Þjóðviljinn - 06.09.1975, Blaðsíða 1
DIODVIUINN
Laugardagur 6. s^ptember 1975 — 40. árg. 201. tbl.
SEST VERÐUR AÐ SAMNINGUM
c,
VERBAND DER DEUTSCIIEN HOCHSEEFISCIIEREIEN E.V.
Bromorhaven, don 1. 6. 1973
H/Ks
Az: 9530 G
STRENG VERTRAUI.ICII I
Notiz flir díe Herron
Dr. Peschau
|D . Koch
Wisch
Pickenpack
D/Herrn Dr. Genschow
Bundesgarantie ln sachen Island
Sehr geehrte Herren !
/ In der Anlage Uberrelchen wir Ihnen Schrelben des BMF vom 2*>.Mai,
Hér á slðunni birtum við tvær myndir af þeim leyndarskjölum, sem
Þjóðviljinn hefur undir höndum. Skjalið hér að ofan er merkt: Aigjört
trúnaðarmál og er frá Sambandi úthafsútvegsmanna i Bremerhaven,
en á myndinni til hliðar er bréf frá sömu samtökum til v-þýska fjár-
málaráðuneytisins. Bæði bréfin fjalla um landheigishernaðartrygg-
ingu Bonnstjórnarinnar.
Njósnaskipin fá úrvals-
þjónustu
á meðan!
Launakröfur
háskólamanna
348.732 kr.
í mánaðar-
laun
Bandalag háskólamanna
hefur lagt fram kaupkröfur
sinar, og segir i umsögn, að
með þeim sé reynt að ná aftur
þeim kaupmætti, sem
háskólamenn höfðu eftir
úrskurð Kjaradóms 15.2. 1973,
og auk þess sé tekið nokkuð
mið af launum á frjálsum
markaði. Gerir bandalagið og
kröfur um að verðlagsbætur
veröi greiddar á laun.
Nokkuð hefur verið rætt um
kröfur Bandalags starfs-
manna rikis og bæja, og þá
helst i þeim tón, að full háar
þyki. Með þeim er gert ráð
fyrir þvi, að laun verði þau hin
sömu og eftir samningana
1973, sem Morgunblaðið á sin-
um tima kallaði oliusamn-
ingana i niðurlægjandi tón, og
þvi þóttu lágir og lélegir.
Að þessu sinni gerir BSRB
kröfu um að laun verði á bilinu
frá 84 þúsundum á mánuði og
upp I 205 þúsund.
Bandalag háskólamann
bætir um beturog gerir kröfu
um að laun háskólamanna
skuli vera frá 95,745 á mánuði
og upp i 347.732 krónur.
Þjóðviljinn mun væntanlega
birta töflu yfir launakröfur
beggja þessara samtaka eftir
helgina. —úþ.
Fyrir nokkru lýsti Einar
Ágústsson, utanríkisráö-
herra, yfir því í blaðavið-
tali að hann væri persónu-
lega þeirrar skoðunar að
ekki væri hægt að draga í
efa upplýsingar land-
helgisgæslunnar um að
vestur-þýsku eftirlitsskip-
in væru í raun njósnaskip í
islenskri landhelgi. i sam-
ræmi við þetta var fyrir-
skipuð rannsókn á vegum
dómsmálaráðuneytisins og
skilja mátti að á grundvelli
hennar ætti að taka
ákvarðanir um aðgerðir
gegn v-þýsku eftirlitsskip-
unum. ______
Hvorki sjávarútvegsráðherra
né utanríkisráöherra voru I ráðu
neytum sinum i gær. t utanrikis-
ráðuneytinu fékk Þjóðviljinn þær
upplýsingar að málið væri enn
hjá dómsmálaráðuneytinu.
Olafur Walther Stefánsson,
skrifstofustjóri dómsmálaráðu
neytisins, tjáði blaðinu að ekkert
hefði verið gert frekar i málinu og
ekkert nýtt komið fram siðan
gæslan lagði fram upplýsingar
sinar. Hann sagði þó að málið
væri enn i könnun.
Það virðist þvi vera ætlunin að
ganga til samninga við v-
þjóðverja án þess að gripið verði
til nokkurra aðgerða gegn v-
þýsku eftirlitsskipunum. Þær
upplýsingar sem Þjóðviljinn birti
I gær sýna þó svo ekki verður um
villst að engin ástæða er til að
sýna v-þjóðverjum linkind.
1 gær birti Þjóðviljinn úrdrátt
úr v-þýskum leyndarskjölum og
var þar um að ræða bréfaskipti
Framhald á bls. 10
AÐ BJARGA ÞVÍ
Þetta ersonur hans Sigurjóns i Smjördölum og hann hamast hér
við að dreifa úr göltunum hjá honum pabba sfnum. Þjóðviljinn
ók um Árnessýsluna I góða veörinu á fimmtudaginn og hitti
bændur að máli. Árangur þeirrar ferðar er á bls. i blaðinu I dag.
