Þjóðviljinn - 24.08.1975, Side 5
Sunnudagur 24. ágúst 1975 ÞJÓÐVILJINN - StÐA 5
Vilja
marsbúar
Þannig imynduöu 19. aldar menn sér marsbúa, —
og er ekki um aövillast aö þetta eru hugsandi ver-
ur.
Svo gæti farið að við yrð-
um þess vísari að ári liðnu
hvort við erum ein í geimn-
um eða ekki. Eftir nokkra
töf eru bandarikjamenn
um þessar mundir að
senda upp í geiminn Mars-
flaugar sinar tvær, Víking
I og Viking II, með fyrstu
rannsóknartækin, sem
hafa það markmið að leita
að merkjum um lif á Mars,
og eiga þær að komast á
áfangastað sinn eftir ell-
efu mánuði. Þá hafa þær.
lagt að baki 815 miljónir
kílómetra.
Upphaflega var gert ráð fyrir
þvi að Vikingur I lenti á Mars 4.
júli 1976, en þá eru tvö hundruð ár
siðan bandarikjamenn lýstu yfir
sjálfstæði sinu, og Vikingur II
nokkru siðar, um 9. september
1976. En eftir að bilun fannst i
tækjum fyrri Marsflaugarinnar
og talsverðan tima þurfti til að
gera við hana, er þó ekki fullvist
að sú áætlun standist fyllilega.
En i raun og veru skiptir nokk-
urra vikna töf þó ekki miklu máli,
þegar verið er að rannsaka mál,
sem mjög miklar deilur hafa
staðið um i 99 ár. Það var nefni-
lega árið 1877 sem italski stjörnu-
fræðingurinn Schiapparelli vakti
heimsathygli með tilkynningu
sinni um það að hann hefði séð i
gegnum stjörnukiki þráðbeinar
linur á yfirborði plánetunnar
Mars. Hann kallaði þessar linur
„skurði” og var um þá deilt ára-
tugum saman: ýmsir stjörnu-
fræðingar töldu sig hafa séð
skurðina, og voru gerð af þeim
kort. Hinir áköfustu héldu þvi
fram að þessir „skurðir” væru á-
veituskurðir, sem menningarver-
ur hefðu grafið til að gernýta það
litla vatn sem væri eftir á plánet-
unni, og væri skipulag skurðanna
full sönnun fyrir tilveru slikra
menningarvera. Aðrir héldu þvi
fram að skurðirnir væru mikil
gljúfur, sem grafist hefðu i leys-
ingum ishellnanna á heimskaut-
unum. Enn aðrir efuðust hrein-
lega um að þessir skurðir væru
til. Hins vegar var erfitt að skera
úr deilunum hvernig skurðirnir
væru eða hvort þeir væru yfirleitt
til, vegna þess hve skilyrði til að
skoða Mars eru breytileg: það
var t.d. ekki auðvelt að véfengja
rannsóknir Schiapparellis, þvi að
hugsast gat að hann hefði séð eitt-
hvað við óvenjugóð skilyrði sem
siðan var hulið.
Þrátt fyrir deilurnar var það
mjög útbreidd skoðun að æðra
form af lifi fyndist á Mars, og þar
byggju jafnvel menningarverur.
Það var þessi trú sem kynti undir,
þegar Orson Welles flutti sitt
fræga útvarpsleikrit um innrás-
ina frá Mars i útvarpinu i New
York 1938, og olli griðarlegu öng-
þveiti: tugir þúsunda manna
flúðu burt úr borginni af ótta við
Marsbúa! Siðar voru fljúgandi
diskar gjarnan taldir upprunnir
þaðan.
Þessum deilum lauk fyrir að-
eins tiu árum, þegar Marsflaugin
súpuna
frá NASA?
„Mariner 4” sendi fyrstu óljósu
myndirnar af yfirborði Mars til
jarðar. Þær komu mönnum mikið
á óvart: það kom i ljós að hinir
frægu skurðir voru ekki til og
flestar eldri hugmyndir manna
um Mars voru rangar. Yfirborð
„rauðu plánetunnar” minnti hins
vegar nokkuð á tunglið, þvi að
það var þakið hringlaga gigjum
eins og þar eru.
Eftir þetta hafa fjölmargar
geimflaugar nálgast Mars og náð
nærmyndum af yfirborðinu.
„Mariner” 6 og „Mariner 7”
fyrir það hvað gufuhvolfið er
þunnt. Einnig sáust á myndunum
nýleg fjöll, sem minntu á Alpana,
og bugðótt risagil, sem voru svo
djúp að Kólórado-gilið i Banda-
rikjunum er eins og smáskorn-
ingur hjá þeim. Talið var að ein-
ungis vatnsflaumur hefði getað
grafið þessi gil, en hins vegar
leiddu rannsóknir ekki i ljós nein
veruleg merki um vatn á Mars.
Litur út fyrir að „ishellurnar”
frægu á heimskautunum, sem
bráðna á vorin og valda þá tals-
verðum litabreytingum á nær-
ingar ishellnanna, séu merki um
eins konar gróður. Hingað til hafa
þó allar tilraunir til að ganga úr
skugga um það hvort lif leynist á
Mars eða ekki, misheppnast.
