Þjóðviljinn - 24.08.1975, Page 6
6 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Sunnudagur 24. ágúst 1975
SVAVA JAKOBSDÓTTIR:
Engar frekari undanþágur
til útlendinga
Þegar bráðabirgðasamkomu-
lagið við Breta um veiðiheimildir
þeim til handa innan hinnar nýju
50-milna landhelgi, var samþ.
á Alþingi i nóvember 1973, urðu
um það miklar og allsnarpar um-
ræður. Tvennt einkenndi mál-
flutning Sjálfstæðismanna i þeim
umræðum. Annars vegar kom i
ljós yfirgnæfandi vilji þeirra til
samningagerðar við breta ásamt
skorinorðum yfirlýsigum um að
semja hefði átt fyrr. Veittust þeir
óspart að rikisstjórninni fyrir
seinagang i þeim efnum. Sumir
þingmanna Sjálfstæðismanna
voru svo fegnir að fá nú loks að
semja við breta, að þeir hrósuðu
Ólafi Jóhannessyni, þáv. for-
sætisráðherra, fyrir að hafa loks-
ins tekið af Alþýðubandalags-
mönnum ráðin og beygt þá til að
láta af harðri afstöðu sinni gagn-
vart bretum. Hins vegar ein-
kenndist málflutningur þeirra
Sjálfstæðismanna af lofsyrðum
um landhelgissamninginn, sem
viðreisnarstjórnin geröi við breta
árið 1961, og vinstri stjórnin hafði
sagt upp. Töluðu þeir um hann
með mikilli eftirsjá og töldu,
þrátt fyrir góðan samningavilja,
bráðabirgðasamkomulag það er
vinstri stjórnin lagði fram, öllu
verra og óhagstæðara en samn-
inginn frá 1961. Geir Hallgrims-
son núv. forsætisráðherra, sá á-
stæðu til að minna á það sérstak-
lega i þingræðu, að Sjálfstæðis-
flokkurinn hefði ekki staðið að
uppsögn þess samnings. Sú upp-
sögn væri á ábyrgð ríkisstjórn-
arinnar einnar. 1 þessum umræð-
um, sem svo oft bæði fyrr og
siðar, itrekuðu Geir Hallgrimsson
og Gunnar Thoroddsen það
sjónarmið sitt, að Alþjóðadóm-
stóllinn í Haag ætti að fá að úr-
skurða um réttmæti útfærslunn-
ar, sem sem kveðið var á um i
samningunum frá 1961. Með
samanburði sinum á samningn-
um frá 1961 og bráðabirgðasam-
komulaginu frá 1973, kom skýrt i
ljós, að forusta Sjálfstæðisflokks-
ins kunni ekki að gera greinar-
mun á samningi sem fól i sér rétt-
indaafsal og timabundnu sam-
komulagi. Þessir menn, sumir
hverjir, sitja nú í ráðherrastól-
um, og eru rétt um þessar mund-
ir að hefja viðræður við breta og
fleiri þjóðir um landhelgismál
okkar islendinga. Það er þvi
sannarlega ekki úr vegi að rifja
upp nokkrar staðreyndir um
samninginn frá 1961 og hvernig
þá var haldið á málum.
Vald erlends
dómstóls
Eins og öllum er kunnugt settu
islendingar lög um rétt sinn til
landgrunnsins alls árið 1948. Með
samningunum 1961 samdi
viðreisnarstjórnin af islendingum
óskoraðan rétt til einhliða út-
færslu og sveik þannig þá stefnu
sem mörkuð hafði verið 1948.
Samkvæmt samningum frá 1961
samþykkti viðreisnarstjórnin að
fela það erlendum dómstól á vald
aó kveða á um réttmæti frekari
útfærslu, ef bretum og v-þjóð-
verjum byði svo við að horfa.
Þennan samning hafa forustu-
menn Sjálfstæðisflokksins óhikað
talið stærsta stjórnmálasigur
islendinga og hafa m.a. þrásinnis
haldið þvi fram, að samningurinn
hefði á engan hátt komið í veg
fyrir frekari útfærslu, og að
bretar yrðu að halda sig utan 50
milanna meðan dómstóllinn fjall-
aði um málið. Siöan átti málið,
samkvæmt þeirra kokkabókum,
að vera til meðferðar allt að þvi
árum saman, a.m.k. væri öllu
óhætt fram að þeim tima, er
alþjóðasamkomulag yrði um
hafréttarmái.
