Þjóðviljinn - 31.08.1975, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 31.08.1975, Qupperneq 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 31. ágúst 1975. \PWÐVIUINN MALGAGN SOSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Ctgefandi: Otgáfufélag Þjööviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón meö sunnudagsbláöi: Arni Bergmann Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólavöröust. 19. Sfmi 17500 <5 linur) Prentun: Blaöaprent h.f. AÐ VERA EÐA VERA EKKI Enn i dag er þvi ósvarað, hvort nokkrar greinar ekki alltof fjölskrúðugs islensks menningarlifs eigi að lifa eða deyja. At- hygli manna beinist þessa daga meir en endranær að islenskri kvikmyndagerð, ekki sist vegna blaðaskrifa um samskipti kvikmyndamanna við islenska sjónvarp- ið. Þau minna enn á það hve óralangt er frá þvi, að þessari grein menningarlegs sköpunarstarfs hafi verið tryggður grund- völlur sem hægt væri að standa á af nokk- urri skynsemi. Þrátt fyrir margra ára umræður og upplýsingaflaum um þá margháttuðu fyr- irgreiðslu sem innlend starfsemi á sviði á- hrifamestu listgreinar samtimans nýtur i grannlöndum okkar, hefur enn ekki tekist að juða stjórnvöldum til að stofna kvik- myndasjóð sem gæti risið undir sliku starfi. Mestallur skemmtanaskattur af aðgöngumiðum kvikmyndahúsa rennur til félagsheimila, sem alltof mörg eru til litils annars notuð en að halda i þeim skröll og bingó. Menntamálaráð hefur eina miljón króna til úthlutunar og dugir skammt eins og hver maður sér. Sjónvarpið hefur alls ekki reynst islenskri kvikmyndagerð lyfti- stöng—þvert á móti má segja, að hálfgert eða algjört strið riki milli þess og kvik- my ndagerðarmanna. Á siðasta þingi fluttu þingmenn fjögurra flokka frumvarp til laga um stofnun kvik- myndasjóðs, sem fengi bæði árlegt fram- lag úr rikissjóði og 10% af andvirði að- göngumiða að kvikmyndahúsum til ráð- stöfunar. Samkvæmt frumvarpinu á sjóð- urinn að efla islenska kvikmyndagerð „með beinum fjárstyrkjum, lánum, á- byrgðum og verðlaunum” sem megi nema allt að 80% af kostnaði við gerð myndar. Þá skal sjóðurinn notaður til að koma á fót kvikmyndasögusafni og „stuðla á annan hátt að bættri kvikmyndamenningu, m.a. með þvi að verðlauna kvikmyndahús, sem fram úr skara við val á góðum kvikmynd- um”. Þvi miður virðist sem þetta mál hafi enn einu sinni verið saltað: menntamála- nefnd hefur lýst sig „ekki sammála” um fjáröflunarleið og visað málinu „til rikis- stjórnarinnar”. Ýmsar kenningar má sjálfsagt hafa uppi um það, hvers vegna valdhafar hafa tekið svo dauflega undir kvikmyndakröfur og raun ber vitni. Ein ástæðan er kannski vanþróuð kvikmyndamenning yfirleitt, sem kemur m.a. fram i mjög bernskri og litt gagnrýninni afstöðu til sjónvarpsins — a.m.k. ef borið er saman við kunnáttu manna i þvi að átta sig á öðrum fjölmiðl- um. í annan stað má vel vera, að hér sé á ferð hræðsla við þessa áhrifamiklu list- grein. Það er að minnsta kosti alveg ljóst af samskiptum sjónvarpsins við kvik- myndamenn, að meðal áhrifamanna er allt annar og taugaveilunarlegri mæli- kvarði lagður á það sem sagt er i kvik- mynd en það sem sagt er i grein eða td. skáldsögu. Fáir hrökkva lengur upp við jafnvel hatrömmustu þjóðfélagsádeilu i skáldsögu, en ef að reynt er i raun og veru á ofur varfærnislegan hátt að draga fiska undir steini islensks mannlifs, þá eru rek- in upp þau skaðræðisöskur aðmenn gætu haldið að sjálfstæðishúsið hefði verið bombardérað. Það er i anda þessa ótta, að i raun hefur verið reynt að fylgja þeirri stefnu á íslandi að þar verði ekki til kvik- myndir sem sýni annað en náttúru eða vinnubrögð og sé blandað við islenska sjálfsánægju. Manneskjum og vanda þeirra hefur verið úthýst að svo miklu leyti sem valdhafarnir hafa ráðið ferðinni. „SVART GAT” A BAK VIÐ SPRENGINGU í GEIMNUM Hverjareru þær eiginlega þess- ar dularfullu orkulindir I geimn- um, sem stundum flæöa yfir alla bakka — nú siöast i stjörnumerk- inu Orion, þar sem röntgengeislun frá ennþá óþekktu fyrirbæri hefur magnast eins og viö sprengingu af óútskýröri ástæöu? Eöa aðrar lindir, sem þeyta af meiri stöðugleika orku út frá sér i þvi magni, sem alls