Þjóðviljinn - 24.08.1975, Qupperneq 7
Sunnudagur 24. ágúst 1975 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
PÁLL
BERGÞÓRSSON
SKRIFAR:
Fáein orö
um veörið
og búskap
Sá sem hefur fyrir atvinnu að
velta fyrir sér veðurhorfum,
hlýtur oft að hugsa til þeirra
áhrifa, sem veðrið hefur á at-
vinnuvegina, sérstaklega land-
búnaðinn. Þar kemur margt til
greina. Grasspretta fer á marg-
an hátt eftir veðráttu. Enginn
efast um, að hlý og nægilega rök
vor og sumur séu henni heppi-
leg, en hitt er óvissara og
erfiðara að rannsaka, hvaða
áhrif vetrarfrost og vetrarbliða
hafa.
Annar gróður en grasið er
háður hitanum á annan hátt, og
þess þarf að gæta. Auk hitans er
auðvitað, að úrkoma er
þýðingarmikil, og hvernig hún
dreifist á árstiðir, ennfremur
sólskin og vindar. Auk þess
orkar veðrið á liðan skepnanna,
og á beit þeirra, á nýtingu
áburðar og nýtingu heyja.
Af vitneskjunni um þetta
samhengi veðurs og búskapar
geta svo búfræðingar dregið
ýmsarályktanir, og hér skal að-
eins minnst á fáeinar, sem er
það sameiginlegt, að menn
koma auga á þær fyrir heilli öld
eða meira.
Sú fyrst er, að hrakviðri og
fjóskuldi draga mjög úr afurð-
um kúnna. Fyrir 90 árum hélt
Einar i Nesi þvi fram i
Búnaðarritinu að bestu búhöld-
ar erlendis væru nú farnir að
fóðra kýrnar inni allt árið, en
auðvitað taldi hann, að það ætti
hér langt i land. Nú eru öll
skilyrði til að framkvæma
þetta. Með þvi nýtist miklu
betursá hluti túnsins, sem nú er
notaður til sumarbeitar kunna
og meiri búfjáráburður fæst.
Skepnurnar væru þá aðeins
látnar út sér til hressingar, og
þeim auðvitað forðað frá hrak-
viðrum. Og upphituð fjós að
vetrarlagi munu koma i veg
fyrir raka og óhollustu og greiða
þannig efalaust vel þann kostn-
að, sem þeim fylgir, i bættum
afurðum og endingu húsa.
Annað gamalt ráð er að nýta
vel þann búfjáráburð, sem til
fellur, koma honum undir gras-
rótina, eins og gert var með
þaksléttuaðferðinni. Það er
„yfrið gott”, sagði Guðmundur
á Fitjum i Skorradal fyrir 100
árum. (Þeir vita, hvað þeir
syngja i dalnum þeim, hvað
sem Halldór E. tautar og raul-
ar). Margir hafa gerst talsmenn
þessarar aðferðar að koma
skitnum niður i moldina, en
hörmulega litið hefur áunnist.
Flestir vita þó, að „veðrið” tek-
ur annars mikinn hluta
ammóniaksins. Til þessa ætti þó
að vera nóg tækni nú á timum,
ef atorka og vilji er til. Guð-
mundur heitinn ráðsmaður á
Hvanneyri fann upp merkilegan
plóg, sem risti þökulengjur, en
jafnskjótt dreifðist áburðurinn i
sárið og þökurnar lögðust yfir.
Þetta tæki þyrfti að endurbæta
og setja i samband við haugsug-
ur, svo að hver bóndi gæti ár-
lega komið öllum búfjár-
áburðinum niður i svo sem ti-
unda hluta túnsins, án þess að
skerða það gamla islenska gras,
sem um langa framtið verður
betra en bölvað danska sáð-
gresið sem fellur á fyrsta kal-
ári. Með þessari aðferð gætu
bændur aukið heyfeng verulega
miðað við að bera áburðinn ofan
á. Mér telst svo til, að áður en
farið var að nota hér tilbúinn
áburð, hafi heyfengur af
hektara verið 20—30 hestburðir,
eftir árferði, og þá sprettu má
þvi eingöngu þakka búfjár-
áburðinum. Nú hafa tilraunir á
Sámsstöðum og Akureyri sýnt,
að undirburður gefur allt að þvi
tvisvar til þrisvar sinnum meiri
sprettuauka en áburður ofan á.
Jafnvel þótt maður lækki þetta
hlutfall i 25—50% úr 200—300,
væri það ekkert smáræði.
