Þjóðviljinn - 27.07.1975, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 27.07.1975, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. júll 1975. Egilsstaðir og Hérað Guðmundur Magnússon, sveitarstjóri Erfitt byggingarland Sveitarstjóri Egilsstaðahreppí er Guðmundur Magnússon. Guðmundur hefur lengi verið bú- settur á Egilsstöðum, og var ráö inn sveitarstjóri fyrir þremur ár- um. Fram til þess tima var hann oddviti, tók við oddvitanafnbót- inni af Sveini Jónssyni, bónda á Egilsstaöabúinu, en Sveinn var oddviti frá þvi Egilsstaðahreppur var stofnaður árið 1947 til ársins 1966 að Guðmundur tók við. Þegar Egilsstaðahreppur var stofnaður, voru ibúar 110 talsins, en nú eru þeir kringum 900, eða 861 með lögheimili 1. des s.l. og hefur einhver fjölgun orðið siöan. „Mannfjölgun hefur verið jöfn”, sagði Guðmundur sveitar- stjóri i stuttu spjalli við Þjóðvilj- ann, ,,hún var hvað minnst i fyrra, en þá fjölgaði hér aðeins um 5%. Nú eru hér 40 húsgrunnar i byggingu og einnig 16 ibúða fjöl- býlishús. Hér eru nægar byggingalóðir, en landið er afar erfitt að byggja á. Okkur reynist erfitt fjárhags- lega að ganga frá götum og lögn- um i sambandi við hús”. Hvernig er fjárhagur sveitar- félagsins? „Sæmilegur — það eru engin vanskil. Fjárhagsáætlunin fyrir árið 1975 hljóðar upp á 63-miljón- ir, sem eru veruleg hækkun frá árinu á undan. Þá nam gjalda- liðurinn á rekstrarreikningunum 30,5 miljónum. Við reiknum með áframhald- andi fólksfjölgun hér, enda hefur reynsla okkar hér lengi verið sú að það er mikil ásókn í ibúðir. Það er beðið við hverjar dyr. Af opinberum byggingum sem hér eru i gangi er um að ræða áframhaldandi byggingu barna- skólans. Þar er nú verið að byggja 5 kennslustofur. Við erum að koma okkur upp útisundlaug, sem verður vonandi tekin i notk- un i haust. Einnig ætlum við að ljúka við gerð iþróttavallar i sumar. Við erum lika að byggja 16ibúða blokk sem er fjármögnuð með þessum leiguibúðalánum frá rikinu. Siðan ætlum við að hefja framkvæmdir við dagheimilis- þyggingu. Gatnagerðin liggur afar þungt á okkur vegna þessara nýbygg- inga.” Þurfum nýja landbúnaöar- stefnu Einar Kristinn Fjölbrautaskóli haustið 1977. Við fyrstu sýn virðist mannlif á Egilsstöðum vera rólegt og ekki sviptingasamt. Eins og kemur fram annars staðar hér i blaðinu i viðtali við tvo aðkomumenn á Egilsstöðum, virðast menn halda sig mikið heima við. Samt virðist nokkuð um það að einn og einn eða tveir og tveir setjist við kaffi bolla i hinu veglega veitingahúsi, Valaskjálf. Það var lika þar sem Þjóðviljamenn hittu fyrir nokkra egilsstaðabúa á dögunum og hlustuðu á þá ræða um framkvæmdamál á staðnum, pólitik i landinu og sitthvað fleira. Einar Pétursson var einn þeirra sem málið ræddi i Vala- skjálf. Hann flutti fyrir tiltölul. stuttu til Egilsstaða; var áður bóndi á Arnórsstöðum i Skriðdal, en vinnur nú verkamannavinnu á Egilsstöðum. Einar var áður fylgjandi Framsóknarflokkn. , en hefur gengið til liðs við Alþýðu- bandalagið. Annar viðmælandi okkar var Kristinn Árnason, for- maður verkalýðsfélagsins á staðnum, hinn þriðji Sveinn Árnason byggingafulltrúi Egils- staðahrepps og sá fjórði Vigfús Eiriksson starfsmaður Dyngju á Egilsstöðum, en hann bjó áður að Hallfreðarstöðum i Hróars- tungu. Þeim félögum fannst öllum, aö upp á siðkastið hefði heldur syrt I álinn hvað framkvæmdamál snerti. Þessa dagana voru að koma boð frá fjármálaráðuneyt- inu um að fjárveiting til bygg- ingar barnaskólans skyldi skorin niður úr 8 miljónum i 7. Verja átti 30 miljónum frá rikinu til gerðar alþjóðaflugvallar á Egilsstöðum, og átti að hefja framkvæmdir á þessu ári. Ekkert hefur heyrst um þær framkvæmdir enn. Búið er að úthluta nýjum fjöl- brautaskóla fyrir Austurland lóð á Egilsstöðum, og Vilhjálmur menntamálaráðherra og fyrsti þingmaður framsóknarflokksins hefur lofað þvi að hann verði ris- inn haustið 1977. Brýn þörf er á barnaheimili fyrir Egilsstaði. Framkvæmdir við byggingu barnaheimilis fyrir Guðmundur Magnússon gveitarstióri Niðurskurðar- pólitfk hægri- stjórnarinnar opnar augu margra Sveinn Vigfús landsbyggðinni er komin i allar