Þjóðviljinn - 28.09.1975, Qupperneq 7
Sunnudagur 21. september 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIDA 7
gerum ráð fyrir þvi að það séu að
jafnaði um 10% af þvi sem bónd-
inn fær i sinn hlut alls, sem varla
getur verið fjarri lagi þegar sölu-
skatturinn er 20%. Með þvi móti
má gera ráð fyrir að þannig
greiðist um hálfur miljarður
króna i söluskatt af framleiðslu-
vörum landbiinaðarins. Þegar
þessa er gætt standa eftir 500
miljónir króna af heildargreiðsl-
unum til verðlækkunar á land-
búnaðarvörunum.
Rikið tekur þvi fé úr öðrum
vasanum og færir um leið i hinn,
þannig að ekki verður öll sagan
sögö meö þvi að mæna á niður-
greiðslutölurnar einar.
Af hverju voru
kkanirnar
svona miklar?
Þegar stjórnarvöld taka af-
stöðu til hækkunarbeiðna verður
að meta marga þætti. Fullljóst er
að kaup bóndans verður að hækka
i samræmi við önnur laun; um
það eru allir sammála. Þá verður
að taka tillit til rekstrarkostnaðar
búsins og þeirra breytinga sem
orðiö hafa á honum. En auðvitað
eiga forustumenn bænda-
samtakanna að beita sér fyrir þvi
að kannað verði hvort sá
rekstrarkostnaður er eðlilegur og
hvort ekki mætti haga þeim mál-
um á annan veg en nú er gert. En
þegar verðhækkunarbeiðni er
metin ber að athuga fleiri liði. Er
rétt að hækka svo og svo mikiö
verðlag sláturhússins? A heild-
salinn að fá fleiri krónur fyrir að
selja sömu vöruna? A smásalinn
endilega að fá miklu meira?
Þetta verða yfirvöld að meta, og
það er hlutverk bænda-
UTBOÐ
Síldarvinnslan h.f. á Neskaupstaö
óskar eftir tilboðum í raflagnir í
fiskimjölsverksmiöju á
Neskaupstaö
Útboðsgagna má vitja hjá Rafhönnun s.f.
Skipholti 1, Reykjavik, frá 29. 9 gegn 15000
kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á
sama stað kl. 11.00 þann 13. 10.
Rafhönnun
hæ
samtakanna að knýja á um það
að hlutur bændanna verði sem
bestur. En i þessum efnum eru
forustumenn bændasamtakanna
sem fyrr segir i margföldu hlut-
verki. Vegna þess að þeir eru
jafnframt forustumenn milli-
liðanna reyna þeir að knýja fram
hækkun handa þeim og eins og
sakir standa eru raunar flestir
forustumenn bændasamtakanna I
þreföldu hlutverki. Þeir eru
margir jafnframt forustumenn
þeirra stjórnmálaflokka sem
bera ábyrgð á stjórn landsins og
þar meö þeirri kauplækkunar- ■
stefnu sem fylgt hefur verið og :
kemur einnig niður á bændunum.
Enginn myndi treysta
kaupmannastéttinni til þess að
ákvarða vöruverðið til neytenda,
hvað þá heldur að gera formann
kaupmannasamtakanna að verð-
lagsstjóra. Engum dytti i hug að
gera formann kaupmanna-
samtakanna eða vinnuveitenda-
sambandsins eða Geir Hallgrims-
son að ákvörðunaraöila um kaup
og kjör. En það er raunar þessi
fáránleiki sem á sér stað við
verðákvörðun landbúnaðarvara
vegna þess að forustumenn
bændasamtakanna, forustumenn
milliliðanna og forustumenn
stjórnarflokkanna eru sömu
mennirnir og hafa þar af leiðandi
allsstaðar sömu stefnuna.
Skipt um forustu
Stærsta hagsmunamál bænda-
stéttarinnar I dag er þvi að
tryggja sér breytta forustu sem
tekur raunverulega mið af hags-
munum bænda en ekki kaup-
félaga, sláturfélaga, verslunar-
aðila eða stjórnmálaflokka
auðstéttarinnar.
NÁMSFLOKKUM REYKJAVÍKUR
Lestur fyrir orðblinda. Þátttaka tilkynnist
i sima 28237.
