Þjóðviljinn - 24.08.1975, Page 2
2 stÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 24. ágúst 1975
Umsjón: Vilborg Harðardóttir
Helvi
Sipilá
heimsókn
Verðum
sjálfar að
vinna að
úrbótum
' ,í4
Og þrýsta á um framkvæmd tíu ára áætlunarinnar
Hversvegna skyldum við
konur ekki láta það koma
okkur við þegar konur og
börn eru drepin í styrj-
öldum í öðrum löndum? Og
hversvegna ættum við
konur á vesturlöndum að
hafa rétt til að fæða börn
sem fá að lifa meðan milj-
ónir barna í þróunarlönd-
unum fæðast til ^að lifa
kannski aðeins í fimm ár?
Þessar alvarlegu spurningar
ættum við að hugleiða, sagði
Helvi Sipil'd i lok erindis sins i
Norræna húsinu i sl. viku og lagði
áherslu á, að konur væru jafn-
ábyrgar körlum fyrir þróun mála
og friði i framtiðinni og það að
skipta sér ekki af málunum jafn-
gilti i raun og veru þvi að leggja
blessun sina yfir ástandið eins og
það væri.
Helvi Sipilá, ein af aðstoðar-
framkvæmdastjórum Sameinuðu
þjóðanna og eina konan sem
gegnir sliku embætti, er lög-
fræðingur að menntun og er hér
stödd ásamt eiginmanni sinum,
sem einnig er lögfræðingur, til að
sitja norræna lögfræðingaþingið.
Helvi hefur stundum verið nefnd
,,höfundur kvennaársins”, þvi
hún er ein þeira kvenna i fasta-
nefnd SÞ um jafnréttismál, sem -
átti hugmyndina að þessu ári og
hún hefur átt mestan þátt i að
hrinda henni i framkvæmd þrátt
fyrir tregar fjárveitingar og
dræman áhuga margra rikis-
stjórna i byrjun.
Eiginlega ætlaði Helvi að koma
hingað til Islands og tala i
Norræna húsinu strax i vetur leið,
en það fórst fyrir vegna truflana á
flugsamgöngum og var þvi tæki-
færið gripið nú. Og þótt þessi timi
árs reynist yfirleitt heldur
óheppilegur til að draga islend-
inga að fundum var það ekki að
merkja á salnum i Norræna
húsinu. Hann var fullskipaður
áhugasömum áheyrendum —•
konum i miklum meirihluta —
sem gerðu góðan róm að ræðu
Helviar og fögnuðu henni inni-
lega.
Vissulega ber Helvi Sipilá með
sér, að hún er mikill diplomat —
varfærin i orðavaii og frásögn og
vill á engan halla. Liklega hefði
henni samt verið óhætt að segja
islenskum áheyrendum nánar af
þeim erfiðleikum sem i raun er
við að etja i aðalstöðvum SÞ
sjálfum varðandi kvennaárið og
ráðstefnur þess, en hún var mjög
hógvær i þeim efnum og lét sér
nægja að bera saman fjárfram-
lögin til aðalráðstefnu SÞ i tilefni
kvennaársins i Mexikó og til
annarra ráðstefna á þeirra
vegum.
Réttur tími
Helvi hóf mál sitt á að vitna i
enskan hugsuð: „Ekkert er eins
öflugt og hugmynd sem fæðist á
réttri stundu” , og sagði það
skoðun sina, að kvennaárið hefði
komið á réttum tima. Engin
þeirra þriggja meginhugmynda
sem lægju til grundvallar kvenna
árinu væri þó ný hjá SÞ, þ.e. jafn-
réttisstaða karla og kvenna og
þátttaka kvenna á öllum sviðum
þjóðlifsins, aukið framlag og
þátttaka kvenna i þróunarstefnu
og ekki sist stóraukinn skerfur
kvenna til heimilisfriðar. Strax
1946 hefði verið stofnuð hjá SÞ
kvennanefndin svokallaða til að
vinna að úrbótum i jafnréttis-
málum, en þrátt fyrir stað-
festingar fjölmargra aðildarrikj-
anna á jafnréttisyfirlýsingum SÞ
hefðu framkvæmdir ekki reynst á
borði sem i orði. Nefndi hún sem
dæmi, að i ýmsum löndum hefðu
konur enn ekki kosningarétt,
þám. meira að segja ekki i einu
evrópulandanna , Lichtenstein!
