Þjóðviljinn - 16.08.1975, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. ágúst 1975
UOOVIUINN
MÁLGAGN SÖSÍALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Útgefandi: Útgáfufélag' Þjóðviljans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
Umsjón með sunnudagsblaði:
Arni Bergmann
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skóiavörðust. 19. Sími 17500 (5 linur)
Prentun: Blaðaprent h.f.
TRYGGJUM AÐ ÞJÓÐARVILJI RÁÐI í LANDHELGISMÁLINU
Væri lýðræðið á íslandi það vel á vegi
statt, að vilji yfirgnæfandi meirihluta
þjóðarinnar fengi að ráða þá þyrfti ekki að
óttast nýja undanþágusamninga um
veiðar innan 50 milna markanna á sama
tima og fiskveiðimörk okkar verða færð út
i 200 milur, a.m.k. á pappirnum.
I reynd hefur hins vegar sjaldan verið
meiri ástæða til að almenningur i landinu
veitti þeim stjórnmálamönnum, sem með
völd fara, alltþað aðhald, sem verða má á
næstu vikum, svo að takast megi að koma
i veg fyrir að islenska stjórnarráðið gefi
bretum og þjóðverjum nýtt leyfisbréf til
veiða á þegar ofnýttum fiskimiðum okkar
islendinga.
Alkunnar eru endurteknar yfirlýsingar
Matthiasar Bjarnasonar, sjávarútvegs-
ráðherra og margra fleiri forystumanna
Sjálfstæðisflokksins um vilja þeirra til að
semja við útlendinga um áframhaldandi
veiðar ekki aðeins innan 200 mflna mark-
anna, heldur einnig innan 50 milnanna.
Einar Ágústsson, utanrikisráðherra
segir i viðtali við Þjóðviljann i gær, að
vænta megi ákvörðunar hjá rikisstjórn-
inni nú næstu daga um það, hvenær við-
ræður við breta hefjist. Þegar Þjóð-
viljinn lagði jafnframt þá spurningu
fyrir ráðherrann, sem einnig er vara-
formaður Framsóknarflokksins, —
hvort Framsóknarflokkurinn hefði þá
mótað sér stefnu varðandi það, hvort
hleypa ætti bretum áfram inn fyrir 50
milurnar, — þá svaraði ráðherrann þvi
neitandi Framsóknarflokkurinn hefði
enn enga stefnu I þvi máli, þingmenn
flokksins hefðu enn ekki gert upp hug
sinn!
Þvilík reisn ýfir einum þingflokki. Þvi-
likur baráttuhugur i stærsta hagsmuna-
máli þjóðarinnar.
Þjóðviljinn getur reyndar frætt ráð-
herra og þingmenn Framsóknarflokksins
á þvi, að það fólk, sem veitt hefur Fram-
sóknarflokknum brautargengi vitt um
landið hefur hins vegar almennt fyrir
löngu gert upp hug sinn varðandi svo ein-
falt mál. Það er lika meira en timabært að
ráðherrar og þingmenn flokksins átti sig á
þvi, að láti þeir Geir Hallgrimsson og
Matthias Bjamason teyma sig til þess að
setja háðsmerki aftan við 200 milna út-
færsluna með þvi að hleypa erlendum
veiðiskipum áfram inn fyrir 50 milur, —
þá eru þeir að fótumtroða eindreginn vilja
nær allra kjósenda sinna og litilsvirða lýð-
ræðið I landinu.
Og á þvi er reyndar enginn vafi, að mjög
stór hluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins er
ekki siður en aðrir landsmenn algerlega
mótfallinn öllu undanhaldi gagnvart
bretum og þjóðverjum i landhelgismálinu.
Það er ekki bara Alþýðubandalagið,
sem hefur mótmælt þvi að útlendingum
verði enn veittar undanþágur til að veiða i
islenskri fiskiveiðilögsögu. Fjölmörg
félagasamtök hafa sent frá sér eindregin
mótmæli og má þar m.a. nefna Alþýðu-
samband íslands, Sjómannasamband
íslands, Farmanna- og fiskimannasam-
bandið, Útvegsbændafélag Vestmanna-
eyja, Fjórðungssamband Vestfirðinga,
Samband ungra Framsóknarmanna og
fleiri og fleiri.
Hér þarf þó fleira að koma til, þvi að
næstu dagar og vikur verða örlagarikir.
