Þjóðviljinn - 06.09.1975, Qupperneq 5
Laugardagur 6. september 1975. ÞJóÐVl.LJINN — SIÐA 5'
Dýragarðsvörð-
urinn og Ijónin
'Sérfræðingur „Le Monde” i
málefnum Austurlanda nær
heyrði á skotspónum eftirfar-
andi sögu: Henry Kissinger var
atvinnulaus og bað um starf
sem gæslumaður i dý.ragarðin-
um i Tel Aviv. Sagðist hann
kunna margt fyrir sér og yrði
sér litið fyrir að láta Ijón og
lamb búa saman i einu búri.
Hann fékk stöðuna, og öllum til
undrunar tókst honum að fram-
kvæma það sem hann hafði
grobbað af. Móðir hans spurði
hann hvernig iósköpunum hann
færi að þessu. „Það er sáraein-
falt,” sagði utanrikisráðherr-
ann fyrrverandi, „ég sting alltaf
inn nýju lambi í stað þess sem
étið er...”
Að áliti israelsmannanna,
sem segja þessa sögu er það
auðvitað „israelska lambið”
sem Henry Kissinger er btiinn
að fórna með þessu siðasta sjón-
hverfingabragði sinu. Þeir hafa
heldur ekki sparað hörð mót-
mæli i Jerúsalem gegn heim-
sókn hans: fyrir utan mót-
mælafundi, mótmælagöngur
frá grátmúrnum og út i'r
Jerúsalemsborg og samkomur
á þeim götum sem hann átti leið
um, fundu andófsmenn einnig
upp á því að aka bilum með öfl-
uga hátalara að næturlagi um
göturnar i grennd við „King
David” hótelið, þar sem Kiss-
inger gisti, til að raska svefnró
hans^...
t rauninni er enginn hissa á
þvi þótt hægri sinnuð samtök i
tsrael, einsog Likoudeða Goush
Emunim („trúarblökkin”)
bregðist illa við undanslætti af
hálfu israelsmanna i hvaða
mynd sem er og hiki þá ekki við
að minna „Heinz Alfred
Kissinger” á uppruna hans. Hitt
vekur þó furðu hvað þau fá nú
mikla áheyrn i Israel og hve
ráðvilltur almenningur i land-
inu virðist vera. Hvernig sem
bráðabirðgasamningnum er
snúið við er nefnilega ekki unnt
aðkomasthjá þeirri staðreynd
aðhér er um fremur litla breyt-
ingu að ræða: israelsmenn eiga
nú að halda 87% Sinai-skaga i
stað 96% áður, en hlutur egypta
eykst ekki nema úr 2 1/2% i 5
1/2%, hins vegar fá gæslumenn
SÞ nú rúmlega 7% i stað 1 1/2%
áður. Menn geta svo skemmt
sér við að reikna það út hvenær
egyptar verði búnir að endur-
heimta allan Siani-skaga með
þessu áframhaldi! Það litur
jafnvel ekki út fyrir að hernað-
arleg staða israelsmanna breyt-
ist nokkuð við þessa tilfærslu:
þótt Tsahal (israelski herinn )
verði að hörfa aftur fyrir Mitla
og Giddi skörðin ræður hann
hæðunum i kring og getur þvi i
rauninni bannað egyptum öll af-
not af þeim. Svæðið milli herja
egypta og israelsmanna breikk-
ar og telja sérfræðingar að auk-
ið svigrúm sé hagkvæmlegt
fyrir israelska hermenn, þvi
þannig geta þeir best notið hæfi-
leika sinna.
Þar sem bráðabirgðasamn-
ingurinn er gerður til þriggja
ára má segja að báðir aðilar
hafi komið sér saman um að
„frysta” ástandið þann tima —
gegn loforðum um miklar styrk-
veitingar frá bandarikjamönn-
um. Ef grannt er að gáð, er ljóst
að báðir aðilar hagnast mjög á
þessu um sinn, en að þvi verður
einnig að hyggja hvort bráða-
birgðasamningurinn sé raun-
verulegt skref til endanlegrar
lausnar á deilumálum i Austur-
löndum nær.
Hagnaður israelsmanna af
þessum bráðabirgðasamningi
er tvenns konar. t fyrsta lagi fá
þeir loforð egypta fyrir þvi að
ekki verði gripið til hernaðarað-
gera i þrjú ár. Þannig hafa þeir
slegið sterkasta vopn egypta,
striðshótun, úr höndum þeim
með þvi að fórna fáum ferkiló-
metrum af sandi. Ekki verður
betur séð en með þessu sé
tryggður friður næstu þrjú árin,
þvi sáralitlar likur eru til þess
að sýrlendingar og jórdanir hafi
sig nokkuð i frammi þegar þeir
hafa ekki lengur stuðning
egypta. Auk þess leyfa egyptar
ferð ísraelskra skipa um Súes-
skurð og lofa að draga nokkuð
úr áróðri siniim gegn Israel.
