Þjóðviljinn - 28.09.1975, Page 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 28. september 1975 |.
DJOÐVIUINN
MÁLGAGN SÖSlALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviijans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
Umsjón meö sunnudagsblaöi:
Arni Bergmann
Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Skólavöröust. 19. Sfmi 17500 (5 iínur)
Prentun: Blaöaprent h.f.
ÞAÐ ER ÞESS VEGNA
Fréttir berast almennum lesendum og
heyrendum fjölmiðla i striðum straum-
um. En hvað er frétt og hver metur það?
Augljóst er af fréttaflutningi siðustu mán-
aða að fréttaveljarar fréttastofnana hafa
alveg ákveðnar hugmyndir um það fyrir-
fram hverjir eru vondir og hverjir góðir.
Þessir fréttatökumenn, sem stjórna er-
lendu alheimsfréttastofunum, vissu til að
mynda gjörla að þeir áttu að stimpla alla
kommúnistana i Portúgal sem hina verstu
menn. Og það var gert alveg svikalaust.
Sömu fréttatökumenn og. alheimsfrétta-
stjórar, sem meðal annars skammta is-
lenskum blöðum og fréttastofnunum dag-
legt fréttaefni, hafa áreiðanlega sömu af-
stöðu til kommúnista á Spáni, en siðustu
dagana hafa þeir, orðið að flytja fréttir frá
Spáni um þá ógnaröld sem þar i landi rik-
ir. Þar er fantaleg ritskoðun, þar eru
menn dæmdir til þess að þola hinn hrylli-
legasta dauðdaga, þaðan eru reknár er-
lendar sendinefndir sem koma I þeim til-
gangi að mótmæla glæpaverkunum, en
ekki til að liggja i sólinni góðu.
Nú biða 10 manns þess að morðdómum
Frankóstjórnarinnar verði fullnægt á
grimmdarlegasta hátt. Hundruð manna
sitja i fangelsum án dóms og laga. En
þrátt fyrir ógnarölduna heldur fólkið á-
fram að skipuleggja samtök sin: flokkar
kommúnista og sósisalista — að sjálf-
sögðu bannaðir — eflast dag frá degi, og
styrkur kommúnista innan verkalýðs-
samtakanna, sem þó er stjórnað af rikinu
reyndist meiri en fasistastjórnin hafði
gert ráð fyrir. Fasistastjórnin á Spáni er i
dauðateygjunum: morðin sem stjórnin er
nú að fremja eru merki um það að hún er
örmagna og að niðurlotum komin.
Alþjóðlegir fréttatökumenn og almenn-
ingur hljóta að velta þvi fyrir sér hvernig
stendur á þvi að það eru einmitt róttækir
vinstri menn sem veita fasistastjórninni
harðasta andspyrnu. Hvernig stendur á
þvi að sumum dauðadómum er mótmælt
en öðrum ekki? Hvernig stendur á þvi að
skerðingu ritfrelsis er mótmælt hér en
ekki þar? Slikar spurn. vakna stöðugt og
i hugskoti sinu getur hver og einn fundið
svör við spurningunum. En ein ástæðan til
þess að fréttir af dauðadómum og réttar-
ofsóknum á Spáni eru ekki sagðar af jafn-
mikilli áfergju i borgaralegum fréttamiðl-
um og fregnir af lokun blaðsins Republica
i Portúgal er að sjálfsögðu sú, að fréttirn-
ar frá Spáni koma afturhaldsöflunum um
allan heim ákaflega illa. Afturhaldsöflin
hafa staðið með fasistastjórninni og þau
hafa f jármagnað hana og haldið yfir henni
verndarhendi. Einmitt sömu dagana og
fregnir eru að berast af réttarofsóknunúm
á Spáni sjást fregnir á stangli um að sá
funda- og ferðaglaði Kissinger, utanrikis-
ráðherra Bandarikjanna, sé að ræða við
spánskan „starfsbróður sinn” eins og það
er orðað um greiðslur fyrir bandarískar
herstöðvar á Spáni. Samningar hafa ekki
tekist, en slikir samningar hafa jafnan
tekist áður og við samningsgerðina hefur
maðksmogin spillingarstjórn Spánar
fengið i sinn hlut upphæðir sem samsvara
miljörðum islenskra króna. Að sjálfsögðu
kemur það meðal annars islenskum aftur-
haldskurfum og bandarikjadindlum illa
þegar fasisminn á Spáni er afhjúpaður.
Það er þess vegna sem þessir aðilar segja
Spánarfréttirnar treglega. Það er þess
vegna sem rikistjórn íslands hefur ekki
mótmælt dauðadómunum: það er vegna
þess að hún telur ekki vert að vekja at-
hygli á þvi hvernig stjórnað er á Spáni þar
sem enn situr einskonar leppstjórn
Bandarikjanna — enn ein. —s.
Þegar einhæfni í starfi er
höfuð-
óvinurinn
Er unnt að vinna bug á
þreytandi einhæfni starf-
anna við færibandið? Eða
er þetta erf iðasta vandmál
nútíma f ramleiðsluhátta
óleysanlegt? Henri Arkji-
pov, verkfræðingur, segir
hér skoðun sína á málinu..
Er sálfræðileg af-
slöppun nauðsynleg?
t Leningrad voru gerðar nokkr-
ar neðanjarðarbrautarstöðvar af
sérstakri gerð. bar voru engir
brautarpallar. Farþegarnir
gengu inn i vagnana um dyr, er
opnuðust sjálfkrafa i veggjum
neðanjarðarbiðsalanna.
