Þjóðviljinn - 30.08.1975, Side 5

Þjóðviljinn - 30.08.1975, Side 5
Laugardagur 30. ágúst 1975 ÞJÓÐVtLJINN — SÍÐA 5 í agúrkutiðinni er það löngum venjan að þjóðir þriðja heims- ins drottni yfir fréttasiðum blaðanna óskiptum eða þvi sem næst, og er það ekki nema eðli- legt þvi að á vesturlöndum gerist tæplega nokkur hiutur þann tima: þjóðlifið er viðast hvar i dvala vegna sumarleyfa og þeir menn liggja á bað- ströndum og drekka vin sem annars ganga Ijósum logum um forsíður. En nú vill svo til að þetta tvennt, vin og bað- strandarlif, blandast undarlega saman i þeim eina atburði, sem rofið hefur þögnina í Frakklandi i sumar: bardaganum i Korsiku 22. ágúst milli lögregluþjóna og þjóðernissinna. Þann 21. ágúst kl. 7 aö morgni ruddust fimmtiu bændur vopnaðir veiðibyssum inn i vin- kjallara og skrifstofur vinbónda eins, Henri Depeille að nafni, i Alistro skammt frá Aleria á austurströnd eyjarinnar. Fyrir hópnum var læknir frá Brastia, Edmond Simeoni, og gerðu bændurnir sér litið fyrir, köstuðu bókhaldi vinbóndans út um gluggann, ráku alla út og lokuðu sig inni. Þessir menn voru félagar úr „Endurreisnar- hreyfingu Korsiku”, ARC, sem tiltölulega litið hafði verið i fréttunum til þessa. Hún var sjofnuð 1967, undir forystu tveggja bræðra, læknanna Max og Edmonds Simeoni, og barðist upphaflega fyrir þvi að franska stjórnin gæfi meiri gaum að efnahagslegri og menningar- legri uppbyggingu eyjarinnar, en siðan hafði hreyfingin smám saman orðið róttækari og jafn- framt fengið aukna áheyrn al- mennings. Á þingi hennar i Corte 1974 voru 15.000 manns, og þann 17. ágúst i sumar sóttu þingið 6000 manns. Þá var kraf- an orðin sjálfræði Korsiku- manna innan vébanda franska lýðveldisins og höfðu leiðtogar hreyfingarinnar allstór orð um að nauðsynlegt væri að eyðb leggja nýlendustefnu frakka i málefnum Korsiku i öllum hennar myndum . Sögðust þeir ekki myndu hika við að beita öllum ráðum, ef „óvinurinn” — Barist á Korsíku franska stjórnin — neyddi þá til þess. Enginn bjóst þó við þvi að félagar þessarar hreyfingar myndu láta til skarar skriða svo fljótt. Hins vegar mun tilgangur þessara fimmtiu manna sem tóku hús á vinbóndanum i dögun engan veginn hafa verið sá að lenda i bardaga við lögreglu eyjarinnar né knýja yfirvöldin til undanláts með hryðjuverk- um, heldur hugðust þeir ein- göngu vekja eftirtekt á baráttu- málum sinum og skapa umræð- ur um þau. Ætlunin var sú að halda fund og yfirgefa siðan landareign vinbóndans eftir fárra daga hernám. Leiðtogi hópsins, Edmond Simeoni, bar siðan fram kröfur sinar, — en þær voru almenn stefnuskrá hreyfingarinnar, og gerðist svo ekkert þann daginn. En snemma morguns 22. ágúst var mjög öflugt lögreglu- lið flutt til eyjarinnar, og um- kringdi lögreglan siðan landar- eign bóndans Depeille. Strax og Simeoni og félagar hans fengu veður af þessu, gerðu þeir útrás og náðu i sex gisla, að talið var, fjóra verkamenn frá Norður- Afriku og tvo ferðamenn. Það kom þó siðar i ljós að „ferða- mennirnir” voru i raun og veru félagar úr