Athugið breyttan tima VALUR Gerviaugu Gerviaugnasmiðurinn Hans Miiller-Uri frá Wiesbaden kemur hingað til lands 10. ágúst n.k. og mun starfa hér i nokkra daga. Þeir, sem á aðstoð hans þurfa að halda, tilkynni það sem allra fyrst á skrif- stofu vora, simi 26222. Elli- og hjúkrunarheimilið Grund. Aðs toðarly fj a f ræðingur óskast til aðstoðar við rannsóknir og fleiri störf I Rann- sóknastofu lyfjafræði lyfsala við Háskóla Islands. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fleiri störf óskast sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 31. júli 1975. Menntamálaráðuneytið 1. júli 1975. Franskur Ijósmyndari og náttúruverndarmaður ritar um ferð landa sinna til íslands Hvers vegna fjaðrafok út af mótorhjólafrökkunum? Þegar frakkarnir koma að jökl- inum, þar sem þeir hyggjast þeysa á farartækjum sinum, verður ekki hjá þvi komist að þeir aki utan vega, tjón það sem þarna kann að eiga sér stað vegna skammsýni mun vartverða mjög alvarlegt ef nokkuð. En það er ekki vert að gleyma að ,,Auto Journal” mun fylgjast með ævin- týri þessu. „Auto Journal” er að mestu leyti auglýsingablað, sem hefur það að meginmarkmiði að hvetja til aksturs, bera saman gæði hinna ýmsu bila og mótor- hjólategunda og kanna getu þeirra á allan hugsanlegan hátt. Þetta sýnir glögglega að náttúru- vernd er ekki eitt af áhugamálum slikra blaða sem þessa. Afleiðing- ar blaðagreinar um torfæruakst- ur á Islandi munu e.t.v. verða til að kalla ófá hetjuefni til landsins, að fylgja eftir afreki hinna frönsku kappa. Þetta er áhuga- mönnum þvi auðveldara sem nú er kominn til sögunnar Smyrill- inn. Það verða ekki aðeins tvö mótorhjól á næsta ári sem raska ómælisdjúpri kyrrð Vatnajökuls sem var^heldur e.t.v. hundrað. — Hundrað mótorhjól sem neyðast til að aka utan vega til þess að komast þangað. Þá verður tjónið alvarlegt. Hver mun verða til þess að ábyrgjast að einhver þessara hundrað muni ekki taka sér það bessaleyfi að aka utan vega viðar á hálendingu. Á hinn bóginn hefur samningur verið undirritaður milli fyrr- nefndra kappa og franskrar ljós- myndaþjónustu (SIPA-presse). Þetta fyrirtæki mun þvi dreifa vitt og breitt myndum af kapp- akstri á jöklinum og kannski munu i einstaka tilviki fylgja ein eða tvær landslagsmyndir. Er það á þennan hátt sem almenn- ingur i Frakklandi á að kynnast íslandi? Auto Journal fylgist með ævin- týri þessu, samningur hefur verið undirritaður við SIPA-presse. — Það er komin lykt af peninga- braski af þessu. Enn hefur enginn samningur verið undirritaður við auglýsingastofu, en hver getur sagt nema siðar verði, þegar myndir taka að birtast, eins og þvi miður er allt of algengt. Christian Gallissan heldur þvi fram með rétti að almenningur i Frakklandi þekki ekki Island, og til að breyta þvi mun hann halda fyrirlestra i æskulýðs- og ferða- klúbbum i heimalandi sinu. Hvaö mun hann segja áheyrendum sin- um um land eftir að hafa dvalið mánaðartima á hátindum jökla þess? Og skrifi hann bók, verður þá ekki efni hennar einkaævintýri með islenskum bakgrunni? Að lokum er ljóst að vandamál- ið er hið sama á íslandi og i Frakklandi. Náttúra landsins er öllum ætluð en oftlega biður hún lægri hlut i baráttunni við hags- mun eigingjarnra einstaklinga. Christian Roger. Egilsstaðabúar krefjast rannsókna á símamálum Vegna hárra umframgj alda Hafa beðið Neytendasamtökin um aðstoð 72 simnotendur i Egilsstaða- kauptúni hafa nú beðið Neytenda- samtökin um liðveislu yið að fá fram rannsókn á símamálum þar eystra, sérstaklega vegna „órétt- mætra reikninga” fyrir umfram- simtöl. Þann 20. mai i vor sendu egils- staðabúar póst- og simamála- stjóra, Jóni Skúlasyni, svohljóð- andi bréf, undirritað af 72 simnot- endum á Egilsstöðum: „Vegna siendurtekinna kvart- ana um óeðlilega mörg umfram- simtöl hér á Egilsstöðum, hærri en annarsstaðar þekkist hérlend- is, krefjumst við hér með hlut- lausrar rannsóknar á teljurum sima okkar i stöð Landssima ls- lands á Egilsstöðum. Samkvæmt upplýsingum sem við fengum hjá tæknimenntuðum mönnum, geta teljarar stöðvast eða hægt á