Þjóðviljinn - 16.08.1975, Side 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. ágúst 1975
Blikkiðjan
Ásgarði 7,
Garðahreppi
Önnumst þakrennusmíði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíði. .
Gerum föst verötilboð.
SÍMI 53468
i MELTAWAY ■■
snjóbræðslukerfi
úr PEX plaströrum
AKATHERN
frárennsliskerfi
úr PEH plaströrum.
Nýlagnir
Viðgerðir
Hitaveitutengingar Stilling hitakerfa
Pípulagnir sf.
Auðbrekku 59 — Kópavogi S. 43840 & 40506.
Tónlistarhátíð ÍSLAND—NOREGUR 1975
Hefst á mánudag
Yfir 100 ungmenni og nokkrir
frœgir einleikarar halda
tónleika á 20 stöðum
fram til laugardags 23. þ.m.
Eins og komið hefur fram i
fjölmiðlum, þá fóru 15 ung-
menni til Elverum i Noregi á
vegum Félags isl. hljómlistar-
manna i byrjun mánaðarins.
Var förinni heitið til æfinga og
tónlistarhalds þar i landi með
Sinfóniuhljómsveit Ungmenna,
sem Karsten Andersen stjórnar,
en honum til aðstoðar á æfing-
um voru Harry Kvæbæk og Leif
Jörgensen, prófessorar við Tón-
listarháskólann i Osló.
Opnunarhljómleikar voru
haldnir i Elverumhallen 10.
ágúst, að viðstöddu fjölmenni,
sem tók hinni 100 manna hljóm-
sveit og einleikurum frábær -
lega vel; meðal gesta var Willy
Brandt fyrrum kanslari og frú.
Mánudaginn 18. ágúst kemur
hópurinn til Islands til viku tón-
leikahalds og eru fyrstu tón-
leikarnir i Háskólabiói kl. 21 þá
um kvöldið.
Auk stjórnandans og leiðbein-
enda eru með i förinni ein-
ieikararnir Camilla Wichs,
Ragin Wenk Wolff, Harlad
Gullichsen og Gisli Magnússon.
Einnig koma fréttamenn
blaða og annara fjölmiðla.
Fararstjóri islendinganna er
formaður F.l.H. Sverrir
Garðarsson, en hann á veg og
vanda af Tónlistarhátiðinni
Noregur — Island 1975 af Is-
lands hálfu, sem verður dagana
18. til 23. ágúst, að báðum dög-
um meðtöldum.
Á þessum stutta tima mun
tónlistarfólkið koma fram á um
20 stöðum.
Reykjavikurborg, islenska
rikið og Norræni menningar-
sjóðurinn styrkja komu ung-
mennanna hingað og tónlistar-
hátiðina.
Atvinna ■ Atvinna
— - - - __ á
GJALDKERI
Starf gjaldkera hjá rafveitu Hafnarf jarðar er
laust til umsóknar. Laun samkvæmt kjara-
samningi Haf narf jarðarkaupstaðar við
Starfsmannafélag Hafnarf jarðarkaupstaðar.
Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun
og f yrri störf skal skilað f yrir 23. ágúst til raf-
veitustjóra, sem veitir nánari upplýsingar um
starf ið.
RAFVEITA HAFNARFJARÐAR
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
KLEPPSSPÍTALINN:
YFIRLÆKNIR. Staða yfirlæknis við
Kleppsspitalann er laus til umsókn-
ar og veitist frá 1. nóbember n.k.
Umsóknum, er greini aldur, náms-
feril og fyrri störf ber að senda
stjórnamefnd rikisspitalanna fyrir
15. september n.k.
LANDSPÍTALINN:
AÐSTOÐARMAÐUR við hjúkrun
(karlmaður) óskast til starfa á geð-
deild Barnaspitala Hringsins frá 1.
september n.k. Umsóknarfrestur er
til 24. þ.m. Upplýsingar veitir yfir-
hjúkrunarkonan, simi 84611.
SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTAL-
ANNA:
EINKARITARI óskast til starfa
fyrir framkvæmdastjóra rikis-
spítalanna frá 1. september n.k. eða
eft.jr samkomulagi. Góð vélritunar-
kunnátta ásamt hæfni i a.m.k. einu
erlendu tungumáli. Umsóknar-
frestur er til 25. þ.m.
Umsóknum ber að skila til skrif-
stofu rikisspitalanna. Umsóknar-
eyðublöð fyrirliggjandi á sama stað.
Reykjavik, 15. ágúst 1975
SKRIFSTOFA
R í KISSPÍTALANN A
EIRÍKSGÖTU 5, SÍMI 11765
Sverrir Garðarsson9 formaður FIH
\kranleg uppbygging
Tónlistin er ein yngst listgreina
hér á landi og hefur einatt átt ert
itt uppdráttar, en fyrir þraut-
seigju brautryðjendanna sem
margir eru enn á lifi, bæði lærðir
og leiknir, hefur merkið aldrei
fallið.
Flestir þessara manna hefðu
getað haslað sér völl meðal er-
lendra þjóða þar sem tónlistin
stendur á gömlum merg, en þeir
kusu að starfa heima að námi
loknu, við uppbygginguna sem
leiðbeinendur og túlkandi lista-
menn. Oft bjuggu þeir við þröng-
an kost og langan starfsdag, en
þeir voru framsýnir.
Trú þeirra var vissan um
árangur erfiðisins, þó uppsker-
unni yrði ekki lokið fyrr en þeir
væru aliir.
Slik var fórnarlundin.
Sinfóniuhljómsveit Islands sem
er 25 ára á þessu ári hefur alltaf
þurft á erlendum liðstyrk að
halda, en öll þessi ár hefur verið
ötullega unnið að menntun ung-
menna m.a. til að hljómsveitin
stæði undir nafni.
Nám einstaklingsins er undir-
staðan, en samleikurinn er næsta
skrefið.
1 mörg ár hefur starfað
hljómsveit Tónlistarskólans i
Reykjavik undir farsælli stjórn
Björns Ólafssonar m.a. i þvi
skyni að afla S.t. islenskra starfs-
krafta og hefur hljómsveitin
starfað sömu mánuði og skólinn.
Viða erlendis hafa menn komist
að raun um að sumarmánuðirnir
væru dýrmætur timi og komið á
æfinganámskeiðum fyrir upp-
rennandi sinfóniuhljómsveitar-
meðlimi.
1 nokkur ár hafa norðmenn
haldið slik námskeið með hljóm-
leikahaldi i bænum Elverum, sem
stendur á bökkum árinnar
Glomma og fer það fram i lýð-
háskólanum þar.
I þeim skóla sem Hákon
Noregskonungur sagði hið fræga
,,Nei” þegar þýskur hershöfðingi
fór fram á skilyrðislausa uppgjöf
þjóðarinnar i siðari heimstyrjöld-
inni, og hafa norðmenn reist
þessu afdrifarika augnabliki,
veglegan bautastein á skóla-
lóðinni.
Það er ekki að ástæðulausu að
Elverum varð fyrir valinu, þvi i
bænum er gróskumikið listalif á
ýmsum sviðum og eru þar mörg
söfn, en þekktust þeirra eru
Norsk skogbruksmuseum, sem
var vigt 1971 af Ólafi Noregs-
konungi og segir sögu norskra
skóganytja og veiðimennsku frá
upphafi vega.
Glommadalssafnið var stofnað
1911 og nær yfir stórt landsvæði;
þar má m.a. sjá margra alda
gamla sveitabæi, sel og veiðikofa.
