Þjóðviljinn - 06.09.1975, Síða 2

Þjóðviljinn - 06.09.1975, Síða 2
,2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 6. september 1975. SKAMMTUfí AF RÓNA Ríkisútvarpið hefur að undanförnu mjög helgað dagskrá sína viðtölum við menn, sem gengið haf a Bakkusi konungi á hönd og virðast ekki eiga afturkvæmt úr náðarfaðmi hans. Haft er fyrir satt að til séu menn, sem séu talsvert handgengnir konungi þessum (hverjir sem það nú kunna að vera) en geti þó slitið samvistum við hann, þegar mikið liggur við, en þeir sem hér um ræðir virðast vera ævi- félagar í hirð hans. Ofangreindir menn — þeir sem ekki eiga afturkvæmt— hafa undanfarin ár mjög sett svip sinn á höfuðborg landsins, sérstaklega miðbæinn og hafa verið nefndir rónar. Orðið í þessari merkingu er tiltölulega nýtt í íslensku, en merkti til forna graðhestur. Rónarnir eru flestir, ef ekki allir mesta ágætisfólk, sjálfur get ég um það dæmt því með mörgum þeirra lyfti ég glasi í gamla daga á þeim árum þegar ég smakkaði vín, en nú er orðið óralangt síðan. Tveir útvarpsþættir voru á dögunum helgaðir þessu fyrirbrigði með stuttu millibili og voru þeir ótrúlega keimlíkir. Til þess að tolla í tískunni hlýtur ,,Vikuskammturinn" að fara á stúfana og haf a viðtal við svosem einn „róna", því eins og maðurinn sagði „allt er þegar þrennt er." Geirvar Páll ræðir við róna Ég er staddur við suðvestur krika Tjarnar- innar og horfi til austurs yfir tjörnina. Til vinstri við mig er Tjarnargata 8, þar sem kvennaklósettið er í kjallaranum, en fyrir framan mig nokkur börn að leik með stórt franskbrauð, sem þau rífa niður og gefa önd- unum, en til hægri sitja fimm rónar og gæða sér á Admiral hárvatni, sem þeir hafa helt í maltöl og kalla hristing. Ég er hérna staddur vegna þess að Vikuskammturinn hefur beðið mig að taka viðtal við róna, en sá böggull fylg- ir skammrif i, að hann á að vera „hættur". Þar sem ég sé að enginn þeirra sem þarna sitja er hættur, held ég áf ram, en f ör minni er heitið á drykkjumannaheimilið „Líknarskjól", en þar fá aðeins aðgang þeir óreglumenn, sem sannanlega eru „hættir." Forstöðumaðurinn tekur mér tveim hönd- um, þegar ég ber upp erindi mitt við hann og kynnir mig strax fyrir róna sem er hættur og hefur jafnframt talsverða æfingu í því að ræða við f jölmiðla. Við látum ekki nafns hans getið af skiljanlegum ástæðum. Hann leysir þegar frá skjóðunni: Þegar ég einu sinni var búinn að vera f ullur í tvö ár og þrjá mánuði, þá kom mammatil mín og sagði: „Búi minn, hvort viltu smjörlíki eða tólg útá fiskinn. Ég fékk æðiskast og sparkaði i hana, rauk svo framí eldhús og náði í búr- saxið, en mömmu tókst að komast inná klósett með nokkrar skrámur og læsa að sér. Ég braut allt og bramlaði í íbúðinni og það næsta, sem skeði var það að lögreglan kom og tók mig. Það var strax farið með mig á sjúkrahús þar sem tveir læknar tóku að sér að annast mig og ég var settur á einsmanns stof u af því að ekki þótti óhætt að hafa mig með öðrum sjúkling- um. Mér þykir líka betra að vera á einsmanns stofu þegar ég er á sjúkrahúsi og ég verð að segja það að það er til stórskammar hvað lítið er af einsmanns stofum fyrir okkur drykkju- sjúklingana