Hún benti á, að SÞ geta aðeins
beint tilmælum til aðildarrikj-
anna, en ekki skipað neinum
neitt: SÞ gætu ekki sem slfkar
bætt menntakerfi neins lands,
heilbrigðisþjónustu þess,
atvinnukerfi osfrv. En ástæðuna
til að þær úrbætur sem vonast
hefði verið eftir hefðu enn ekki
orðið.taldi hún ekki sist þá,að iitið
hefði verið á þessi mál sem ein-
hver sérmálkvenna sem þær ættu
sjálfar að leysa, einar. En málið
er flóknara en svo. Og Helvi
sagði, að rannsaka þyrfti og skil-
greina hversvegna konur hefðu
sig ekki meira i frammi, td.
hversvegna konur tækju ekki
meiri þátt i stjórnmálum en raun
væri á, jafnt i löndum þar sem
þær hafa áratugum saman notið
lagalegs jafnréttis til kosninga og
kjörgengis Jafnvel konur sem
eru félagar i stjórnmálaflokkum
hafa ekki notað aðstöðu sina til
þrýstings i þessu sambandi, sagði
hún.
Nýja kvenf relsishreyf-
ingin jákvæö
Að þessu leyti sagði hún hina
nýju kvenfrelsishreyfingu siðustu
ára, eins og Women’s Lib. i
Bandarikjunum og skyld samtök i
öðrum löndum, hafa orðið til
mikils gagns. Hverjar sem skoð-
anir fólks væru annars á þessari
hreyfingu yrði að viðurkenna að
hún hefði unnið mjög þarft verk
með þeim árangri fyrst og fremst
að vekja konur til umhugsunar,
m.a. um að þær hafa ekki notað
réttindi sin, og fá þær til að hug-
leiða stöðu sina, ekki sem ein-
angrað fyrirbæri, heldur i sam-
hengi við önnur þjóðfélagsmál.
Ekki aðeins konur sjálfar,
heldur og ýmsar rikisstjórnir
væru nú að byrja að gera sér
grein fyrir þvi, að án virkrar
þátttöku kvenna næðust engar
róttækar breytingar fram
varðandi afkomumöguleika,
barnadauða, mannf jölgunar-
vandamálið, fæðuöflun eða önnur
vandamál — þau yrðu ekki leyst
df aðeins helming þjóðarinnar.
En þrátt fyrir vaknandi skilning
stjórnvalda að þessu leyti sæjust
hans litil merki á alþjóðavett-
vangi, sagði Helvi,og hefði td.
mátt ætla af hlutfalli kvenna
meðal fulltrúa á mannfjölgunar-
ráðstefnu SÞ, að konur kæmu
hvergi nálægt mannfjölgun. Samt
hefðu þær fáu konur sem þar voru
komið þvi að i ályktunum ráð-
stefnunnar, að bætt staða kvenna
væri i rauninni lykillinn að lausn
vandans.
Biða mætti i hundrað ár eftir að
almenn framþróun leiddi til
lausnar og yrði þá kannski of
seint, en ef byrjað yrði á að bæta
stöðu kvenna væri að vænta mun
skjótari árangurs, áleit hún.
Fræðsla um getnaðarvarnir væri
þó ekki nóg, heldur þyrfti að losa
konuna úr þeirri aðstöðu að stór
fjölskylda tryggði og því sem
næst réttlætti lif hennar.
Enginn gerir það
fyrir okkur
Vaknandi skilningur valdhafa á
nauðsyn þess að bæta stöðu
kvenna og að gera það með þátt-
töku kvennanna sjálfra finnst
Helvi Sipila lofa góðu um árangur
kvennaársins og leggur sérstaka
áherslu á þátt kvennanna i þessu
starfi: Við veröum sjálfar að
vinna að úrbótum, enginn annar
getur gert það fyrir okkur!
Hún vék að ráðstefnunni i
Mexikó og tiu ára heimsáætl-
uninni og lagði áherslu á að gera
þyrfti áætlun fyrir hvert land sem
unnið væri að á öllum sviðum
þjóðlifsins og jafnt af öllum
ráðuneytum i samvinnu við konur
og væri ráðlegt i þvi sambandi að
ætla sér ákveðna áfanga á
ákveðnum tima á 10 ára tima-
bilinu. Heimssvæðaáætlanir taldi
hún mjög mikilvægar, ekki sist
fyrir þróunarsvæðin og benti á
Afriku sem fyrirmynd, þar sem
hafist var handa þegar 1971 með
athugun á hver væri staða
afriskra kvenna i reynd, hver
væru vandamálin og að hverju
væri mest aðkallandi að einbeita
sér. Er þar nú lögð megináhersla
á fræðslu og starfsþjálfun,
einkum i landbúnaði, sem konur
annast að langmestu leyti, en
hafa ekki fengiö neina menntun
eða þjálfun, tæki né tæknihljálp.
