Þjóðviljinn - 10.09.1975, Page 9
Miðvikudagur 10. september 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Iðnaður
tækni
viðskipti
Ýtarlega var sagt frá fyrirtæk-
inu Húseiningar h.f. á Siglufirði
hér í blaðinu áður fyrr, enda
spennandi að fylgjast með þvi
hvort fyrirtækið myndi lifa af
byrjunarerfiðleikana.
Við spurðum þvi Sigurð
Hlöðversson, talsmann fyrirtæk-
isins á Vörusýningunni, hvort enn
bæri ekki á ótrú fólks á gæðum
húsanna.
Sigurður Hlöðversson I bás Húseininga h.f.
Fá Húseiningar h.f.
að setja á fulla ferð?
— Siður en svo, undirtektir
fólks hafa verið mjög jákvæðar,
en segja má að hingað til hafi
skort mjög á alla kynningarstarf-
semi hjá fyrirtækinu. Nú geta
menn séð húsin með eigin augum
með þvi að bregða sér i Garða-
hreppinn og skoða tvö hús, sem
þar eru risin. Þá er búið að selja
15hússamkvæmt leiguibúðakerf-
inu og munu risa 4 á Siglufirði, 4 á
Raufarhöfn og 7 á Vopnafirði.
Áætlað verð þessara húsa er um 7
miljónir króna með innréttingum,
vélum, dúkum og teppum og full-
frágenginni lóð. Frá verksmiðju
kosta húsin, þ.e. tréverkið, 3.9—4
miljónir króna og við undirskrift
ber að greiða 50% af einingar-
verði. Siðan geta húsnæðismála-
lánin gengið upp i lokagreiðslu,
sem þarf að eiga sér stað við af-
hendingu húsanna. Sigurður
kvaðst viss um að verð húsanna
gæti lækkað að mun, ef hægt yrði
,að fullnýta afkastagetu verk-
smiðjunnar, en i dag má fram-
leiða 80—lOOhús á ári og auka má
afkastagetuna i um eða yfir 250
hús á ári.
Ljóst er að byggja þarf 400—800
fleiri ibúðir á ári en nú er gert og
frá leikmannssjónarmiði virðist
lausnin liggja í stóreflingu fram-
leiðslu á borð við framleiðslu
Húseininga, en i fréttatilkynningu
frá fyrirtækinu segir:
„Kostir einingaframleiðslu á
húsum eru hvað mestir fyrir þá
staði sem erfitt er að ná í bygg-
ingarefni, skortur á iðnaðar-
mönnum og byggingartimi stutt-
ur svo sem sveitarfélög viða úti á
landsbyggðinni og fyrir bændur
sem að öðrum kosti þurfa að
halda uppi stórum hópi iðnaðar-
manna i lengri eða skemmri
tim a.
Einingaframleiðsla Húseininga
h.f. nær til að fullgera um 55—60%
af tilbúnu einbýlishúsi”.
Erlendar fréttir
Viðskipti milli Kina og Banda-
rikjanna námu nálega 1 biljón
dollara á sl. ári, en talið er að
viðskiptin muni dragast mikið
saman á næstunni þar sem
vöruskiptajöfnuður kinverja
gagnvart bandarikjamönnum
var óhagstæður um 700 miljón
dóllara um sl, áramót. Kinverj-
ar hafa nú dregið mjög úr kaup-
um á bandariskum landbúnað-
arvörum, en þrátt fyrir allt eru
bandariskir kaupsýslumenn
vongóðir um aukna verslun við
klnverja.
■
Aukning iðnaðarframleiðslu
kfnverja jókst frá 9—11 prósent
fyrstu 6 mánuði ársins segir i
frétt frá kinversku fréttastof-
unni Hsinhua. Arleg aukning
hefur verið um 10% sl ár, en
minnkaði i fyrra niður i 7% mið-
að við árið 1973. Talið er að
aukningin sé hvað minnst i járn-
og stáliðnaðinum en betur hafi
gengið I landbúnaði, olfufram-
leiðslu, rafmagnsframleiðslu og
vélaframleiðslu.
Auglýsing frá
s j ávarútvegsráðuney tinu
Rækjuveiðar á Axarfirði
hefjast 1. október nk. Umsóknir um veiði-
leyfi verða að berast ráðuneytinu fyrir 23.
september og verða umsóknir, sem berast
eftir þann tima ekki teknar til greina.
Reikna má með, að heildarafli á bát verði
ákveðinn 6 lestir á viku og ennfremur, að
ekki verði nema 7 bátar við veiðar á þessu
svæði á hverjum tima.