samtökunum, sem höfðu verið bundnir og keflaðir til að skjóta yfirvöldunum skelk i bringu og fá þau til að slá árás- inni á frest. Aröbunum var hins vegarsleppt um leið og sýnt var að það myndi slá i bardaga. Klukkan fjögur um daginn gerði lögreglan svo harða árás, það kom tiLskothriðar og féllu tveir lögreglumenn, en korsiku- mennirnir gáfust upp. Edmond Simeoni gaf sig á vald lögregl- unni og var handtekinn, en hin- um mönnunum tókst að sleppa burtu og skilur enginn enn hvernig þeim tókst það. Þessir atburðir hafa valdið feikilegu umtali i Frakklandi og gagnrýna menn ýmist korsisu þjóðernissinnsna eða fram- ferði lögreglunnar, en augljóst er að Simeoni og félögum hans hefur tekist mjög rækilega það sem þeir ætluðu sér: að vekja athygliá vandamálum Korsiku. Stefnuskrá þeirra, sem þeir vildu taka til umræðu á landar- eign vinbóndans Depeille, var i þremur atriðum: 1 fyrsta lagi kröfðust þeir auk- innar atvinnu handa korsikubú- um og forréttinda handa þeim um atvinnu á eynni, i öðru lagi kröfðust þeir þess að korsikubú- ar fengju aftur þær jarðir sem nú eru notaðar fyrir ferðamenn eða eru i eigu utanaðkomandi manna, og loks heimtuðu þeir viðurkenningu á tungumáli eyj- arskeggja til jafns við frönsku. Oll þessi atriði eru nátengd þróun þjóðlifs og efnahagslifs á Korsiku að undanförnu. Þessi eyja hefur ekki verið hluti af Frakklandi nema i tvær aldir: hún tilheyrði áður lýð- veldinu Genúu á Italiu og fengu Frakkar yfirráð yfir henni 1769. Tungumál eyjarskeggja var þvi itölsk mállýska og er enn. Lengi vel lifðu korsikubúar sinu lifi fjarrj ys og þys meginlandsins, en fyrir einum fimmtán árum hófust þar mjög snöggar þjóð- félagsbreytingar. Þá var ákveðið að „byggja upp at- vinnulifið” eins og það heitir á Korsika snurfusuðu tungutaki sér- fræðinga, og litu menn svo á að þar væri tilefni til tvenns: að efla ferðamannaiðnaðinn og auka vinræktina. Fimmtán árum siðar er ekki annað að sjá en þetta hafi tekist allvel: ferðamannaiðnaðurinn er i miklum blóma og vinræktin hefur aukist úr 6000 hektörum 1960 i 30.000 ha nú. En sé betur á þetta litið kemur þó i ljós að korsikubúar sjálfir hafa notið undarlega litils góðs af þessu. Árið 1962 lauk Alsirstriðinu og gifurlegur fjöldi Alsir-frakka, sem jafnan eru kallaðir „svart- fætlingar” i Frakklandi sjálfu flúðu þaðan. Það vill svo til að hin nýja vinrækt i Korsiku, sem er yfirleitt staðsett á austur- sléttu eyjarinnar, er að mestu leyti i þeirra höndum: nú eru 70% af vinekrunum i eigu 300 manna, sem eru yfirleitt „svartfætlingar” (einn þeirra er einmitt Henri Depeille) og er hagnaður þeirra 180 miljónir franka á ári, en 30% vinekranna er i eigu 4300 bænda sem eru korsikubúar að yfirgnæfandi meirihluta, og er hagnaður þeirra aðeins 40 miljónir franka. Þegar litið er á þróun mála undanfarin áratug er er- fitt að verjast þeirri hugsun að frönsk yfirvöld hafi alltaf stefnt að þessu, og vist er að núver- andi ástand i efnahagsmálum — og viðbrögð banka við þvi — gerir korsisku smábændunum sifellt erfiðara fyrir. Við