Hefur verið komið upp i þessu
skyni rannsókna- og fræðslustöð i
Addis Abeba og samtök afriskra
kvenna um þróunarhjálp senda
konur sem þegar hafa hlotið
fræðslu og starfsmenntun útum
sveitir landanna til að fræða
aðrar konur. Þessir sendiboðar
vinna sem sjálfboðaliðar og fá
aðeins eigin kostnað borgaðan, en
ekkert kaup, en einmitt
kostnaðarhliðin væri óyfirstigan-
leg ef SÞ eða önnur alþjóðasam-
tök ætluðu að vinna verkið, sagði
Helvi. Amóta starfsemi er nú að
fara af stað i Asiu og vonast er til
að hún geti einnig hafist i
Rómönsku Ameriku og Mið-
austurlöndum næsta ár.
Þjóðfélagsvandamál
Hún svaraði nokkru af þeirri
gagnrýni sem fram hefur komið i
skrifum um ráðstefnuna i Mexikó
og benti i þvi sambandi á, að
þetta hefði ekki verið kvennaráð-
stefna, heldur kvennaárs ráð-
stefna rikisstjórnanna , og þótt
aðalfulltrúar hefðu nú i fyrsa sinn
i sögu heimsins verið konur að
meirihluta hefðu pólitiskir ráð-
gjafar sendinefndanna yfirleitt
verið karlar svo og mikill hluti
sendinefndarformannanna og
eftirtektarvert, að siðustu tvo
dagana hefðu þvinær aðeins
heyrst karlaraddir á fundunum.
Sagt hefði verið, að framsögu-
konum hefði verið stjórnað af
karlmönnum, en ekki væri nema
eðlilegt, fannst Helvi Sipilá, að
konur þróunarlandanna td. bæru
fram stefnu rikisstjórna sinna, en
ekki kvennanna sem slikra.
Einnig hefði verið gagnrýnd of
mikil umræða um einstök stjórn-
mál, en þar yrði lika að skilja, að
td. ulltrúi Panama, kona, vildi
auðvitað koma stefnu sins lands á
framfæri,og að lifið litur allt öðru-
visi út frá sjónarmiði þess,sem er
palenstiskur flóttam. og hlýtur
að finnast lausn á vanda sinnar
þjóðar mest áríðandi og önnur
vandamál léttvæg i þeirra
samanburði.
Við hefðum heldur aldrei
komist langt ef við hefðum ein-
angrað okkur við „vandamál
kvenna”, sagði Helvi, enda kom
mjög vel i ljós i umræðum, að
vandamál kvenna eru vandamál
þjóðfélagsins alls. Aætlunin sem
ráðstefnan samþykkti er mjög
mikilvæg, ekki bara fyrir konur,
heldur einnig karla og ekki sist
börnin, þeas. fyrir þjóðina alla i
hverju landi.
Henni fannst jákvætt, að
margar konur i mikilvægum
stöðum i sinum heimalöndum
hefðu kynnst á ráðstefnunni, að
konur hefðu áttað sig á nauðsyn
þess að vita meira um stefnu
landa sinna i einstökum heims-
málum og um fundaform og
reglur SÞ og siðast en ekki sist
runnið upp fyrir rikisstjórnum að
það gæti borgað sig að senda
konur á ráðstefnur og fundi SÞ.
Þá sagði hún kvennaráð-
stefnuna, sem haldin var sam-
timis SÞ ráðstefnunni i Mexikó
ekki síður hafa verið áhrifa-
mikla, en hún var skipulögð af
félagasamtökum i New York og
mexikönsku rikisstjórninni og
þanga komu konur úr öllum
heimsálfum og höfðu tækifæri til
að tala saman og skiptast á skoð-
unum mun persónulegar en á
opinbera SÞ fundinum. Itölsk
kona þar, sem hún spurði hvort
það hefði borgað sig að koma á þá
Framhald á 18. siðu.
Áttu efni í
söngbók?
Þrjár áhugasamar vinna nú
að söfnun söngtexta, laga og
ljóða um konur, vandamál
þeirra, lif, starf og baráttu,
frumsaminna eða þýddra.
Hafa þær beðið jafnréttis-
siðuna að koma á framfæri
óskum um að þeir sem eitt-
hvað slikt eiga i fórum sinum
eða geta bent á slikt efni láti til
sin heyra. Ætlunin er að koma
út bók með þessu efni.
Ef þið getið aðstoðað hafið
þá samband við einhverja
þessara þriggja: Brieti
Héðinsdóttur, i sima 38137,
Margréti Helgu Jóhanns-
dóttur, simi 37410, eða
Hjördisi Bergsdóttur i sima
16972.