Þjóðviljinn - 30.08.1975, Síða 3

Þjóðviljinn - 30.08.1975, Síða 3
Laugardagur 30. ágúst 1975 ÞJóÐVILJINN — SÍÐA( 3 Taflfélag Reykjavík- ur byrjar vetrarstarf T.H. hefur lagt drög að haust- starfssemi félagsins, ^og verður hún á þessa leið. Fljotlega eftir aðalfund félagsins, sem er mið- vikudaginn 11. sept, verður haidið septemberhraðskákmút og verð- ur það sunnudaginn 14. sept. og hcfst kl. 19/30. Haustmót félags- ins byrjar svo miðvikud. 17. sept. mótið verður að þessu sinni með öðru sniði heidur en verið hefur. Samfara meistaraflokknum verður almennur flokkur og er sá fiokkur sérstaklega ætlaður mönn um þeim sem ekki treysta sér til þess að tefla við fullan umhugs- unartima. 1 þessum flokki er 45 minútur á skák en tveir timar i meistaraflokki. Teflt verður i þessum flokkum á miðvikud. föstudags og sunnudagskvöldum og hefjast umferðirnar kl. 19.30. Haustmót kvennaflokks félags- ins byrjar svo fimmtud. 18. sept. kl. 19.30. og verður umhugsunar- timi kvenfólksins 1 klukkustund. Teflt verður ávallt hjá þeim á fimmtudagskvöldum. Keppni i unglingaflokki hefst svo laugard. 20. sept. kl. 2. Umhugsunartimi hjá þeim er eins og hjá kvenfólk- inu klukkutimi á skák. Þar eð skákáhugi viðrist hafa aukist töluvert undanfarin ár verða 3 dagar teknir til þátttökutilkynn- ingar i haustmótið. Það verða dagarnir 14, 15 og 16. sept. „Einvígi aldarinnar” í Laugardalshöll? Iðntækni hefur myndsegul- böndin en hver sýningarréttinn? Staðið hefur tii að sýna kafia úr einvígi aidarinnar (Fischer — Spassky) á Alþjóðlegu Vörusýningunni í Laugardal. Það er Iðntækni, sem ætiaði að gera þetta, enda er það liður i þeirri kynningarstarfsemi sem þeir eru með um fyrirtæki sitt, sögu þess og verkefni. Næstum allt einvigið mun vera til á myndsegulbandi en, starfsmenn Iðntækni tóku allt mótið upp á segulband eftir að Fisher krafðist þess að aiiar kvik- myndavélar yrðu fjarlægðar úr Laugardalshöllinni. Þar sem aldrei hefur verið gengið frá greiðslu fyrir þessa vinnu Iðntækni af hálfu Chester Fox eru böndin enn i vörslu Iðntækni Fox keypti aftur á móti sýningarréttinn á öllum kyrr og hreyfimyndum, en vegna viðbragða Fisherss varð ekki úr nýtingu þessa réttar. Málaferli hafa staðið alla tið milli lögfræðinga Fox og Fishers siðan einviginu lauk, en þeim er ekki lokið. Lögfræð- ingar Iðntækni og Skáksam- bands íslands hafa unanfarna daga þingað um rétt Iðntækni til A myndinni eru (frá vinstri): Jón Ragnar Höskuldsson, starfsmaður Iðntækni, Gisii B. Björnsson stjórnarmaður hjá Kaupstefnunni, Hjörtur Torfason iögfræðingur Iðntækni, Asgeir Friðjónsson lög- fræðingur Skáksambands íslands. Gunnlaugur Jósepsson framkvæmdastjóri Iðntækni snýr baki I myndavélina. Þeir brjóta heilann og ræða vandiega aliar hliðar málsins og má skynja að það hviiir á þeim mikil ábyrgð. að sýna fyrrgreindan útdrátt frá einviginu en málið mun afar flókið og þvi hafa engar niður- stöður orðið. Allt er tilbúið til að sýna myndina i Laugardalshöllinni á nokkrum sjónvarpsskermum, sem eru i höllinni tilbúnir til uppsetningar. Er ekki að efa að marga mundi fýsa að sjá þessar glefsur úr einvigi aldarinnar ef af verður. Elsta veiðarfœraverslunin í nýju húsnœði Ellingsen flutt r í Ananaust Elsta og stærsta veiðarfæra- verslun landsins, Verslun O. Ellingsens h.f. er nú alflutt í nýtt og glæsilegt verslunarhúsnæði i Ananaustum við Grandagarð. Sextiu ár eru senn liðin frá þvi að verslunin var