Það kostar mikla undir-
búni.cgsvinnu að hrinda
hljómsveitarnámskeiðunum af
stað við Lýðháskólann i Elverum,
Sverrir Garðarsson.
en nauðsyn þessara námskeiða
hefur sannast á þvi að eftirsókn
þangað hefur verið meiri en hægt
hefur verið að anna, þrátt fyrir að
námskeiðin eru stifur skóli frá
klukkan 7 að morgni og allt til
klukkan 10 að kveldi, þegar
hljómleikar eru haldnir.
Tónamál
um
hátíðina
t tilefni Tónlistarhátiðarinn-
ar island—Noregur 1975 hefur
Tónmál Rit félags islenskra
hljómlistarmanna verið gefið
út i vönduðum búningi.Það er
að þessu sinni helgað
tónlistarhátiðinni eingöngu.
Meðal efnis er ávarp frá for-
seta borgarstjórnar Ólafi B.
Thors, hugleiðing eftir Jón Ás-
geirsson, tónskáld, grein um
tónlistarstarfið í Elverum i
Noregi, kynning á stjórnend-
um og einleikurum og cfnis-
skrá tónlistarhátiðarinnar.
Þjóðviljinn birtir hér grein
Sverris Garðarssonar, for-
manns Félags Islenskra tón-
listarmanna, um aðdraganda
og undirbúning hátiðarinnar.
Þátttakendur vita sem er, að
æfingin skapar meistarann og
þarna er stórt tækifæri til að fá
æfingu til samleiks i sinfóniu-
hljómsveit.
Þarna er i mörgum tilvikum
um lokaskólun að ræða undir leið-
sögn færustu kennara og þangað
flykkjast frægustu einleikarar
landsins tii að veita leiðsögn og
leika einleik með hljómsveitinni,
sem skapast hefur með hóp- og
einkaæfingum i rúma viku.
Karsten Ánderson, hljómsveitar-
stjóri.
Þeir sem aðallega hafa átt veg
og vanda af starfinu i Elverum
eru auk rektorsins Sigmund
Moren, Karsten Andersen
hljómsveitarstjóri, Harry Kve-
bæk tónlistarháskólarektor og
fiðlusnillingurinn Leif Jörgensen.
Með opinbera framkvæmdar-
stjórn fer Norsk Musikerforbund
undir forystu hins gamalreynda
formanns Sigurd Lönseth.
Ég vona að á engan sé hallað,
þó þessara manna sé getið sér-
staklega.
Þótt vel sé keppt að settu marki
i Elverum er félagslifið ekki af-
skipt, sund er iðkað af kappi og
aðstaða til ýmiss konar iþrótta-
iðkanna er eins og best verður á
kosið. A kvöidvökum er margt sér
til gamans gert, en flestar snúast
þær um tónlist.
Ein aðalkvöldvaka er haldin
fyrir utan kveðjuhófið og er henni
stjórnað af rithöfundinum og
blaðamanninum Dagfinn
Grönoset, en hann samdi m.a.
hina þekktu metsölubók „Anna i
ödermerka” (hún seldist i um 180
þúsund eintökum i Noregi og mun
koma.út á islensku hjá A.B. um
áramótin).
1 ár munu heiðursgestir kvöld-
vöku þessarar verða Tage
Erlander og Einar Gerhardsen,
sem i áraraðir voru forsætisráð
herrar Sviþjóðar og Noregs.
I samvinnu við bróðurfélag sitt
i Noregi hefur Félag isl. hljóm-
listarmanna skipulagt samstarf
og i ár fara til Noregs 15 islensk
ungmenni til þátttöku, og eftir
dvölina þar kemur allur hópurinn
um 100 manna hljómsveit til Is-
lands til hljómleikahalds i eina
viku.
Félag islenskra hljómlistar-
manna þakkar þeim aðilum sem
styrkt hafa framkvæmd þessa,
þvi hún er varanleg uppbygging
islensku tónlistarlifi.
Þeim fjármunum sem varið er
til menntunar og uppeldis ung-
menna er ekki á glæ kastað.
Sverrir Garðarsson.