Þjóðviljinn - 16.08.1975, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 16.08.1975, Qupperneq 1
UÚÐVIUINN Laugardagur 16. ágúst 1975 — 40. árg. —183. tbl. Húsnœðismálastofnun: Loðnan fyrir norðan verðlaus — Akvörðun verðlagsráðs þýðir að veiðar verða ekki reyndar Yfirnefnd verðlagsráðs sjávarútvegsins hefur ákveðið lágmarksverð á loðnu veiddri i bræðslu fyrir norðan land og er verðið fyrir hvert kg. 0,55 kr. t>ar að auki eiga kaup- endur að greiða sem uppbót á skiptaverð 0,50 kr. á kg., i styrk til loðnuseljenda vegna framangreindra tilraunaveiða og komi greiðslur i stofnfjár- sjóð ofan á það verð með venjulegum hætti. Verðið gildir frá byrjun loðnu- veiðanna i sumar til 15. ágúst 1975. Skip þau, sem voru á til- raunaveiðum fyrir norðan land, eru nú hætt veiðum vegna þess að Sildarverk- smiðjur rikisins neituðu að taka við aflanum fyrr en skip- stjórarnir lofuðu að koma ekki með loðnu framvegis. Verðið gildir til dagsins i dag og þá væntanlega fyrir loðnuna sem tilraunaskipin veiddu þar til þau voru hrakin af miðunum. Þarna hefur meirihluti verð- lagsráðs sennilega tekið ómakið af SÍávarútvegsráðu- neytinu og Fiskifélaginu, að þurfa að taka ákvörðun um hvort veiðarnar skyldu leyfðar áfram með þvi að hafa verðið svo lágt að skipin gætu ekki af þeim sökum stundað veiðarnar. Virðist þvi vera útséð um að nokkuð meira verði gert af þvi að kanna loðnugöngu fyrir norðurlandi á þann hátt sem byrjað var á i sumar. Verðákvörðunin var tekin af oddamanni, Gamaliel Sveins- syni, og fulltrúum kaupenda, þeim Gunnari ólafssyni og Jóni Reyni Magnússyni, gegn atkvæðum fulltrúa seljenda, þeirra Ingólfs Ingólfssonar og Kristjáns Ragnarssonar. Fulltrúar seljenda taka fram, að verð það, sem odda- maður og kaupendur hafa ákveðib á loðnu til bræðslu, er svo lágt, að með engum hætti er mögulegt að stunda veið- arnar. Breyti þar engu þótt i ákvörðuninni sé talað um sér- stakan tilraunastyrk. Er nú enn ákveðið verð i yfirnefnd Verðlagsráðs af oddamanni og kaupendum, sem enga mögu- leika gefur til veiða, án þess að stjórnvöld aðhafist nokkuð til úrbóta. Fulltrúar kaupenda taka fram, að vegna lágs markaðs- verðs loðnuafurða og stöðugt hækkandi framleiðslukostn- aðar er verð það, sem nú hefur verið ákveðið, án uppbót- arinnar vegna tilraunaveið- anna, of hátt til aö verksmiðj- urnar hafi nokkuð upp i fastan kostnað, viðhald og vexti. Hækkun lánakjara 233 leiguíbúðir í 43 sveitarfélögum i smíðum í nýútkomnu fréttabréfi Húsnæðismálastof nunar segir m.a. að 233 leigu- íbúðir í 43 sveitarfélögum séu nú á ýmsum fram- kvæmdastigum. Lán hafa verið veitt til þessara ibúðabygginga samkvæmt heimild Alþingis frá '73 til þess að lána allt að 80% byggingarkostnaðar til 1000 leiguibúða á vegum sveitarfélaga utan Reykjavikur. I fréttabréfinu kemur einnig fram að vextir F og G lána húsnæðismálastofnunar hækka nú um 1% og verðtryggingin nemur nú 4/10 úr hækkun bygg- ingarvísitölu i stað 3/10 áður. Þá er greint frá þvi að lán til kaupa á eldri ibúðum fyrir þá sem sóttu um fyrir 1. april eru komin til afgreiðslu. SJÁ 3. SÍÐU GRJOTAÞORPIÐ - ORSÖK ÓSÓMANS Á myndinni sést hluti af Bröttu- götu, sem tilheyrir Grjóta- þorpinu. I opnu blaðsins í dag eru svipmyndir þaðan og