Rækjuveiðar á Húnaflóa,
Isafjarðardjúpi og Arnarfirði
hefjast i október nk. Umsóknir um veiðileyfi verða að ber-
ast ráðuneytinu fyrir 23. september og verða umsóknir,
sem berast eftir þann tima ekki teknar til greina. Það at-
hugist, að rækjuveiðileyfum á þessum svæðum verður
ekki fjölgað frá þvi sem verið hefur og skal þvi reiknað
með, að rækjuveiðileyfum verði einungis úthlutað til
þeirra aðila, sem stunduðu rækjuveiðar á þessum svæðum
á siöustu rækjuvertið.
Sjávarútvegsráðuneytið,
8. september 1975.
Tilkynning
í framhaldi af tilkynningu nr. 27/1975 um
verðmerkingu vöru og þjónustu, eru eftir-
farandi fyrirmæli gefin út:
Allir, sem veitinga- og/eða hótelrekstur
stunda, skulu festa upp verðlista, þar sem
fram koma eftirtaldir réttir:
Réttur dagins.
A.m.k. tveir aðalréttir af matseðli.
Könnukaffi, könnute.
Bolli af kaffi, te
Nokkrar tegundir af smurðu brauði.
01 og gosdrykkir.
Hafnarfjarðarfyrirtœki með
margskonar plastframleiðslu
t Ilafnarfirði eru tvö fyrirtæki Polyester h.f. (Nafnið á fyrir- fyrirtækið hefði einnig framleitt
sem lltið hefur borið á, en sýndu tækinu afleitt að minum dómi, 20 feta langan fiskibát og ekkert
nú framleiðslu sina á Vörusýn- ennfremur nafnið Marmorex h.f.) væri þvi til fyrirstöðu að fram-
ingunni, Sæplast h.f. og Polyester hefur framleitt mikið af raf- leiða báta úr trefjaplasti allt að
h.f. magnskapalrennum fyrir frysti- 100 tonn og afhenda þá kaupend-
Sæplast steypir ýmsar plast- hús og ýmsar stærðir af kerjum, um á ýmsum innréttingastigum.
vörur úr polyethylena, PVC og sundlaugar, vaska, stóla, bil- Og þar sem farið er að framleiða
polycarbonat, þar á meðal 500 hluta, vatnstanka fyrir sumarbú- snjósleða hér, þá má geta þess að
litra löndunarkassa, ljósakúpla staði o.fl. fyrirtækið framleiðir einmitt
fyrir götuljós, skjalakassa og plasthlifar á þau gagnlegu farar-
netabelgi. Reynir Jóhannesson sagði að tæki.
A Vörusýningunni sýndi
Marmorex h.f. á Akranesi at-
hyglisverða framleiðslu úr poly-
ester og skeljasandi, þ.e. marm-
araeftirlikingu sem notuð er i sól-
bekki, borðplötur á sófaborð,
piötur á baðskápa, stigaþrep, af-
greiðsluborð o.fl.
Framkvæmdastjórinn, örnólf-
ur Sveinsson, sagði að fyrirtækið
hefði vaxið mikið sl. tvö ár og nú
hefðu fimm manns stöðuga at-
vinnu hjá þvi og nú væri verið að
byggja stærra húsnæði til að auka
framleiðsluna. Aðalsalan er i sól-
bekkjum og ýmisskonar borðplöt-
um. Kaupendur geta valið um 15
mismunandi liti, ýmist einlitt eða
yrjótt. Söluumboð og afgreiðsla i
Reykjavik er hjá Byggingavörum
h.f. Armúla 18. sj.
Plast og
skelja-
sandur
eins og
marmara-
eftirlíking
Örnólfur Sveinsson og sýnishorn framleiðslu Marmorcx h.f. I baksýn.
1 verðinu skal innifalinn söluskattur og
þjónustugjald.
Verðlisti þessi skal vera á áberandi, stað
fyrir framan inngöngudyr matstaðar og
skulu önnur gjöld, svo sem aðgangseyrir
og fatagjald, tilgreint á listanum.
Tilkynning þessi tekur gildi 15. september
1975.
Reykjavik, 20. ágúst 1975.
Verðlagss t jórinn.
Tilkynning
Samkvæmtheimildi9. gr. laga nr. 54/1960
um verðmerkingu, eru svohljóðandi fyrir-
mæli gefin út:
Allir þeir, sem selja vörur og þjónustu
beint til neytenda, skulu, að svo miklu
leyti sem þvi verður við komið, merkja
vörur sinar og þjónustu með útsöluverði,
eða auglýsa útsöluverðið á svo áberandi
hátt á sölustaðnum, að auðvelt sé fyrir
viðskiptamenn að lesa það.
Þetta á undantekningalaust við vörur,
sem eru til sýnis i búðargluggum, sýning-
arkössum eða á annan hátt. Verðið má
setja á vöruna sjálfa, á viðfestan miða eða
á umbúðir vörunnar.
Tilkynning þessi tekur gildi 15. september
1975.
Reykjavik, 15. ágúst 1975.
Verðlagsstjórinn.