Svo sem menn muna, kvað
dómstóllinn i Haag upp bráða-
birgðaúrskurð i landhelgismálinu
i ágúst 1972. Þegar sá dómur var
birtur, varð það deginum ljósara
að forustumenn Sjálfstæðis-
flokksins hefðu farið með helber
ósannindi i túlkun sinni á samn-
ingnurh, þvi að bretar töldu sig
hafa tryggingu frá islensku
viðreisnarstjórninni fyrir þvi, að
útfærslan næði alls ekki til þeirra.
1 greinargerð með dómnum
segir um samningaviðræðurnar:
,,Þann 2. des. 1960 fóru fulltrúar
breta i samninganefndinni fram á
tryggingu fyrir þvi, að hugsanleg
útfærsla islendinga mundi á
engan hátt taka til breskra veiði-
skipa meðan dómstóllinn fjallaði
um málið”. Daginn eftir, þann 3.
des. var af háifu islendinga boðiö,
að bretum skyldi tilkynnt með 6
mánaða fyrirvara, ef islendingar
hugsi til hreyfings i landhelgis-
málinu og telur dómurinn sig
hafa sannanir fyrir þvi, að þessi
fyrirvari, er islenska rikisstjórn-
in bauð, hafi verið hugsaður i þvi
skyni að gefa aðilum ráörúm til
að semja á þessu timabili eða til
aö leggja málið fyrir dómstólinn i
Haag og þar með einnig það
atriði, hvort útfærslan ætti að ná
til breta meðan dómstóllinn fjall-
aði um málið.
Ummæli Bjarna heitins
Benediktssonar um samninginn
frá 1961, og stjórnarandstaðan
hefur margsinnis vitnað i, koma
raunar upp um rangtúlkun þeirra
sjálfra. Bjarni Benediktsson
sagði: ,,Það sem ákveðið er
samkvæmt samkomulaginu, er
hitt, að við tilkynnum bretum og
þar með öðrum þjóðum um okkar
einhliða útfærslu, sem tekur gildi
að þeim 6 mánuðum liðnum, ef
ekki áður er búið að hnekkja
hennimeð úrskurði Alþjóðadóm-
stólsins” (leturbr. min).-
Hér fer ekki milli mála, að
Bjarni heitinn Benediktsson hefur
gert ráð fyrir þeim möguleika, að
Alþjóðadómstóllinn væri búinn að
kveða upp úhskurð áður en 6 mán-
uðir væru liönir frá formlegri til-
kynningu islendinga um útfærslu.
Enda geröi dómstóllinn það i
ágúst 1972, þegar hann kvað upp
úrskurð um rétt breta til veiöa
innan 50-milnanna.
Alger forsenda þess að við gæt-
um haldið fram þeirri stefnu er
mörkuð var 1948, og haldið
óskoruðum yfirráðum yfir land-
grunninu, var sú, að segja þess-
um samningi upp. Ég hika ekki
við að fullyrða að uppsögn þessa
samnings hafi verið eitt merkasta
verk vinstri stjórnarinnar.
Tveggja ára um-
þóttunartíma
lokið
Bráðabirgðasamkomulagið
sem gert var við breta áriö 1973
gildir til tveggja ára og rennur út
þann 13. nóvember n.k. Það fór
ekki dult á sinum tima, að
Alþýöubandalagið var engan veg-
inn ánægt með það samkomulag,
og taldi að þar hefði mátt halda
betur á málum, en ein megin-
forsenda þess að Alþýðubanda-
lagið treysti sér til að standa að
samkomulaginu —- og taka á sig
sinn hluta ábyrgðarinnar — var
sú, að það fól ekki i sér neitt rétt-
indaafsal. Það var timabundið og
kom ekki á nokkurn hátt i veg fyr-
ir að við gætum fært út i 200 milur
án þess að gerðardómur dæmdi
þá útfærslu af okkur. 1 viðræðun-
um sem fram fóru við breta um
umþóttunartima eftir útfærsluna
i 50 mil., kröfðust bretar þess
að fá einhvers konar tryggingu
fyrir áframhaldandi veiðum inn-
an landhelginnar að þessum
tveim árum liðnum. Þáverandi
sjávarútvegsráðherra, Lúðvik
Jósepsson, léði aldrei máls á að
veita þeim neina slika tryggingu
og um þá stefnu var fullt sam-
komulag innan vinstri stjórnar-
innar. Þessa stefnu undirstrikaði
Einar Agústsson i þingræðu þ. 8.
nóv. 1973, þegar hann gerði Al-
þingi grein fyrir hvað i bráða-
birgðasamkomulaginu fælist.
