Þjóðviljinn - 24.08.1975, Side 13

Þjóðviljinn - 24.08.1975, Side 13
Sunnudagur 24. ágúst 1975 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13 Firösambönd Heilsufar fjölmiðlanna ólafur H. Torfason Sviptingar gerast nú örar i hérlendri fjölmiðlun, ekki nóg meö að neytendur Kópavogs- biós og Alþýðublaðsins séu hafðir i svelti vikum saman, heldur er með klofningi Visis stefnt i það horfið sem tiðkast viða: Tvö hasarmálgögn i mik- illi lausasölu keppa um athygli borgarans. 1 Danmörku heita þau BT og Ekstrabladet, i Svi- þjóð Aftenposten og Expressen. Hérna munu þau sennilega i al- mannarómi bera nöfnin Visir og Visir m-1, — Visir móti-land- búnaði. Fréttablöð sem likjast nú- timadagblöðun hófu göngu sina á 17. öld. t>á voru reglur allar um prentun svipaðar þvi sem nú tiðkast varðandi hljóðvarp, sjónvarp og annað loftskeyta- samband. En meðan lénsskipu- lagið lá banaleguna börðust hugsjónamenn fyrir prentfrelsi. Prentið hefur raunar alltaf verið i nánari tengslum við stjórnmál heldur en aðrir fjöl- miðlar. Það var þó ekki ein- ungis aukin þátttaka fólks i stjórnmálum sem ýtti undir vel- gengni dagblaðanna þegar tim- ar liðu fram. Verslun og við- skipti hlupu snemma undir bagga og hafa verið þar siðan. Fréttablöö létu ekki sjá sig fyrr en rúmri öld eftir að Guten- berg rauf prentmúrinn með lausaletrinu. Og það var ekki fyrr en tæpum fjórum öldum eftir þann atburð, að grund- völlurinn var lagöur að Visi og öðrum æsifréttadagblöðum jarðarinnar. „New York Sun” var startað i september 1833. útgefanda þessa blaös hafði tekist að finna uppskriftina að æsilegu og ódýru málgagni, sem unnt var að selja i lausasölu i mannhafi borganna. Framfarir i pappirs- gerð og prenttækni — og ekki sist almenn skólaskylda og þar- með lestrarkunnátta alþýðu uppúr 1830 i Bandarikjunum, allt bjó þetta i haginn fyrir skyldfólk Visis. „Nýju Jórvikur sóíin” lagði strax áherslu á fréttir úr heimahéraði sinu, dægurmál og æsilegar frásagnir af hroðalegum atburðum. Gufu- vélin var sett i samband við prentpressuna og nýstárlegar fréttir hrönnuðust að fólki, sem aldrei hafði verið blaðalesendur áður: Afbrot, hneykslanlegar syndir, náttúruhamfarir og aðrar hrellingar. Upplag blaðs- ins óx með eldingarhraða. Starfsliðiö skemmti sér konung- lega og samdi itarlegar lyg- afréttir um „visindalegar uppgötvanir” á lifi á tunglinu. Útgefendur annarra blaða voru stjarfir og eitt þeirra afhjúpaði gabb þetta. En lesendur „Sólar- innar” létu sér slikt i léttu rúmi liggja, þvi þeim hafði þótt frétt- in skemmtileg. Það er athyglisvert að blaða- mennskusagnfræðingar halda þvi fram, að margir helstu liðir nútimadagblaðs eigi rætur sinar að rekja til allra fyrstu frétta- blaðanna i byrjun nýaldar, — leiðarar, iþróttafréttir, mynd- skreytingar, stjórnmáladálkar og meira að segja mynda- sögurnar. Ritstjóri „Sólarinn- ar” og allur sá her, sem reyndi að leika eftir honum, byggði þó velgengni sina aðeins að hálfu leyti á stilfræði sinni, nýstár- legri matreiðsluunni — þvi hið undralága útsöluverð blaðanna grundvallaðist fyrst og fremst á auglýsingum. Neysluþjóð- félagið barði að dyrum. Sem fyrr segir, er það aleng- ast núna, að tvö stórblöð berjist um hituna á þessum vettvangi. „Herald” hét pappir sá, sem hóf leikinn gagnvart „New York EFTIR ÓLAFH. TORFASON Sun”, og sló allt út i viðbjóði. Morð, nauðganir, hvers kyns ill- mennska og lygi voru máttar- stólpar þess fyrirtækis. Stjórn- mál, hagfræði og félagsmál voru þó með i grautnum og öfluðu breiðari lesendahóps heldur en vaxandi iðnverka- stéttar og lágtekjufólks, sem annars keypti slik blöð. Rit- stjóri „Herald” ritaði þessa frægu klausu i blað sitt árið 1836: „...Bækur eru búnar að vera — leikhús eru búin að vera — musteri trúarbragðanna eru bú- in að vera. Fréttablaði má koma i fa'rarbrodd i öllum hin- um miklu hreyfingum mann- legrar hugsunar og siðmenning- ar. Fréttablaö getur komið fleiri sálum til Himnarikis og frelsað fleiri frá Helviti heldur en allar kirkjur og kapellur New York borgar — auk þess að græða jafnframt peninga.” Þótt Visir sá að dagblaði, sem tók að þroskast fyrir 64 árum, og sé þvi elstur islenskra dag- blaða, hafi vafalaust reyrit sitt, lafa þó kirkjur, leikhús og bæk- ur enn hér á landi. En einhvern veginn læðist að mér sá grunur, að veldi hinna tveggja keppi- nauta á siðdegismarkaðnum muni aukast i stil við þróunina Framhald á 18. siðu. Sértþúað huasa um sólarfrí í skammdeginu, til okkar í vetur veröa farnar a.m.k. 18 sólarferöir til Þúsundir íslendinga, sem fariö hafa í vetrar- Kanaríeyja. Sú fyrsta 30. október, hin síöasta feröum okkar til Kanaríeyja undanfarin ár, 13. maí. ÍÍStk bera vinsældum feröa okkar vitni. Z&ZE&10 LOFTLEIDIR /SLAJVDS Fyrstir með skipulagðar sólarferðir i skammdeginu

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.