Þjóðviljinn - 27.07.1975, Blaðsíða 15
Sunnudagur 27. júli 1975. ÞJÓÐVILJINN — StDA 15
Lifa og hrærast
í knattspyrnu
Nýtísku verslun KHB
Kaupfélag Héraðsbúa
var stofnað árið 1909 og
hefur síðan verið rekið af
reisn og dugnaði. Nýlega
opnaði kaupfélagið nýja
kjörbúð sem er meðal
stærstu kjörbúða á
landinu. Stærri myndin
sýnir hluta af innréttingu
búðarinnar en hin myndin
sýnir þá hlið hússins sem
Hringur Jóhannesson, list-
málari, hefur skreytt með
austurlensku grjóti.
Formið minnir á Lagar-
fljótsorminn margfræga.
Samkvæmt viðtali við Þor-
stein Sveinsson, kaup-
f élagsst jóra, i Sam-
vinnunni, hefur almenn-
ingur á Egilsstöðum og
héraði aukið verslun við
kaupfélagið til muna eftir
Svavar Stefánsson mjólkurbússtjóri og Björn Steinsson skrifstofumaö-
ur á þröngri skrifstofu sinni.
Mjólkurbúið á Egilsstöðum:
Átta tonn af
mjólk á dag
Mjólkurbú Kaupfélags
héraðsbúa er starfrækt I litlu
húsi, nokkuð við aidur, sem fyrir
löngu er orðið of litið fyrir starf-
semina. Samt er mjólkurbúið litið
á Islenskan mælikvarða. Við hitt-
um Svavar Stefánsson mjólkur-
bússtjóra að máli:
„Þegar mest er að gera hjá
okkur á sumrin, þá fara átta tonn
af mjólk héðan á samlagssvæðið
daglega.
Við seljum til jafnaðar 1,2
miljónir litra árlega af mjólk á
svæðið frá Borgarfirði suður á
Stöðvarfjörð. Reyndar seljum við
enga mjólk til Neskaupstaðar, þvi
kaupstaðurinn og Norðfjarðar-
sveit eru sjálfum sér nóg með
mjólk, en skyr, smjör og rjóma fá
þeir þó héðan.
Rösklega helmingur þess
mjólkurmagns sem við fáum frá
bændunum, er umframmagn, þe.
fer til skyr- rjóma og smjörgerð-
ar. Einnig framleiðum við hérna
töluvert af kaseini.en það er efni
sem notað er til nælongerðar og
við framleiðslu ýmissa iðnaðar-
vara. Þetta kasein framleiðum
við hinsvegar aðeins á sumrin”.
Stefán sýndi okkur mjólkurbú-
ið, en þar starfa sjö menn allt ár-
ið. Yfir sumarið er tveimur ung-
lingum bætt við starfsliðið og
afleysingafólki.
„Finnst þér þröngt hérna?”
spurði Stefán, og svaraði sér
sjálfur: „Þetta er löngu orðið allt
of þröngt, raunar undravert hvað
hægt er að gera i svona plássi, eða
plássleysi, þvi að möguleikarnir
hér eru engir.
Nú er verið að vinna við bygg-
ingu nýja mjólkursamlagsins.
Það fyrirtæki verður afar dýrt og
afar vandað, og þegar þangað
kemur munum við taka upp osta-
gerð.
1 nágrenni við nýja mjólkur-
samiagshúsið verða kyndi- og
spennistöð, og kostnaður við
þessar byggingar verður nokkuð
lægri en ella vegna þess að við
munum hafa sameiginlegt frá
rennsli og vatnslögn.”
að þessi nýja verslun
starfa.
tóktil
sj
Sigurjón Bjarnason á Egils-
stöðum er formaður CIA , og
hann fræddi okkur á því, að (JÍA
myndi senda milli 40—50 kepp-
endurá iandsmót UMFt á Akra-
nesi, og hefði mikið undirbún-
ingsstarf verið leyst af hendi
fyrir landsmótið. Austfirðingar
lifa og hrærast fyrst og fremst i
knattspyrnunni. Haldið er sér-
stakt Austurlandsmót i knatt-
spyrnu með þátttöku 6—7 liða.
Norðfiröingar eiga sterkasta
liðið, en fáskrúðsfirðingar eiga
einnig býsna gott liö. Frjáls-
iþróttir eiga erfitt uppdráttar
þegar allir eru svona ákafir i
knattspyrnu, og það er at-
hyglisvert að borgfirðingar
stunda einkum frjálsar, þar
sem þeir eiga erfitt með að
koma saman fullmönnuðu
knattspyrnuliði!
A vetrum er blak mikið stund-
að i skólum og handknattleikur
nokkuð. Skiðaiþróttin er eink-
um iðkuð á Seyðisfirði, en sund-
iþróttin mest á Neskaupstað og
Eskifirði. Þá má ekki gleyma
glimunni, sem einkum er iðkuð
á Reyðarfirði undir stjórn Aðal-
steins Eirikssonar.
ÚtA vill að sjálfsögðu efla
sem mest iþrótta- og æskulýðs-
starf, en það er kostnaðarsamt
að ráða hæfa leiðbeinendur.
ÚIA átti talsvert digran sjóð eft-
ir sumarhátið i Atlavik og þá
Sigurjón Bjarnason
var ráðinn framkvæmdastjóri
fyrir félagið. I framtiðinni
verður félagið að fá styrki frá
sveitarfélögunum ef þetta starf
á að halda áfram, og það ætlar
að gefa út i fjáröflunarskyni
kort af gönguleiðum og merkja
siðan leiðirnar.
tþróttafélagið á Egilsstöðum,
sem heitir Höttur, réði i sumar
Þór Albertsson sem þjálfara
knattspyrnumanna auk þess
sem hann á daginn leiðbeinir
börnum i leikjum og margskonar
iþróttum. t sumar verður reist
Framhald á 22. siðu.
Atíu
mínútna
fresti
Þegar sumaráætlun stendur sem hæst
flýgur Flugfélag íslands 109
áætlunarferöir í viku frá Reykjavík til
11 viðkomustaða úti á landi. Þetta
þýðir að meðaltali hefja flugvélar
Flugfélags íslands sig til flugs eða
lenda á tíu mínútna fresti frá morgni
til kvölds alla daga vikunnar.
Flugfélagið skipuleggur feröir fyrir
einstaklinga og hópa og býður ýmis
sérfargjöld. Hafið þér til dæmis kynnt
yður hin hagstæðu fjölskyldufargjöld?
Ferðaskrifstofur og umboð Flug-
félagsins um allt land veita yður
allar upplýsingar.
FLUCFÉLAC IMNANLAMDS
fSLAMDS FLUC
Félag sem eykur kynni lands og þjóöar