Þjóðviljinn - 28.08.1975, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.08.1975, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 28. ágúst 1975 WÓÐVILJINN — SIÐA 3 Einni elstu KRON- búðinni t'oÆœð. 'JPas& ~/9áð M viS Simi PS65 'og 763.66 lokað Einni elstu verslun KRON hefur nú verið lokað, en það er matvöruverslunin við Skóla- vörðustig; sem er nær 40 ára gömul. barna var fyrst pönt- unarfélag og var þá gengið inn frá Bergstaðastræti, en horn- búðin var opnuð 1936. 6. ágúst 1937 var siðan pöntunarfélag verkamanna og Kaupfélag Reykjavikur sameinað i KRON og siðan hefur þessi verslun verið starfrækt. Nú er fyrirhug- að að opna þarna matsölu, en KRON leigði þetta húsnæði. Mun ástæðan fyrir lokun versl- unarinnar m.a. vera sú að ekki tókust samningar á milli Kaup- félagsins og húseigenda. Tónskóli Sigursveins: Tekur upp kennslu í Breiðholti í haust Unnið er af kappi þessa dagana viö að breyta húsnæðinu, þar sem verslun K.R.O.N. var til húsa, en þarna verður væntan- lega matsölustaður. w Allt frá stofnun Tónskóla Sigur- svcins D. Kristinssonar hafa að- standendur hans átt það meðal helstu áhugamála að sem flestir — allra helst þeir, sem ekki eiga margra kosta völ — fái notið þeirrar tilsagnar, sem skólinn gctur veitt. Fjarlægðir eru ein þeirra hindrana, sem erfiðast er að sigr- ast á, ekki sist fyrir yngsta fólkið, sem getur ekki sótt kennslustund- ir um langan veg þrátt fyrir góð- an vilja. bessvegna hafa fjar- lægðir milli miðborgar, þar sem Tónskólinn er til húsa, og ibúðar- hverfa orðið vondur þröskuldur fyrir hina yngri nemendur. Tónskólanum hefur að visu stundum tekist að halda uppi nokkurri kennslu utan miðsvæðis borgarinnar, en þvi miður hefur sú viðleitni löngum strandað á húsnæðisleysi. Fjölmennustu og barnflestu i- búðarhverfi borgarinnar eru nú að risa á Breiðholtssvæðinu. bvi hefur skólaráð Tónskólans sótt um byggingalóð i þvi augnamiði að byggt verði yfir skólann svo hann geti einnig starfað þar efra i eigin húsnæði i framtiðinni, — en eins og sakir standa er brýnast að hefja kennslu á þessu svæði fyrir nemendur, sem kynnu að vilja sinna sliku námi. bað hefur þvi verið ákveðið að byrja tónlistar- kennslu i haust ef nægileg þátt- taka fæst. Önnur sýningin í gallery Out Put Megináhersla verður lögð á hópkennslu i blokkflautuleik með söng og nótnalestri fyrir 7—13 ára börn, en einnig verður hægt að veita viðtöku nemendum á pianó og blásturshljóðfæri i einkatima. Kennt verður i húsi KFUM við Mariubakka, þar sem Tónskólinn hefur kennsluhúsnæði á leigu i vetur. Innritun fyrir nemendur á Breiðholtssvæðinu verður föstu- daginn 29. ágúst og laugardaginn 30. ágúst i húsi KFUM við Mariu- bakka kl. 17—19 báða dagana. — (Sjá auglýsingu i blöðunum). Innritun fyrir aðra nemendur i Tónskólanum verður i Hellusundi 7 fimmtudag og föstudag 4. og 5. september kl. 16—19. (auglýst siðar). „Ljósar nœtur” á enda Listamaðurinn við eitt verka sinna. Á morgun verður opnuð sýning á verkum Helga b. Friðjónssonár i gallerý Out Put Lauganesvegi 45. Helgi er fæddur 1953 og hefur