Þjóðviljinn - 28.09.1975, Side 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 28. september 1975
Börn í dag — bílar næst
Umsjón: Þórunn Sigurðardóttir
í dag er síðan okkar
helguð börnum, en
sú næsta verður
helguð ýmsu sem
snertir fjölskyldu-
bílinn og umferðina
Brjóstabörnum fjölgar
Allt bendir til þess að gervi-
mjólkin, sem undanfarin ár hefur
komið að verulegu leyti i stað
brjóstamjólkur, njóti æ minni
vinsælda, eða öllu heldur, —
brjóstamjólkin sé að vinna sinn
gamla sess að nýju og með sama
áframhaldi má gera ráð fyrir að
langflestar mæður á Norðurlönd-
um a.m.k. muni fæða börn sin á
brjóstamjólk innan fárra ára. I
Sviþjóð hefur verið lögð mikil á-
hersla á að hvetja konur til þess
að hafa börn sin á brjósti fyrstu
mánuðina og árangurinn sýnir sig
i gifurlegri aukningu. Á einu ári
(1973) minnkaði sala gervimjólk-
ur um nær 25%, en kúamjólk er
ekki notuð sem ungbarnafæða i
Sviþjóð og er hér þvi greinilega
um beina aukningu á brjóstagjöf
að ræða. Þess má þó geta áður en
kostir brjóstamjólkur eru frekar
tiundaðir, að læknar leggja á-
herslu á að þær konur, sem alls
ekki geta haft börn á brjósti séu
ekki fylltar með sektarkennd,
heldur kennt að gefa börnum sin-
um pela, án þess að rofið sé hið
nána samband milli móður og
barns sem myndast við brjósta-
gjöfina. Er mæðrum þá kennt að
gefa pelann við brjóst sér, þannig
að pelabarnið njóti sömu hlýju og
snertingar og brjóstabarnið fær
hjá móðurinni.
Margar ástæður eru fyrir aukn-
ingu „brjóstabarna” i Sviþjóð en
hér eru nokkrar sem rætt hefur
verið um og væri ef til vill ástæða
fyrir okkur að hafa i huga, og þá
kannski lika með tilliti til hins
gifurlega háa verðs á gervimjólk
hér á landi. Gervimjólkin er
miklu ódýrari i Sviþjóð en hér og
hefur það þvi tæplega haft áhrif á
minnkandi vinsældir hennar þar.
Aukin upplýsinga-
starfsemi og áróður
Mikill áróður hefur verið fyrir
brjóstamjólkinni, kennsla á fæð-
ingardeildum aukin i meðferð
brjóstanna, allskyns gömlum
kreddum hefur verið kastað á glæ
(t.d. að mjög brjóstalitlar konur
geti ekki haft barn á brjósti) og
ný og aukin þekking komið i stað-
inn.
Bætt aðstaða
Konur með börn á brjósti eiga
nú rétt á að fara heim úr vinnu og
gefa börnum sinum brjóst, sömu-
25% sölu-
minnkun á
gervimjólk
1973
leiðis hefur verið bætt mjög al-
menn aðstaða fyrir konur með
börn á brjósti en þær geta gefið
börnum brjóst t.d. á almennings-
snyrtiherbergjum (á lestarstöðv-
um, strætisvagnastöðvum, flug-
stöðvum o.s.frv.) og ekki þykir
lengur neitt við það að athuga að
sjá konur gefa barni brjóst t.d. i
almenningsgörðum, baðstöðum
o.s.frv.
Breytt afstaða feðra
Þetta atriði hefur ekki haft svo
litið að segja en nú er æ algengara
að feður fái fri frá störfum fyrst
eftir að konan kemur heim af fæð-
ingardeildinni og skipti siðan hinu
lögbundna 7 mánaða barneignar-
frii með henni. Algengast er að
maðurinn taki seinni hluta fris-
ins, en öll þátttaka mannsins i
umönnun ungabarnsins hefur
bein og óbein áhrif á samvistir
móður og barns, eykur öryggistil-
finningu hennar og minnkar
möguleikana á þvi að hún „þreyt-
ist” á stöðugri brjóstagjöf. Aukin
fræðsla feðra inni á fæðingar-
deildunun hefur m.a. beinst að
þvi að hvetja þá til þess að skipt-
ast á að vaka á nóttunni á móti
móðurinni og sjá þannig um að
móðirin fái nægan svefn, en svefn
hefur mjög mikil áhrif á mjólk-
ina. Sifelldar truflanir á svefni
eru einna algengasta orsökin fyr-
ir þvi, að mjólkin minnkar hjá
mæðrunum, en þær eru hvattar til
þess að mjólka sig fyrir svefninn
og setja mjólkina á pela ef likur
eru á að barnið muni vakna. Það
er þá faðirinn sem gefur barninu,
en bent hefur verið á að jafnvel
þótt hann sé i fullri vinnu, þá sé
hann samt oftast betur til þess
fallinn að vaka á nóttunni, en
þreytt móðir, sem ef til vill er
blóðlitil og eftir sig eftir fæðingu
og þarf að hugsa ein um barnið
allan daginn.
