Þjóðviljinn - 27.07.1975, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.07.1975, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Sunnudagur 27. júlí 1975. DJOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSIALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ititstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson úmsjón með sunnudagsblaði: Arni Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skóiavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur) Prentun: Blaðaprent h.f. ÁRSKAUP VERKAMANNS NÆR EKKI MÁNAÐARKAUPI FORSTJÓRA í fyrradag var skattskráin i Reykjavik lögð fram og að vanda gefst gjaldendum tækifæri til að bera saman tekjur einstakl- inga annars vegar og álögð gjöld hins veg- ar. Að vanda munu menn komast að þvi við slikan samanburð, að stór hópur manna er enn i þeirri aðstöðu að geta svikið stórlega undan skatti með þvi að hagræða tölum á skattskýrslum. Árlega upphefjast mikil skrif um skattsvik og kröfur um aukið skattaeftirlit, en ávallt kemst stór hópur upp með að búa til tölur um tekjur sinar sem eru i engu samræmi við raunverulegar tekjur. Krafan um auk- ið skattaeftirlit virðist i reynd aðeins hafa i för með sé aukna smámunasemi gagn- vart þvi launafólki er tiundar samvisku- samlega sinar tekjur, en þeir sem /skammta sér sjálfir geta haldið áfram með sina svikamyllu. Þannig halda kaup- menn og þeir sem reka sjálfstæðan at- vinnurekstur áfram þeirri iðju að skjóta sér undan þvi að leggja fé til samfélags- legra þarfa. En margt fleira kemur fram, þegar skattskráin er skoðuð. í Reykjavik greiða 45 einstaklingar yfir tvær og hálfa miljón króna i opinber gjöld. Þetta segir nokkuð um, hve þessir einstaklingar hafa rakað saman af fjármunum á árinu 1974. Þar af eru sex þeirra með yfir eina miljón króna i tekjuútsvar, en tekjuútsvarið er 11% af brúttótekjum manna. Þetta sýnir að þessir menn hafa haft yfir 10 miljónir i brúttótekjur á árinu. Einn þeirra greiðir tæplega eina og hálfa miljón i útsvar, sem þýðir um 15 miljón króna tekjur á ári. í umræðum um islenskt þjóðfélag er þvi oft varpað fram að hér á landi sé ekki mikill munur á lifskjörum manna og til- tölulega mikill tekjujöfnuður. Jafnframt reyna sumir að halda fram þeirri fráleitu fullyrðingu, að hér búi islendingar i stétt- lausu þjóðfélagi. Skoðum þetta nánar. Dagsbrúnarmaður á eyrinni hefur tæpar 300 kr. á timann i dag- vinnu, en 418 krónur i eftirvinnu. Viku- kaup mannsins á eyrinni er tæpar 12 þús- und krónur og mánaðarkaupið tæpar 52 þúsund krónur. Árstekjur Dagsbrúnar- verkamanns fyrir átta stunda vinnudag eru þá 624 þúsund krónur en ef hann hefur fasta tvo tima i eftirvinnu bætast við um 220 þúsund krónur. Þannig gætu árstekj- urnar verið i mesta lagi tæpar 850 þúsund. Forstjórinn með um 15 miljón króna árs- tekjur hefur þá væntanlega yfir eina miljón króna i mánaðarlaun, vikukaupið verður um 250 þúsund, dagkaupið yfir 40 þúsund, en væntanlega dugar ekki minna en 10 stunda vinnudagur til að ná þessum tekjum, en þá er timakaup hans, að jafn- aði um 4 þúsund krónur. Sjaíd- gæft er að forstjórar fyrirtækja geri eins skýra grein fyrir tekjum sinum eins og i þessu tilviki, þvi oftast fela þeir tekjur sinar bak við úrelta hlutafélagslöggjöf. En skattskráin segir sitt um, hvað forstjóra- launin eru i dag. Eyrarvinnumaðurinn nær ekki á einu ári mánaðarkaupi forstjórans, en mánað- arkaup verkamannsins er rétt ivið hærra en dagvinnukaup forstjórans. A meðan verkamaðurinn fær tæpar 300 krónur á timann hefur forstjórinn ca 4000 krónur eða þrettán