Þjóðviljinn - 27.07.1975, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 27.07.1975, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. júll 1975. Magnús Jónsson; DRYSILDIA ÞÁTTUR FYRSTI * pÆ £ Lærftur I kurteisi, en kann llka Hefur gófta æfingu i aft gera vit- Hann ber ábyrgft á niftursetningi fjárkúgun. lausar kostnaðaráætlanir. sinum. Sjónvarpsstjóri gerir sig sekan um fjárkúgun? Guömundur, minn góöi féhiröir! Nú hef ég orðiö fyrir svo merki- legri lifsreynslu að mér finnst nauösyn að fleiri en þú og ég skuli um hana vita. Þess vegna hef ég ákveðið að spara mér frimerkin á enn eitt bréfið til þin. Ég þakka þér enn og aftur fyrir allt það bévitans stúss sem þú hefur nennt að snúast i fyrir mig vegna þessara eilifu framleng- inga, afsagna og vesens út af vixl- inum góða, sem þú glæptist til þess að skrifa upp á fyrir mig og Bragi bankastjóri var svo víð- mótsþýður að kaupa. Hann hefur eflaust fundið að fénu skyldi varið til yrkinga, þótt i öðru formi væri en hann tiðkar sjálfur. En sá er munur á ljóðlist og kvikmynda- gerð.að hin slðarnefnda kostar bein fjárútlát. Já vissuiega lygilegt! En iifsreynslan markverða sem ég gat um i upphafi er sú, að ég hef orðið fyrir fjárkúgun! Já, já — ég veit að nú telurðu aldeilis vist að hinn tilþrifamikli drama- tiski þáttur i mér hafi borið skyn- semina ofurliði. (Fjárkúgun! Ekki nema það þó) Slikt gerist ekki hér!) En nú skaltu heyra málavexti. Til glöggvunar fyrir aðra lesendur þessa bréfs ætla ég að rifja upp tildrög málsins, sem þú kynntist mætavel sjálfur meðan við vorum samstarfsmenn á sama kontórnum hjá LA i fyrra. Eins og þú manst stóð ég i enda- /,Sá er munur á Ijóðlist og kvikmyndagerð að hin síðarnefnda kostar bein fjárútlát." lausu stappi við yfirvöld sjón- varpsins á þjóðhátiðarvorinu mikla i fyrravor, og þau voru ófá simtölin og suðurferðirnar út af þessari mynd, sem ég hafði boðið sjónvarpinu að gera og átti þá að heita „Handan við þjóðhátið” (en heitir nú fullbúin „Ern eftir aldri”). Þeir slógu ýmist úr eða i hvort af samningnum gæri orðið. Loks rann upp sú hátiðlega stund að samningurinn var tilbúinn og undirritaður. Ég hefði kannski ekki verið jafn ánægður, ef mig hefði grunað hvað hann átti eftir að kosta mig! Þakið ofan af hausnum. Fjárhagshliöin. Fjárhagsgrundvöllurinn sem samningurinn er byggður á er þannig uppbyggður, að ég gerði kostnaðaráætlun, sem Magnús Bjarnfreðsson fulltrúi fór siðan tvivegis yfir með mér og gerði við sinar athugasemdir af sjónvarps- ins hálfu. Allt fór það prútt fram i mesta bróðerni, enda nafni minn ekki siður viðfemur i andanum en að mittismáli. Hann hélt vel á hlut stofnunar sinnar og ekki við hann fremur en mig að sakast þó kostnaðaráætlun þessi reyndist siðan tóm vitleysa. Að visu hefur hann meiri æfingu en ég i að gera vitlausar kostnaðaráætlarnir. En lætég útrætt um kostnaðaráætlun þessa i bili — en kem betur að einu atriði hennar siðar. Þegar við höfum komið okkur saman um þessa kostnaðaráætlun er ákveðið eftir nokkurt karp, að sjónvarpið kosti ekki myndina til hlitar, heldur geri hana i sam- vinnu við mig og greiði sem svar- ,,Mér er sem ég sjái framan í skáld, sem gert væri að greiöa út- gefanda sínum fyrir að fá sjálfur að eiga birt- ingarrétt á sinu eigin verki — annars staðar en í viðkomandi út- gáfu." ar riflega þremur fjórðu hluta kostnaðar — en einn fjórða hluta skyldi ég greiöa sjálfur til þess að kaupa mér með þvi móti sýn- ingarrétt á minni eigin mynd, á öðrum vettvangi en i islenska sjónvarpinu. Mér er sem ég sjái framan i það skáld, sem gert væri að greiða út- gefanda sinum fyrir að fá að halda birtingarrétti á sinu eigin verki — annars staöar en i við- komandi útgáfu. Já, og það væri ekki siður fróðlegt að sjá framan i útgefanda sem gerði slikar kröf- ur,-hann þætti og væri vissulega furðufugl. Áætlunarferð um bankakerfið. Jæja, samkvæmt samningi skyldi sjónvarpið greiða sinn hluta kostnaðar i fjórum tiltekn- um áföngum við myndargeröina. Til að gera langa sögu stutta tek ég upp frásögnina við þriðja áfanga. Þd á myndin að vera full- Opiö bréf til Guðmundar Magnússonar, verslunar- stjóra, Akureyri klippt og hljóðsett og ég að fá mina greiðslu er ég skila henni þannig. Þegar komið var að þriðja áfanga var myndin bæði orðin á eftir áætlun (m.a. vegna þess að mánuðum saman hafði mér ekki tekist að fá tiltekna tæknilega fyrirgreiðslu hjá sam- starfsaðila minum — sjónvarp- inu) og það sem verra var: allur kostnaður við myndargerðina vaxínn íir hófi fram i sam- ræmi við verðbólguna, sem rikisstjórnin þin hafði svo