Þjóðviljinn - 31.08.1975, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 31.08.1975, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJl'NNSunnudagur 31. ágúst 1975. GILS GUÐMUNDSSON: Fáeinar línur til Þórarins Þórarinssonar Kæri Þórarinn. Nú er svo langt um liðið frá þvi er við áttum slðast tal saman um landsins gagn og nauðsynjar, að mér hefur flogið í hug að senda þér fáeinar linur. Um þessar mundir er rétt liðið ár siðan þið Ólafur mynduðuð stjórnina fyrir Geir, og mætti segja mér að þú hafir einhverntima fengið kveðiu af minna tilefni. Ekki er ég svo ill- kvittinn, að ég óski þér til hamingju með afmælið. En hins- vegar langar mig til að nota tæki- færið og spjalla við þig um nokkur mikilvæg'atriði islenskra stjórn- mála i beinu framhaldi af skrif- um þinum þar um undanfarna mánuði og missiri. Aður en ég vik að aðalefni þess- ara lina, langar mig til að flytja þér bestu þakkir fyrir þá um- hyggjusemi ogalúð, sem þú hefur sýnt flokki minum, Alþýðubanda- laginu, allt það ár sem liðið er siðan þið ólafur unnuð stjórnar- myndunarafrekið. Glöggir menn telja, að á þessu tólf mánaða tlmabili hafir þú skrifað rúmlega 200 forystugreinar i blað þitt og nær 40 heilsiðupistla um „menn og málefni” eða um það bil 600 Timadálka samtals. Langsam- lega drýgstur hluti þessa lesmáls, sennilega tveir dálkar af þremur hefur verið helgaður Alþýðu- bandalaginu og forustumönnum þess. Einhverjir hafa af þessum sökum kvartað hálfpartinn undan ómaklegum árásum og hvimleiðu narti. Ég er ekki i' þeim hópi. Ég lit þannig á, að með sibyljuskrif- um þinum um Alþýðubandalagið sért þú, raunsær og þraut- þjálfaður stjórnmálamaður, að veita flokki minum mikiisverða viðurkenningu og þvi er mér þakklæti efst i huga. Ég geri mér ljóst, hvert er til- efni þess að Alþýðubandalagið fer naumast úr huga þinum, hvorki dag né nótt. Svo marga Fram- sóknarmenn hef ég hitt að máli, að mér er mætavel kunnugt um skoðun ófárra þeirra á núverandi rikisstjóm og gerðum hennar. Þar ber ákaflega litið á milli manns úr Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi og er helsti munurinn sá að vonsvikinn og reiöur Framsóknarmaður er töluvert orðljótari en við hinir, sem þó eigum það til að segja sitt- hvað misjafnt um rikisstjórnina þina. Ég þykistsjá þaö á skrifum þinum, Þórarinn góður, að þú hefur hitt margan stórorðan Framsóknarmanninn að máli, ekki siður en ég. Án efa hefurðu einnig orðið þess var, hvert von- Á brúökaupsdaginn sviknir kjósendur flokks þins beina helst huga sinum um þessar mundir, við hvaða stjórnmála- samtök þeir binda vonir um vinstri forustuá komandi timum. Það er af þvi að þú veist þetta, sem þú skrifar lon og don um Al- þýöubandalagið. Naumast dettur þér i hug að eyða svo miklu senr púöurskoti á Alþýðuflokkinn eði Samtökin, að maður nefni ekki Sjálfstæðisflokkinn, samherjann elskulegan. Ég er satt að segja mjög ánægður með þetta allt saman og vænti þess, að þér og öðrum foringjum Framsóknar þyki mikil og vaxandi ógn standa af Alþýðubandalaginu svo lengi sem þið ástundið ihaldssam- vinnu. Blikkiöjan Asgarði 7, Garðahreppi Önnumst þakrennusmíöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboö. SÍMI 53468 Auglýsingasími Þjóðviljans er 17500 Annað atriði, sem er hinu fyrra að visu talsvert skylt, hefur orðið æ, fyrirferðarmeira i stjórnmála- greinum þinum siðustu mánuði, og langar mig til að fara um það nokkrum