Þjóðviljinn - 28.08.1975, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.08.1975, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 28. ágúst 1975 PJODVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS (Jtgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón meö sunnudagsblaði: Arni Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Sfmi 17500 (5 linur) Prentun: Blaöaprent h.f. HYER FER MEÐ BLEKKINGAR? 1 fyrradag var hér i Þjóðviljanum vakin athygli á þeirri mjög svo merkilegu stað- reynd, að kaupmáttur, eða raungildi dag- vinnutimakaups verkamanna var á fyrsta ársfjórðungi þessa árs lægra miðað við þjóðartekjur, heldur en verið hafði árið 1970, þ.e. áður en vinstri stjórnin tók við. Samkvæmt opinberum upplýsingum Þjóðhagstofnunar hækkuðu þjóðartekjur islendinga á föstu verðlagi um tæp 32% á árabilinu 1970 — 1974. Þegar vinstri stjórnin fór frá um mitt ár i fyrra hafði tekist að auka kaupmátt dag- vinnutímakaups verkamanna frá 1970 um nokkru meira en þessu svaraði, eða tæp 44% samkvæmt opinberum skýrsium kjararannsóknarnefndar, og breyta þannig að nokkru tekjuskiptingunni i þjóð- félaginu verkafólki i hag. Með kjaraskerðingaraðgerðum hægri stjórnarinnar, sem nú situr við völd var kjörum verkafólks hins vegar á skömmum tima þrýst niður á nýjan leik, þannig, að i stað þess að kaupmáttur dag- vinnutimakaups verkamanna var 134,4 stig um mitt ár i fyrra (miðað við 100 árið 1971), þá var hann á fyrsta ársfjórðungi þessa árs kominn niður 114,3 stig, sam- kvæmt skýrslu kjararannsóknarnefndar. Þar með er aukning kaupmáttarins hjá verkafólki þ.e. hækkun raungildis tekn- anna frá 1970 ekki lengur 44%, heldur aðeins 23%, eða mun minna en svarar til hækkunar þjóðartekna, sem á sama tima hafa hækkað um 32%. Þessar upplýsingar, sem Þjóðviljinn birti i fyrradag eru endurteknar hér, vegna forystugreinar Timans i gær um þessi efni. Þar heldur guðfaðir hægri stjórnar- innar, Þórarinn Þórarinsson þvi fram, að Þjóðviljinn hafi farið með stórkostlegar blekkingar, þegar við röktum hér þessar tölulegu staðreyndir um þróun þjóðar- tekna og kaupmáttar verkafólks sam- kvæmt opinberum viðurkenndum gögnum. Og hvað er það svo, sem ritstjóri Timans telur sig geta véfengt af þeim tölulegu staðreyndum, sem Þjóðviljinn rakti? Ekki ein einasta. En Þórarinn Þórarinsson gripur til annars ráðs. Hann leyfir sér að halda þvi blákalt fram i málgagni Framsóknar- flokksins, að i tölum Þjóðhagsstofnunar um þróun þjóðartekna á föstu verðlagi hafi ekki verið tekið tillit til breytinga á viðskiptakjörum. Um þetta segir Þór- arinn orðrétt: „Tekjurnar einar segja ekkert til um afkomu manna eða þjóða. Til þess að vita raunverulega hver afkoman er verða menn að hafa jafnt yfirlit yfir tekjur og gjöld.” Siðan fer rit- stjóri Timans og formaður þingflokks Framsóknarflokksins mörgum orðum um það að viðskiptakjörin hafi versnað um 30%, og þess vegna sé ekkert mark takandi á þeirri kröfu Þjóðviljans að kaupmáttur tekna verkafólks hækki a.m.k. i samræmi við hækkun þjóðar- tekna. Staðreynd er að samkvæmt upplýs- ingum Seðlabankans bötnuðu viðskipta- kjör okkar islendinga um 17% á árunum 1970—1974. Og átti það að sjálfsögðu sinn þátt i þvi að þjóðartekjurnar hækkuðu um tæp 32% á sama tima þótt fleira kæmi til. Á siðasta ári versnuðu viðskiptakjörin hins vegar samkvæmt sömu heimild frá toppnum 1973, ekki að visu um 30% heldur um 10,5%. Skrif Timans fela þó i sér aðra og miklu alvarlegri blekkingu. Allir, sem eitthvað fylgjast með stjórn- málum og þróun efnahagsmála vita, að þegar Þjóðhagsstofnun gefur upp tölur um þróun þjóðartekna á föstu verðlagi, þá hefur hún við mat á þjóðartekjunum að sjálfsögðu tekið algerlega fullt tillit til breytinga á viðskiptakjörum okkar, bæði hvað varðar innflutnings- og útflutnings- verðlag. Þvi er það, að þegar ritstjóri Timans talar um að ekki sé nóg að lita bara á þjóðartekjurnar, heldur verði lika að lita á gjöldin, þá er þar auðvitað um hina örgustu firru að ræða, þar sem allar breytingar á viðskiptakjörum, þar á meðal hækkun á oliuverði og lækkun á fiskblokk hafa verið reiknaðar inn i dæmið áður en upp eru gefnar niðurstöðutölur um þróun þjóðartekna á föstu verðlagi, og því búið að taka fullt tillit til þeirra. Enginn getur gert þvi skóna, að maður, sem verið hefur stjórnmálaritstjóri við dagblað í marga áratugi og formaður i stórum þingflokki viti ekki svo sjálf- sagðan hlut. Þórarinn Þórarinsson kýs hins vegar að stinga sinni góðu þekkingu undir stól, ef blákaldar staðreyndirnar