Þjóðviljinn - 16.08.1975, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 16.08.1975, Qupperneq 5
Laugardagur 16. ágúst 1975 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 ■ Arablskur hermaður á verði við oliuleiðslu. Það voru arabar sem oilu úrslitum um aðbreyta ástandinu aftur bandarikjamönnum I hag. Nýskipan heimsins Meðan menn voru að ræða stjórnmálahlið samningsundir- skriftarinnar i Helsinki, féll það alveg i skuggann að einkavið- ræður hinna „stóru” — meðan þeir voru ekki uppteknir við að raula gleðisönginn i 9. symfóni- unni við pianóundirleik — sner- ust um önnur mál en þennan samning, sem hafði hvort eð er verið matreiddur fyrirfram upp á hvern punkt og kommu. Þegar Helmut Schmidt ræddi við bandariskjaforseta, Wilson og Giscard d’Estaing frakklands- forseta, ræddu þeir um efna- hagsmál — og reyndar voru þær umræður i beinu framhaldi af fundum þessara manna i Bonn fyrir skömmu. Hver var að tala um það að Bandarikjunum væri að hnigna, dollarinn ekki eins almáttugur og áður og horfur væru á sam- veldi sameinaðrar Evrópu og Japans yfir kapitaliska hluta heimsins? Allar þessar forspár virðast nú rangar: Evrópa er orðin að fransk-þýsku tviveldi, bandarikjamenn — sem nú eru komnir það vel á veg að dollar- inn er gftur orðinn eftirsótt mynt — biðja evrópumenn að- stoðar til að komast upp úr efnahagskreppunni, og evrópu- menn, með vestur-þjóðverja i broddi fylkingar, taka þegar vel i þá beiðni vegna sinna eigin hagsmuna. Eftir að Ford og Helmut Schmidt höfðu gengið frá þess- um málum i viðræðum sinum i Helsinki, lýsti Ford þvi yfir hvað hann teldi nauðsynlegt að „samræma” evrópskt og bandariskt efnahagslif og jafn- vel „fella það saman”. Enginn hafði neitt við þetta að athuga, og enginn talsmaður Hvita hússins taldi nauðsynlegt að draga neitt úr þessum hrein- skilnu orðum. Það litur þvi út fyrir aö kapitaliski hluti heims- ins hafi svo mikla þörf fyrir að gott ástand riki i Bandarikjun- um að ráðamenn hans gangi að öllum kröfum til að stuðla að þvi. Eftir umræðurnar i Bonn og Helsinki virðist vera að mynd- ast aftur eins konar nýskipun kapitaliska heimsins sem siglir i kjölfar kreppunnar, þótt henni sé reyndar ekki lokið fyllilega enn. Franski efnahagssérfræð- ingurinn og blaðamaðurinn Michel Bosquet gerði nýlega skemmtilega grein fyrir þessari þróun og þeim afleiðingum, sem hún virðist nú ætla að hafa, i blaðagrein sem hann skrifaði i vikuritið „Le Nouvel Observa- teur”. Er fróðlegt að drepa hér á nokkur atriði sem hann nefnir i greininni. Bandariska kreppan, sem náði hámarki sumarið 1973, hófst 1967, þegar bandarikja- stjórn bað stjórnir Vestur- Evrópu að kaupa ekki gull fyrir þá dollara, sem bankar utan Bandarikjanna áttu. Frakkar, undir forystu de Gaulle, brugð- ust harkalega við; þeir héldu þvi fram að alþjóðleg forréttindi dollarans gerðu bandarikja- mönnum kleift sað lifa um efni fram, kaupa verksmiðjur i Evrópu án þess að borga þær, og láta aðrar þjóðir bera kostnaðinn af styrjaldarrekstri þeirra i Vietnam. Þótt aðrar þjóðir höfnuðu þeirri hugmynd de Gaulleað miða gengi gjald- eyris aftur við gull, kom mörg- um stjórnum saman um að nauðsynlegt væri að endur- skipuleggja alþjóða-gjaldeyris- kerfið og steypa dollaranum úr stóli. Viðleitni til þess náði hámarki upp úr 1971. Það ár var vöruskiptajöfnuð- ur bandarikjamanna þeim ó- hagstæður i fyrsta skipti i 75 ár, og greiðslujöfnuðurinn var einnig óhagstæður um 30 mil- jarða dollara. Þeir sem áttu dollara, einkum bankar og al- þjóðleg fyrirtæki, kepptust við að skipta þeim i mörk og jen. Bandarikjastjórn neyddist til að lækka gengi dollarans um 20% og jafnvel setja strangar reglur um bandariska fjárfestingu er- lendis. Hrun bandariska heims- veldisins virtist yfirvofandi og tilraunir til að reisa dollarann við leiddu ekki til annars en stöðnunar án þess þó að stöðva verðbólguna. Sérfræðingarnir sem urðu si- fellt svartsýnni, komust nú að þvi að efnahagur Bandarikj- anna var i hinu versta ástandi: hann var