þetta bætist að „svartfætlingarnir” hafa að sögn verið heldur óvandir að meðulum i viðskipt- um sinum, og hafa þeir verið flæktir i ýmis vond „vin- fölsunarmál” (ólöglega fram- leiðslu og sölu á efnafræðilegu gerfivini). Um ferðamannaiðnaðinn gegnir sama máli að hann er að langmestu leyti i höndum frakka frá meginlandinu og hafa korsikubúar sjálfir litinn hagnað af honum. Afleiðingin er þvi sú að meðan „efnahagslif eyjarinnar blómstrar” verða korsikubúar sjálfir að flytjast burt og leita sér atvinnu annars staðar og miðhluti eyjarinnar er að fara i eyði. Þessi atriði skýra fyllilega kröfur Simeoni og félaga hans um bætta atvinnu á eynni og endurheimt jarða. En efnahags- ástandið kyndir einnig undir kröfur eyjarskeggja á sviði menningarmála: öldum saman hefur Frakkland verið mið- hverfðasta land Evrópu, og stefndu yfirvöldin, bæði fyrir og eftir stjórnarbyltinguna, mark- visst að þvi að bæla niður sjálf- stætt menningarlif i héruðum landsins og þá ekki sist mál- lýskur og önnur tungumál en frönsku. Nú sjá korsikubúar að þessi menning er ekki aðeins óaðskiljanlegur þáttur þeirra sjálfra heldur einnig vörn gegn yfirgangi framandi manna. Það var þvi ekki furða þótt Edmond Simeoni krefðist þess að kor- siska yrði gert að skyldunáms- grein i skólum eyjarinnar. Korsikumenn eru af itölskum uppruna, og þegar þeir lita suður sjá þeir til eyjarinnar Sardiniu, sem er hluti italska lýðveldisins en hefur þó sérþing og sérstjórn i eigin málum siðan 1948. Liklegt er að siðustu at- burðir i Korsiku og þær um- ræður sem af þeim spretta leiði til þess að kröfum um að korsikumenn fái sams konar réttindi innan Frakklands aukist fylgi. e.m.j. Sjónvarpið og innlend kvikmyndagerð Dcila Magnúsar Jónssonar kvikmyndagerðarmanns ðg sjónvarpsins um kostnaðar- hlið myndar hans, „Ern eftir aldri”, hefur komið á stað um- ræðu um stöðu kvikmynda- listarinnar á tslandi. Islenskir kvikmyndagerðar- menn hafa árum saman reynt. að benda á erfiða stöðu þessarar listgreinar hér en stjórnvöld hafa skellt við skoilaeyrum. Og tilkoma sjónvarpsins hefur ekki orðið kvikmyndagerðarmönnum nein umtalsverð lyftistöng, þeir hafa reyndar engan samning við þá stofnun. 1 öðrum löndum, t.d. öðrum Norðurlöndum, standa kvik- myndahús undir fjármögnun sérstaks kvikm yndasjóðs, sem siðan er veitt úr til að styðja innlenda kvikmynda- gerð. A síðasta Alþingi var flutt frumvarp um stofnun is- lensks kvik my ndasjóðs . Frumvarpinu var visað til ríkisstjórnarinnar og tekið fram i nefndaráliti, að nauðsyn bæri til að rikis- stjórnin beitti sér fyrir samningu löggjafar um aðstoð við kvikmyndagerð i upphafi næsta Alþingis. Nú biða kvik- myndagerðarmenn eftir- væntingarfullir að sjá það fyrirheit rætast. Hinn landlægi misskilningur Þjóðviljinn ræddi við Gisla Gestsson, formann félags is- lenskra kvikmy ndagerðar- manna, um framtið kvikmynda á Islandi. „Við verðum i byrjun að ein- beita okkur að gerð stuttra mynda ,,dokumentar”-mynda. Það rikir hér landlægur mis- skilningur á þvi að við eigum að gera