Þjóðviljinn - 30.08.1975, Page 1
'í^'.y
UámiUINN
•' • -
*
Laugardagur 30. ágúst 1975 —40. árg. 195. tbl.
k
« ® 1
b
• Á fyrstu 12 valdamánuðum
hægri stjórnarinnar hefurverðlag
samkvæmt framfærsluvísitölu
hækkað um tæp .55%
Sjá
leiðara
á síðu
4
^ Á 33 valdamánuðum
vinstristjórnar frá júlí 1971
— 1. apríl 1974 hækkaði
verðlagið um 56%
Mjólk hækkar 20%
■
Asmundur Stefánsson.
Mjólk og smjör hækkar um 20%
frá og með næsta mánudegi.
Mjólkurvörur hækka allar mjög
mikið, eða frá 7% til 20%. Verð til
Lögbann
a
Nýja Vísi
Eftir að lögbannsbeiðni
Reykjaprents h.f. á nafnið
Nýi-Visir hafði verið visað frá
bæjarfógetaembættinu á Sel-
tjarnarnesi var strax lögð
fram beiðni hjá bæjarfógeta i
Reykjavik og kvað Þorsteinn
Thorarensen upp úrskurð sið-
degis i gær. Lögbann var sett á
nafnið gegn 5 miljón króna
tryggingu, sem þegar var
greidd i gær. Reykjaprent h.f.
verður að höfða staðfestingar-
mál innan viku, ef það vill
halda lögbanninu til streytu.
Sveinn R. Eyjólfsson, fram-
kvæmdastjóri „Nýja-Vísir”,
sagði þetta um úrskurðinn i
gærkvöldi:
„Þeir hefðu getað sparað sér
5 miijónirnar og lögbannið
hefðu þeir haft samband við
okkur. Við erum hættir við að
nota nafnið Nýi-Visir. Blaðið á
að heita Dagblaðið og hefur
undirtitiiinn — nýr vísir að
frjálsu dagblaði i Reykjavfk.”
• Aðrar land-
búnaðarvörur í
samrœmi
við það
• Forsendur
kjarasamning-
anna að bresta,
segir hag-
frœðingur ASÍ
bænda hækkar um 13,67% frá
júnfverðinu en verð til neytenda
hækkar mjög mismunandi eftir
tegundum, þar eð niðurgreiðslur
á einstökum vörutegundum eru
mismunandi.
Enn hefur ekki verið gengið frá
verðlagningu kjötsins, enda hefur
sláturkostnaður og heildsölu-
kostnaður ekki verið ákveðinn.
Þær hækkanir sem ákveðnar
hafa verið eru þá eftirfarandi:
Mjólk hækkar um 20%. Smjör
hækkar um 20%. Skyr, sem er
ekki niðurgreitt hækkar um 7%.
Ostar hækka um 9% og hefur
rikisstjórnin þegar samþykkt
þessar hækkanir að þvi er blaða-
fulltrúi Framleiðsluráðs land-
búnaðarins tjáði Þjóðviljanum i
gær.
Verð til bænda á m jólkurafurð-
um og kjöti hækkar um 13,67% en
það merkir að hver mjólkurlitri
hækkar um 6,62 krónur til þeirra
og hvert kg af kindakjöti hækkar
um 47,70 krónur.
Framhald á bls. 10.
Simgjöld
hækka
um 15%
Póst- og simamálastjórnin
hefur fengið heimild til að hækka
gjaldskrá fyrir simaþjónustu frá
1. september n.k. Nemur
hækkunin um 15% að þvi er
varðar flest aðalgjöld, en gjöld
fyrir sérbúnað hækka meira.
Helstu breytingar á gjaldskrá
fyrir simaþjónustu eru, að
afnotagjald si'ma i sjálfvirka
simakerfinu hækkar úr kr. 2.040,-
á ársfjórðungi i kr. 2.350,-. Gjald
fyrir umframsimtöl hækkar úr
kr. 5.30 i kr. 6.10 fyrir hvert telj-
araskref. Fjöldi teljaraskrefa,
sem innifalin eru i afnota-
gjaldinu, verður óbreyttur.
Gjald fyrir flutning á sima
hækkar úr kr. 6.800,- i kr. 7.800,-.
Stofngjald fyrir sima, sem
tengdur er við sjálfvirka kerfið,
hækkar úr kr. 13.600 i kr. 15.800,-.
Framhald á bls. 10
Hitaveitustokkurinn sem rætt er um I fréttinni er lengst til hægri á myndinni.
Birgir borgar 3-4
miljónir með lóðinni
Svo sem kunnugt er af blaða-
fréttum siðustu daga, lét
borgarstjórnarihaldið sig hafa
það nú fyrr I vikunni, að úthluta
án umsóknar hlöðukálfum
sinum, sem standa að
byggingaverktakafyrirtækinu
Armannsfell h.f„ dýrmæta lóð
undir fjölbýiishús á horni
Grensásvegar og Hæðargarðs,
— án þess að öðrum aðiium hafi
verið gefinn nokkur kostur á að
sækja um lóðina.