koma ekki heim við núverandi trúar- játningu Framsóknarforingjanna um að engu máli skipti fyrir almenning i landinu, hvort hér sitji að völdum hægri eða vinstri stjórn. k. KLIPPT... Sveinn R. Óánœgju- flokkur um Nýja Vísi Ekki tókst Sveini Eyjólfssyni betur upp en svo þegar hann bará móti orðrómi um að Krist- inn Finnbogason framkvæmda- stjóri Timans væri bendlaður við Nýja Visi i Þjóðviljanum i gær, að gamli Visir telur sannað að Kristinn sé milligöngumaður fyrir nýja dagbiaðið. Ekki getur það talist liklegt að Kristinn sé bakmaður Sveins og Jónasar, þótt Ólafi Jóhannessyni ku nú þykja orðið mál að þrengja nokkuð að veldi hans innan fjár- málaveldis framsóknar. Hins vegar er ljóst á svari Sveins að Albert Guðmundsson og Björgvin Guðmundsson eru með i spilinu.Þaðrennir stoðum undir þann orðróm, að æ fleiri ó- ánægjumenn úr Sjálfstæðis- Björgvin Guð. Albert og Kristinn. flokknum, Alþýðuflokknum og jafnvel Framsókn flykki sér um Nýja Visi. Ætlunin sé að skapa i kringum blaðið þrýstihóp óá- nægjuafla, sem hugsanlega gætu orðið visir að nýjum stjórnmálaflokki. Glistrup hefur orðið mikið á- gengt i Danmörku og ekki er ó- hugsanlegt að reisa megi Glistrup-öldu hérlendis. Megin- kjarni hennar myndi þá verða sáróánægðir Sjálfstæðismenn. Lagði Armanns- fell i Sjálf- stœðishúsið? Byggingarfélagið Ármanns- fell h.f. nýtur einstakra forrétt- inda hjá borgarstjórnarmeiri- hluta ihaldsins. Það hefur hvað eftir annað verið tekið fram yfir önnur byggingarfyrirtæki við lóðaúthlutanir og þvi hefur liðist að skila verkum sinum seint og illa (sbr. Fellaskóla) og grætt samt. Það.mun vera einsdæmi að byggingarfélag geti komið með skipulagsuppdrátt af bygging- arlóð á vissum stað i borginni, fengið hann samþykktan i skipulagsnefnd, og fengið siðan úthlutað af lóðanefnd og borgar- ráði lóð á þessum stað án þess að hún væri auglýst til umsókn- ar. Tuttugu og átta byggingar- aðilar hafa sótt um lóðir i borg- inni undir fjölbýlishús frá sið- ustu áramótum og ekki fengið úrlausn á nokkurn hátt. Það má telja vist að margur sjálfstæðis- maðurinn, sem rekið hefur fyr- irtæki i byggingariðnaði i Reykjavik, sitji nú með sárt ennið. A samdráttartimum i bygg- ingariðnaði er það eitt helsta hlutverk borgarráðs að taka á- kvörðun um það hvað yfirlæki eigi að fá að lifa og hver skuli skorin. Ármannsfell er greinilega i hópi þeirra fyrirtækja sem lifa eiga af. Það er þvi ofur eðlilegt að menn velti þvi fyrir sér hvaða skýring er á þeim for- gangi sem Ármannsfell nýtur fram yfir öll önnur fyrirtæki. Þjóðviljanum hefur verið bent á ýmsar skýringar. Ein er sú að Armannsfell hafi látið i té að- stoð og talsverðar fjárupphæðir i sambandi við byggingu Sjálf- stæðishússins gegn þvi að Al- bert Guðmundsson héti þeim byggingarlóð. Aðrar langsóttari skýringar hafa menn komið með og bent á tengsl borgar- stjóra við fyrirtækið. Til skamms tima mun fjármála- maðurinn Sveinn Eyjólfsson hafa átt 25% f Ármannsfelli h.f. og Albert og hann eru jú i kompanii um fleira t.d. Nýja Vísi. Sjaldan lýgur almannarómur — en stundum, og ekkert skal fullyrt um þessar skýringar hér. Og hvað sem skýringum liður er úthlutun „græna svæðisins” til Ármannsfells h.f. eitt gjör- ræðisverkið enn i borgarráði. Trúarstríð í þjóðkirkjunni íslenska þjóðkirkjan hrökk upp af sv.efni sinum við rúmrusk Skálhoitsrektors i Kirkjuritinu sl. vetur og hefur ekki orðið svefnsamt siðan. Sr. Heimir Sr. örn Nú siðast er blásið til striðs i Nessókn, þar sem tveir klerkar eru að hefja kosningabaráttu hjartanlega sammáía um það ömurlega hlutskipti presta, að þurfa einir islenskra embættis- manna að heyja oft á tiðum mannskemmandi atkvæðastrið um lifibrauð sitt. í Nessókn starfar hreintrúar- klerkur Frank M. Halldórsson og þykir sumum sóknarbarna eðlilegt að við hlið hans starfi frjálslyndur klerkur. Þess vegna hafa þeir samið dreifi- bréf þar sem skorað er á sókn- armenn að kjósa boðbera hins frjálslynda kristindóms, sr. örn Friðriksson á Skútustöðum. I stað Guðmundar öskars ölafs- sonar prests i Hafnarfirði, sem þá var væntanlega talinn hrein- trúarmaður. Sóknarnefndin sver af sér alla ábyrgð á dreifi- bréfinu. Hér er sem sagt komið upp- hafið af nýjum kirkjulegum „þriller”, og i fyrsta sinn um langa hrið takast á opinberlega tvær „trúmálastefnur” fyrir opnum tjöldum. Salómonsdóm- ur prestastefnunnar um trúar- deilurnar og spiritismann virðist ekki hafa lægt öldurnar innan kirkjunnar. —ekh. Sr. Guðmundur OG SKORIÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.