ekki kemur heim og saman viö viöteknar skoðanir um það hvernig hlutum sé eiginlega varið úti i geimnum? Þaö veit enginn. En næstum þvi allar kenningar benda i dag til hugtaks sem menn kalla „svört” eöa „myrk göt”. „Svörtu götin” eru hugsmiðar sem reistar eru af fremstu stjarn- eðlisfræöingum timans. Menn telja að geröar hafi verið athug- anir sem bendi til þess, að hug- smiðar þessar svari til raunveru- leikans, en endanlegar sannanir hafa menn ekki. Samkvæmt þeirri kenningu sem vinsælust er i dag eru „svört göt” lokastig i þróunarsögu vissra stjarna. Kenningin litur út á þehnan hátt — mjög einfölduð: Stjarna veröur til úr þvi afar þunna efni sem i reynd má enn allsstaöar finna i geimnum. Þetta þunna efni er i þvi sem menn kalla plasmaástandi. Plasma svarar til hins gamla eldshugtaks i höfuðskepnulistan- um jörö, vatn, loft og eldur. Nú um stundir segjum viö fast efni, fljótandi efni, lofttegund og plasma. Plamsaö er þaö sem menn kall- aö jóniseraö gas — m.ö.o. i staö hlutlausra mólekúla og atóma hafa myndast rafhlaönar eindir, svokallaöir jónar. Plasmaö hagar sér i mörgum tilvikum ekki eins og venjuleg lofttegund. Þannig er þaö t.d. alls ekki vist, aö þaö reyni eins og venjulegt gas að fylla allt tómarúm. Plasma hefur þvert á móti þann sið aö dragast saman. Og þar eö mestur hluti geimsins er plasma er meö tilvisun til þessa hægt aö útskýra hvernig efni safnast saman i stjörnur. Smám saman hefur svo mikiö efni safnast saman, að þyngdar- afl byrjar að segja til sin. Þetta þýðir að enn meira efni safnast saman. Eftir alllangan tima er kominn i ljós heljarmikill klump- ur. Viö samþjöppun efnisins myndast hiti. Meö timanum verður þessi hiti svo mikill að atómkjarnarnir, mest vetnis- kjarnar, taka að bregðast hver við öörum. Klumparnir veröa að vetnisofnum þar sem orka leysist úr læöingi við það að léttir atómkjarnar bræðast saman. Nú hefur myndast sjálflýsandi stjarna. Um alllangt skeiö er þyngdar- afl hennar i jafnvægi við þann orkustraum sem frá henni leggur. Stjarnan er nokkurnvegin föst stærö. En þetta jafnvægi varir ekki aö eilifu. Smám saman byrjar stjarnan aö skreppa saman. Þá aukast kjarnaviöbrögðin i þeim mæli að þau veröa sterkari en þyngdaraflið. Stjarnan fer aftur að vaxa. Nú getur smám saman dregiö úr kjarnaviöbrögðunum — elds- neytiö getur gengið til þurröar — meö þeim afleiöingum, aö þyngdarafliö nær aftur yfirhend- inni, enda þótt það sé minna en fyrr. Og nú getur allt mögulegt gerst. Stjarnan getur þjappast saman i ótrúlegum mæli i einum eða fleiri áföngum. Veröi stjarnan minni en 1.4 sinnum stærö okkar sólar veröur hún aö lokum aö svokölluöum hvitum dverg á stærð við okkar jörð. Efnið hefur þá pressast svo saman, aö innihald einnar teskeiðar vegur þar 100 tonn. Það er reyndar hægt að likja hvitum dverg viö eitt stórt atóm. En sé stjarnan allt að þrisvar sinnum stærri en okkar sól nemur samþjöppunin ekki staöar viö ástand hvits dvergs, en heldur áfram og veröur þá þaö til sem kallast nevtrónstjarna. Slik stjarna getur veriö aöeins 20 km. i þvermál eða þar um bil, og innihald einnar teskeiöar getur þar vegiö 10 miljónir smá- lesta. Slikri stjörnu má likja viö atómkjarna. Sé stjarnan upphaflega enn stærri lýkur þróuninni ekki einu sinni hér. Þá þjappast efniö sam- an, ef til á broti úr sekúndu, saman til fullkomins þéttleika. Þetta þýöir aö innihald einnar tekskeiöar vegur miljónir miljóna tonna. I þessu tilviki er þyngdarafliö svo gifurlegt, að jafnvel ekki ljós kemstá brottfrá slikri „stjörnu”. Þaö er þess vegna að þessar al- gjöru mótsetningar viö tómarúm eru kallaðar „svört göt”. Þvi er ekki hægt að skoða þær beinlinis. Engin geislun kemst á brott frá þeim. En menn telja sig hafan skoöað nokkur slik „göt” á óbeinan hátt. Þær sýnast nefni- Framhald á ls.siðu. w ALÞJÚÐLEG VÖRUSÝNING 22.ÁG.-7.SEPT BLAFELL HF. UMBOÐS- OG HEILDVERZLUN BOX 242 KOPAVOGI NAFNNR 1362*5131 SOLU5KRIFSTOFA. SKIPHOLTI 7 Rt'i K JAViK SIMI 27033 ALÞJOÐLEG VORUSYNING. REYKJAVÍK. 22. ÁGÚST - 7. SEPT. 75 s^ih'Tor MDUSON cosmedc IIMBOD FVRIR eftirtaldar SNYRTIVORUR blaek jack Endocil ,jwv

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.