á spítölunum. Þjóðfélagið verður aðgera sér það Ijóst að við eigum við sjúkdóm að stríða, sjúkdóm, sem krefst miklu fleiri lækna fyrir okkur miklu meira sjúkrarýmis, að ekki sé nú talað um fæðið, sem er fyrir neðan allar hellur á sjúkrahúsum borgarinn- ar. Annars er lækningin aðallega fólgin í því að við fáum antíkrampasprautur og vftamín- sprautur til þess að byggja okkur upp aftur ró- andi sprautur til að róa okkur niður, svefnlyf, svo að við getum sofið og ef við sofum of lengi, þá fáum við eitthvað örvandi til að geta vaknað, en eins og ég sagði áðan, þá vantar mikið að læknisþjónustan sé fullnægjandi. Og hvað á maður svo að gera, þegar maður kem- ur útí lífið aftur. Mann langar ekkert til að fara að vinna og ef maður er ekki að vinna, þá verður maður svo einmanna, að maður jafn- vel neyðist til að fara að vinna og þegar maður er búinn að vinna kannske í viku eða tvær, þá er manni farið að Jeiðast svo að vinna, að maður hættir og þá verður maður svo ein- manna að maður leiðist útí að hitta gömlu félagana og allt byrjar uppá nýtt. Þjóðfélagið gerirekkert í málinu, en nú er ég hættur og fæ að vera hérna áfram í Líknarskjóli eins lengi og ég vil og það sér svosem ágætt, þó að fæðið sé að vísu ekki nærri nógu gott og skammtarnir ailt of litlir. En ekki get ég neitað því að stundum kemur gamla góða vís- an sem Runki skammf leygur orti um árið upp i huga minn: Hristingur með sóma og sann sálarlífið bætir Hristingurinn hressir mann Hristingurinn kætir. Flosi Skýrsla flugrekstrarnefndar: Lítil viðbótarvél og leiguflug fullnægja gæslunni Eins og fram hefur komið i fréttum hefur flugrekstrarnefnd landhelgisgæslunnar skilaO áfangaskýrslu um aukningu á gæsluflugi og kaup á viöbótar- flugvel. i nefndinni eru Jón E. Böðvarsson, deildarstjóri I fjárlaga og hagsýslustofnun, formaður, Leifur Magnússon, varaflugmálastjóri, Ólafur W. Stefánsson, skrifstofustjóri i dómsmáiaráðuneytinu, Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgis- gæslunnar. Verkefni nefndarinnar er skýr- greint þannig i skipunarbréfi: 1. Að taka til heildarathugunar markmið, skipulag og rekstur flugdeildar Landhelgisgæsl- unnar með það i huga að gera starfsemina hagkvæmari og markvissari. 2. Að kanna hver skuli vera flug- floti Landhelgisgæslunnar. 3. Aö gera tillögur um breytingar á rekstri og skipulagi flugdeild- ar Landhelgisgæslunnar að öðru leyti, eftir þvi sem athug- un nefndarinnar og niðurstöður gefa tilefni til. 1 álitsgerð nefndarinnar, sem nú hefur borist fjölmiðlum, er þess hvergi getið að ágreiningur hafi verið innan hennar. Samt sem áður hefur Pétur Sigurðsson, forstjóri gæslunnar, og dóms- málaráðuneytið tekið þá ákvörð- un að hunsa niðurstöður nefndar- innar gjörsamlega og festa kaup á viðbótarflugvél sem er 650 mill- jón krónum dýrari en flugvélin, sem nefndin gerir tillögu um að verði keypt. Tillögur nefndarinnar eru þess- ar: 2.1 Keypt verði flugvél af gerðinni Beechcraft King Air E-90, sem tekur hluta af þeim verk- efnum, sem nú eru unnin með TF-SÝR, þannig að TF-SÝR mun nýtast betur til gæslu þess sv æðis, se m er fj ær landi. 