Þjóðviljinn - 27.07.1975, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. júll 1975.
ÓLAFUR R. EINARSSON:
Þessa stóru tölvusamstæðu leigir eitt stærsta iönfyrirtæki heims islenskum aðilum. IBM hefur þegjandi
og hljóðalaust komið sér upp mikilli einokunaraðstöðu á tslandi. Að þvi er vikið i greininni.
Samskipti
íslendinga
viö
erlent vald
Óhætt er að fullyrða, að sam-
skipti Islendinga við erlent vald,
hvortsem um hefur verið að ræða
riki eða fjölþjóðafyrirtæki, hafi
valdið mestum deilum I islensk-
um stjórnmálum allt frá þvi Is-
land varð fullvalda riki árið 1918.
1 þvi sambandi mun herstööva-
málið hafa valdið hörðustum deil-.
um, en hér verður ekki vikið neitt
að ráði að þvi máli, enda nýlega
verið fjallað um það ýtarlega á
þessum vettvangi; heldur verður
hér á eftir vikið að þeim deilum
sem hér hafa orðið vegna samn-
inga við útlendinga um landhelg-
ina og samskipti ráðandi stéttar
við erlend auðfyrirtæki.
Hverjir eru
óþjóðlegir?
Þegar það flokkakerfi, sem við
enn búum við, var i mótun á
þriðja áratug 20. aldarinnar,
lögðu stjórnmálaforingjar mikið
upp úr þvi að sýnast sem þjóðleg-
astir I augum kjósenda og reyndu
að fá á sig svipmót foringjanna úr
sjálfstæðisbaráttunni við dani.
Þannig lagði Sjálfstæðisflokkur-
inn og fyrirrennarar hans,
thaldsflokkurinn og Frjálslyndi
flokkurinn, mikla áherslu á, að
flokkurinn væri róttækastur allra
i sjálfstæðismálinu. Framsóknar-
flokkurinn með Jónas frá Hriflu I
fararbroddi lagði áherslu á, að
flokkurinn væri sprottinn úr is-
lenskri bændamenningu, einkum
þingeyskri og hafnaði erlendri
hugmyndafræði. I áróðri þessara
hægri- og miðflokka var sifellt
hamrað á þvl, aö Alþýðuflokkur-
inn og siðar kommúnistar væru
flokkar af erlendum toga spunnir
og ættu ekki heima, né erindi I
islenskum stjórnmálum. A sama
tima breiddu þessir aðilar yfir er-
lendan uppruna sinn, þ.e. Sjálf-
stæðisflokkurinn taldi frjáls-
hyggju (liberalismann) islenska
uppfinningu og framsóknarmenn
töldu cooperativismann, eða
samvinnustefnuna, alþingeyskt
fyrirbrigði! Svo áhrifarikur hefur
þessi áróður verið að Islands-
sögukennslubækur i dag bera
keim af þessu. A millistriðsárun-
um tekst t.d. Sjálfstæðisflokknum
og þá sérstaklega Morgunblaðinu
að telja fólki trú um, að Alþýðu-
flokkurinn væri óþjóðlegur og vil-
hallur dönum, enda háður dönsk-
um krötum fjárhagslega og þvi
ekki treystandi i sjálfstæðismál-
unum. óhætt er að fullyröa að
Sjálfstæðisflokknum hafi tekist á
millistriðsárunum að skapa sér
fjöldafylgi, einmitt með róttækri
stefnu i sjálfstæðismálum. For-
ingjum flokksins, Jóni Þorláks-
syni og ólafi Thors, tekst, þrátt
fyrir vixlspor i samskiptum við
breskt og spænskt fjármálavald,
að koma einarðlega fram gagn-
vart erlendu valdi. Skýrast birtist
það er Jón Þorláksson og Bjarni
frá Vogi hindra útlend eða háifút-
lend auðfélög i að nýta fossana,
en slik félög höfðu tryggt sér
vatnsréttindi i flestum innlendum
fallvötnum. En skýrast birtist þó
hin sjálfstæða stefna i málflutn-
ingnum er fylgdi stofnun lýðv.