grein eftir Hjörleif Stefánsson um skipu- lagsmál. Mynd — GSP SJÁ OPNU Smákarfanum mokað upp á Jónsmiðum Þyrfti að borga betur fyrir stóran karfa til að draga úr þessu, segir Jakob Magnússon fiskifrœðingur Sjómaður á einum Reykja- víkurtogaranna kom að máli við biaðamann og skýrði honum frá þvi að nú væri iðkað feiknamikið smákarfadráp á miðunum við Austur-Grænland. Væri algengt að fleygja þyrfti helmingi aflans fyrir borð aftur vegna smæðar. — Þetta er á Jónsmiðum, nánar tiltekið i svokallaðri Gull- kistu. Þarna er gifurlegt magn af smákarfa en innan um er sæmi- legur fiskur. Algengt er að skip fái þarna 20 tonn i hali en þurfi að fleygja tiu aftur i hafið. Ljótasta dæmið sem ég man er að við fengum eitt sinn sneisafullt troll eða um 30 tonn en af þvi var ekki hirt nema 2-3 tonn. 1 siðasta túr vorum við þarna i 2-3 daga og fengum 80 tonn i lest sem er mjög gott en inn á dekk hafa komið um 150 tonn. Eins og menn vita er karfi botn- fiskur og þarafleiðandi dauður þegar upp á yfirborðið kemur. Sjómaðurinn sagði okkur að þetta hefði verið svona frá þvi hann myndi eftir sér til sjós en tók þó fram að þessi mið væru aldrei sótt nema út úr neyð, þegar ör- deyða væri á öðrum miðum. Einnig sagði hann að fremur fá skip gæfu sig i þessar veiðar þvi þær eru allt annað en skemmti- legar. Vegna þessarar fréttar höfðum við tal af Jakobi Magnússyni fiskifræðingi og spurðum hann álits á þessu. — Það er vitaskuld mjó'g óæskilegt að þetta smáfiskadráp sé stundað. En það er hægt að skilja skipstjórana vegna þess að Framhald á bls. 10 Bretar vilja 200 niíltir Ég held að bretar geri sér Ijósa grein fyrir þvi að þeir þurfa að færa land- helgina út í 200 milur. Spurningin er hinsvegar sú, hvenær þeir telja það tímabært. Eflaust vilja þeir bíða eftir niðurstöðum ha f rétta r rá ðste f n u nna r sem haldin verður i mars á næsta ári i New York, sagði Niels P. Sigurðsson sendiherra islands í London, en Þjóðviljinn ræddi við hann í fyrrkvöld. Nýlega átti Niels viðræður við Roy Hatterley, einn af fjórum Rœtt við Niels P. Sigurðsson, sendiherra í Lundúnum aðstoöarutanrikisráðherrum bresku stjórnarinnar. — Bretar leggja áherslu á að þeir hafi áfram réttindi til fisk- veiða við ísland eftir að land- helgin hefur verið færð út i 200 milur i haust, sagði Níels, og þeir vilja taka upp viðræður við islensku stjórnina hið fyrsta. — íslenska rikisstjórnin hefur lýst sig fúsa til viðræðna. — Telurðu að bretar áliti sig komast lengra meö islendinga i samningaviðræðum nú þegar hægristjórn er i landinu? — Nei, ég held að bretar velti þvi ekki neitt fyrir sér, þeir vilja fyrst og fremst halda einhverjum veiðiréttindum hér við land, en jafnframt biða eftir niðurstöðum hafréttarráöstefnunnar. En viö islendingar höfum reyndar ekki góða reynslu af þvi að slikar niðurstöður komi fljótt og vel. Fundur Nielsar P. Sigurðs- sonar og Hatterleys stóð á miövikudaginn var og hefur Niels þegar skýrt rikisstjórninni frá viðræðunum. — Hatterley er nýlega tekinn við starfi aðstoðarutanrikisráð- Niels P. Sigurðsson herra og fundurinn var alveg eins haldinn til að kynna honum mála- vöxtu".— —GG Mikið um landhelgisbrot SJÁ 10. SÍÐU

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.