Þjóðviljinn - 27.07.1975, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. júli 1975.
Ernst Bloch níræður:
Vonin um ríki frelsis
Einhver þekktasti
þýskur heimspekingur
samtíðarinnar Ernst
Bloch, er mikill aðdáandi
leynilögreglusagna. Hann
segir sem svo: starf leyni-
lögreglumannsins hefst þá
fyrst er hin skelfilegu
tíðindi eru um garð gengin.
Verkefni heimspekingsins
er að finna skýringu á
þeirri ógæfu sem sækir
mannfólkið heim — rétt
eins og leynilögreglu-
maður gerir.
Ernst Bloch er nýorðinn
niræður. Hann er af gyðinga-
ættum, sonur endurskoðanda við
járnbrautirnar. Þegar i mennta
skóla var hann mjög vel orðinn
að sér i heimspekilegum arfi og
sautján ára birti hann fyrstu rit-
gerð sina um heimspekileg efni.
Kjarni hennar var sá, að
imyndunaraflið sé ekki fánýtur
heilaspuni, heldur afl sem breytir
heiminum.
Ernst Bloch nam i Heidelberg
og vingaðist þar við ungverska
gyðinginn Georg Lukacs, sem
siðar var mestur höfðingi
marxismans i bókmenntum.
Meðan á stóð námumannaverk-
falli þar i grennd útskýröi Lukacs
það fyrir skólabróður sinum, að
uppreisn verkamanna væri þá
aðeins markverð, að hún væri
mótuð af þvi lokatakmarki að
færa'guðsriki niður á jörðina.
Þá þegar eins og lengst af siðar
tengir Ernst Bloch saman hug-
myndaheim kristindóms og
marxisma. Honum sýnist Biblian
full með sósialiskar hugmyndir.
Spámaðurinn Jesaja skrifar, að
mennirnir skuli ekki byggja hús
sem aðrir búa i og ekki sá korni
sem aðrir neyta. 1 marxiskri um-
skrift Blochs þýðir þetta, að
enginn maður (kapitalisti) skuli
lifa á annars (verkamanns)
kostnað.
I þvilikum þönkum sem og i
sterkri friðarhyggju hrærist
Bloch þegar heimsstyrjöldin fyrri
skellur á. Hann skrifar þá með
spámannlegri reiðiraust i fyrstu
bók sinni „Andi Staðleysunnar” :
„Þýskaland stendur sem fúnar
rústir, þar sem græðgi og rudda-
skapur dansa i kringum sinn gull-
kálf, þar sem skálkar hafa Krist
að spotti. Þýskaland er skuggaleg
miðalda dauðamaskina, sem
Satan hefur falið sig i.”
Hinsvegar tekur Bloch október-
byltingunni i Rússlandi 1917 með
miklum fögnuði. Hann gleðst yfir
þvi að „peningabúskapurinn er
tættur i sundur” og einnig sá
„kaupmannamórall sem hleypir
lausu öllu þvi versta i mann-
inum.”
A þriðja áratugnum stóð Bloch
mjög nálægt kommúnistum, en
gekk aldrei i flokkinn. Hann var
góðvinur leikskáldsins mikla,
Brechts, og vann ýmislegt með
honum. Hann kom furðu snemma
auga á þá hættu sem stafaði af
náunga einum i Munchen, sem
fæstir höfðu enn frétt nokkuð um
norðar i Þýskalandi, Adolf Hitler.
Hann skilgreindi snemma inni-
legt samband þýskra iðjuhölda
við þennan þykjastbylt-
ingarmann — „i þessu tilviki
finnst borgarastéttinni ekki að
hún se i hættu, hún óttast ekki
þessa rikisdultrú sem þykist vera
fjandsamleg auðvaldinu”. Bloch
taldi að fasisminn væri rökrétt
leið iðjuhöldanna út úr kreppunni
— það var hann sem lýsti nasism
anum með þeim fleygu orðum, að
hann væri „kapitalismi plús
morð”.