orðum. Það er sú kenning þin, að i rauninni megi einu gilda hvaða flokkar séu við völd, þó að þvi tilskildu, að Fram- sóknarflokkurinn sé annar eða einn þeirra. Það komi nákvæm- lega i sama stað niður hvaða öfl standa að baki rikisstjómum, hvaða þjóðfélagsstéttum þær þjóni, hvaða stefnu þær fylgi. Þessa undarlegu kenningu boðar þú af þeim mun meiri ákafa sem þér finnst núverandi rikisstjórn standa haílari fæti. Hér eru viö- brögð þin af sömu rótum runnin og áður: öttanum við eflingu Al- þýðubandalagsins sem itviræðis foruStuflokks vinstri afla i land- inu. En ég er hræddur um að i þessu efni hafir þú ekkí erindi sem erfiði. Óánægðir flokksbræður þinir eiga áreiðanlega töluvert erfitt með að skilja það, að enginn munur sé á vinstri og hægri stefnu, núverandi ihaldsstjórn undir forustu Geirs Hallgrims- sonar sé i rauninni aðeins rökrétt og eðiilegt framhald af vinstri stjórninni með Ólaf Jóhannesson i forsæti. Þrátt fyrir talsverða kunnáttu þina við að leika tveim skjöldum sem þrautseigasti málsvari Framsóknarflokksins i fullan þriðjung aldar, held ég að báglega gangi að kenna mönnum þessi nýju og kynlegu visindi. Kæmi mér ekki á óvart þó aö sá róður þinn kunni enn að þyngjast, eftir þvi sem afleiðingar núver- andi stjórnarstefnu verða ugg- væniegri og i rústir fellur fleira af þvi sem reist var i tið vinstri stjómarinnar. Þú þarft raunar ekki að vera neitt hissa á þvi, Þórarinn minn góður, þótt illa gangi að telja mörgum Fram- sóknarmanni. trú um, að engu skipti hvort flokkur hans hefur forystu um rikisstjórn félags- hyggjufólks eða leiki hlutverk hækjunnar i ráðuneyti ihalds- og sérhyggjuafla. Er það ekki rétt munað hjá mér, að i meira en áratug, frá þvi fyrir 1960 og fram á mitt ár 1971, skrifaðir þú ár hvert sæg greina, smárra og stórra, sem höfðu einn og sama meginoðskap að flytja (þraut- seigjan minnti á Cato hinn gamla): að hvað sem öðm liði bæri nauðsyn til aðhnekkja veldi Sjálfstæðisflokksins og fella afturhaldsstjórn hans. Til þess væri eitt ráð öðru vænlegra, að efla Framsóknarflokkinn og gera honum kleift að laða vinnandi fólk sjávar og sveita og öll raunveru- leg vinstri öfl til samvinnu. Þú sagðir nokkuð oft að umbótaöflin ættu að ráða i þessu landi og gerðir einatt harða hrið að Al-‘ þýðuflokknum, sem þú sakaðir réttilega um að láta afturhaldið nota sig til óþurftarverka. Ekki held ég að þú hafir fundið upp nafnið „ihaldshækja”, en þú not- aðir það rétt eins og hver annar. Svo kom loks að þvi, árið 1971, að þú sást árangúr erfiðis þins. Ólafur Jóhannesson myndaði vinstri stjórnina, sem við studd- um báðir, og erum, að ég held, al- veg sammála um að hafi á skömmum tima unnið gott starf, sem þjóðin býr að i dag með margvislegum hætti. Raunar vit- um við það, að þetta stjórnar- samstarf var ýmsum annmörk- um háð, og var engan veginn flokki Selárdalsbónda einum um að kenna allt það, sem miður tókst til en skyldi. Okk- ur er vafalaust ljóst, þótt hvorugur hafi hátt um, að önnur styrkleikahlutföll helstu stjórn- arflokkanna tveggja hefðu gert vinstri stjórnina sálugu til muna öflugri og dáðrakkari en hún reyndist. Hugsaðu þér til að mynda muninn, ef við Alþýðu- bandalagsþingmennirnir hefðum veriö 17 og þið Framsóknar- mennirnir 10 en ekki öfugt! En þetta er nú óðum að breytast til réttrar áttar, og engu siður fyrir atbeina ykkar Ólafs en ágæti Al- þýðubandalagsins, þótt hvort tveggja komi