fög- ur orð um að stöðva. Og ég er þegar hér er komið sögu skuldunum vafinn eins og skratlinn skömmunum og skýrði ég þeim báðum Magnúsi Bjarnfreðssyni og Pétri Guð- finnssyni, framkvæmdastjóra.frá þessum vandkvæðum minum. Pétur Guðfinnsson sem hér er nefndur til sögunnar er i hópi þeirra embættismanna sem úir og grúir af i þjónustu rikisins, sem sumir kalla smákónga, en ég kýs að kalla drýsildia (sbr. Heimskringlu: Það var siður, að tólf hofgoðar voru æðstir, skyldu þeir ráða fyrir blótum og dómum manna i milli, það eru diar kallaðir eða dróttnar, þeim skyldi þjónustu veita ok lotning alltfólk.”). Af hátterni smákónga vorra má sjá að þeir telja að sér beri sömu þjónustu og lotningu og forfeðrum þeirra. Báðir taka þeir Magnús og Pétur bón minni vel að hraða af- greiðslu. Ætlaði ég þá að fara mina föstu áætlunarferð um bankakerfið og gleðja banka- stjóra, — og geri skátar sig ánægða með að gera þrjú góðverk á dag, — þá hugsaði ég gott til glóðarinnar að gera þau a.m.k. þrisvar sinnum þrjú, daginn góða sem ég fengi tilskildá greiðslu. Babb í bátinn. Það var hinn ellefta dag febrúarmánaðar að ég fékk Magnúsi Bjarnfreðssyni myndina i hendur. Skömmu siðar forvitn- ast ég um afgreiðsluna og er þá „....Það eru diar kall- aðir eða dróttnar, þeim skyldi þjónustu veita ok lotning allt fólk". komið babb i bátinn. Pétur lýsir þeirri skoðun sinni að myndin sé ekki eins og hann hafi gert sér I hugarlund að hún myndi verða! Of þung, pólitisk, „viðkvæmt” mál. Þá stóð þannig á i landsmála- pólitikinni að rikisstjórnin þin var að fremja þá óhæfu að setja fyrr- verandi útvarpsráð af. Ekki var þvi nú lokið, en flestir töldu vist að af þvi yrði og Pétur þessi Guðfinnsson virðist rikulega gæddur einu megineinkenni drýsildia: sem sé þvi að kapp- kosta að vera jafnan kaþólskari en páfinn. Og má gera sér i hugarlund hvilika streitu það hlýtur að skapa slikri manngerð þegar páfann vantar. Fyrir nú utan að það er illt að þurfa að súpa seyðið af þvi, að Pétur Guð finnsson kann ekki fremur að lesa handrit en stjórna litlu hænsna- búi. Hann er annars sagður lærður I kurteisi i Bandarikj- unum og hafa verið nýtur starfs- kraftur I utanrikisþjónustunni islensku. (En ef maður lyftir upp horni af blæju kunnings- skapar, mildi og mannkærleika af nýlegri skýrslu um rekst- ur útvarpsins kemur i ljós, að á tæpum tiu stjórnarárum sin- um hefur honum ekki tekist að koma nokkurri mynd á svonefnda bókunarskrifstofu — en það er nokkurs konar miðstjórn alls skynsamlegs skipulags I fyrirtæki hans. En þetta var nú útúrdúr). Æpandi aðgerðaleysi. I samningnum er ákvæði þess efnis að trúnaðarmaður sjón- varpsins geti við hvern áfanga rift samningnum, ef honum þyki vikið i veigamiklum atriðum frá drögum að handriti, eða verulega skorti á listræn gæði. Ekki riftir Pétur samningnum en hefur góð orð um að skjóta myndinni fljdt- lega til útvarpsráðs og læt ég þaö gott heita. Og var furðulegt að kynnast enn einum þættinum i fari drýsildia, sem sé þvi, að þeim er sú list lögð að stiga i hvoruga löppina en standa samt, ef þeim svo hentar. Pétur reyndist sem sé ófáanlegur til þess að upplýsa mig um það, hvernig hann hygg- ist leggja myndina fyrir útvarps- ráð þ.e.a.s. hvort hann hyggist mæla með þvi að myndin yrði keypt eða samningi rift. Nú liður og biður. Ég fer þessa venjulegu áætlunarferö mina um bankakerfið og segi á hverjum stoppistað, að nú sé illt i efni, enn verði smátöf á þvi að ég geti stað- ið við skuldbindingar mínar um „Hér er sem sagt drýsil- díi í krafti síns peninga- valdsaö kenna mönnum hvaða takmörkunum tjáningarfrelsi er háð." afborganir, framlengingar og varla greitt vexti — en tel mig hafa góð orð fyrir þvi að þetta verði nú afgreitt innan fárra daga. Stendur á afgreiðslu. En það stendur á afgreiðslunni hjá Pétri. Min fasta áætlunarferð um bankakerfið er farin oftar en tölu verði á komið, enda liðu þrir mánuðir frá þvi að Pétur mælti mildilega að málið yrði afgreitt fljótlega þar til hann loks skýtur þvi fyrir útvarpsráð. Bankastjór- ar og framlengingameistarar voru áreiðanlega farnir að hugsa þegar þeir sáu mig — þarna kem- ur þá þessi með „bara svona viku” — áheilanum. Sumir vixlar lenda i afsögn, aðrir eru sendir lögfræðingum til innheimtu og loks er verkþræli og samstarfs- aðila sjónvarpsins stefnt fyrir fógeta: „getið þér bent á fast- eign?”. Sem sé húsið komið undir hamarinn. Framhald á 22. siðu. Einnig ætlað til lesturs kvikmyndagerðarmönnum, félögum í Bandalagi íslenskra listamanna og völdum bankastjórum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.