stundað nám i Myndlista- og handiðaskóla tslands i fjögur ár þar af tvö i grafik. Sýningin verð- ur opin fimmtudaga til sunnu daga frá kl. 16 til 21 fram til 7- unda september. Siðustu sýningar á kvöldvöku- skemmtun Ferðaleikhússins verða i kvöld. Sýningarnar sem sérstaklega eru færðar upp til fróðleiks og skemmtunar enskumælandi ferðamönnum, bera heitið „Ligth Nights” og hafa verið sýndar Ráðstefnusal Hótel Loftleiða i sumarogerþetta sjötta sumarið i röð, sem Ferðaleikhúsið stendur fyrir slikum skemmtunum. Banaslysið við Korpúlfsstaði borsteinn Pálsson, Arkarholti 4. Mosfellssveit beið bana i um- ferðarslysi sem varð á Vestur- landsvegi ofan við Korpúlfsstaði I fyrradag. Þorsteinn var 32 ára að aldri, kvæntur og átti tvö börn. Slysið bar þannig að, að Kortinubifreið var ekið i átt til Reykjavikur. Skömmu áður en bifreiðin mætti Bronkójeppa og Fiatbil mun hafa sprungið á hægra framhjóli kortinunnar. Okumaður Bronkósins segir að bilstjóri Kortinunnar hafi misst bilinn út af akbrautinni hægra megin, náð honum aftur upp á veginn en þá hefur allt loft að lik- indum verið farið úr dekkinu og maðurinn missti alveg stjórnina. Kortinan skall á afturhlið Bronkósins og siðan framan á Fiatbilnum, sem Þorsteinn Páls- son ók. ökumaður Kortinunnar slasaðist mikið og er á gjörgæslu- deild og hefur ekki verið unnt að yfirheyra hann. Þorsteinn Páls- son lifði flutninginn til Reykjavik- ur, en lést á slysavarðstofunni. MYNDIR ÓSVALDS FÁ GÓÐA AÐSÓKN 3500 manns hafa nú séð kvik- myndirnar „Eldur i Heimaey”og „Þjóðhátið á Þingvöllum” i vinnustofu Osvalds heitins Knud- sen, i Hellustundi 6A, Reykjavik. Sýningum lýkur i lok ágústs en 1. september hefjast sýningar á ýmsum eldri kvikmynda Ösvalds. Sérstakar sýningar eru fyrir erlenda ferðamenn kl. 3 á daginn. Eru þá sýndar með ensku tali. kvikmyndirnár „Eldur i Heima- ey”, „Sveitin milli sanda” og „Heyrið vella á heiðum hveri”. Nýr símstöðvarstjóri Samgönguráðuneytið hefur skipað Jón Skagfjörð fulltrúa til þess að gegna stöðvarstjóra- embætti pósts- og sima á Selfossi frá og með 1. september næst komandi. Umsækjendur um stöð una voru 23. Guðmundur heitinn Böðvarsson við bókaskáp sinn. Hús Guðmimd- ar til sýnis Þegar orðið vinsœll dvalarstaður listamanna IIús Guðmundar Böðvarssonar skálds og bónda á Kirkjubóli i Hvitarsiðu var tekið til notkunar i vor. Þar geta rithöfundar og aðrir lista- og fræðimenn fengið að dveljast við störf sin og er ætlunin I að starfrækja það þannig i fram- tiðinni. Fyrsti rithöfundurinn sem dvaldist þar cftir að húsið var opnað var Herdís Egilsdóttir, sem er þjóðkunn fyrir barnabæk- ur sinar og leikrit, söngva og teikningar. Frá og með 20. ágúst er húsið opið til sýnis fyrir almenning. bar er dálitið safn gamalla búsmuna og hluta, sem Guðmundur hélt til haga, — auk þess verða þar til sýnis munir sem Guðmundur skar i tré, en hann var mikill hag- leiksmaður. Auk þess verða þar til sýnis útgáfur á bókum Guð- mundar og handritum. Sýningin verður opin til 15. september.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.