Þjóðviljinn - 28.09.1975, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 28.09.1975, Qupperneq 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 28. september 1975 SVAVAR GESTSSON: Sömu menn alls staða r Fyrir nokkru varð tilfinnanleg hækkun á kjötvörum.Þessi hækk- un hefur enn einu sinni ýtt undir umræður um landbúnaðarmál og sérstaklega verðlagningu land- búnaðarvara. Ennfremur hefur þessi hækkun bæst við þá verð- hækkanaskriðu sem velst hefur yfir neytendur að undanförnu, þar sem landbúnaðarvöruhækk- unin er auðvitað þeim mun til- finnanlegri sem neysla þeirra er mjög stór liður i heildarneyslu og ney sluútg jöldum stóru heimilanna. En umræðan um verðlagningu og þar af leiðandi framleiðslu- kostnað landbúnaðarvara heldur i sifellu áfram. Þar kemur þó fátt nýtt fram; umræða þessi fer sömu hringina oft á ári. í hvert skipti sem hækkun berst er hún gagn- rýnd og misvitrir aðilar hafa jafnvel reynt að hagnýta sér þessar hækkanir til framdráttar hagsmunum sinum eða atkvæða- veiðum. Þannig hafa forustu- menn bændasamtakanna brugð- ist við þessum hækkunum og gagnrýni á þær með furðulegum yfirlýsingum og hefur formaður Stéttarsambands bænda gengið lengst i fáránlegum málflutningi i þessum efnum. Forustumenn bænda og þeir sem taka þátt i verðákvörðuninni á landbún- aðarvörum vilja gjarna láta lita svo út sem umræddar hækkanir Meginhluti þess sem greitt er fyrir sauftfjárafuröir • aftur. • og niðurgreitt — fer til milliliða og til rikisins séu fyrst og siðast til þess að tryggja bændum kaup eins og viðmiðunarstéttirnar hafa. Reynslan sýnir hins vegar allt annað; þó alveg sérstaklega það að forustumenn bændanna hafa orðið eins konar þjónar milli- liðanna með þvi að fallast á siauknar hækkanir, og raunar Á aðalfundi 22. maí 1975 var samþykkt að taka frá 10 milljónir af óseldu hlutafé félagsins iþeim tilganyi að fjölga hluthöfum ífélagin.u. Hlutabréf þessi eru se/d ífallegum gjafamöppum. Verðgildi krónur 1000, 5000 og 10.000. hafa bændahöfðingjarnir iðulega tekið undir kröfusöng milli- liðanna, en forustumenn bænda- samtakanna eru langflestir jafn- framt forustumenn i allskonar samtökum eins og kaupfélögum og sláturfélögum sem hirða milli- liðakostnaðinn og heimta hann sifellt hækkaðan. Þetta sama gerðist einmitt nú við verðákvörðunina: verulegur hluti hækkunarinnar sem samþ. var rennur beinustu leið i hvers konar m illiliðakos tnað . Hinn hlutinn rennur að nafninu til til bænda, en af þeirri upphæð verður bóndinn að greiða framleiðslukostnað hvers konar, auk vinnulauna sjálfs sin og ann- arra starfsmanna búsins. Það er þvi i rauninni aðeins litill hluti verðsins á landbúnaðarvörunum sem fer til bænda, hitt fer i milliliði við framleiðslu og siðan sölu vörunnar. 670 miljónir á silfurfati Við verðlagsákvörðunina á kjöti á dögunum voru milliliðunum færðar um 670 miljónir króna i hækkun á silfurfati af dilkakjöt- inu einu. Með milliliðum er rikið talið.