Þjóðviljinn - 22.07.1975, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 22.07.1975, Blaðsíða 12
Þriðjudagur 22. júli 1975. ítölsk lög- regla finnur þýfi MILANO 20/7 — ítölsk lögregla hefur nú f undið yfir 3000 forn listaverk, sem eru talin um 5000 miljóna líra virði, í um- fangsmikilli leitáeinka- heimilum f Norður- ítalíu. Lögreglurannsóknin hófst fyrir nokkrum mánuðum eftir að vitn- eskja hafði borist um ó- löglega verslun með fornminjar, og hafa nú komið í leitirnar hundr- uð málaðra leirkera etrúskra og rómverskra og sægur af öðrum mun- um. í einu einbýlishúsi sagðist lögreglan hafa fundið 2830 muni, og voru þeir elstu frá þvi um 600 f. Kr. Þess hefur ekki enn verið getið hvernig forngripirnir muni vera fengnir, en eins og kunnugt er eru listaverkaþjófnaðir úr söfnum og kirkjum mikil plága á Italiu, og talsvert er um aö grafræningjar geri ó- löglega uppgreftri til að kom- ast yfir dýrgripi. Eigendur húsanna, sem gripirnir fund- ust i, munu koma fyrir rann- sóknardómara. Bráðabirgðalög lögð fyrir þing á Indlandi Hert eftirlit með erlendum blaðamönnum NÝJU DELHI 21/7 — Indverska þingið kom saman til fundar I dag til að ræða bráðabirgðalög þau sem stjórn Indiru Gandhi setti 26. júnl, þegar lýst var yfir neyðar- ástandi f landinu. Það var landbúnaðarráðherr- ann, Jaghivan Ram, sem lagði bráðabirgðalögin fyrir þingið. Hann sagði að stjórnarandstaðan hefði reynt að gripa völdin i land- inu með þvi að koma af stað upp- lausn og stjórnleysi, og því væri nauðsynlegt að lögin væru áfram i gildi þangað til tryggt væri að öryggi landsins væri ekki lengur i hættu. Búist var við þvi að lögin yrðu afgreidd þegar, en stjórnarand- staðan kom þvi þó til leiðar að þau yrðu rædd. Helstu leiðtogar hennar eru þó i fangelsi, þvi að þeir voru handteknir rétt eftir að lögin voru sett. Kongressflokkur- inn hefur mikinn meirihluta i báðum deildum svo ekki er tvi- sýnt um úrslit. Kommúnista- flokkurinn styður stjórn Indiru Gandhi i þessu máli en andstaðan kemur frá hinum marxiska kommúnistaflokki, hægri flokkn- um Jan Sangh og Dravidabanda- laginu. Þremur erlendum blaðamönn- um var vísað úr landi i dag fyrir að neita að skrifa yndir yfirlýs- ingu þar sem þeir lofuðu að fylgja hinum nýju ritskoðunarlögum i Indlandi. Tveir þeirra voru bretar en einn bandaríkjamaður (f ré t ta ri ta r i Newsweek). Bandariskum blaðamanni var vlsað úr landi 26. júni, og fyrir skömmu var breskum blaða- manni neituð landvist. Hópur 20 blaðamanna frá ýmsum þjóðum ræddi i dag i fimm klukkustundir við upplýsingamálaráðherra Ind- lands um ritskoðunarlögin, og fengu þeir þvi ágengt að ind- verska stjórnin féll frá þeim kröf- um slnum að fá að ritskoða öll fréttaskeyti áðuren þau eru send. Hins vegar verða allir fréttaritar- ar að afhenda stjórninni afrit af fréttaskeytum eftir að þeir hafa sent þau. 1 dag var einnig gefinn út leiðarvisir fyrir blaðamenn með fyrirmælum um það hvemig ætti að skýra frá atburðum i land- inu, einkum þingfundinum sem nú stendur yfir og málaferlum frú Gandhi fyrir hæstarétti. Bandarisku geimfararnir halda ferðinni áfram Þannig á sameining Appóllós og Sojuss að hafa iitið út. Lending Sojús gekk að óskum MOSKVU 21/7 — Sovésku geim- fararnir Alexci Leonov og Valeri Kubasov lentu Sojusgeimfarinu á steppum Mið-Asiu rétt fyrir tlu i morgun að islenskum tíma. Lend- ingin tókst mjög vel, og kom geimfarið niður aðeins tiu km. frá þeim stað sem ákveðinn hafði verið. 