Þjóðviljinn - 24.08.1975, Síða 9

Þjóðviljinn - 24.08.1975, Síða 9
Sunnudagur 24. ágúst 1975 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Um mánaðamótin næstu er væntanleg á markað- inn merkileg plata, sem hefði átt að vera komin út fyrir mörgum árum. Er hér um að ræða aðra breið- skifu Megasar sem mun heita „Millilending”. Ég fékkþvi Megas (alias Magnús Þór Jónsson) til þess að hitta mig og ræða um plötuna, svona það sem okkur dytti i hug á meðan hún væri leikin einusinni á fóninum. Hér á eftir kemur það sem Megas hafði að segja um plötuna en hún verður svo aftur dæmd þegar hún kemur opinberlega út. Umsjón: Ilalidór Andrcsson Jónas ólafur Jóhannesson frá Hriflu.lagið er sambland af irsku þjóðlagi og „John Wesley Hard- ing” (Dylan) en auk þess eru mörg önnur áhrif þannig að ekki er hægt að segja neitt fast um það. Textinn er gerður skömmu eftir að „John Wesley Harding” kom út, en það minnti mig á „Jesse James” (Woody Guthrie- lag) og fleiri i svona útlaga-Hróa hattar ballöðu stil. Reyndar samdi ég annað lag við textann áður en hann gekk ekki. Súlnarek var upphaflega útúr- snúningur á „Óþarflegri fundvisi Ingólfs Arnarsonar” af fyrri plöt- unni, en fór strax út i allt annað, það er að segja borgarstjórnar- kosningarnar, textinn endar svo á útúrsnúningi á orðum Kennedys heitins „Don’t ask the country what it can do for you, but what you can do for your country”. Reyndar byrjar það á útúrsnún- ingi á Ingólfi og svo að Ingólfur hefði rekið Göbbelskan áróður og næst er hann orðinn borgarstjóri! Ég hef ekki tölu. Ég ætlaði i upphafi að hafa útsetninguna eins og i „Mixed Up Confusion” (Dyl- an). Textinn var reyndar upphaf- lega 15 vers en er hér bara 10 vers. Textinn er fjórskiptur, fyrst bara svona formáli svo koma all- ar svivirðingarnar, þar næst all- ir erfiðleikarnir sem maður hefur orðið fyrir, og að lokum það sem hefur fleytt manni i gegn. Erfðaskrá (ég unnandi hluta) var samið nóttina áður en breytt var i hægri umferð. Um nóttina vakti ég og samdi þetta og fór svo að sofa þegar bilarnir fóru að aka i hægri umferð. Liklega einskon- ar saknaðaróður til vinstri um-t ferðar. Fyrsta versið var reyndar samið fyrr, eftir að kötturinn minn dó, eins konar Sonartorrek. Og málfarið er i stil Jónasar Hallgrimssonar. Ég á mig sjálf, er stolið frá henni Þuriði Sig., en ég heyrði lagið sjaldan og hef ekki heyrt lengi svo það er liklega ekkert likt. „Söngurinn hennar Diddu” heitir lagið innan sviga, en Didda þessi var aðalpersónan i einni sögu Guðbergs Bergssonar i „Astir samlyndra hjóna”. Text- inn er sem sagt byggður á Guð- bergi og Þuriði. t sambandi við lögin á plötunni, þá læt ég textann ráða förinni og t.d. mun ég ekki hafa með i upp- talningu á þeim sem koma fram, „Megas syngur”, ég stend bara ekki undir þvi. Ragnheiður biskupsdóttir. Þor- leifur Hauksson hringdi i mig eitt sinn er hann var með bókmennta- þátt isjónvarpinu og spurði hvort ég vildi ekki syngja „Ragnheiði” niðri i sjónvarpi, þvi hann ætlaði að afgreiða allar þessar miðils- bækur með þessum texta. Ég varð furðu lostinn, þvi ég hélt að hann vissi nú betur, svo ég bað hann um að spyrja yfirboðara sina áður. Hann spurði Andrés Indriðason og hringdi svo aftur og sagði að Andrés hefði sagt, að það væri ekki hægt af tæknilegum á- stæðum! Textinn er bara grin i rauninni, kannski kaldhæðinn(!). Sennilegaþaðsiðasta (sem vik- ingurinn mælti um og eftir fráfall sitt). Fyrsta erindið um það að Leiðrétting I siðasta sunnudagsblaði nefndi ég meðlimi White Bachman Trio, en sá