Með nógu eindreginni og almennri
virkri andstöðu er enn hægt að koma i veg
fyrir ný óhappaverk.
Þjóðin öll veit hvað I húfi er, — og menn
ættu að hafa rikt i huga að þrátt fyrir allt
er það sem betur fer fólkið i landinu, sem
getur sagt stjórnarherrunum fyrir
verkum, og ekkert óttast þeir meira en
eigið pólitiskt gjaldþrot.
Á miðunum við Island er ástandi fiski-
stofna þannig komið, að þar er ekki lengur
neitt til skipta. Viljum við ekki tefla sjálf-
um lifshagsmunum þjóðarinnar I alvar-
lega tvisýnu hljótum við að taka okkur
fullan rétt til að sitja einir að Islands-
miðum.
Nýjar ofbeldisaðgerðir af hálfu breta
geta vart verið á dagskrá nú, þegar haft er
i huga hvað krafan um útfærslu i 200 milur
er nú sterk heima fyrir i Bretlandi, og
hvernig málið i heild er á vegi statt á
alþjóðavettvangiEngin nauður rekur
okkur þvi til undanhaldssamninga.
En það er óttinn við að styggja ,,vini
okkar i NATO” og óttinn við viðskipta-
þvinganir þessara ,,vina”, sem gerir ráð-
herrana hjartveika.
Þá eiga fésýslubraskarar hagsmuna að
gæta i sambandi við viðskipti við England
og Þýskaland, þar á meðal fyrirtæki, sem
forsætisráðherra landsins er ýmist aðili
að eða nátengdur.
Gegn framtiðarhagsmunum þjóðar-
innar standa stundarhagsmunir fámennra
en áhrifamikilla braskarahópa. Þjóðin
þarf að láta rækilega i sér heyra, svo að
hagsmunir hennar verði ekki fyrir borð
bornir i stjórnarráðinu. —-k
KLIPPT...
Þúsundir eru I fangelsum I
C hile-sams taða
,,bann ellefta september n.k.
eru tvö ár liðin frá þvi að herinn
i Chile steypti af stóli löglegri
rikisstjörn sósialista, afnam
frumstæðustu mannréttindi og
kom af stað skálmöld, með vig-
um, bókabrennum og pynting-
um, sem enn stendur. Félags-
legur og menningarlegur ávinn-
ingur stjórnartimabils
sósialista hafa verið gerðir að
engu, og i stað stórstigra efna-
hagslegra framfara og bættra
lifskjara almennings blasir nú
við djúp efnahagsleg kreppa og
bág kjör alls þorra alþýðu.”
bannig hljóðar upphaf dreifi-
bréfs frá hópi sem nefnir sig
Chile-starf á íslandi. Chile-
nefndir eru nú starfandi um
allan heim og hafa þær sýnt
samstöðu með baráttu
alþýðunnar i Chiie á margan
hátt. bær afla fregna frá Chile,
styðja baráttuna með fjárfram-
lögum og vinna að albióðlegri
einangrun Pinochet-stjórnar-
innar og fordæmingu á öllum
samskiptum við þessa siðlausu
stjórn.
Samtökin Amnesty
International hafa einnig unnið
gifurlegt starf, sem miðar að
þvi að fá látna lausa pólitiskra
fanga i Chile, en þeir skipta
þúsundum og hafa margir
hverjir sætt villimannlegri að-
búð.
Fyrir tilstilli Chile-starfsins á
fslandi fæst nú i nokkrum bóka-
verslunum i Reykjavik rit sem
nefnist Chile-bulletinen, og er
gefið út af Chile-nefndinni i
Sviþjóð. bykir það vandaðar og
áreiðanlegar fréttir af ástand-
inu i Chile og i Suður-Ameriku,
auk þess sem þar má lesa um
hina samþjóðlegu baráttu gegn
herforingajstjórninni i Chile.
beir sem vilja kynna sér bar-
áttu chileskrar alþýðu gegn
heimsvaldastefnu óg fasisma
ættu að ná sér i þetta blaö.