Þriðja /ráðið er að verka
vothey, og nú veit ég að margur
stynur, menn eru orðnir svo
leiðir á þeim áróðri. Fyrir
meira en 90 árum voru Torfi i
Ólafsdal og fleiri farnir að
predika þessa heyverkun, sem
þó hefur verið verulega endur-
bætt siðan, með maurasýru og
bættum súrheystóttum eða
turnum og öðrum aðferðum. Ef
bændur verkuðu allt sitt hey
sem vothey, en hefðu jafnframt
heyköku- og heykögglafram-
leiðslu sem svaraði svo sem
fimmta hluta fóðursins þyrftu
þeir varla að kaupa annan
fóðurbæti. Þar með væru þeir
nærri lausir við óvissuna vegna
heyskapartiðar, sem er verri
hér en viðast annars staðar. Dá-
litið þurrhey gætu þeir verkað
upp á sport, þegar tið leyfir.
Ég hef nú aðeins nefnt þrjú
atriði, sem ættu að geta stór-
aukið öryggi og afrakstur is-
lenskra bænda með þvi að gera
þá óháðari veðrinu. Allt eru
þetta hundgömul ráð. En tilefni
þessara skrifa minna og hug-
leiðinga er þó, að einmitt nú á
siðustu árum og jafnvel
mánuðum sýnast ýmsir ungir
og áhugasamir bændur vera að
taka i þjónustu sina þessi gömlu
þjóðráð, svo sem Haukur i
Sveinbjarnargerði og ýmsir
aðrir, sem ég kann ekki að
nefna.Betur væri að af framtaki
þeirra og stórhug leiddi dálitinn
sviptivind, sem feykti burt
skaðlegri ihaldssemi og
heimskulegri vanafestu, svo að
menn geti haft gagn af þeim
lexium, sem veðráttan er alltaf
að leggja þeim upp'i hendurnar,
t.d. á þessu óþurrkasumri sunn-
an lands og vestan.
ölíP VESTURVERI
Eigum gott úrval af
hljómplötum. Þar á
meöal:
Beatles, flestar
Donovan, flestar
Bob Dylan, flestar
Jethro Tull, allar
Chicago
Bad Company
Black Sabbath, flcstar
Mireille Mathieu, allar
Weather Heport, flestar
Eric Clapton
Santana
Acrosmith
John Ilenver, flestar
Ian Hunter
John Lennon
Ralph McTell
*
Væntanlegar eru á
næstunni:
Family, allar
Free, allar
Genesis, allar
Emerson, Lake & Palmer, allar
Ivan Rebroff, allar
Poul McCartney, allar
Magna Carta, allar
Frank Zappa og Mothers,
margar
Gong, flestar
Höfum einnig glæsilegt
úrval af klassiskum
plötum, þar á meðal:
Mahler
Bach
Beethoven
Mozart
Dvorak
Wagner
Brahms
Tjækofski og inargt fleira.
útvegum allar plötur sem
til eru i Bretlandi meö
stuttum fyrirvara.
Sendum í póstkröfu hvert
á land sem er.
*
Hljóðfæra-
verslun
Sigríöar
Helgadóttur,
Vesturveri
Á morgun, mánudaginn 25. ágúst, verður
hin umdeilda heimildarmynd ,,ERN
EFTIR ALDRI” (27 min. 16 mm. litmynd)
eftir Magnús Jónsson frumsýnd i Laugar-
ásbiói. 1 myndinni er fjallað um spurning-
una: Hvað sameinar þjóðina? M.a. svara
þessari spurningu þau: Eyvindur
Erlendsson, Jón Böðvarsson, Þóra
Friðriksdóttir, Kristbjörg Kjeld og
Sigurður A. Magnússon. Þá flytur Bryndis
Schram hagfræðilegan fróðleik og Böðvar
Guðmundsson syngur einn af sinum al-
ræmdu söngvum.
Myndin verður sýnd á klukkutimafresti,
kl. 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10 og 11 i Laugarásbiói.
AÐEINS ÞENNAN EINA DAG
Rússneska?
Hafið bér áhuga á að læra rússnesku?
Eruö þér að læra rússnesku?
Hafiö þér lært rússnesku og viljiö halda henni við?
Gerist áskrifendur að rússneskum kennslutlmaritum,
sem eru ýmist með skýringamyndum eða hljómpiötum.
Erlend timarit s. 28035 pósthólf 1175.
Laus staöa
Staða ritara við Menntaskólann i Kópavogi er laus til
umsóknar. Hvort tveggja kemur til greina, fulit starf eöa
hálf staða.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins.
Umsóknir með ýtarlegum upplýsingum um menntun og
starfsferil skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 17. september.
Menntamálaráðuneytið
19. ágúst 1975.
Laus staða
Lektorsstaða i endurskoðun og reikningshaldi i viöskipta-
deild Háskóla íslands er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins.
Umsóknir með ýtarlegum upplýsingum um námsferil og
störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfis-
götu 6, Reykjavík, fyrir 19, september nk.
Menntamálaráðuneytið
19. ágúst, 1975.
Útsala! Útsala!
Karlmannabuxur (terelyne) kr. 1.980
Kvenbuxur (tveed) kr. 1.890
Karlmannaskyrtur frá kr. 700
Skólabuxur nr. 10—12 og 14 kr. 1.500
Gerið kjarakaup í
Laugavegi 71,
sími 20141