Þegar Hitler kom til valda flúði
Bloch land, fyrst til Austurrikis,
siðan til Prag og að lokum til
Bandarikjanna. Bandariskir
háskólar vildu sem minnst af
þessum snjalla vinstrivillumanni
vita, og vann eiginkonan, sem er
arkitekt, fyrir þeim hjónum
vestra. A striðsárunum rak hann
róttækt bókaforlag með skáldinu
Johannes Becher, sem siðar varð
menntamálaráðherra Austur-
Þýskalands. Þrem árum eftir
strið voru honum boðnar prófess-
orsstöður i báðum hlutum Þýska-
lands — i Leipzig og Frankfurt
am Main. Bloch kaus að halda
austur á bóginn, þar sem hann
taldi að verið væri að byggja upp
þjóðfélag sem honum væri meira
að skapi.
Framhald á 22. siðu.
Sjónvarpsbálkur
umPellasigursæla
Nýlega hafa tekist samningar
um það milli danska og
austurþýska sjónvarpsins að
þessir aðilar geri i sameiningu
sjónvarpsmyndaflokk sem
byggir á hinu mikla skáldverki
Martin Andersens Nexö, Pelle
Erobreren, Pelli sigursæii.
Pelli sigursæli er þekktasta
verk Nexös, þroskasaga, sem er
nátengd hans eigin ferli. Oft er
til hennar vitnað sem
brautryðjandaverks i öreiga-
bókmenntum, i sósialiskri
raunsæisstefnu.
Myndirnar verða gerðar i
Ðanmörku, og danskir leikarar
munu fara með hlutverkin. Það
var siðastnefnda atriðið, sem til
þessa hafði staðið nokkuð i hin-
um austurþýsku aðilum, en nú
hafa þeir fallist á þessa tilhögun
og munu siðan setja þýskt tal á
myndina.
Nexö var um margt nátengd-
ur þýskri verklýðshreyfingu og
bjó reyndar siðustu ár æfinnar i
DDR.
Bréf til fanga
Hvenær sem væri má búast við þvi, að Eva Forest og félagar
hennar verði leidd fyrir herrétt I Madrid og dæmd til dauða á grund-
velli falskrar ákæru um þátttöku i morðinu á Carrero Blanco, for-
sætisráðherra Spánar — og yröu þau tekin af lifi skömmu siðar.
Þetta er ástæðan fyrir þvi, að Ivan Malinovski skrifar svofellt bréf
til Evu Forest, sem hér fer á eftir i lauslegri þýðingu. Ivan Malin-
ovski er danskt skáld og ljóöaþýðari.
Við skiljum bréf þín, Eva.
Skiljum að þú ert sterk, örugg, glöð
og að þú hefur ástæðu til þess.
Það er engu líkara en að heimurinn
hafi lagt sig sérstaklega fram
um að þóknast þér.
Sjaldan hafa sýringar blómstrað
af þvílíku kappi, Hans og Nína
hafa eignast myndarkrakka, Kína
á von á góðri uppskeru og Rut er
aftur heppin með þræði sína og tómata.
Það er mikil ókyrrð um allan heim
og allt í besta lagi.
I Porto og Pireus má nú sjá
nýja fána og Phnom Penh er auð
allavega af könum. Sjálfur
hefi ég þýtt Internasjónalinn
og búið til kryddbrennivín.
[ Mósambik blaktir nú fáni
heimamanna eftir fimm alda skeið.
Ég hleyp yfir þá gömlu svörtu bletti
til að segja þér frá þessu: 30sta apríl
var hóruhúsunum lokað í Saigon
og fangelsin voru opnuð, en þetta
veistu sjálfsagt þótt í fangelsi sért.
Fangelsi þitt er enn lokað
og óvíst hvort það opnast þér
fyrir dauða eða frelsi, það er
eingöngu háð heilsu og dyntum
deyjandi einræðisherra, það er kapphlaup
milli molnandi afls gamlingjans
og vanmáttar þíns sem er styrkur sem klettur.
Hér ráðum við engu. En ég minni þig á
það sem Jose Augustin hefur sagt:
,,Miljónir augna
horfa á morðingjann". Meðal þessara augna
eru okkar augu, önnur skotvopn
eigum við ekki.
Þeir Lars og Eiríkur og Sveinn
senda einnig sínar bestu kveðjur.
Ivan