sinnum hærra kaup. Þetta litla samanburðardæmi úr skatt- skránni gefur nokkra mynd af þvi, hve misjöfn eru kjör mannanna i islensku samfélagi. islenskt stéttaþjóðfélag geym- ir urmul dæma um slikar andstæður. Samt sem áður er enn starfandi stjórn- málaflokkur hér á landi er hefur sem kjör- orð ,,að vinna með hagsmuni allra stétta fyrir augum”, en erfitt er að sjá, hvernig hagsmunir verkamannsins og forstjórans geta farið saman. Undanfarið hafa mál- gögn Sjálfstæðisflokksins reynt að reka fleyg i samstöðu launafólks með þvi að benda á launamisréttið i röðum launa- fólks. En meðan þeir tala um há laun iðn- aðarmanna, gæta þeir þess að þegja um svimandihá laun forstjóra, framkvæmda- stjóra, verktaka, meistara og annarra há- tekjumanna. — óre Leiðari Information um landhelgismál: Fiskur, stórþjóðir, smáþjóðir Akvörðunin um útfærslu is- lenskrar landhelgi hefur að sjálf- sögðu verið til umræðu i eriend- um blöðum. Hér fer á eftir (litið eitt stytt) forystugrein um málið úr danska blaöinu Information frá 17. júli. Leiðarahöfundur byrjar á að velta þvi fyrir sér hvort von sé á nýju þorskastríði með breskum herskipum reynandi að „verja endurminningar um hcimsveldis- hefð”. Siðan segir: „Það er skammarlegt þegar slikum aðferðum er beitt á vorum dögum i samskiptum vinaþjóða. En hvað sem um það má segja, þá er stærsta skömmin annars eðlis og meira alþjóðlegs: Að það skuli ekki hafa tekist þrátt fyrir hafréttarráðstefnur i Caracas og Genf að leysa á alþjóðlegum grundvelli þau vandamál sem eru orsök deilnanna. Sem danir höfum við tilhneig- ingu til að taka málstað smáþjóða gegn stórþjóðum. Tilhneigingu. Við höfum vel á minnst, ekki ut- anrikisstefnu sem fylgir þeirri til- hneigingu eftir. Við erum nú i Efnahagsbandalaginu og það set- ur dönsku stjórnina i vandræða- stöðu, ekki sist á sviði fiskveiða. Þvi enda þótt bretum tækist i sið- ustu lotu þorskastriðsins að kom- ast nokkurn veginn að samkomu- lagi við islendinga um takmörkuð fiskveiðiréttindi, þá hefur vestur- þýska stjórnin tekið ósveigjan- lega afstöðu. Hún hefur ekki að- eins lokað höfnum sinum fyrir is- lenskum togurum heldur beitt sterkri stöðu sinni innan EBE til að koma i veg fyrir að Island fái friverslunarsamning við banda- lagiö. Menn beita semsagt sterk- um efnahagslegum þvingunum gegn litlu landi, sem er að öllu leyti háð einni atvinnugrein: fisk- veiðum. Átök á Norðursjó milli danskra fiskimanna og hollenskra togara eru smámunir i samanburði við atburði norður i höfum. En þessi nýlegu dæmi um stjórnleysið á heimshöfunum i sambandi við al- varlega stöðu danskra fiskveiða ættu að ögra dönsku stjórninni tii að taka fiskveiðimálin upp á hæsta plani á þeim alþjóðasam- komum þar sem áhrifa okkar gætir, og þá fyrst og fremst á vettvangi Efnahagsbandalagsins. Þvi að málin eru ekki leyst hvorki með timabundnum rikisstyrk til fiskveiða né heldur með samning- um undir borðið milli sjávarút- vegsráðherra Danmerkurog Hol- lands. Vandamálin eru svo flókin, að þau verða aðeins leyst á al- þjóðavettvangi. Einhliða ákvörðun Islands er að sjálfsögðu brot á þeim úreltu rétt- arreglum, sem settar voru á tim- um frumstæöari veiðitækni. Eng- inn sá þá fyrir þróun, sem nú hef- ur leitt til þess að fljótandi, niður- sjóðandi og útbiandi fabrikkur riði öldum og gleypi allt sem rækilega vélvæddir togaraflotar geta matað þær á, án smásmugu- legs tillits til stærðar og gæða. Smælkið getur farið i' m jöl og lýsi. Og netin verða alltaf lævislegri og smáriðnari, fiskiskipin siauka vélarafl sitt og samkeppnin milli ýmissa Evrópulanda verður æ skarpari. Og nú þegar stund sannleikans er að renna upp fyrir ýmsum stærri fiskiskipaflotum, þ.