2.2 Viðbótartækjabúnaður verði keyptur i TF-SÝR,er stuðli að auknu öryggi og bættri að- stöðu til starfa um borð. 2.3 Leiguflugvélar verði notaðar til landhelgisgæsluflugs, þeg- ar þörf þykir vegna álags eða aðstæðna. b 2.4 Keyptverði Loran/c tækitilað nota í leiguflugvélum og sem varatæki fyrir TF-SÝR. 2.5 Gerð verði nánari tæknileg at- hugun á kaupum og nýtingu sérhæfðs tækjabiínaöar. — Svo sem sérhæfðs leitarrad- ars með 360 gr. sjónarsviði og Loran/c-tækis með rafreikni fyrir TF-SÝR. 2.6 Gerð verði könnun á þvi hvort bygging fiugskýlis úti á landi geti leitt til hagkvæmari nýt- ingar á loftförum Landhelgis- gæslu. Flugrekstrarnefnd gerir það að tillögu sinni að auknum flugtima- fjölda gæslunnar vegna útfærsl- unnar i 200 milur verði mætt með þvi að auka nýtinguna á TF-SÝR Fokker-vél gæslunnar, með viðbótarflugvél og með leiguflugi á álagstimum. í skýrslu nefndar- innar segir m.a. Flugtimaskipting gæti þá t.d. legið á eftirfarandi bilum: a) TF-SÝRca. 500-800 klstá ári. b) Viðbótarflugvél ca. 400-800 klst. á ári. c) Leiguflugvélar ca. 100-700 klst. á ári. Rök fyrir kaupum á við- bótarflugvél a. Fyrirsjáanleg er mikil aukning á flugtimaþörf i allt að 1500 klst. á ári sem útilokað er að anna með núverandi flugvéla- kosti Landhelgisgæslunnar. Þessi mikla aukning á flugtim- um býður upp á hagkvæman rekstur á viðbótarflugvél. Fjárfestingar- og rekstrar- kostnaður á minni flugvél er mun lægri en á þeirri flugvél sem Landhelgisgæslan notar nú. Er þvi æskilegt að reyna notkunarmöguleika minni flug- vélar. c. Viðbótarflugvél mun bæta nýt- ingu á flugliði Landhelgisgæsl- unnar. Flugrekstrarnefndin telur að Beechcraft Air King vélin fullnægi öllum eftirtöldum kröf- _ um : Fullnægjandi vinnuaðstaða fyrir 4 manna áhöfn, tveir skrúfu- hverflar, jafnþrýstiklefi, full- komin blindflugstæki, flug- leiðsögutæki og fjarskiptatæki. Afisingartæki. Salerni um borð. Flugdrægni a.m.k. 1000 sjómilur ogflugþol a.m.k. 6 klst. Þá er við- halds og varahlutaþjónusta við þessa vélategund góð hér á landi. í viðtölum við fjölmiöla hefur Pétur Sigurðsson, forstjóri gæslunnar hins vegar haldið þvi fram að það sé ekki nokkrum manni bjóðandi að fljúga þessari flugvélategund i gæsluskyni hér við land. Eldsvoði í skipi WHANGAREI, Nýja Sjálandi, 3/9 — Sjö menn biðu bana og niu týndust þegar eldur kom upp i franska flu tn in ga sk ipin u Capitaine Bougainville i morgun. Það var á siglingu við norðurströnd Nýja Sjálands. Um borð i skipinu voru 37 menn farþegar og áhöfn, og var sent út neyðarkall i nótt skömmu eftir að skipið sigldi frá Auckland á leið til Sydney. Fimm klukkustundum siðar var skipið ennþá logandi, en það hafði þá rekið nálægt strönd- inni. Míkið óviðri var á þessum slóðum, en i morgun hafði tekist að bjarga 20 mönnum á land, og fjögur iik höfðu fundist. Talið var að einhverjir úr áhöfninni kynnu enn að vera um borð að reyna að ráða niðurlögum eldsins. Atvinna ■ Atvinna Kirk j uvör ður Starf kirkjuvarðar við Laugarneskirkju er laust til umsóknar. Umsóknir sendist formanni sóknar- nefndar Laugarnessóknar, Þorsteini Ólafssyni Bugðulæk 12, sem veitir nánari upplýsingar. Sóknarnefnd Laugarnessóknar

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.