1 fyrsta skipti voru sovésk- ir sjónvarpsmenn til staðar og sýndu iendinguna I beinni útsend- ingu. Meðan sovéska geimfarið lenti. sváfu bandarisku geimfararnir Stafford, Brand og Slayton svefni hinna réttlátu uppi i háloftunum. Þeir munu ekki lenda fyrr en á fimmtudag, og eiga þeir að gera fjölda athugana og visindarann- sókna þessa daga sem þeir verða lengur I ferðinni. Þetta flug er slðasta mannaða geimferðin, sem Bandarikjamenn ráðgera að framkvæma á þessum áratug, og hyggjast þeir þvi nota hana eins og þeir frekast geta. Sovésku geimfararnir lentu i grennd við smábæinn Arkalyk, sem er um 500 km frá skotpallin- um I Báikonur og geimstöðinni i Leninsk. Rétt áður en geimfarið He rfo ringj a r koma fyrir rétt í Aþenu Blaðberar Þjóðviljinn óskar eftir blaðberum i eft- irtalin hverfi: Sólheima Breiðholt (Stehki) T ómasarhaga Einnig vantar fólk til afleysinga í ágústmánuði, í eftirtalin hverfi: Háskólahverfi Hjallaveg Langholtsveg Þjóðviljinn Simi 17500 AÞENU 21/7 — Tuttugu og einn fyrrverandi herfor- ingi úr gríska hernum kom fyrir herrétt í Aþenu í dag. Þessir menn eru ákærðir fyrir samsæri gegn stjórn Karamanlis, og liggur dauðarefsing við sumum ákæruatriðum. Þessir herforingjar voru meðal þeirra 39 sem handteknir voru i febrúar eftir að komist hafði upp um samsæri i herdeildum i Aþenu og Mið- og Norður-Grikklandi, en hinir 18 voru látnir lausir meðan á rannsókn málsins stóð. Herforingjarnir eru ákærðir fyrir að hafa gert tilraun til sam- særis gegn stjórninni frá desem- ber 1974 til febrúar. Markmið þeirra var að koma af stað upp- reisn hersins til að þvinga stjórn- ina til að ganga að ýmsum kröf- um þeirra, m.a. að veita leiðtog- um herforingjaklíkunnar, sem steypt var af stóli i fyrra, uppgjöf allra saka, hefja aftur hernaðar- samvinnu við Nató og beita kommúnista meiri hörku. A þess- um tima riktu herlög i Grikklandi vegna hættu á styrjöld við Tyrk- land, og geta herforingjarnir þess vegna áít á hættu dauðarefsingu. Vistheimilið Vífilsstöðum Vistheimiliöá Vifilstöðum er nú senn fullbúið og er gert ráð fyrir að hcimilið verði opnað I haust. Heimilið er ætlað drykkju- sjúklingum og verður rekið i tengslum við aðrar deildir sem rikið rekur fyrir drykkjusjúka, m.a. Flókadeildina og Gunnars- holt. Er gert ráð fyrir aö sérstak- ur yfirlæknir verði yfir þessum deildum, en að þjónusta fyrir vistheimilið verði að einhverjvf Ieyti veitt frá Vifiisstaðaspitaia. Er nú verið að búa heimilið hús- gögnum og á það að verða tilbúið i haust. — Myndin hér að ofan var tekin af byggingu heimilisins i gær, af Gunnari Steini. —þs. Arni Pálsson og ég 55 55 ,,Árni Pálsson prófessor og ég eða glæpurinn sem ekki fannst” heitir bæklingur eftir Sverri Kristjánsson. Bæklingur þessi kom út I gær og eins og heitið bendir til fjallar hann um við- skipti Sverris við dætur Árna Pálssonar prófessors, lögbanns- mál o.fL.Sverrir ritar inngangs- orð þar scm segir: „Vegna þess- arar furðulegu málssóknar sé ég mér ekki annað fært en að leggja fram öll málsskjöl I þcssu efni, ummæli min um Arna Pálsson, og að lokum minningargrein mina um hann látinn.” A 12 siðum bæklingsins er viðtal það sem Vilmundur Gylfason átti við Sverri i útvarpi 22. júli 1973. Þá er birt endurrit úr Dómabók Bæjarþings Reykjavikur, þ.e. dómurinn i meiðyrðamálinu, uppkveðinn 29. mars 1974, en i dómi þessum er Sverri gert að greiða kr. 55.000 i biríingarkostn- að forsendna og málskostnað. Þá birtir Sverrir dómsorð lögbanns- málsins vegna víðtalsþáttarins i sjónvarpi og loks minningargrein um vin sinn, Arna. lenti sást til þess úr þyrlu, þar sem það sveif til jarðar gegnum skýjaþykkni i rauðri og hvitri fallhlíf. Þrátt fyrir 29 stiga hita var vindurinn nógu hvass til að feykja Sojús tiu km af leið. Strax eftir lendinguna komu þyrlur á vettvang, og tæknimenn opnuðu geimfarið. Leonov og Kúbasov voru bros- andi þegar þeir stigu út úr Sojus, og sögðu þeir að sér liði vel en þeir væru þreyttir. Þeim var þegar afhent heillaóskaskeyti frá Sovétleiðtogunum Bresnéf, Kosigin óg Podgorni. Eftir mót- tökuathöfnina var þeim flogið til Baikonur, þar sem þeir eiga að gangast undir læknisrannsókn . Síðar I þessari viku mun Sovét- stjórnin halda þeim veislu i Moskvu. Með þessari lendingu hafa Sovétmenn brotið flestar þær öryggisreglur sem þeir fylgja annars, þeir hafa aldrei áður skýrt i smáatriðum frá aétlunar- verki geimfars, né leyft erlendum sérfræðingum að heimsækja skotpallinn i Baikonur, og þeir hafa aldrei sýnt lendingu i sjón- varpi né gefið eins mikið af upp- lýsingum um flug og lendingu eins og nú. KBFFiÐ frá Brasiliu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.