Sovétmenn hafa gert þrjár til-
raunir til að lenda geimflaug þar
og hafa allar mistekist. Ein geim-
flaugin lenti beint i feiknalegum
sandstormi og þagnaði eftir 20
sekúndur.
En Vikingsflaugarnar hafa ver-
ið hannaðar sérstaklega til að
fyrirbyggja öll mistök, og hafa
Hugmynd bandariskra sérfræöinga um lendingu Marsflaugar.
Kort af „skuröunum á Mars” frá siöustu öld.
Þegar geimflaugarnar nálgast
plánetuna rauðu, fara þær hvor
fyrir sig á braut umhverfis hana,
og hringsóla þar i tvær vikur. Á
meðan verða teknar myndir af
yfirborði plánetunnar og sendar
til jarðar gegnum sjónvarpskerfi
til að velja bestu lendingarstað-
ina. Að þessu loknu losnar lend-
ingarferja frá aðalgeimflauginni:
hún likist einna helst risastórri
könguló og er 576 kg að þyngd.
Fyrst verður dregið úr ferðinni
með fallhlifum, en siðan verða
notaðar eldflaugar til að stöðva
ferðina á siðustu stundu. Þess
verður gætt að nota ólifræn efni i
eldsneyti þessara eldflauga til að
koma i veg fyrir að eldsneytis-
leyfar geti haft einhver áhrif á
ranhsóknirnar. Lendingarferj-
urnar sjálfar hafa einnig verið
dauðhreinsaðar til að koma i veg
fyrir að þær flytji jarðneska sýkla
til Mars.
Aformað er að Vikingur I lendi
skammt frá miðbaug, en Viking-
ur II hins vegar miklu norðar, i
grennd við ishettu norðurskauts-
ins. Eftir lendinguna verða tekn-
ar myndir af landslaginu um-
hverfis ferjurnar og sendar til
jarðar um móðurflaugarnar, sem
verða eftir á braut um plánetuna
eins og gerfitungl. En siðan gerir
hvor ferjan þrjár tilraunir sem
eiga að skera úr um það hvort
eitthvað lifandi sé i grenndinni.
Þriggja og hálfs metra langur
armur tekur sýnishorn af jarð-
veginum i kring, og verða sýnis-
hornin sett i þrjá kassa.
1 fyrsta kassanum verður kol-
sýra látin leika um sýnishornið og
það lýst upp af sérstökum lampa.
Tilgangurinn er sá að komast að
þvi hvort einhverjar verur geta
unnið lifræn efni úr kolsýrunni
með ljósorku. Að fimm dögum
liðnum verður sýnishornið svo
efnagreint.
A yfirboröi Mars eru hringlaga glgar, sand^bönir og feiknarleg gljúfur.
Bandaríkjamenn reyna aö fá úr
því skorið hvort líf sé á Mars
komust á braut um Mars 1969, og
„Mariner 9” 1971. Sérhver
myndataka hefur komið mönnum
á óvart, og breytt hugmyndum
manna um plánetuna. Það kom i
ljós að fyrir utan hringlaga gigi
var yfirborð Mars ólikt tunglinu,
þvi að þar voru sandeyðimerkur
miklar og gátu hvassviðri ollið
þar miklum sandstormum, þrátt
liggjandi slóðum, séu frekar fros-
in kolsýra.
Hitastig plánetunnar er mjög
lágt, en kemst þó upp fyrir frost-
mark við miðbaug, og þvi er ekki
loku fyrir það skotið að þar sé lif i
einhverri mynd. Ýmsir telja t.d.
að árstiðabundnar litabreytingar,
sem verða í sambandi við leys-
engar geimflaugar verið byggðar
af jafnmikilli nákvæmni nema
tunglferjurnar, sem notaðar voru
til að flytja menn til tunglsins.
Það tók fimm ár að smiða þær, og
kostuðu þær 850 miljónir dollara
— og lætur þá nærri að það sé einn
dollari á hvern km sem geim-
flaugarnar verða að fara áður en
þær lenda á Mars.
1 hinum kössunum tveimur
verða sýnishornin sett í snertingu
við næringarefni, og verður þá
reynt að komast að þvi hvort eitt-
hvað sé þar á kreiki sem vilji
leggja sér til munns „súpuna”
sem liffræðingar NASA hafa
mallað fyrir það.
Þessar rannsóknir byggjast þó
allar á einni forsendu: að lifið,
hvar sem er i alheiminum, bygg-
ist á sömu grundvallaratriðum,
eins og notkun ljósorku, öndun,
neyslu næringarefna o.þ.h., og
einnig að grundvöllur lifrænna
efna sé sá sami og á jörðinni.
En um þetta hefur verið deild, og
hafa efnafræðingar sett fram
kenningar um „lifræn efnasam-
bönd” sem séu byggð upp úr kisil
i stað kolefna eins og á jörðinni,
en aðrir eru mjög tortryggnig á
það og telja að lifvera úr kisil-
samböndum væri þurr eins og
steinvala. Þeir telja þvi að það sé
ekki fráleit kenning að ef eitthvað
lif sé til á Mars, sé það i grund-
vallaratriðum likt lifi á jörðunni,
a.m.k. i smásjá. Það verður þvi
spennandi að fylgjast með niður-
stöðum tilraunarinnar, hverjar
sem þær verða, þótt litlar likur
séu reyndar á þvi að þær leysi all-
ar gátur rauðu plánetunnar.
(endursagt)