1944, þvi þá er Alþýðuflokkurinn
dragbitur á lýðveldisstofnunina
en Sjálfstæðisflokkurinn undir
forystu Bjarna Benediktssonar er
i forystu fyrir hraðskilnaðar-
mönnum, ásamt Sósialistaflokkn-
um. En með stofnun lýðveldisins
lýkur jafnframt hinum sjálfstæða
og þjóðlega ferli Sjálfstæðis-
flokksins og aðeins stöku sinnum
heyrist þaðan rödd i anda hinnar
róttæku sjálfstæðisstefnu. Alla
sögu hins Islenska lýðveldis hefur
það orðið hlutskipti islenskrar
verkalýðshreyfingar og sósial-
iskra forystuflokka hennar að
standa vörð um islenskt þjóðfrelsi
og sjálfstæði og hindra hin óþjóð-
legu öfl i að fórna sjálfsforræði
þjóðarinnará altari bandariskrar
heimsvaldastefnu eða alþjóðlegs
hringavalds.
Ósjálfstæð og auð-
trúa borgarastétt
Hér verður ekki rakin herleið-
ing islenskrar borgarastéttar i
frosthörku kalda striðsins, hvern-
ig hlutleysinu var fórnað á altari
hernaðarbandalagsins eða „látið
land af okkar landi” undir banda-
riskt vighreiður. Vikjum frekar
að þvi máli,er nefnt hefur verið
lifshagsmunamál islensku þjóð-
arinnar, landhelgismálinu.
1 landhelgismálinu reynir á-
vallt á þolrifin i hverjum islend-
ingi, þá kristallast þeir mann-
kostir sem fylgja þvi að vera is-
lendingur. En ávallt birtast þá
einnig meðal vor talsmenn er-
lends valds. Þegar tekin var á-
kvörðun um útfærsluna i 4 mllur
árið 1952 óttuðust margir, að sú
borgarastétt sem sýnt hafði ó-
sjálfstæði sitt i samskiptum við
bandariska herveldið og verið
auðtrúa gagnvart áróðri kalda
striðsins, að sú sama borgara-
stétt myndi ekki sýna þjóðlega
reisn, ef breska ljónið sýndi vig-
tennurnar og framkvæmdi hót-
anir sinar um viðskiptaþvinganir.
En þrátt fyrir óþjóðlegheit og ó-
sjálfstæði kaldastrfðsáranna,
voru enn menn i röðum borgara-
stéttarinnar er mundu hina rót-
tæku sjálfstæðisstefnu, menn eins
og Pétur Ottesen og ólafur Thors.
Af reisn var hótunum breta svar-
að og þegar löndunarbanni var
skellt á, þá hafði meira að segja
helsti postuli kalda striðsins,
Bjarni Benediktsson, einurð til að
svara slikri valdbeitingu með við-
skiptasamningum við „erkifjand-
ann” i austri, Sovétrikin. Þannig
var ekki látið undan hótunum og
viðskiptaþvingunum, heldur
haldið þjóðlegri reisn og andstæð-
ingurinn beygður.
En snögg geta veörabrigði orð-
ið I stjórnmálum. Þegar Alþýöu-
bandalaginu tókst aö fá Fram-
sóknarflokkinn með i að stiga
næsta skrefið, og kratana til aö
drattast með, þá tók Sjálfstæðis-
flokkurinn afstöðu gegn útfærsl-
unni i 12 milur sem vinstri stjórn-
in ákvað. Talað var um ævintýra-
pólitik kommúnista og þjóðarein-
ing náðist ekki fyrr en breskir
vigdrekar sigldu inn i islenska
landhelgi 1. sept. 1958. Og er átök-
in drógust á langinn og bretar
sýndu ekki á sér fararsnið, þá lét
hin óþjóðlega borgarastétt á sér
bilbug finna og gekk til samninga.