Þetta gerðist þrátt fyrir það,
að 28 aðrir byggingaaðilar áttu
umsóknir hjá borginni um
fjölbýlishúsalóðir og hafa enga
úrlausn fengið.
Nú er komið I ljós, að til þess
að gera lóð þessa byggingar-
hæfa verður borgin að kosta til
a.m.k. 3-4 miljónum króna
umfram það, sem ráðgert var
þegar lóðinni var úthlutað til
vildarvinanna.
Aðkeyrsla að margumræddri
lóð er frá Hæöargarði, og láðst
hafði að taka tillit til þess, að
þar er heljarmikill hitaveitu-
stokkur I vegi, sem fjarlægja
verður, svo aö Armannsfell h.f.
geti fært sér i nyt greiðasemi -
borgarstjórans i Reykjavik og
félaga hans og hafið byggingar-
framkvæmdir.
Kunnugir telja, að lágmarks-
kostnaður við að fjarlægja hita-
veitustokkinn sé a.m.k. 3-4
miljónir og meira, ef verkið á að
vinnast að vetri til.
Knýja opinberir starfsmenn
fram verkfallsrétt?
Mikil fundarhöld hjá BSRB um samningsréttarmál
„Ein af kröfum okkar er að fá
fullan sa mningsrétt, það er að
segja verkfallsrétt. Hvað varöar
BSRB hefur sagt
upp samningum
Rikis- og bæjarstarfsmenn
hafa I samræmi við kjarasamn-
ingalög sagt upp gildandi kjara-
samningi við riki og bæjarfélög.
Samninganefnd skipuö 53 fulitrú-
um mótaði kröfugcrð BSRB á
fundum sem stóðu frá mánudegi
18. þ.m. til föstudags 22 þ.m.
Kröfur rikisstarfsmanna hafa
þegar verið afhentar fjármála-
ráðherra. Samskonar kröfugerð i
megindráttum mun vcrða lögð
fram i viðkomandi bæjarféiögum
fyrir hönd 15 félaga bæjarstarfs-
inanna, sem aðild eiga að BSRB,
fyrir fyrsta september.
Samkvæmt kjarasamningalög-
unum^r gert ráð fyrir að septem-
bermanuði verði varið til samn-
ingaviðræðna. Fyrir 1. október
þurfa einstök aðildarfélög BSRB
að hafa lagt fram sérkröfur sinar
um röðun starfsheita og fleira.
Sáttasemjarastigið fyrir rikis-
starfsmenn er svo i október og
hafi ekki verið samið fyrir 1.
nóvember fer kjaradeilan sjálf-
krafa til kjaradóms i samræmi
við lögin.
launaupphæöirnar I kröfunum má
segja að næðu þær fram aö ganga
hefðum við náð meginhlutanum
af þvf sem við sömdum um i
„oiiusamningunum” irægu aftur.
Það er okkar markmið að komast
I þau spor, sem við stóðum i eftir
oliusamningana. Þá er einnig far-
ið fram á að framfærsluvisitala
verði notuð sem viðmiöun við
kaupgjaldsútreikninga i stað
kaupgjaldsvísitölu og að fimm
daga vinnuvikan verði staðfest.”
Þetta sagði Haraldur Stein-
þórsson, varaformaður BSRB, er
Þjóðviljinn innti hann eftir kröf-
um Bandalagsstarfsmanna ríkis
og bæja.
„Um samningsréttarkröfuna er
það að segja að BSRB hefur óskað
eftir að viðræður verði teknar upp
um hana samhliða kjarasamn-
ingaviðræðunum. Siðan eru i und-
irb. hjá okkur viðtæk fundar-
höld úti um land þar sem verk-
fallsréttarmálið verður höfuðefn-
ið. Það verða haldnir fundir i öll-
um félögunum á Reykjavíkur-
svæðinu svo og vlðsvegar um
land. Fjölmenn verkfallsréttar-
nefnd undirbýr þessi fundarhöld.
A fundunum er ætlunin að kanna
vilja félagsmanna I sambandi við
kröfuna um fullan samningsrétt.
Og það er ekki ósennilegt, án þess
að nokkuð sé fullyrt fyrirfram, að
Haraldur Steinþórsson.
niðurstaðan verði sú að rikis- og
bæjarstarfsmenn kjósi að leggja
ekki mál sin i kjaradóm heldur
knýja fram verkfallsrétt, hafi
hann ekki fengist með samning-
um við rikisstjórnina.”
Frásögn og myndir af Pankhurst
—fjölskyldunni og baráttu
bresku „súfragettanna”
OPNA