framkvæmdir, og hrikalegur niðurskurður á þeim framkvæmdum sem hafnar voru, veldur þvi að margir velta mjög fyrir sér afstöðu sinni til valda- flokkanna i landinu. ,,Menn tala náttúrlega illa um hægristjórnina”, sagði einn fjór- menninganna, „nema framsókn- armenn. Þeir tala ekki um hana. Þeir steinþegja.” Félagarnir sögðu að stjórn- málaummræður væru oft á tiðum fjörugar; menn veltu pólitik mik- ið fyrir sér. Þarf nýja landbúnaðarstefnu. „Gott dæmi um þá pólitisku menntum sem menn ganga nú i gegnum”, sagði Sveinn Árnason, „er kannski það, að menn eru i stórum stil farnir að lesa Stétta- baráttuna og önnur ámóta rit. Og bændur tala mikið um land- búnaðarstefnuna. Þessa gömlu stefnu Jónasar frá Hriflu sem engin leið virðist vera að hnika. 25 börn átti að vera hafin, en eng- in fjárveiting er komin enn. Heilsugæslustöðin á Egilsstöðum rekur eigið barnaheimili, og þar er rými fyrir 15 börn. Það heimili er löngu yfirfullt. Þessi stöðnun, sem á Egils- stöðum eins og annars staðar á Samvinnuhreyfingin þarf svo sannarlega að taka sér tak. Helsti galli hennar að að minu viti sá, að hún hefur aldrei ljáð máls á skipulagningu landbúnaðarins. Landbúnaðarstefna framsóknar og Sis-valdsins er raunar engin, nema i verslunarháttum”. —GG Gísli bóndi og kennari á Hallfreðarstöðum: Menntahroki víki fyrir lífsreynslu Hann var að stinga út úr hest- húsi, þegar blaðamann bar að garði. Sólin skein i heiði og flug- an lét illa 1 hnausunum sem hann ók út á hjólbörum. Við vor- um á Hallfreðarstöðum i Hróarstungu, og bóndinn þar er Gisli Hallgrimsson, sem bæði er fjárbóndi og kennari. Skóli hans er til húsa i hans eigin stáss- stofu, og nokkur barnanna búa i heimavist á heimili hans, „og er ekki mikið um einkalif á heimil- inu þá sjö mánuði sem skólinn stendur”, sagöi Gisli og bauö blaðamanni til stofu, taldi ekki vanþörf á að segja nokkur vel- valin orð við svoleiðis fugl. „Það er svo margt sem þarf að skrifa um, það er svo margt sem þarf að fara betur”, sagði Gisli, „og það verður að skrifa af viti i dagblöðin, vegna þess að það eru svo margir menn á Is- landi sem lesa ekkert annað en dagblöð. Þaö held ég séu annars voðalega vitlausir menn. Menn eiga að lesa fleira en dagblöð, menn eiga aö lesa góðar bæk- ur.” Mikil yfirferð — mikið námsefni Eiginkona Gisla er Stefania Hrafnkelsdóttir og auk þess að sinna húsmóðurstörfum á bú- inu, þá er hún lfka skólaráðs- kona á vetrum. Börnin úr Hróarstungunni sækja skóla að Hallfreðarstöðum fram til tólf ára aldurs, að þau ljúka barna- prófi og fara siðan i miðskólann að Eiðum. „Skólanum er skipt i eldri- og yngrideild”, sagði Gisli, „og eru hér yfirleitt sex til átta börn i heimavist. Nokkur börn úr ná- grenninu búa heima hjá sér, en koma daglega til skólans. Vegna þessa fyrirkomulags, er yfirferðin mikil. Ég kenni hér eðlisfræði og dönsku auk ann- arra greina og þarf að fara að taka upp kennslu i ensku. Ég veit satt að segja ekki hvernig ég get komið þvi við sökum timaleysis. Nú hefur t.d. náms- efnið i islensku og reikningi aukist um helming að þyngd og yfirferð og afleiðingin er sú, að maður er sifellt að stela stund- um af öðrum námsgreinum”. Gisli hefur hátt á þriðja hundrað fjár á fóðrum yfir vet- urinn, og taldi hann að bústörfin á vetrum tefðu sig ekki frá kennslunni að marki, þvi kind- unum sinnti hann I um það bil klukkustund á dag. „Ég reikna ekki með að stækka búið i bráð — amk. ekki fyrr en þegar og ef að þvi kemur að ég hætti kennslunni”. Gisli er höfuð skólans á Hall- freðarstöðum og nær eini kennslukraftur. „Konan i Hall- freðarstaðahjáleigu kennir hér handavinnu. Piltar og stúlkur læra sömu handavinnu, það er mikið leðurvinna og einnig út- sögun”. Hjónin á Hallfreðarstööum i Hróarstungu, Gi bændur og skólafólk. Um vegagerð og snjósleða „Það er margt sem þarf að skrifa um. Margt hér sem þarf að lagfæra”, sagði Gisli,- „Það er t.d. eitt að við erum hér að leggja vegi um landsbyggðina, vegi sem snjór leggst á. Verk- fræðingar úr Reykjavik mættu sannarlega bera sig að tala meira við kunnuga menn, að

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.