sett á laggirnar og iengst af var hún til húsa i Ilafnarstræti. Ellingsen verslar i heildsölu og smásölu með útgerðarvörur, skipasmiðavörur, málningu, verkfæri, vélavörur og vinnufatnað. Ellingsen i Ana- naustum er miðsvæðis við athafnasvæði veiðiflotans, en þó skanunt frá miðborginni. Við vcrslunina eru mikii og góð bila- stæði. Gisli Halldórsson, arkitekt Teiknistofan Armúla 6 teiknaði nýja verslunarhúsnæðið, sem er byggt áfast við gömlu Ananausta- húsin, sem breytt hefur verið i vörugeymslur. Innréttingar eru teiknaðar af Gunnari H. Pálssyni, verkfræðingi, Verkfræðistofunni Erni. O. Ellingsen opnaði verslun með veiðarf. og málningarvörur 16. júni 191Gfyrst i Kolasundi, en flutti i desember 1917 i nýtt húsnæði i Hafnarstræti 15, beint upp af Steinbryggjunni, sem þá var miðdepill athafnasvæðisins við höfnina. Othar Ellingsen (eldri) fæddist i Norður-Þrændalögum 30. ágúst 1875 (aldarminning i ár). Hann varð útlærður bátasmiður um tvitugt og ári siðar vann hann silfurverðlaun og aðrar viður- Framhald á bls. 10. 1525 vinningar í smá- r miðahappdrœtti RKI Nýtt Smámiðahappdrætti Kaura krossins hcfur byrjað. Að þessu sinni eru vinningar 1. 525 stk., að heildarvcrðmæti um kr. 6.500.000,00 eftir núverandi gengi. Vinningar eru: 1.080 gjafa- snyrtisett frá English Leather, 340 vasamyndavélar frá Kodak, 100 minútugrill frá Rima, og 5 fcrðir til sólarlanda með Sunnu. Miðar eru seldir á vegum Rauða Kross deilda um land allt, hjá hinum ýmsu aðilum. Smámiðahappdrættið hefur náð geysilegum vinsældum og seldist siðasta Smámiðahappdrættið svo til upp, með aðeins nokkrum und- antekningum. Má búast við að ekki liði á löngu þar til þetta happdrætti verður búið. Einstaka vinningshafar hafa fengið i siðasta happdrætti allt frá 5 upp i 14 vinninga hver. Agóða happdrættisins er öllum varið til innanlandsstarfsemi á vegum Rauða Kross deilda. Miðinn kostar ennþá aðeins kr,- 25,- og með þvi að rifa upp innsigli miðans er hægt að komast strax að þvi hvort handhafi miðans hafi hlotið vinning eða ekki, en sé hann heppinn, getur hann sótt vinninginn undir eins. Ellingsen hefur jafnan haldist vel á fólki og hafa t.d. Guömundur Sveinbjörnsson og Ólöf SigurOardóttir starfað hjá versluninni i 56 ár.Guömundur er lengst til hægri á myndinni. Fremst á myndinni er Othar Ellingsen, en aörir helstu starfsmenn verslunarinnar eru frá vinstri Steingrimur Ellingsen, Jónatan Guömundsson, óttar Birgir Ellingsen, Guömundur Jónsson, Kagnar Engilbertsson, og Sigtryggur Jónsson. Nýja verslunarhúsnæöiö Innréttingar í versluninni eru mjög hentugar. Leikstjóra- námskeið á ísafirði Fimmtán manns sátu leik- stjórnarnámskeið sem lialdiö var i þessari viku á lsafiröi á vegum Bandalags islenskra leikfélaga. Stefán Baldursson leikstjóri var aðalkennari á námskeiðinu, en einnig kenndu þar þau Magnús Axelsson og Helga Hjörvar fram- kvæmdastjóri Bandalags is- lenskra leikfélaga. Helga Hjörvar tjáði Þjóðviljan- um að námskeiðið hefði tekist sérlega vel. Þeir sem sóttu nám- skeiðið eru úr öllum landsfjórð- ungum, áhugaleikarar og einnig atvinnuleikarar sem hafa hug á að leggja fyrir sig leikstjórn hjá áhugaleikhópum i framtiðinni, m..a var einn atvinnuleikari frá Leikfélagi Akureyrar. Á námskeiðinu á ísafirði var Stefán Baldursson aðalleiðbein- andi, en Magnús Axelsson leið- beindi mönnum um beitingu ljósa á leiksviði. —GG

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.