Hin óþjóðlega
stefna í áratug
Aldrei hefur undanlátssemi i
samskiptum islendinga við erlent
vald verið meiri en á sjöunda ára-
tugnum. Allan þann tima sat
Sjálfstæðisflokkurinn við völd
með stuðningi litils og auðsveips
krataflokks. Byrjað er á þvi að
beygja sig fyrir röksemdum At-
lantshafsbandalagsins um nauð-
syn samninga viö breta og samið
um að I þessu lifshagsmunamáli,
skuli islendingar verða i framtið-
inni að hlita úrskurði alþjóðlegs
gerðardóms. En fleiri blikur voru
á lofti árið 1961 er ógnuðu framtlð
Islensks sjálfstæðis. Það ár urðu
miklar umræður um inngöngu Is-
lands i Efnahagsbandalagið og
stærstu hagsmunasamtök Is-
lenskrar borgarastéttar lýstu
fylgi sinu við inngöngu, en aðeins
ASl lýsti yfir eindreginni and-
stöðu við, að þjóðin gerðist „feit-
ur þjónn” erlends valds. Það var
einmitt á þvi herrans ári, sem
viðskiptaráðherra, Gylfi Þ.
Gíslason, lét þau orð falla. að
kannski væri besta leiðin til að
vernda sjálfstæðið að fórna þvi.
Ekki var annað sýnna en að
valdsmenn teldu sjálfstæði smá-
þjóðar eiga best heima á forn-
gripasafni. Þvermóðska De
Gaulle tók aftur á móti Efnahags-
bandalagsmálið af dagskrá, er
hann synjaði bretum inngöngu.
En áfram var haldið i undir-
lægjuhætti. A siðari hluta ára-
tugsins var vikið frá þeirri grund-
vallarstefnu sem mörkuð haföi
verið I sjálfstæðisbaráttunni, að
hleypa ekki erlendu fjármagni
inn i islenskt atvinnulif. Þá var
vikið frá þeir'ri stefnu, að at-
vinnuvegirnir ættu að vera i
höndum islendinga sjálfra. Arið
1966 var samið við svissneska ál-
hringinn og um likt leyti var
bandariska fyrirtækinu John
Manville veitt aðstaða til að hag-
nýta náttúruauðlindina á botni
Mývatns. Þannig var meirihluti
alls fjármagns i iðnaði á tslandi
kominn i erlendar hendur. Samn-
ingar þessir hafa i timans rás
sýnt, hve Islensk borgarastétt er
gjörsamlega ófær um að semja
við erlenda aðila, raforkusamn-
ingurinn við svissneska álhring-
inn var slikur smánarsamningur,
að hver sjálfstæður fjármála-
maður með snefil af sjálfsvirð-
ingu myndi fyrirverða sig fyrir að
hafa gert slikan samning og láta
hlunnfara sig eins og samninga-
menn úr forystuliði Sjáifstæðis-
flokksins létu gera. Það sýndi sig,
að forkólfar Sjálfstæðisflokksins
voru svo auðtrúa gagnvart þeim
áróðri hringsins, að raforka væri
að verða úreltur orkugjafi, að
þeir sömdu eins og sölumaður,
sem var að flýta sér að losna við
vöru , er brátt yrði óseljanleg. En
þvi miður hefur það sýnt sig i
fleiri samningum við erlenda að-
ila, að islenskir valdhafar hafa
verið ámóta auðtrúa og gleypt við
röksemdum viðsemjenda.
Það setti svip sinn á stjórn-
málaþróun sjöunda áratugsins að
islensk borgarastétt var að missa
trúna á möguleika sina til sjálf-
stæðs atvinnurekstrar, hún virtist
hafa valið þá leið að verða um-
boðsaðili en ekki sjálfstæður at-
vinnurekandi I islensku efnahags-
lifi. Sú stefna að gera ísland að
láglaunasvæði og bjóða Islenska
orku fala fyrir litið, sannar upp-
gjöf borgarastéttarinnar. Það
hvernig undirstöðuatvinnuveg-
irnir, sjávarútvegur og landbún-
aður voru vanræktir staðfestir
enn frekar uppgjöfina og ósjálf-
stæði islenskrar borgarastéttar.