til. Kannski eigum viö eftir að lifa það, að flokkar okkar, þá nokkuð jafnir að styrk- leika, fari á ný með völdin i þessu landi. Ég veit að slik stjórn hefði sina galla, en ertu ekki sammála mér um það, að hún ætti samt sem áður að geta skilað töluverð- um árangri? Reynslan af samvinnu flokka okkar I vinstri stjórninni var að ýmsu leyti góð, enda þótt brota- löm yrði þar nokkur um það er lauk. Við Alþýðubandalagsmenn gerðum okkur ljóst, að innan Framsóknarflokksins var að finna harðsnúinn og áhrifamikinn hóp hægri sinna og hernámsliða, sem frá upphafi vildi vinstri stjómina feiga og átti að sálu- bræðrum svartasta ihaldið i Sjálfstæðisflokknum. Þar sem okkur var mætavel kunnugt um þetta heimilisböl, var reynt að skýra og skilja hik ykkar og hálf- velgju við framkvæmd veigamik- illa þátta stjórnarsáttmálans á þá lund.aðþið væruð hræddir við of- stopafullan afturhaldshóp i eigin flokki, sem hótaði öllu illu ef þið létuð ekki undan siga. Um hrið hygg ég raunar, að þið Ólafur hafið lagt ykkur allmikið fram við að halda þessu liði i skefjum. Það mun fyrst hafa verið eftir al- kunna undirskriftasöfnun, „var- ins lands” að áköfustu hernáms- sinnarnir og fjármála- spekúlantarnir i flokki ykkar fengu byr undir báða vængi. Mig minnir að þeir væru 170 talsins (sögn Morgunblaðsinsrsem best hafði fréttasamböndin) fram- sóknarmennirnir úr Reykjavfk og Rey k janesk j ördæm i, sem skrifuðu Ólafi forsætisráðherra hótunarbréfið mikla. Var það ekki þessi sami hópur, sem i miðri kosningahriðinni siðustu gerði ykkur Einar Agústsson svo lafhrædda, að manni rann til rifja að sjá skelfingu ykkar uppmálaða og feitletraða i Timanum. Ég gerði mér satt að segja góðar vonir um að þetta hræðslukast liði hjá og skildi ekki eftir varanleg merki. Hinsvegar bendir öll þrór un mála siðan i þá átt, að hægra- liðið hafi náð á ykkur forystu- mönnum Framsóknarflokksins þeim fastatökum, sem hvergi hafa slaknað. Þegar við litum nú um öxl, Þór- arinn minn, á ársafmæli rikis- stjómar Geirs Hallgrimssonar, er að sjálfsögðu margs að minn- ast, sem fróðlegt hefði verið að rifja upp. En það verður að biða annarrar stundar. Ég vil aðeins beina þvi til þin i allri vinsemd, að iafmælisvimunni gleymir þú ekki með öllu að til eru framsóknar- menn, og þeir ekki allfáir, sem tóku trúanlegan margra ára boðskap þinn um forustuhlutverk Framsóknarflokksins sem öflugasta andstæðings iháldsins. Margir þessara manna greiddu flokki þinum atkvæði i siðustu kosningum i trausti þess, að hann ætti góðan hlut að myndun nýrrar vinstri stjórnar, ef þvi yrði með nokkru móti við komið. Ég veit að þú hefur reynt að telja mönnum trú um að þar hafi strandað á öðr- um en Framsóknarflokknum, og umgengist þar sannleikann af helsttil miklu gáleysi. Og vist er það, að margir flokksbræður þin- ir trúa þér ekki i þessu efni, enda varla von, svo áfjáðir sem þið framsóknarforingjarnir reyndust að slita vinstri viðræðunum til að geta farið að hreiðra um ykkur I flatsæng ihaldsins. Svo kveð ég þig með þeirri ósk að þú eigir ásamt flokki þinurn afturkvæmt úr herleiðingunni áður en það verður um seinan. Segðu nú Ólafi við tækifæri, að varhugavert kunni að vera að biða þeirrar stundar að naumast finnist vinstri maður og ihalds- andstæðingur i Framsóknar- flokknum lengur. Gils Guðmundsson. FEROA , SONGBOKIN Ómissandi í feröalagiö

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.