Þessi samningur israelsmanna
og egypta verður birtur og má
búast við þvi að israelsmenn
reyni að gera sem mest úr
stjórnmálahlið hans.
En i öðru lagi gera israels-
menn leynisamning við banda-
rikjamenn, og er sú hlið málsins'
enn mikilvægari þótt ekki sé
fullljóst hvernig þessi samning-
ur er i smáatriðum. Einfaldasta
atriði hans er það að banda-
rikjamenn gefa tryggingu fyrir
þvi að egyptar standi við loforð
sitt með þvi að koma upp athug-
unarstöðvum iSinai-skaga milli
beggja herjanna. En um leið
lofa þeir hernaðaraðstoð ef isra-
elsmenn kynnu að verða fyrir
árás „stórveldis” og telja sumir
að þetta loforð sé svo viðtækt að
það jafngildi skuldbindingu um
beina hernaðaraðstoð ef til
nýrrar styrjaldar komi. Fyrir
utan þetta lofa bandarikjamenn
israelsmönnum mjög hárri
efnahagsaðstoð, og var fyrst
talað um 2,4 miljarða dollara,
en siðan virðast bandarikja-
menn hafa fallist á að bæta isra-
elsmönnum upp missinn á oliu-
brunnunum i Abu-Rodeiss, sem
egyptar fá (það er eina beina
tjónið sem israelsmenn verða
fyrir i samningnum, en sagt er
að olia verði þar þrotin eftir fá
ár). Loks munu israelsmenn fá
bandarisk vopn i stórum stil:
talað hefur verið um 26 orustu-
þotur af gerðinni F 15 Eagle-
fighter, eldflaugar og skrið-
dreka.
Hagnaður egypta af þessum
bráðabirgðasamningi er fyrst
og fremst efnahagslegur. Að
visu mun Sadat reyna að gera
sem mest úr endurHeimt Mitla
og Giddi skarða til að auka vin-
sældir sinar i landinu og rétt-
læta samningsgerðina, en
mestu máli skiptir þó að nú er
tryggt þriggja ára vopnahlé. Á
þeim tima geta egyptar notað
hluta af hernaðarútgjöldum til
efnahagslegrar uppbyggingar
landsins og auk þess sett her-
menn i framleiðslustörf. Er-
lendir aðilar (ekki sist arabiskir
oliuframleiðendur) verða nú
fúsari en áður til fjárfestinga i
landinu og jafnvel hefur verið
talað um bandariska efnahags-
aðstoð. Svo má ekki gleyma þvi
að egyptar fá nú hagnaðinn af
olíubrunnunum i' Abu-Rodeiss,
svo lengi sem þeir endast, og
einnig tekjur af Súes-skurði.
Þetta er mjög mikilvægt fyrir
egypta, þvi efnahagsástand
landsins var að sögn orðið svo
slæmt að neyðarástand vofði
yfir þvi.
Eftir málamiðlun bandarikj-
anna er þvi tryggt að ekki kem-
ur til fimmtu styrjaldar israels-
manna og araba i bráð, og hún
hefur jafnframt þær afleiðingar
að nú hafa bandarikjamenn
hönd i bagga með þróun mála i
þessu heimshorni og ekki er
hætta á sölubanni á oliu af hálfu
araba. Hvernig stendur þá á
ótta manna i Israel? Eru ekki
horfur á þvi að þetta þriggja ára
„vopnahlé” leiði til endanlegs
friðar, sérstaklega ef svipaðir
samningar takast milli israels-
manna og sýrlendinga og
jórd ana ?