á.m. hinum danska þá er sagt: Veiði- flotarnir eru of stórir. Hvernig getur staðið á þvi? Eiga menn að skera þá niður? Hvaða skipum á að leggja? Hver á að borga? Þetta eru aðeins nokkrar af þeim spurningum sem bQrnar eru upp hér heima, spurningum sem ekki verður leyst úr beinlinis eftir pólitiskum leiðum. Niðurstaðan verður liklega svipuð og áður fyrr: þeir sterkustu lifa af, þeir sem minnst mega sin verða að borga fyrir veisluhöldin. Við getum einnig búist við svip- aðri niðurstöðu á alþjóðlegum vettvangi. Sterku aðilarnir eru ekki þeir, sem næstir eru veiði- svæðunum eða mest háðir fisk- veiðum. Sterkastir eru þeir sem hafa f jármagn og pólitiskt vald að bakhjarli. Vesturþýski fiski- skipaflotinn, sem getur eins og kunnugt er ekki haft mikil umsvif við heimastrendur, er vel tækni- væddur og útbúinn til veiða langt frá naumum ströndum föður- landsins. Breski togaraflotinn er fyrst og fremst stór, en einnig all- háþróaður. Hollendingar hafa og veigamiklu hlutverki að gegna á fjarlægari miðum. Víst eru höfin stór og fiska- mergðin mikil — en hún er ekki takmarkalaus og hún fer si- minnkandi. Islendingar reyna af öllum kröftum að ýta við heimin- um áður en rányrkjan hefur eyði- lagt öll fiskimið. Norðmenn styðja þessa stefnu að nokkru, þeir hafa sjálfir áform um að færa út fiskveiðilögsögu sina og takmarka veiðar. Og hvað með okkur dani? Fiskiveiðar eru landinu mikil- vægar og við höfum i rás sögunn- ar átt náin samskipti við islend- inga og norðmenn. En þegar til alvörunnar kemur þá erum við háðir fiskveiðapólitik Efnahags- bandalagsins og hún er sú að draga allt á langinn. Og það eru sum Efnahagsbandalagslöndin bersýnilega harðánægð með. Timinn er með þeim. Og þau geta alltaf visað til væntanlegra al- þjóðasamninga á vettvangi sem jafn erfitt er að fá yfirlit yfir, samhengi í og á hafréttarráð- stefnunni, sem áreiðanlega dreg- ur engar ákvarðanir sem um munar i land næstu árin. Þar eru alltof margir og miklir hagsmun- ir i húfi, ekki sist á hafsbotni. Þetta vita islendingar. Þeir hafa sjálfir reynt að ýta við risa- samkomum eins og hafréttarráð- stefnan er. Það var eins og að busla með sporðinum. Hvorki meira né minna. Nú hafa islendingar sjálfir komist að sinum niðurstöðum i málinu. Þeir stækka fiskveiðilög- söguna i 200 milur og auka iand- helgisgæsluna. Það verður hörð lota. En spurt er, hvort þeir hafi átt nokkurs annars völ, ef að grannt er skoðað. Að minnsta kosti höföu þeir ekkert sem kalla má frjálst val. Auglýsingasíminn er17500 UJODVIUINN Flugkaffi Flugstöðinni Egilsstöðum, Býður yður: Kaffi, smurt brauð, kökur, öl, tóbak, sælgæti, blöð og timarit og margs konar ferðavörur. Vegaveitingar við Lagarfljótsbrú. Ferðafólk á Fljótsdalshéraði: I hinni nyju og glæsilegu veitingastofu að Hlöðum viö Lagarfljótsbrú getiö þér fengið fjölmarga heita rétti næstum fyrirvaralaust. Svo er vönduðum og fullkomn- um tækjabúnaði staðarins og sérlega lipru starfsfólki fyrir að þakka. Einnig er ferðafólki boðið upp á ýmiss konar þjónustu aðra: nestispakka, blöð, timarit, tóbak, sælgæti, öl, gos- drykki, bensin, oliur og hvers kyns ferðavörur. Útvegum gistingu. BILALEIGA: Volkswagen — Landrover. Að þessu athuguðu sést, að það er mjög óráðlegt að aka framhjá Hlöðum við Lagarfljótsbrúán þess að gera þar stuttan stans. Umboð fyrir: Bridgestone — Sjóvátryggingafélags Islands h.f.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.