Siðast en ekki sist hefur verið
talað um að aukin fæðingartækni
hafi haft áhrif, þar sem erfiðar
fæðingar hafi bæði andleg og lik-
amleg áhrif á möguleika og vilja
mæðra til þess að hafa börn sin á
brjösti. Betra eftirlit með heilsu
og mataræði kvenna undir og eft-
ir meðgöngu hefur einnig haft
mikil áhrif. Gifurlegar' breyting-
ar hafa orðið á seinni árum á t.d.
deyfingum við fæðingar, og eru
margir þeirrar skoðunar að
sinnuleysi, fordómar og undarleg
„sársaukadýrkun” hafi haldið
allt of lengi aftur af allri þróun i
deyfingum við fæðingar sem þær
þurfa, án þess að burðast við að
leika hetjur fyrir ljósmæður og
lækna, og árangurinn birtist i
skjótari bata og betra sambandi
móður og barns. Að sjálfsögðu
hefur aukin afslöppunarkennsla
fyrir fæðingar einnig haft gifurleg
áhrif i þá átt að létta konum fæð-
ingarnar.
Hvaö borðar
barniöþittdaglega?
Flestir hafa vist heyrt um nær-
ingarskort barna, sem virðist
vera raunverulegt vandamál i
flestum löndum hins vcstræna
heiins og raunar svo sannarlega
annars staðar i veröldinni líka,
þótt þar stafi hann af öðrum or-
sökum en hérna hjá okkur. Við
semsagt gefum börnum okkar
nóg að borða og oftast vel það, en
bara alls ekki réttan mat.
Mikið hefur verið ritað og rætt
um niðursoðinn barnamat sem er
þó kannski ekki alltaf eins slæm-
ur og margir vilja álita. Það er að
segja, i stórborgum getur verið
svo erfitt að fá nýtt og gott hrá-
efni, sem treysta má fullkomlega
hvað gæði snertir, að barnamatur
i glösum getur verið hollari. Þetta
á þó aðeins við um þann barna-
mat sem er dagstimplaður, þann-
ig að tryggt sé að hans sé neytt á
meðan hann er alveg nýr. Það er
full ástæða til að vara foreldra við
niðursoðna barnamatnum sem
hér fæst, þvi hann er ekki dag-
stimplaður og fjöldamörg dæmi
um að hann reynist skemmdur,
þegar umbúðirnar eru opnaðar.
Hér á Islandi höfum við lika
meira af nýju og ómenguðu hrá-
efni, t.d. fisk, en viða á nágranna-
löndunum, svo ekki ætti að vera
ástæða til þess áð kaupa niður-
soðinn barnamat að staðaldri.
Það sem fyrst og fremst ber að
varast, þegar barnið kemst af
smábarnaaldrinum, er að það
komist upp með að borða allt of
Yludýr geta
veriö skaöleg
heyrn barna
Ýludýr eru meðal vinsæl-
ustu leikfanga smábarna, þ.e.
mest keyptu, cn það er ekki
þar með sagt að börnin séu
sérlega hrifin af þessum ieik-
föngum, enda hafa nýjar
rannsóknir sýnt, að mikill
hluti þeirra getur skaðað eða
dregið úr þroska heyrnar hjá
ungabörnum.
Sænsku Neytendasamtökin
hafa varað mjög við þeim og
væntanlega verða settar
strangar reglur um hljóð i
leikföngum áður en langt um
liður. Margir foreldrar hafa
tekið eftir að ungabörn verða
mjög hrædd þegar þau heyra
ýlið i leikföngunum. Raunar
hafa sumir uppeldisfræðingar
einnig mælt gegn ýluleikföng-
um, þar sem þau geti hugsan-
lega komið þvi inn hjá börn-
um, að það sé gaman að klipa
t.d. dýr og láta þau ýla, en litil
börn gera sárlitinn mun á leik-
föngum og t.d. hundum og
köttum.