sér, einnig geta teljarar farið af stað vegna áhrifa frá nærliggj- andi númerum, þó um það séu fá Veit ekkert Framhaid af 12 siðu ráðherrans greinilega ekki vaxandi. Ennfremur segir hann: „Varnarmáladeild utanrikis- ráðuneytisins hefur með höndum eftirlit með þvi, sem lýtur að samskiptum banda- rikjamanna hér við islendinga og Landssiminn hefur með höndum eftirlit með fjarskipta- búnaði liðsins, að einhverju leyti. Nánari afskipti og eftirlit með störfum og búnaði varnar- liðsins er ekki að ræða um.” Þessi yfirlýsing islensks utan- rikisráðherra lýsir dæmalausri lágkúru, þvi um leið og hann viðurkennir, að ekkert eftirlit sé haft með hertólum bandarikja- manna hér á landi, kemur fram, að hann telur það i rauninni full- komlega eðlilegt. Þar með er hann að lýsa blessun sinni yfir að fullveldi landsins sé stórlega skert. En i gær birtist i Þjóðviljan- dæmi; hlýtur teljari einnig að geta talið hraðar. Að framansögðu rengjum við simnotendur á Egilsstööum sem undir þetta ritum, óhóflega sima- reikninga fyrir umframsimtöl. Einnig hefur það nú gerst, að fjöl- mörgum simum hefur verið lokað vegna ágreinings um réttmæti innheimtu reiknings fyrir desem- bersl. (umframsimtöl) sem kem- ur fram nokkru eftir að allflestir greiddu reikninga fyrir umfram- simtöl timabilið ds. ’74, jan. og feb. ’75 og hafa um það kvittaða reikninga.” Þann 19. júni er svo stílað bréf frá undirskrifendum til Neyt- endasamtakanna, og þess óskað, að þau leiti svara við eftirfarandi spumingum: „1. Geta bilanir i sjálfvirka kerfinu orsakað að teljarar telji of mikið. 2. Hvað gerist i teljurum okkar hér, þegar við veljum númer um viðtal við skrifstofustjóra utanriksiráðuneytisins. Þar segir hann: „Það er samningur milli landanna og það þurfa að vera samráð, og alveg eins og kom fram (i fréttatilkynningu utan- rikisráðuneytisins á dögunum) þá er þetta hluti af vörnum landsins: þetta er öryggismál, svo það er ekki hægt að ræða þetta i einstökum atriðum og þess vegna báðum við um þessa skýrslu og þannig er fréttatil- kynningin til komin.” Blaðamaður spurði hvort þessi svör þýddu að utanrikis- ráðuneytið hefði vitað eitthvað um Stokksneskapalinn áður. „Það getur vel verið að svo hafi verið, þetta er hlutur sem erfitt er að svara. Það eru gefn- ar skýrslur reglulega um það sem gert er, en þær eru ekki birtar á nokkurn hátt.” Þannig bendir flest til þess að einstakir embættismenn i utan- rikisráðuneytinu fái skýrslur sem utanrikisráðherrann fær ekki að lesa ! -s. innan Egilsstaða, en fáum sam- band við Seyðisfjörð, Reykjavik, Akranes eða lendum inn á samtöl milli byggðarlaga? 3. Hvað getur gerst þegar álag er svo mikið, að samband rofnar eða eins og oft er, allt virðist fara I einn hrærigraut? 4. Hvaða áhrif getur utanað- komandi moldryk haft á búnað sjálfvirkrar simstöðvar? 5. Þegar greiddur hefur verið reikningur fyrir timabilið des., jan., feb. getur póstur-og simi þá innheimti sér eftir á reikning fyrir desember sama tlmabils, án nokkurra skýringa? 6. Eftir að kvörtunum hefur verið komið á framfæri, er þá ekki óeðlilegt að framkvæma at- hugun á stöðinni án vitneskju okkar, eins og gerst hefur að þeirra sögn?” Segir i formála fyrir spurning- um þeim, sem að ofan greinir, að það sé ósk egilsstaðabúa, að sam- tökin aðstoði við að „knýja fram svör hjá stofnun, sem hefur þann forgang fram yfir aðrar þjónustu- stofnanir að loka á þá, sem óska eftir athugun á réttmæti reikn- inga.” —úþ. Tilraun til valdaráns á Macao Lissabon 9/7. Fréttastofa portú- göslu stjórnarinnar skýrði frá þvi.aðgerð hefði verið tilraun til að steypa landstjórninni i nýlendu portúgala á strönd Kina, Macao. Nokkrir herforingjar höfðu staðið að valdaránstilrauninni sam- kvæmt upplýsingum landstjórans á Macao, Garcia Leandro hers- höfðingja. Reynt hefði verið að reka frá völdum stjórn hers og lögreglu og fáeina volduga hers- höfðingja, en tilraunin hefði mis- tekist. Ekki var skýrt frá þvi hve margir hefðu verið handteknir eftir þessa misheppnuðu bylting- artilraun.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.