Górillustjórnin
bað er ekki að ófyrirsynju aö
Pinochet klikan er kölluð
„górillust jórnin”. Chile
Bulletinen segir frá þvi að út
hafi komið i vor rit i Santiago
með velþóknun herforingjanna,
um Hitler og nasisma hans. Rit-
ið heitir „bjóðernissinnuð hugs-
un” og i það ritar einn af hug-
myndafræðingum herfor-
ingjanna Sergio Mirande og
kemst að þeirri niðurstöðu að sú
hugmyndafræði sem samsvari
best pólitiskum markmiðum
þjóðernisstefnunnar sé
fasisminn. Hann talar með
velþóknun um franska „skáld-
ið” Robertde Basillach, sem I
byrjun fimmta áratugsins hyllti
býskaland Hitlers með svofelld-
um hætti: „Fasisminn er ljóð
tuttugustu aldarinnar. Ég segi
við sjálfan mig: bað getur ekki
dáið... bað verður aldrei sigrað
af frjálshyggjunni, af engils-
saxnesku auðhyggjunni eða
marxismanum. bað mun verða
eilift.”
Siðan lýsir Mirandi því fjálg-
lega hve viðreisn Hitlers á
þýsku efnahagslifi hafi verið
hetjuleg og glæsileg, og má vart
vatni halda yfir hetjuskap
Hitlers, þegar hann réðst gegn
rússum 22. júni 1941 og lét
soldáta sina marsjera inn á
endalausar steppur Sovét-
rússlands undir kjörorði hins
fræga Wehrmacht: „Gott mit
uns” — Guð er meö okkur. —
bannig talar hugmyndafræð-
ingur Pinochet-klikunnar. Og
eins og kunnugt er lætur
Pinochet sjálfur i það skina
opinberlega að hann hafi þegiö
vald sitt beint frá Guði.
Alþjóðleg
einangrun?
1 skjóli hervalds og með
stuðningi alþjóðlegra auðhringa
og aðstoð bandarisku leyni-
þjónustunnar CIA tókst
Pinochet að hrekja hina löglegu
stjórn Allendes frá völdum og
myrða forsetann. bað er þvi
nær sanni að hann hafi þegið
vald sitt frá þessum öflum held-
ur en þeim himnafeðgum.
Pinochet-klikan fékk strax
eftir valdaránið stórlán frá
Chile.
Bandarikjunum (sem höfðu
ekki lánað Allende krónu) og
allskyns fyrirgreiðslu frá
alþjóðapeningastofnunum (sem
ekki höfðu verið liðlegar við
Allende), en nú hefur dæmiö
snúist við. Vegna hins almenna
viðbjóðs á stjórnarfarinu i
Portúgal, sem fólk hvarvetna i
heiminum hefur, eru alþjóða-
stofnanir og jafnvel Banda-
rikjastjórn orðnar tregari á að
styðja Pinoehet-klikuna. bað
hefur þvi talsvert áunnist i að
einangra hana, en betur má ef
duga skal.
A undanförnum mánuðum
hefur nefnd frá Róttæka flokkn-
um i Chile, einum af flokkunum
i Alþýðufylkingu Allendes, verið
á ferö um Vestur-Evrópu og
hefur þar tekið kröftulega undir
kröfuna um einangrun herfor-
ingjanna. Frámkvæmdastjóri
flokksins, Anselmo Sule, hefur
krafist þess af rlkisstjórnum á
Vesturlöndum að sett verði
algjört efnahagslegt, stjórn-
málalegt, diplómatiskt og
menningarlegt bann á herfor-
ingjaklikuna.
Hagsmunir auðhringa og
stórfyrirtækja i Vestur-Evrópu
eru miklir I Chile, en ekki er að
vita hvort samstaða næst um
slika algjöra einangrun. Hún er
hinsvegar eina örugga leiðin til
þess að fella „górillurnar” i
Chile.
Fyrir-
litningunni
verður
ekki breytt
Sem dæmi um þá einangrun
sem Pinochet stjórnin er i um
þessar mundir er tilraun banda-
riska auglýsingafyrirtækisins
„Walter Thompson”, sem er
þekkt af þvi að geta bætt álit
bandarisks almennings á
stjórnmálam., til þess að bæta
almenningsálitið i Bandarikjun-
um varðandi Chile. Pinochet-
klikan gerði samning við fyrir-
tækið og var reiðubúin til þess
að borga hvað sem upp væri
sett. Fyrirtækið gafst upp á
verkefninu eftir skamman tima
og sagöi upp samningum.
Jafnvel I Bandarikjunum hefur
komið svo mikið fram um hið
sanna eðii herforingjastjórnar-
innar að skoðun almennings á
henni varð ekki haggaö. —ekh.
. OG SKORIÐ