nafna- listi sem ég fékk upp gefinn i Demant reyndist rangur. Ron Mason er alls ekki með, en I staðinn hinn frábæri gitar- leikari úr River Band Alan Murphy. Og eins voru blökku- stúlkurnar ekki þær sömu. En meir um það siðar. komast i einhverja lykilstöðu til þess að komast út úr vissri að- stöðu. Annað erindið fjallar um þessa draumsýn, draumheim, sem maður hyggur að maður sé að fara á mis við og þriðja erindið er svo um tómið og óvissuna sem maður lendir i eftir að hafa farið á mis við draumsýn eftir að hafa yfirgefið fyrsta erindið! Lagið er jazzlag, en textinn mjög Dylan- iskur og ég leyni ekki þeim áhrif- um sem hann hefur haft á mig, en það hafa nú reyndar fleiri en hann haft áhrif. (Fjögurmiljóndollaraogniutiu- ogniusenta) Mannúðarmálfræði Hét fyrst reyndar mannúðarmál- æði. Þetta er Folk-Rock-lagið mitt með ekta Dylan langloku- texta! Það sem ég hafði i huga i þessum texta var Marshall-að- stoðin, sem Bandarikin veittu herteknum löndum eftir strið. Textinn er reyndar tileinkaður Ki wanisklúbbum landsins. Astæðan er sú að þegar svona klúbbar sem i eru menn sem eru sæmilega vel stæðir sósialt séð, eru að gefa hinum og þessum sér- hópum þjóðfélagsins sem halloka’ háfa orðið, ýmis tæki sem eru al- gerlega i ósamræmi við önnur tæki sem fyrir eru og jafnvel i ó- samræmi við þarfir tiltekins hóps. Hvað ef þessi hópur léti nú skoðun sina sterkt i ljós? Viðlagið höfðar til „Fram allir verka- menn...” Silfurskotturnar hafa sungii fyrir mig. Silfurskottur eru kvikindi, sem gefa ekki hljóð frá sér og lifa i kjöllurum og þar sem raki er. Silfurskotturnar skjótast hratt á- fram en eru án útlima. Uppruna- lega hét þetta lag „Hinsti sálmur Daviðs” en það er byggt á siðustu ritgerð Daviðs Stefánssonar, sem var orðinn beiskur út i allt mann- félagið, þó sérstaklega verkafólk og menntamenn, en það gætti nokkurs hroka hjá honum. Hljómagangurinn i „Silfurskott- unum” og eins „Súlnareki” er sá hinn sami og i „House of The Ris- ing Sun” hjá Animals og Dylan. Textinn er ágætur til þess að hafa sem siðasta lag”. hljóm plötur Stephen Stills: „Stills” (Columbia/Faco) Það þarf varla að kynna Step- hen Stills, en þessi plata „Stills” er hans fimmta sóló-plata (ef Manassas-plöturnar eru taldar með). Af þeim 4, sem á undan ^hafa komið, er fyrsta plat an og fyrri Manassas-platan (reyndar tvöföld) betri helmingurinn, en þessi nýja verður þvi miður að bætast I hóp hinna tveggja, en er samt betri en þær, en nær alls ekki gæða- flokki hinna. Nema kannski „Love Story”. Þegar ég segi þetta á ég ekki við að platan sé léleg.heldur hitt að „Stephen Stills I” og „Manassas” eru klassiskar poppplötur, en Stills hefur verið á 3 öðrum slikum, „Retro- spective” (Buffalo Springfield), „Crosby Stills & Nash” og I,,Deja Vu”, og átt bestu kaflana á þessum plötum. „Stills” er svo ein af þessum plötum, sem „rútineraðir” popparar gera á milli stórvið- burða. En Steve er alltaf góður söngvari og gitarleikari og nokkurlögerusæmileg, t.d. „As I Come Of Age”, „Love Song”, „Turn Back The Pages”, „Cold Cold World” og „In The Way”. Eitt laganna er eftir Neil Young, „New Mama”, en hin eru öll eftir Steve Stills, annað hvort einan eða hann og Donnie Dacus (gitarleikarann i nýju Steve Stills hljómsveitinni) eða aðra. „Stills” er ekki sú plata, sem ég bjóst við frá honum, en hún er samt ekkert léleg. Blikkiðjan Önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð. SÍMI 53468 Æk FEROA , W SONGBOKIN Ómissandi í ferðalagið

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.