búinn að missa allan sinn sveigjanleik og löngu hætt- ur að vera samkeppnishæfur. Hlutur hans i viðskiptum vest- urlanda hafði á 20 árum minnk- að úr 70% i 49%. I tiu ár höfðu arðbærar fjárfestingar verið helmingi minni i Bandarikjun- um en i Vestur-Þýskalandi. Aukning framleiðninnar á árun- um ’60—’70 hafði ekki náð helm- ingi þess sem var i EBE-löndun- um. Bandarikjunum var greini- lega að hnigna og evrópumenn töldu tima til þess kominn að skipta um hlutverk: framtiðin var þeirra. En evrópumönnum skjátlað- istillilega, þeir héldu að i hinum „frjálsa heimi” riktu einungis lögmál kapitalisks efnahagslifs, og gleymdu þvi að bandarikja- menn höfðu önnur tromp i bak- höndinni: hernaðar- og stjórn- málastöðu sina. Með þvi að etja evrópumönnum hverjum móti öðrum og nota á vixl loforð og hótanir tókst þeim að splundra flestum ráðum sem evrópu- menn ætluðu að beita: Eura- tom, sameiginlegum áætlunum um flugvélasmiðar o.þ.h. Það nægði að hóta vestur-þjóðverj- um brottflutningi bandarisks herliðs til þess að spilla endan- lega öllum áætlunum um evrópska mynt. Meðan þetta gerðist undir- bjuggu bandarikjamenn gagn- sókn sina: þeir felldu dollarann tvisvar. Hann var búinn að missa allt gildi sem varasjóða- mynt en varð nú góð viðskipta- mynt. Bandarisk laun urðu lægri en þýsk: alþjóðleg fyrir- tæki fóru þvi að fjárfesta aftur i Bandarikjunum og bandariskar vörur urðu samkeppnishæfar, á ný. Um leið hugleiddu banda- rikjamenn meistaralegan leik. Eitt af þvi sem skapaði banda- risku efnahagslifi erfiðleika var oliuverðið: bandarisk fyrirtæki keyptu oliu frá Texas eða Kali- forniu á 3 dollara tunnuna, en evrópsk fyrirtæki borguðu að- eins 1.80dollara fyrir tunnu af arabiskri oliu. Meðal þeirra bandarikjamanna, sem höfðu miklar áhyggjur af þessu á- standi var James Akins, sem þá var ráðgjafi bandariska utan- rikisráðuneytisins i orkumálum en varð svo sendiherra i Sádi Arabiu. t april 1973 skrifaði ' hann grein i timaritið „Foreign Affairs”, sem siðar varð all- fræg, um afleiðingar af hugsan- legu banni araba við oliusölu til Evrópu. Sex mánuðum siðar var þetta bann komið á, og þá breyttist öll aðstaðan gersam- lega bandarikjamönnum i hag. Eftir 1974 borga evrópumenn og japanir tveimur og hálfum sinn- um meir fyrir oliuna en banda- risk fyrirtæki fyrir oliu frá Tex- as, og er það jafnvel hærra verð en sérfræðingar i Washington telja æskilegt. Agóði oliufélag- anna verður nú meiri en nokkru sinni fyrr, og dollarinn verður að nýju mjög eftirsótt mynt. Allt var þá tilbúið til að snúa ástandinu aftur bandarikja- mönnum i hag, en þeir létu doll- arann enn lækka um 20% frá sumrinu 1974; meðþvi vildu þeir sýna bæði aröbum og evrópu- mönnum hverjir væru húsbænd- ur i kærleiksheimili kapitalism- ans. Gildi „oliudollaranna” minnkaði.en um leið gerðu oliu- framleiðendur innkaup sin æ meir i Bandarikjunum. Vöru- skiptajöfnuður bandarikja- manna batnaði, og i júni 1975 var hann þeim hagstæðúr um 1,7 miljarða dollara. Þá loks fór dollarinn að hækka aftur: þegar evrópumenn eru búnir að skilja að þeim stoðar ekki að etja kappi við banda- rikjamenn, kemst allt i röð og reglu, og þá má fara að ræða málin. Bandarikjamenn vilja nú, eins og Kissinger og Ford hafa sagt, að þessar viðræður byggist á eftirfarandi meginat- riðum: — Samstarf evrópumanna er atriði, sem um verður að semja við bandarikjamenn. Sameinuð Evrópa verður að vera „atlant- isk” ef hún verður nokkurn tima til. — Evrópumenn eiga ekki að vefengja stöðu dollarans, heldur eiga þeir að styðja bandarikja- menn i að halda valdastöðu sinni. Það er i rauninni hags- munamál evrópsks kapital- isma. — Efnahagur Evrópu er háð- ur þvi að bandariskur efnahag- ur sé i góðu ástandi. Þess vegna þarf að samræma efnahags- stefnu beggja aðila. — Evrópumenn fá að njóta góðs af bandariskri tækni á ýmsum sviðum ef þeir vilja taka upp samvinnu við banda- rikjamenn á þessum sviðum i stað þess að keppa við þá. Og að þessu virðist „evrópska tviveld- ið” ætla að