Það vill þvi miður oft gleym-
ast — og sú hefur orðið raunin
enn einu sinni — að deilurnar
fyrir botni Miðjarðarhafs eru
tvenns konar: annars vegar á
tsraelsriki i styrjöld við
Egyptaland, Sýrland og
Jórdaniu, og stendur styrinn
mjög um hin svonefndu „her-
numdu svæði”, sem israels-
menn hafa nú á valdi sinu, en
hins vegar er palestinuþjóðin að
berjast fyrir þvi sem hún telur
að sé sinn réttur. 1 þessari
samningagerð er palestinu-
mönnum algerlega fórnað, ísra-
elsmenn skuldbinda sig ekki til
eins eða neins gagnvart þeim og
sagt er að þeir séu nú staðráðn-
ari f þvi en nokkru sinni fyrr að
viðurkenna ekki leiðtoga þeirra
sem gilda viðmælendur. Nú vill
svo til að samningsgerð Yitsaks
Rabin, forsætisráðherra tsra-
els, brýtur ibág við ýmis atriði
sem áður voru opinber sannindi
og ekki mátti hvika frá: t.d. þá
kennisetningu að ekki mætti
skila neinum hluta hernumdu
svæðanna nema móti kæmi
viðurkenning á ísrael og yfir-
lýsing um að styrjaldarástandi
væri lokið. Astæðan fyrir þvi
hve atriði af þessu tagi voru
mikilvæg var ekki deilurnar við
nágrannarikin heldur deilurnar
við palestinuaraba. Stjórn eins
rikis getur afhent stjórn annars
rikis landskika án þess að það sé
spurning um lif eða dauða, en
öðru máli gegnir þegar tvær
þjóðir berjast um sama land, —
þá fær hver smábútur lands ó-
hemju mikið tilfinningagildi. Nú
hafa israelsmenn aldrei viljað
gefa upp það sem þeir teldu
endanleg landamæri tsraelsrik-
ir, og hafa þeir þess i stað tekið
upp landnám á ýmsum stöðum i
„hernumdu svæðunum”. Aug-
ljóst var þá að þeir ætluðu sér
ekki að skila þeim i heild, en
nota hluta þeirra sem e.k.
„skiptimynt” til að knýja fram
sérstaka og endanlega samn-
inga við nágrannarikin, sem
hefðu í för með sér að egyptar,
sýrlendingar og jórdanir hættu
stuðningi við palestinuaraba.
Með þvi að fórna nú „nokkrum
ferkilómetrum af sandi” bæta
israelsmenn stöðu sina gagn-
vart egyptum að nokkru leyti,
en ekki á neinn hátt gagnvart
palestinumönnum. Hvort sem
israelsmenn vilja viðurkenna
það eða ekki er lausn þess
vandamáls jafn fjarlæg og áður,
og þvi eru margir þeirra ótta-
slegnir um það að hin minnsta
tilslökun sé fyrsta skrefið á
þeirri braut sem leið til endur-
reisnar palestinumanna — á
kostnað tsraels.
Ljóst er að þessi bráðabirgða-
samningur vikur burtu striðs-
hættum, en hann leiðir ekki til
lausnar á vandmálum pal-
estinuaraba og flækir banda-
rikjamönnum hættulega mikið
inn i deilurnar fyrir botni Mið-
jarðarhafs. e.m.j.
Þakkarávarp
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför
Sigurjóns Pálssonar frá Hjörtsbæ,
Ferjubakka 10.
Sérstakar þakkir til Verkamannafélagsins Dagsbrúnar.
Helga Finnsdóttir Finnur Sigurjónsson
Henný Sigurjónsdóttir Einar Þorsteinsson
Ólöf Sigurjónsdóttir Helgi Eiriksson
Pálina Sigurjónsdóttir Sigmundur R. Heigason
Jóhanna S. Ellerup Fróði Eilerup
og barnabörn
Námsflokkar
Reykjavíkur
Kvöldskólinn
Innritun i gagnfræðadeildir, miðskóla-
deild (3. bekk) og aðfaranám
(undirbúning undir 3. bekk) fer fram
mánudaginn 8. september kl. 20 til 22 i
Laugalækjarskóla.
KENNSLUGJALD GREIÐIST VIÐ
INNRITUN.
Áætlað gjald til jóla: 13.000 kr. igagnfr. og
miðskólad. en 6.500 krónur i aðfaranámi.
Ath. aðfaranám er aðeins ætlað þeim, sem
orðnir eru 15 ára og eldri.
KENNSLUGJALD NÁMSFLOKKA
REYKJAVÍKUR KEMUR OT UM
MIÐJAN SEPT.
Stuðningsmenn
séra
Arnar Friðrikssonar
hafa opnað skrifstofu að Sólvallagötu 25,
inngangur frá Hofsvallagötu, vegna
prestskosninga i Nessókn 21. sept. n.k.
Skrifstofan er opin kl. 2-6 og 8-10 e.h.
Sr. örn verður þar til viðtals og er fús til
að heimsækja fólk ef þess er óskað, en
ætlar ekki að fara i önnur hús, en þar sem
um það er beðið.
Fólk er vinsamlega beðið að hafa sam-
band við skrifstofuna. Simar 20570 og
19836.
Kjörskrá liggur frammi á skrifstofunni
(íbúar Seltjarnarnesskaupstaðar eru enn
á kjörskrá).
Stuðningsmenn.
Blikkiðjan Garðahreppi
Önnumst þakrennusmíði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtilboð.
SÍMI 53468
Atvinna ■ Atvinna
Fullorðin manneskja eða unglingur óskast
til að lita til með þremur drengjum part úr
degi i Breiðholti III.
Upplýsingar i síma 71891 alla helgina og
eftir klukkan 6 virka daga.