(Mynd: Haukur Már)
Viðskipta-
þvinganir
v.-þjóðverja
Samkvæmt tölum um út-
f lutning okkar á síðasta ári
lætur nærri að tollafríöindi
þau, sem fengjust með því
að semja um veiðirétt
ef nahagsbanda lagsrík ja
innan 200 milna landhelgis-
markanna, nemi 600 milj-
ónum króna á ársgrund-
velli, eða 1,8% af heildar-
verðmæti útflutnings.
Það er ómótmælanleg stað-
reynd að samdráttur hefur orðið i
Töpum aðeins 3
miljónum á mílu
Örfáar greinar sjávarafurða verða
illa fyrir barðinu á tollmúrunum
magni útfluttra vara til efnahags-
bandalagsrikjanna. Samkvæmt
áliti Úlfs Sigurmundssonar, sem
Þjóðviljinn birti i gær, stafar
þessi samdráttur fyrst og fremst
af minnkandi kaupgetu fólks i
viðskiptalöndum okkar. Þó gefur
það auga leiö að nokkurri sölu-
aukningu mætti ná ef við fengjum
niðurfellda tolla þá, sem efna-
hagsbandalagslöndin leggja á
fiskafurðir okkar. En hverju
nema þessir tollar?
Siðasta ár voru fluttar út
sjávarafurðir fyrir 24,6 miljarða.
Þar af voru fluttar sjávarafurðir
til EBE rikja fyrir 5,6 miljarða,
eða 22,8% útflutningsverðmæti
þeirra. Þetta ár varð sjávaraf-
urðaútflutningur 75,1% af heild-
arútflutningi, þannig að fiskút-
flutningur okkar til EBE rikja
nam 17,1% heildarútflutnings, og
er þá ál og álmelmi meðtalið, en
heildarverðmæti útflutnings nam
það ár um 33 miljörðum.
Tollar innan EBE rikja eru
mjög mismunandi eftir þvi hvaða
fiskafurðir eða tegundir er að
ræða.
Mestur hluti útflutnings okkar
Framhald á bls. 10
Hingað til hafa íslendingar átt virkjanirnar
sjálfir og erlend auðfélög ekki komið þar nœrri BÉ^áSui
Á Alusuisse að fá virkjanirnar líka?
Auðhringurinn nú aðili að virkjanaundirbúningi á Austurlandi
Það hefur nú gerst I fyrsta sinn
á islandi að fulltrúar erlcndra
auðfyrirtækja eru orðnir beinir
aðilar að virkjunarrannsóknum
hér á landi.
Hingað til hafa rannsóknir á
virkjanamöguleikum farið alger-
lega fram á vegum innlendra
aðila eingöngu, enda virkjana-
mannvirki öll islensk eign, þótt
orkan væri seld að hluta erlendu
fyrirtæki svo sem við Búrfells-
virkjun.
Fulltrúar svissneska
auðhringsins Alu-Suisse, sem er
eigandi dfl verksm iöjunnar i
Straumsvik voru fyrir stuttu á
ferð á Austurlandi ásamt islensk-
um embættismönnum við rann-
sóknir á virkjunarmöguleikum.
Þarna var um að ræða þrjá full-
trúa Alu-Suisse ásamt nefnd em-
bættismanna á vegum iðnaðar-
ráðuneytisins undir forystu Páls
Flygenring, yfirverkfræðings hjá
Landsvirkjun.
Samkvæmt upplýsingum
Sveins Árnasonar fréttaritara
Þjóðviljans á Egilsstöðum kom
hópurinn i þyrlu á Egilsstaðaflug-
völl. Var siðan flogið um allt það
svæöi sem kemur viö sögu i sam-
bandi viö áformin um risavirkjun
á Austurlandi og aðstæöur allar
vandlega kannaðar.
Þá er það altalað á Austurlandi,
að hinum islensku embættis-
mönnum sé af hálfu iðnaðarráöu-
neytisins ætlað að skila sameigin-
legri skýrslu með fulltrúum auö-
hringsins nú I þessum mánuöi um
það hvernig æskilegast sé að haga
málum i sambandi viö fyrir-
hugaðar stórvirkjanir á Austur-
landi.
Þaö gegnir mikilli furðu, að
ráöuneytiö sem fer með orkumál
hefur ekki séð ástæðu til að gefa
út neina opinbera tilkynningu um
þátttöku fulltrúa auðhringsins i
könnun á virkjunarmöguleikum á
Framhald á bls. 10