langar, leiknar myndir með morðum, ránum, nauðgunum og eldsvoðum — Njálsbrenna. Við verðum aðbyrja á stuttum mynd- um, við verðum að byrja frá grunni. Barn i fyrsta bekk tón- listarskóla er ekki látið semja sinfóniur”. Sjóðnum var stolið Erlendis er lagt ákveðið gjald á hvern seldan biómiða og þetta gjald látið renna til innlendrar kvikmyndagerðar. Er þetta ekki lausnin hér? „Það er nú þegar lagt gjald á hvern seldan biómiða hér. Skemmtanaskattur er tekinn af bfómiðum og aðgöngumiðum að skemmtistöðum og einnig gjald sem rennur til menningarsjóðs. Skemmtanaskatturinn rennur i félagsheimilasjóð. Þessi félags-. heimilasjóður var fyrir mörgum árum tekinn af kvikmyndagerð- inni. 1 byrjun var þessi skattur lagður á til að styrkja kvik- myndagerð, en svo var sjóðnum rænt, hann látinn styrkja félags- heimilabyggingar. Fyrir 30 árum eða svo, þegar sjóðurinn átti að styrkja kvikmyndagerð, var bara engin stjórn á þessum málum. Þeir vörðu fé til að styrkja myndir eins og „Leynimel 13” sem aldrei var sýnd. Peningunum var bara fleygt út i bláinn. Það þarf að ganga að þessum málúm af skynsemi. Kvikmynda- gerðer ekki bara fyrir einhverja kvikmyndagerðarmenn, hún er lika fyrir áhorfendur. Það þarf að kenna fólki að horfa, kenna þvi að nota og skilja mynd-málið. t sum- um löndum er farið að kenna þetta i almennum skólum, „film appreciation”. Hvar er ,, strandard-hálfvitinn”? Einhvern tima var sagt að sjón- varpið ætti að vera islenskum kvikmyndagerðarmönnum innan handar — voru það kannski bara orð? „Kvikmyndagerðarmenn hafa verið samningslausir við sjónvarpið i fjögur ár. Við höfum stundum rætt við þessa embættis- menn sem ráða sjónvarpinu. Þeir hafa nokkrum sinnum boðið okk- ur i lambasteikur og tilheyrandi. Þetta eru afar elskulegir menn, en það hefur bara aldrei orðið neitt meira. Ég er ekki sammála Þorgeiri Þorgeirssyni þegar hann kallar stjórnmálamenn „standard-hálf- vita”, ég held að „standard-hálf- vitinn” sé embættismaður. Það er bráð nauðsyn að breyta lögum Rikisútvarpsins þannig að sömu mennirnir sitji þar ekki á valdastólum árum og áratugum saman. Sjónv'arp verður að vera ferskt og stjórnendur þess eiga að vinna svo mikið að þeir verði dauðfegnir að losna úr stöðum sinum eftir tvö eða fjögur ár. Þannig er þetta hjá BBC. Það sjónvarp og útvarp er alltaf ferskt, alltaf lifandi alltaf áhuga- vert. Sjónvarp verður ekki ferskt, Gisli Gestsson formaður félags kvikmyndagerðarmanna. ekki skemmtilegt, nema ’ sem flestir gefi þvi svip. Allir kannast við myndir i is- lenska sjónvarpinu sem bera yfirskriftina: „Sjónvarpsmenn voru á ferð...” og svo kemur ein- hver klisja — menn sjá að það sem boðið er uppá stóð eiginlega ekki til; þeir voru bara á ferð i öðrum erindum, en tóku mynd þarna i leiðinni. Og þessi mynd er alltaf eins og sú sem var sýnd i siðasta mánuði. Fólk tók eftir þvi með myndir þeirra Þorsteins Jónssonar og Ölafs Hauks Simonarsonar, að þeir komu öðruvisi að viðfangs- Framhald á bls. 10.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.