ganga. (e.in.j. endursagði) Fyrsti vetur fjölbrauta- skólans hefst 1. október Nú i haust hefur fyrsti raun- verulegi fjölbrautaskólinn göngu sina i Breiðholti i Reykjavik. Við snerum okkur til Guðmundar L. Sveinssonar skólastjóra skólans og ræddum við hann um skólann, skipulag hans og undirbúning að starfinu sem nú cr aö hefjast. Guðmundur bjóst við að skólinn gæti tekið til starfa þann 1. oktð- ber n.k. og yrði nemendafjöldinn einhversstaðar á bilinu frá 230—260, en þó gæti einhver breyting orðið á þessum tölum, þar sem öll kurl væru ekki komin enn til grafar. Við skólann verða fjögur svið, menntaskólasvið, iðnfræðslusvið viðskiptasvið og samfélags- og uppeldissvið. Hvert þessara sviða verður með þrem brautum, þannig að við skólann verða þá alls 12 brautir. A menntaskóla- sviði verða þessar brautir: tungumála-, eðlisfræði-, og náttúrufræðibraut. A iðnfræðslu- sviði verða málmiðna-, tréiðna- og snyrtiiðnbraut. A viðskipta- sviði verða búðar og sölufræði-, skrifstofu og stjórnunar-, og einkaritarabraut. Á samfélags- og uppeldissviði verða heilsu- gæslubraut, en inn i þá braut kemur sjúkraliða-, hjúkrunar- og fóstrunám, þetta nám verður ekki aðfaranám eins og i fram- haldsdeildunum, heldur raun- verulegt sjúkraliða-hjúkrunar- og fóstrunám. önnur brautin verður heimilisfræða- og handmennta- braut, þarna eru tengdar saman tvær brautir, sem siðar verða sjálfstæðar, sem heimilisfræða- braut og mynd-og handmennta- braut. Siðasta brautin á þessu sviði er svo gagnfræðabraut, en gagnfræðapróf verður siðast tekið á landinu vorið 1976 og sagði Guðmundur að þarna væri verið að gefa nemendum kost á að fara i gagnfræðabraut sem vilja taka gagnfræðapróf. En siðan hverfur gagnfræðaprófið alveg úr okkar skólakerfi. Kennslan mun hins vegar fara fram i deildum og verða þær 15 talsins, þegar þær verða allar komnar. 1 vetur verða þó þessar deildir ekki allar, heldur verða þar islenskudeild, tungumála- deild, stærðfræðideild, eðlis- og efnafræðideild, náttúrufræði- deild, samfélags- og uppeldis- deild, viðskiptadeild, mynda- og handmenntadeild og iþróttadeild. Námsefninu verður siðan skipt i kjarna, kjörsvið og valgreinar, en á fyrsta ári verður bara um að ræða kjarna og kjörsvið. A fyrsta ári verður kjarninn afarstór, sameiginlegur fyrir allar brautir skólans eða allt að helmingur námsins. Sagði Guðmundur að þetta væri gert til að auðvelda nemendum að skipta um braut eftir eitt ár eða jafnvel eina önn. Siðan dregur úr kjarnanum, þannig að á öðru ári verður hann ekki nema fjórði hluti námsins og ekki nema tiundi hluti á þriðja ári og hverfur svo. Ætlunina með þessum sam- eiginlega kjarna sagði Guð- mundur vera þá, að tengja saman allar brautirnar og reyna þannig að koma i veg fyrir að skil verði á milli sviðanna fjögurra, svo að skólinn brotni ekki niður i menntaskóla, iðnskóla.verslunar- skóla o.s.frv., heldur verði sam- ræmdur framhaldsskóli. Þá spurðum við Guðmund hvernig gengið hefði að fá kennara og sagði hann að búið væri, að ráða 17 1/2 kennara. Þetta væri ekki nægilegt kenn- Guðmundur L. Sveinsson skóia- stjóri f jölbrautaskólans i Breiðholti. Rœtt við Guðmund Sveinsson skólastjóra aralið, og fengist kannski að fast- ráða fleiri, en að svo stöddu gæti hann ekkert fullyrt um það. Auk þess væri liklegt að skólinn þyrfti að fá stundakennara, en hversu margir þeir yrðu væri ekki hægt að segja að svo komnu máli. Dreifing nemenda á hin fjögur svið i skólanum virðist ætla að verða nokkuð jöfn á þessum fyrsta vetri, þó verða liklegast einna flestir á samfélags- og uppeldis- sviðinu, og taldi Guðmundur að það væri fyrir það að sjúkraliða- og hjúkrunarnámið hefði sérstakt aðdráttarafl eins og væri. Að lokum sagði Guðmundur, aö þetta væri nú aðeins upphafið á þessum skóla, en hann væri hannaður og skipulagður fyrir 1400 nemendur. Núna hefði skól- inn aðeins eina álmu til umráða og ætti það að duga i tvö ár. Hreint É ^land I fagurt I land I LANDVERND

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.