En það sem alvarlegast er i
sambandi við þessi leikföng,
er að þau geta i mörgum til-
fellum sljóvgað heyrn barn-
anna. Rannsókn sem gerð var
á 29 mismunandi ýludýrum
sýndi að flest þeirra gáfu frá
sér hátt og skerandi hljóð,
þegar þrýst var fast á þau, en
það eru einmitt foreldrar og
systkini sem gjarnan verða til
þess að þrýsta fast á dýrin, en
þegar þau leika sér með þau
timunum saman, er samt sem
áður hætta á heyrnarskaða.
Aðallega eru það hvellu og
hreinu tónarnir sem eru
hættulegir, en þeir eru einmitt
algengastir i þessum ýludýr-
um. Tvö af ýludýrunum 29
höfðu hljóð sem mældust yfir
100 decibel, en talið er aö frá
og með 85 decibel megi gera
ráð fyrir heyrnarskaða ef
hljóðið er nálægt eyrunum og
langtimum saman. Flest af
þessum leikföngum höfðu
hljóðstyrk fyrir 85 decibel.
Framleðendur hafa þegar
verið varaðirvið en litið hefur
borið á breytingum, en gert er
ráð fyrir að sett verði sérstök
reglugerð um þessi leikföng i
Sviþjóð innan skamms.
ein'næfan mat. Börnum finnst t.d.
alls konar morgunverðar,,korn”
gott, en það er oft bragðbætt með
allt of miklum sykri, kókómalti
eða hliðstæðum bragðefnum.
Þannig venur þetta börnin á allt
of mikið sykurát. Sykurát verður
nefnilega oftast vani, sem getur
myndast t.d. þegar barn er vanið
á að fá sykur á snuðið sitt.
Millimál eru lika mjög óæskileg
eins og flestir vita, og þá sérstak-
lega þegar þau innihalda mikinn
sykuren litla næringu. Aðalatrið-
ið er að koma börnunum ekki upp
á að borða milli mála að staðaldri
en auðvitað þýðir ekki fyrir for-
eldra að gera kröfur til barna,
sem þeir ekki standa sjálfir við.
Sælgætiskaup i verslunarferðum
eru lika leiður vani, sem erfitt
getur verið að losna við, ekki sist
þar sem foreldrar kaupa sér jú
gjarnan það sem þá langar i þeg-
ar þeir kaupa i matinn, jafnvel
þótt það sé ekki sælgæti. Það má
þó liklega segja að is sé með
skárra „millimálasælgæti”, að
minnsta kosti miklu skárri en
karamellur o.s.frv.
En verslanir gætu lika hjálpað
foreldrum meira en þær gera til
þess að halda sælgætinu frá börn-
unum. Sælgæti á aldrei að selja
við kassana, enda hefur slikt ver-
ið bannað viða i nágrannalöndum
okkar.
Hver þekkir ekki vandræðin
sem skapast, þegar maður er bú-
inn að biða með barn i biðröð og
loksins þegar kemur að manni, þá
vill barnið sælgæti, vegna þess að
það sér það, eða kannski er sæl-
gætið.svo nærri, að það hefur nælt
sér i bita áður en nokkur fær við
gert. Foreldrar eiga erfitt með að
standa i striði við börn við kass-
ana, þegar fullt af fólki biður ó-
þolinmótt eftir afgreiðslu. Þess
vegna á það að vera sjálfsögð
krafa að sælgæti sé aðeins selt i
sérstökum sælgætisborðum og
hvergi sé reynt að freista barna
með þvi.
Fyrsta leikfangiö
er heimatilbúið
Þetta skemmtilega leikfang
getur hangið við rúmið strax
frá fæðingu barnsins, þvi
ungabörn geta byrjað að sjá
liti (t.d. gult og appelsinugult)
strax nokkurra vikna. Hnýtið
trékúlur og bjöllur (ekki of há-
værar!) á litskrúðug bönd og
borða á streng yfir rúmi
barnsins og barnið íærir fljótt
að hreyfa það sem heyrist i og
skoða litina. Hafið liti i kring-
um barnið strax frá fæðingu,
það örvar og hvetur skilning-
arvitin og róar barnið.
Látiö frá
ykkur heyra
Við viljum hvetja lesendur
til þess að skrifa okkur eða
hringja ef þeir hafa hug-
myndir i sparnaðarhornið,
geta t.d. bent á skemmtilega
heimatilbúna hluti, ódýra
vöru o.s.frv. og einnig ef þeir
vilja kvarta undan einhverju
(t.d. verðlagi, þjónustu, vöru)
og komum við þvi þá á fram-
færi i „gæti verið betra”.Látið
heyra frá ykkur, siminn er
73586 og ef þið skrifið þá
merkið bréfin „Til hnifs og
skeiðar”.