Landkynning: Kennsla i tungu, fræðsla
um þjóðhætti, staðhætti, sögu og líf FÆR-
EYINGA mun fara fram i Norræna hús-
inu. Ferð áætluð til Færeyja i námskeiðs-
lok.
Fyrirlestrar um sögu, staðhætti og lifnað-
arhætti itala og spánver ja mun fara fram i
Tjarnarbæ.
Tónlistarfræðsla. Gitarkennsla, blokk-
flautukennsla, og námshringir um tónlist
og tónlistarsögu. Þátttakendur i náms-
hringjum gefi sig fram við skrifstofu
námsfl.
Otsaumur verður kenndur i Lindargötu-
skóla.
Postulinsmálning er fyrirhuguð i Fella-
helli.
Megrun / mataræði og fl. verður kennt i
Laugalækjarskóla.
Esperanto verður i Laugalæk bæði fyrir
byrjendur og lengra komna.
NJÖRÐUR P.
NJARÐVÍK
SKRIFAR:
Forskallaðir
verðbólgu-
veggir
Nú getur bárujárnið sagt eins
og kúnstner Hansen I Stromp-
leiknum : min upphefð kemur að
utan. Og óneitanlega var gaman
að þvi að sá ágæti arkitekt Full-
er skyldi koma auga á fegurð i
lóðréttu bárujárni utan á
timburhúsi. Islendingum hefur
lengi verið ljóst hagnýtt nota-
gildi bárujárnsins. Aftur á móti
er eins og þeir hafi ögn skamm-
ast sin fyrir þetta prýðilega
byggingarefni likt og þeim stóð
lengivel stuggur af þvi að borða
sild. Þetta mun hafa gerst um
svipað leyti og hlutadýrkun
hófst I landinu fyrir alvöru og
ruddi úr vegi öðrum og loft-
kenndari trúarbrögðum.Þá risu
óvænt upp höndlunarmenn alls
konar i liki spámanna, er sneru
fólki frá villu fornra sæmdar-
hugtaka en boðuðu i staðinn
nauðsyn þess að sýnast rikur.
Allar götur siðan eru margir is-
lendingar sjúklega hræddir um
að það vitnist að þeir eru venju-
legt fólk (kannski jafnvel frem-
ur fátækt fólk) sem liggur i fel-
um innan við veggi sem eru
hlaðnir úr verðbólgu og klæddir
vixileyðublöðum. Það má mikið
vera ef þessi ótti er ekki partur
af skýringúá svokölluðum efna-
hagsvanda þjóðarinnar og við-
brögðum (eða réttara sagt við-
bragösleysi) við honum.
t villta vestrinu tiðkaðist um
skeiðfalskur frontur. Hann fólst
i þvi að reisa heljarmikið þil,
jafnvel margra hæða, er vissi út
að aðalgötu þorpsins. A þilið
voru málaðir gluggar og glæsi-
legar auglýsingar. Þetta leit vel
og stæðilega út. En á bak við
þetta tilkomumikla þil stóð dá-
litill kofi þar sem verslað var
með skeifunagla, rúgmjöl, syk-
ur, skothylki og aðrar fábreytt-
ar nauðsynjar til lifs og dauða.
íslendingar fóru dálitið öðruvisi
að. Þegar þeim var orðið ljóst
að það liti fátæktarlega út að
koma til dyra i bárujárns-
klæddu húsi, þá rifu þeir báru-
járnið af og forskölluðu húsið
sitt.Nú gátu þeirtalið sjálfumsér
og öðrum trú um að þeir byggju
i steinhúsi. Það fór hins vegar
likt fyrir þessari forsköllun og
öðrum tilraunum til aö þykjast
vera eitthvað annað og finna en
maður er. Timbrinu hætti til að
mygla og fúna undir þessu
steinhúslega yfirborði.