Þetta hafði i för með sér minni
jarðvinnu við brautarlagninguna
og sparaði veruleg útgjöld.
En sálfræðingar og tæknieftirlit
verklýðssamtakanna i borginni
höfðu frumkvæði um, að bygging
þessara stöðva var stöðvuð.
Hvers vegna?
Verkfræðingarnir höfðu ekki
tekið með i reikninginn það, sem
var sérkennandi fyrir störf lest-
arstjóranna. Það er einhæft starf
að stjórna lest i jarðgöngum, það
slævir athyglina. Á venjulegum
brautarstöðvum fær lestarstjór-
inn sálfræðilega afslöppun. í staö
endalausra hvelfinga og brautar-
teina, litur hann þar augum vel-
upplýsta brautarpalla með iðandi
mannlifi.
Visindamenn og þeir, sem
reyndir eru I starfi, hafa komist
að þvi fyrir löngu, að tilbreyting-
arleysið má minnka eða eyða þvi
alveg, ef aðstæður eru við hæfi á
vinnustaðnum, allt frá fullkomn-
ustu vélum til litarins á veggjun-
um.
1 úraverksmiðjunni i Petrod-
voréts fór isetning steinanna i úr-
verkið fram með hjálp 240 véla á
20 ásum. Þær tóku mikið rúm og
höfðu mjög hátt. Þetta var ein-
hæft og þreytandi starf fyrir þann
er gætti vélanna.
En svo var fundin algerlega ný
tæknileg lausn. Tekin var i notkun
rafeindatækni og lasergeislar. t
stað allra vélanna voru settar upp
•sex vélasamstæður, er taka miklu
minna rúm. Framleiðsluafköstin
hafa tlfaldast og gæðin aukist. En
það mikilsverðasta er, að ein-
hæfni starfsins er horfin. Einn
vélgæslumaður hefur nú eftirlit
með vélasamstæðunum.
Með þvi að taka i notkun þessar
og fleiri sjálfvirkar og hálfsjálf-
virkar vélar hafa menn hjá þessu
fyrirtæki getað losað 948 manns
við einhæf störf og flutt þá til ann-
arra deilda.
Að sjálfsögðu er ekki unnt að
útrýma einhæfninni alstaðar. En
það er hægt að vinna gegn henni á
annan hátt. T.d. hafa verið tekin
upp stutt vinnuhlé með ákveðnu
millibili viö færiböndin. Heildar-
vinnutiminn veröur styttri, en
starfsmennirnir þreytast minna
og eftir hléið taka þeir til starfa af
meiri atorku og framleiðsluaf-
köstin aukast.
Hrynjandi starfsins
önnur aöferð er sú að finna
hagkvæmasta hrynjandi hreyf-
inganna við færibandið. 1 upphafi
vaktar er hraðinn hægari, um
miðja vaktina eykst hann en
minnkar aftur undir lok hennar.
Þegar maður byrjar vinnu er
hann ekki kominn inn i hrynjandi
starfsins og starfshæfnin er minni
en um miðjan daginn. 1 lok vakta-
skiptanna minnkar starfshæfnin
aftur eftir þvi sem maðurinn
þreytist.
Við framleiðslufæriböndin eiga
starfsmennirnir fri samtimis, og
að sjálfsögðu dregur úr leikni
þeirra á þessum tima, og þess
vegna gengur færibandiö hægar
eftir hléið.
Hjá fyrirtækjum i Leningrad er
notuð svokölluö „stórfylkisað-
ferð” við skipulagningu starfa.
Starfsmennirnir framkvæma
ýmis verk á hverri vakt. Þetta
dregur úr þreytunni. Með þvi að
skipta um starf eru nýjar tauga-
miðstöðvar teknar i notkun og
það hefur heppileg áhrif á alla
starfsemi mannslikamans. Með
þessari aðferð hverfur lika skipt-
ing starfsins i „hagstæð” og ,,ó-
hagstæð” störf. Allir vinna öll
störf og launin haldast óbreytt.
Sjálfur mannslikaminn getur
einnig orðið „bandamaður” i bar-
áttunni gegn einhæfni starfsins.
T.d. fella daufgerðir menn sig
betur að einhæfum störfum held-
ur en bráðgeðja. Eldri manneskj-
ur taka fábreytni starfsins með
meiri ró heldur en þeir ungu, sem
kjósa fremur fjölbreytt starf, og
að breyta til um starf.
Allt þetta er tekið til athugunar
i sambandi við skiptingu starfa.
Útsending viðeigandi tónlistar
fyrir starfsfólkið i vinnutimanum
hefur einnig góð áhrif. breytan
minnkar og afköstin aukast.
(apn)
Ljósastilling
Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 17 til 21.
Athugið ljósastillingu lýkur 31. október
1975.
S.V.K.
Áhaldahús Kópavogs
Kársnesbraut 68
(geymið auglýsinguna)
Alliance francaise
Frönskunámskeiö
félagsins eru að hef jast. Kennt er i mörg-
um flokkum fyrir byrjendur og lengra
komna. Kennarar eru allir franskir.
Væntanlegir nemendur komi til viðtals i
Háskólanum föstudaginn 3. okt. kl. 18.15.
Innritun og nánari upplýsingar i Franska
bókasafninu, Laufásvegi 12, kl. 17—19.