þvi söluskatturinn sem renn- ur til rikisins hækkar mjög frá þvi i fyrra. Þegar verðið var ákveðið á kjötvörum var samþykkt að heimila 50% hækkun á slátrunar- og heildsölukostnaði sem verður þannig um 95 kr. á hvert kiló. Þessi hækkun ein nemur um 400 miljónum króna og dilkaslátrunin ein kostar samkvæmt þessum töl- um um 1200 miljónir króna. Jafnframt þessari hækkun á sláturkostnaði varð veruleg hækkun á smásölukostnaði, eða um 25%. Þessi hækkun þýðir um 60 milj. kr. af dilkakjötinu og smásölukostnaður vegna þess verður þá vafalaust um 290 milj. kr. Þá hækkar söluskatturinn vegna hærri grundvallar, og verður hann i ár um 820 milj. kr. af dilkakjötinu. En að auki leggst á ýmiss annar milliliðakostnaöur þannig að alls má gera ráð fyrir að milliliðirnir hirði um 2,5 miljarði króna við sölu á þvi dilkakjöti sem nú er verið að vinna i sláturhúsum landsins. En hvaö fá bændur? Fyrir kilóið af dilkakjöti fá bændur að meðallali 390 kr. fyrir kilóið, sem er sama verð og greitt er i yerslunum fyrir hvert kiló. Fyrir allt dilkakjöt þessa árs fá bændur þvi i sinn hlut rétt um 5 miljarði króna eða sem svarar 66% af heildarverðinu án niður- greiðslna. En ekki er öll sagan þar með sögð; af þessum fimm miljörðum greiðist auðvitað allur fram- leiðslukostnaður og inni i honum eru ótal milliliðir hver með sina álagningu. Heildsalinn, smásal- inn, flutningaaðilinn o.s.frv. Enn kemur að þvi að flestir forustu- menn bændasamtakanna sitja einnig i allskonar stjórnum þess- ara milliliða, þannig að áður en bóndinn getur tekið kaupið sitt hefur hann greitt þessum aðilum ómældar fjárhæðir. Ekki liggur fyrir hversu mikið það er i hverju tilviki, en fróðlegt væri að fá svarað spurningum eins og: Hversu mikinn söluskatt greið- ir bóndinn af framleiðsluvörum sinum áður en þær komast á markaðinn? Hversu mikla álagn- ingu greiða bændur til heildsala og smásala' framleiðsluvara landbúnaðarins? Úr einum vasanum — í hinn vasann Þegar rætt er um niðurgreiðsl- ur vegna landbúnaðarvara er það oft gert af furðulitilli þekkingu og skilningsleysi á landbúnaðarvör- unum og hluta þeirra i neyslu al- mennings. Engum þarf að koma á óvart, að talsmenn ihaldsins, eins og siðdegisblöðin i Reykjavik, skuli vera algjörlega andvigir niðurgreiðsluforminu, en hitt er undarlegra þegar forustumenn flokka, sem kenna sig við alþýðu, hrópa hástöfum af hneykslan yfir þessari verðlagningaraðferð. Vissulega er blóðugt að sjá eftir peningum i niðurgreiðslur frá margskonar þörfum framkvæmdum. En er það ekki þannig með alla neyslu? Og ekki lifir maðurinn af einni saman steinsteypunni. Staðreyndin er sú að niður- greiðslur á landbúnaðarvörum eru að mörgu leyti ákaflega eðli- legur háttur opinberrar verðstýr- ingar. Það er svo aðeins fyrir- komulagsatriði hversu miklar þessar niðurgreiðslur eru og svo hvort þær eru notaðar á þessa tegund landbúnaðar en ekki hina tegundina. Eðlilegast virðist þó að gera landbúnaðarframleiðsl- unni i heild jafnhátt undir höfði i þessum efnum — en það mál er ekki á dagskrá hér að sinni. En niöurgreiðslur landbún- aðarvara og upphæðin sem varið er til þeirra segja ekki alla sög- una. Taka verður tillit til þess að landbúnaðarvörunar skila aftur i rikissjóð stórum hluta þeirrar upphæðar, sem varið er til niður- greiðslna. Einkum gerist þetta með söluskattinum og skal hér sýnt fram á það. Á þessu hausti er gert ráð fyrir að dilkakjöts-framleiðslan taki á sig — miðað við 198 kr. á kilóið — um 2,5 miljarða króna i niður- greiöslum. Þar á móti er þessi framleiðsla skattlögð með sölu- skatti um 830 milj. kr. Þannig að þriðja hver kfóna kemur til skila með söluskatti eftir að varan er komin á markaðinn. En þá er eft- ir að reikna með þvi hversu mik- inn söluskatt' bændur hafa þurft að greiða áður en þeir gátu komið vörum sinum i verð. Það liggur ekki fyrir, sem áður getur, en

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.