Hann sagði m.a.: ,,1 sjöunda lagi
er svo i þessu samkomulagi gert
ráð fyrir þvi, að það gildi i tvö ár
frá undirritun þess og hafi brott-
fall þess ekki áhrif á lagaskoðanir
aðila varðandi efnisatriði deil-
unnar”.
•Það er þvi fyllilega ljóst að hér
var um umþóttunartima að ræða
sem átti að vara i tvö ár, og
hvergi hvikað frá þeirri stefnu, að
islendingar einir ættu rétt til
landgrunnsins alls.
Forusta
Framsóknar á
hröðu undanhaldi
í fylgd íhaldsins
Með tilliti til þessa, er, vægast
sagt, uggvænlegt að lesa það i
viðtali sem Þjóðviljinn átti við
Einar Agústsson þ. 15. ágúst s.l.,
að Framsóknarflokkurinn hefði
ekki enn tekið afstöðu til þess,
hvort heimila ætti útlendingum
áframhaldandi veiðar innan 50
milna landhelginnar. Einar
Agústsson upplýsir að skipuð hafi
verið nefnd til að kanna það mál
og hún hafi ekki enn skilað áliti.
Þegar þetta er ritað, verður ekki
annað séð, en forusta
Framsóknarflokksins sé þegar á
hröðu undanhaldi undan þeirri
stefnu sem vinstri stjórnin mark-
aði með bráðabirgðasamkomu-
laginu 1973 um að hér væri ein-
göngu um að ræða timabundinn
umþóttunartíma og að honum
loknum, væri veiðum útlendinga i
islenskri landhelgi lokið.
En Framsóknarflokkurinn er
núná i fylgd með ihaldinu og
mörg ógæfusporin hafa forustu-
menn flokksins stigið i þeirri
skuggalegu samfylgd.^Er þess
skemmst að minnast^ er þeir
gengu beint inn i stefnu ihaldsins i
herstöðvamálinu og flökraði ekki
við að snúa sér á hægri hliðina á
einni nóttu. Það er alkunna að
stefna Sjálfstæðisflokksins i land-
helgismálinu hefur ætið verið sú
að semja og semja og semja af
sér.
Nú fylgist þjóðin með þvi hvort
ihaldinu tekst að teyma
Framsóknarforustuna út i
algeran undanslátt i landhelgis-
málinu og fá þá til að vikja frá
þeirri stefnu er mörkuð var á
vinstrist jórnarárunum.
Bretar hafa fengið sinn umþótt-
unartima og hann er ekki hægt að
framlengja endalaust einfaldlega
vegna þess að ástand fiskistofn-
anna leyfir ekki frekari ásókn út-
lendinga á miðin. Krafa allrar
þjóðarinnar er nú á einu og sömu
lund: engar frekari undanþágur
til útlendinga. 1 þessa átt hafa nú
þegar fjölmargir aðilar ályktaö,
svo sem Alþýðusamband Islands,
Sjómannasamband Islands,
Farmanna- og fiskimannasam-
band Islands, tJtvegsbændafélag
Vestmannaeyja, Fjórðungssam-
band Vestfirðinga, og Samband
ungra Framsóknarmanna.
A sömu lund ályktaði Alþýðu-
bandalagið s.l. vor. Og hér þurfa
fleiri að láta til sin heyra.
Einhuga þjóð getur komið i veg
fyrir undanslátt rikisstjórnarinn-
ar og þar með tryggt að útfærslan
i 200 milur verði annað og meira
en pappirsgagnið eitt.
Þann 24. mai 1973 hélt Alþýöusamband tslands fjölmennasta mótmælafund, sem nokkru sinni hefur
veriö haldinn á islandi. Fundurinn var haldinn til aö mótmæla ofbeldi breta I islenskri landhelgi og sóttu
hann 25.000 manns. — Myndin er frá þessum fundi.