Stundum dettur mér i hug for-
sköllun þegar ábúðarmiklir
stjómarherrar fjalla um gjald-
eyrisvanda þjóöarinnar og ráð
til aðdraga úr gjaldeyriseyðslu
um leið og þeir skjóta augna-
ráðinu yfir egghvasst nefið til
almennings út um sjónvarps-
gluggann eins og þeir séu að
gægjastfyrirhorn. Ráðið er ein-
falt og liggur i augum uppi. Við
takmörkum ferðamannagjald-
eyri. Það hefur ekki einasta i för
með sér gjaldeyrissparnað. Það
hamlar lika gegn óþörfum
vangaveltum um að Island sé
partur af heiminum. Menn eiga
að una glaðir við sitt hér heima
undir áhrifarikum blessunum
verndara vorra og hætta að
gera sér rellu út af veraldarinn-
ar brambolti. Það væri þá helst
til að meðtaka þann boðskap að
verðbólgan sé innflutt. Nei, góð-
ir hálsar. Við skulum heldur
spara gjaldeyrinn og halda okk-
ur heima. Af einhverjum ástæð-
um hefur þeim upplýsingum þó
ekki verið tjaldað að ráði
hvernig þessum gjaldeyris-
spamaði er háttað i raun. Það
eiga nefnilega ekki allir að
spara jafnt á ferðum sinum um
lönd og álfur. Almenningur sem
fer á eigin vegum fær til eyðslu
110 sterlingspund, en embættis-
maður á vegum rikisins fær 25
pund á dag. Ef um hálfs-
mánaðarferð -er að ræða er
embættismaðurinn þvi þrigild-
ur. Virðistaf þvi mega draga þá
ályktun að embættismenn á
snærum rikisins hafi þrefalt
magarúm fyrir mat og drykk
miðað við venjulegt fólk, og má
vera að svo sé. Ég held það
skorti tilfinnanlega þjóðfélags-
legar rannsóknir á þessu sviði.
Nú dettur manni i hug, úr þvi
að verðbólgan er innflutt, hvort
ekki væri ráð að banna innflutn-
ing á verðbólgu. En slik hugsun
telst trúlega til guðlasts hjá nú-
verandi valdhöfum. Hún brýtur
I bága við grundvallarkenni-
setningu hlutadýrkunarinnar
sem er „frjáls verslun” og felur
i sér frelsi handa höndlurum en
ekki neytendum. Þess vegna
virbist betur við hæfi að tak-
marka ferðafrelsi með gjald-
eyrisskömmtun en innflutning.
Eða finnst mönnum það ekki
bera vott um störkostlega hag-
stjómarsnilld hjá hægri stjórn-
mni (þykjast hægri menn ekki
alltaf hafa meira fjármálavit en
vinstri menn?) að sá sami mað-
ur sem fær nauman skammt
ferðagjaldeyris i sparnaðar-
skyni getur umsvifalaust keypt
sér bil sem kostar þrjár miljón-
ir?
Úr þvi að verðbólgan er inn-
flutt og ekki má banna innflutn-
ing á verðbólgu, þá vaknar sú
spuming hvort hugsanlegt sé nú
að einhver hagnist á þvi að
flytja inn verðbólgu. Flestum er
nú ljóst orðið að verslunaröfl
ihalds og framsóknar mynduðu
þessa ráðsnjöllu rikisstjórn sem
að visu er farin að hvila nokkuð
þungt á herðum almennings i
landinu. Sumir gárungar eru
meira að segja farnir að hafa
orð á þvi að rétt væri að breyta
um forskeyti i nafni annars
stjórnarflokksins og kalla hann
Aftursóknarflokkinn eða jafnvel
að skipa um forskeyti eftir þvi
sem við á um stjórnaraðild
hans. En hvað um það, það er
kominn timi til þess að menn
geri sér ljóst að verslunaröflin
hagnast á innflutningi verðbólg-
unnar. „Kaupa, kaupa, sama
hvað kostar”, voru einkunnar-
orð Stefa I Innansveitarkroniku,
og þetta virðist vera sá boð-
skapur sem haldið er að al-
menningi undiryfirskini þeirrar
nauðsynjar að spara gjaldeyri.
Það liggur við að sá grunur læð-
ist að manni að stjórnar-
herrarnir trúi þvi að gjaldeyris-
sparnaður hljóti einkum að vera
fólginn I þvi að flytja sem mest
inn. Bara maður passi sig á þvi
að kaupa ekki of mikið gotteri i
frihöfninni á Keflavikurflugvelli
og eyði ekki meiri ferðagjald-
eyri en þriðji partur af emb-
ættismanni. Á þeirri eyðslu
hagnast islenskir kaupmenn
nefnilega ekkert.
Svona er farið að þvi' að for-
skalla verðbólguveggina. Með-
an yfirborðið er sléttað með
blekkingum fúna innviðir húss-
ins.
Njörður P. Njarðvík