Þjóðviljinn - 16.08.1975, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 16.08.1975, Blaðsíða 9
Laugardagur 16. ágúst 1975 ,ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Birta Fróðadóttir Minning Fyrstu kynni okkar Birtu i Dalsgarði standa mér nú svo ljós fyrir hugskotssjónum um leið og ég frétti um lát hennar. Það var rétt eftir striðið og fólk var að streyma heim eftir margra ára útlegð. Þar á meðal var Jóhann Jónsson, nýgiftur danskri konu, góðum kvenkosti var okkur sagt. Mér var boðið heim til tengdaforeldra hennar, Sigriðar Pétursdóttur og Jóns Jó- hannssonar skipstjóra á Stýri- mannastig 6, til að heilsa uppá þau hjónin og bjóða Birtu vel- komna til islands. Hún stóö þarna i boröstofunni há og reisuleg og svo fersk á svipinn i rauð- og hvit- röndóttum kjól. Ég vissi að hiin var bæði útlærður húsgagna- smiöur og innanhússarkitekt og sumir sögðu aö hún ætti 25 ibúöir i Kaupmannahöfn! Hún hafði lika átt heima við eina finustu götu Evrópu iheilt ár, i skandinaviska klúbbnum við via Condotti i Rómaborg. Birta var ein sjö barna Gerðu og Fróða Sörensens hagfræðings, sem lika var land- búnaðarkandfdat og kennari við Landbúnaðarháskólann i Kaup- mannahöfn, auk þess sem hann rak umfangsmikla gróðrastöð i Lyngby. í foreldrahúsum hét hún Birthe Sörensen, en hér á landi vildi hún heita Birta og lagði stolt sitt f að vera Fróðadóttir, föður sinum til mikillar ánægju, að sagt var. Ég varð heilluð af þessari stúlku og öilu I kringum hana. Aldrei hafði ég séð eins smekk- lega og fallega ibúð og þá sem hún var að innrétta þarna á kvist- inum fyrir sig og mann sinn. Aður en varði var hún búin að taka að sér að innrétta framtiöar- húsið mitt að Gljúfrasteini. Vik- um saman hittumst við nærri daglega. Við fórum til Karólinu vefkonu og Birta bjó i hendur henni áklæöi, salúnsábreiður og gluggatjöld fyrir allt húsið, teiknaði og valdi húsgögn fyrir smiöina i Björk, valdi liti á vegg- ina og útvegaði búshluti. Það var haldiö reisugildi þar sem við vor- um bara tvær kvenna og áður en varði var komið fullbúið hús á hólinn. Litlu siðar fluttu þau Birta og Jóhann sjálf uppi Mosfellssveit, I Reykjahlið, þar sem Jóhann tók við forstöðu Garðyrkjubús Reykjavikur sem þá var þar, en setti svo upp sjálfstætt garðyrkjubú, Dalsgarð. Börnin urðu 8 svo starfið og áhugamálin urðu önnur. Enga mömmu þekkti ég sem kunni betur að halda barnaafmæli eða jólagleði með alskonar föndri, leikjum og góð gæti. Það var unun að starfa með Birtu i margskonar samvinnu fyrir Kvenfélag Lágafellssóknar, hvortheldur það var að skreyta jólatré I Hlégarði eða útbúa veitlngar handa réttarköllum i Hafravatnsrétt. Þá var hún vön að saungla dálitið laglaust, og gekk undan henni einsog vél, en þó vann hún rólega og fyrir- hafnarlaust og einhvernveginn fallegar og betur en flestir aðrir. Húnvarlikasúkona sem átti einn kjól meðan aðrar áttu marga, en alltaf var hún kvenna best klædd á mannamótum. Það var hún lika 2 dögum fyrir andlát sitt, þegar hún var heima hjá mér i smá fagnaði, siðfáguð kurteis og hjartahlý að vanda, i fallega irska handofna kjólnum sinum. Þó klæddi hún sig þá upp af sjúkrabeði. Nú verða gönguferðir okkar Birtu ekki fleiri á Mosfells- sveitarveginum, en oft var það svo að við sáumst ekki alt sumarið, en fórum svo að hittast undir haustið og áttum þá veginn fyrir okkur á vetrarmorgnum, i rignlngu snjó og stundum góðu veðri. Blessuð sé minning hennar. Auður Sveinsdóttir, Gljúfrasteini Hárgreiðslustofa Tilboð óskast i leigu á aðstöðu fyrir hár- greiðslustofu i Borgarspitalanum. Upplýsingar gefur skrifstofustjóri Borgarspitalans. Tilboð sendist sama aðila fyrir 1. sept. n.k. Reykjavik, 14. ágúst 1975 BORGARSPÍTALINN Hafnarf jörður — Lögtaksú rsku rðu r Samkvæmt beiðni bæjarlögmannsins i Hafnarfirði úrskurðast hér með, að lögtök geti farið fram vegna gjaldfallinna en ó- greiddra útsvara og aðstöðugjalda, álögð- um i Hafnarfirði 1974 og 1975, gjaldfölln- um, en ógreiddum fasteignagjöldum á- lögðum 1975 i Hafnarfirði, vatnsskatti samkvæmt mæli. Gjaldföllnum en ó- greiddum hafnargjöldum áranna 1974 og 1975 til hafnarsjóðs Hafnarfjarðar. Lögtök á ábyrgð gerðarbeiðanda mega fara fram að liðnum 8 dögum frá birtingu úrskurðar þessa. Hafnarfirði 13. ágúst 1975, Bæjarfógetinn I Hafnarfirði. ...... r.' ÚTYARPIÐ: Tónlistar- flutningur til Fjölbýlishús Stofnanir Sveitarfélög Verktakar umrœðu, í Hálftímanum í kvöld Bein lína um tónlistarmál á eftir i kvöld kl. 19.30 er Hálftiminn á dagskrá útvarpsins. Aö þessu sinni fjalla stjórnendur þáttarins, þeir ingólfur Margeirsson og Lárus Óskarsson um tónlistar- flutning i Rikisútvarpinu. Til skrafs við sig um þau mái fá þeir Þorstein Hannesson, tónlistar- stjóra, Jón Þórarinsson, forstöðu- mann Lista- og skemmtideildar sjónvarpsins, og Atla Heimi Sveinsson, tónskáld. Að Hálftimanum loknum sitja þessir menn fyrir svörum á Beinni linu, sem stjórnendur Hálftimans hafa fengið Arna Gunnarsson fréttamann til þess aö stýra. Beinu linunni er ætlaður sá timi i dagskránni sem Þor- steinn Hannesson hefur venjulega á laugardögum fyrir Hljómplötu- rabb sitt. Hlustendur geta hringt og spurt i sima útvarpsins 22260 meðan á útsendingu stendur. KENNARAR - KENNARAR 2 kennara til almennra kennslustarfa vantar að Barnaskóla Vestmannaeyja. Húsnæði fyrir hendi, einnig ódýrt fæði ef óskað er. Upplýsingar gefur Reynir Guðsteinsson skólastjóri i sima 98-1944 eða 98-1945. Skólapefnd húsiö Þetta er orðsending til þeirra, sem eru að leita aðteppum í hundruðum eða þúsundum fermetra. Komið eða hringið — við bjóðum fjölmargar gerðir, ýmist af lager eða með stuttum fyrirvara. Úrvalsteppi með mikið slitþol frá Sommer, Kosset, Marengo, Manville og Weston. Og greiðsluskilmálarnir — þeir eru við allra hæfi. Við sjáum um máltöku og ásetn- ingu. Teppadeild • Hringbraut 121 • Sími 10-603

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.