Þjóðviljinn - 10.10.1975, Side 3

Þjóðviljinn - 10.10.1975, Side 3
Föstudagur 10. október 1975. ÞJÖDVILJINN — SIÐA 3 „Þetta er fyrst og fremst spurning um yiðurkenningu” segja kennarar við fjölbrautarskólann í Hafnarfirði og segjast eklti sjá fram á lausn deilunnar Okkur berast æ fleiri stuðningsyf irlýsingar — sögðu kennarar við Flens- borgarskóla í samtali við Þjóðviljann í gær. — Verkfall okkar er ekki fyrst og fremst til þess að knýja fram betri laun heldur einkum til þess að fá viðurkenningu á skól- anum og mikilvægi hans. Við höfum ekki hug á að gefa okkur og ef f jármála- ráðuneytið lætur ekki undan er hætt við að verk- fallið breiðist jafnvel út, sögðu kennararnir. Þeir Hjálmar Árnason, formaður Kennarafélags Flensborgarskóla (t.v.) og Einar Bollason kennari töldu ekki likur á þvi að kennarar myndu gefa eftir, þeir stæðu saman aiiir sem einn og stuöningsyfir- lýsingar bærust viða að. Mynd: gsf. Gagnfræðadeildakennarar við Flensborgarskólann hafa nú samþykkt að leggja niður kennslu til stuðnings við samkennara sina frá og með nk. föstudegi, þ.e. á morgun, hafi lausn ekki fengist. Sem kunnugt er standa kennarar við fjölbrautarskólann i stappi vegna launagreiðslna. Félag menntaskólakennara, Menntamálaráðuneytið og fleiri aðilar eru sammála um að þeim beri að fá laun menntaskóla- kennara en fjármálaráðuneytið hunsar hins vegar með öllu sam- þykkt menntamálaráðuneytis og þrjóskast við að samþykkja svo há laun. Munar þó ekki nema um fimm þúsund krónum á mánaðar- launum kennaranna nú og þeirra sem þeir biðja um. Hefur ráðuneytið lýst yfir þvi, að ekki verði hvikað frá þessari ákvörðun. — Við munum ekki heldur gefa neitt eftir, sögðu þeir kennarar sem komu að máli við okkur. Okkur var boðin sú málamiðlun að kennarar við menntadeild fjöl- brautarskólans fengju hærri greiðslur en við viljum fá viður- kenningu á réttindum okkar allra. — Við erum orðnir langþreyttir á seinaganginum i okkar réttindamálum og það má segja að nú hafi soðið upp úr óánægja, sem hlaðist hefur upp i langan tima. Við stöndum algjörlega einhuga saman og erum ákveðin i að láta ekki undan á nokkurn hátt. Standi fjármálaráðuneytið fast á sinu þykir okkur sýnt, að illa fari og ekki er óliklegt að verkfall okkar i Hafnarfirði breiðist viðar út um landið. Það eru brögð að þvi að kennarar hafi átt inni laun hjá rikinu i meira en eitt ár og margs konar annar seinagangur er eftir þvi. Nú hefur loks verið tekið á málunum af festu og vð höfum litla ástæðu ti þess að gefa eftir eins og sakir standa. Við höfum fengið stuðn- ingsýfirlýsingar viða að og þær stappa i okkur stálinu enn frekar. —gsp Ekki ókeypis — en næstum Ranghermt var i Þjóðviljanum i gær að þátttaka i fræðsluhópum Menningar- og fræðslusambands íslands væru ókeypis. Hið rétta er að þeir eru öllum opnir og kostar þátttaka fimm hundruð krónur. Sem sagt: Ekki ókeypis- en næstumþvi. gsp Héraðs- dómara- embætti Forseti tslands hefur skipað Sigurð Hall Stefánsson, aðalfull- trúa við bæjarfógetaembættið i Hafnarfirði, til að vera héraðs- dómara við embætti sýslu- mannsins i Gullbringusýslu og bæjarfógetans i Keflavik og Grindavik frá 1. þ.m. að telja. Aðrir umsækjendur um embættið voru: Sveinn Sigur- karlsson, fulltrúi við bæjar- fógetaembættið i Keflavik og Valtýr Sigurðsson, aðalfulltrúi við sama embætti. Fjármál LÍN enn óútkljáð Hyggur menntamálaráðherra á „helmingslausn”? Símstöðvarstjórar á 2. og 3. flokks stöðvum: Kjaradeilan stendur enn Fresturinn sem stjórn Lánasjóðs islenskra náms- manna gaf menntamála- ráðherra til að útvega það fjármagn sem sjóðurinn þarfnast rann út kl. 17 í gær án þess nokkuð heyrðist frá ráðherra. Östaðfestar fregnir hermdu að ráðherra hefði útvegað fjármagn upp i það sem á vantaði að láns- heimild sjóðsins yrði fullnýtt, þe. 73 miljónir til viðbótar þeim 27 sem bankastjórar kváðust vera reiðubúnir til að lána. Afgangur- inn, rúmlega 120 miljónir, á svo að koma 2. janúar nk., þe. hann verður settur á næstu fjárlög. Reynist þetta rétt getur sjóður- inn hafið og lokið til fulls úthlutun fyrri hluta haustlána sem átti að koma til greiðslu siðari hluta september. Hins vegar vantar þá enn rúmlega 120 miljónir til að sjóðurinn geti úthlutað siðari hluta lánsins sem á að koma til greiðslu seinni hluta nóvember- mánaðar. Námsmenn munu ekki una þvi að úthlutun seinni hluta haustlána verði frestað fram yfir áramót og ættu þeir sem hlýddu á viðtöl við islenska námsmenn i Osló i útvarpinu i fyrrakvöld að skilja þá afstöðu námsmanna mætavel. Stúdentaráð hefur boðað til almenns stúdentafundar um lánamálin i dag. Verður hann haldinn i Félagsheimili stúdenta við Hringbraut og hefst klukkan 1 sumar hófu simstöðvarstjórar á 2. og 3. flokks símstöðvum kjarabaráttu sem ekki er lokið enn. Kjör þeirra eru hin bágustu og langt fyrir neðan það sem tíð- kast á almennum launamarkaði, þótt þeir séu mjög bundnir yfir starfi sinu og beri mikla ábyrgð. Stjórn Landssambands simstöðvarstjóra hélt i fyrradag, ásamt fulltrúum Félags isl. sima- manna viðræðufund um kjör sin með fulltrúum fjármála- og samgönguráðuneytisins. Snemma i sumar skilaði póst- og simamálastjórn tillögum til lausnar á máli þessu, er unnar höfðu verið af Starfsmannaráði Landssimans, sem skipað er full- trúum póst- og simamálastjórnar og F.t.S. t framhaldi af þvi sendi sam- gönguráðuneytið sambandinu umræðugrundvöll i meginatrið- um samhljóða tillögum póst- og simamálastjórnar. A fundinum i fyrradag var málið enn rætt, án þess að niður- staða fengist, en fulltrúar ráðu- neytanna lýstu þvi yfir, að þeir myndu leggja fram ákveðið tilboð byggt þessum grundvelli fyrir 7. nóv. nk. Stjórn landssambands sim- stöðvarstjóranna harmar þann mikla drátt, sem orðinn er á úr- bótum i kjaramálum félags- manna sinna og telur, að i algert óefni stefni, verði ekki staðið við gefin fyrirheit i þessu efni. ..Tölur benda til þess, að ekki náist jafnvægi i viðskiptum rikis- sjóðs við Seölabankann fyrir ára- mót,” sagöi Jóhannes Nordal seðlabankastjóri á blaðamanna- fundi nýverið • t ágústlok var nettóskuld rikis- sjóðs og rikisstofnana við Seðla- bankann 8.675 miljónir króna. Gjaldeyrisstaða bankanna mið- að við gengi 31.8. ’75 var neikvæö um 2.126 miljónir á sama tima i fyrra. __pþ 13. -ÞH Landsfundur símamanna ÍTREKAÐI KRÖFUR UM VERKFALLSRÉTTINN Félag islenskra stmamanna hélt 10. landsfund sinn dagana 2.—5. október sl. Voru þar sam- þykktar ýmsar ályktanir um kjaramál simamanna og starfs- aðstöðu stofnunarinnar. Verður cfni þcirra rakið hér á eftir i stór- um dráttum. Um kjaramál hafði fundurinn m.a. þetta að segja: ,,10. lands- fundur simamanna lýsir fullum stuðningi við kröfugerðir BSRB og FIS um nýja kjarasamninga. Telur fundurinn að laun opin- berra starfsmanna hafi dregist verulega aftur úr launum á frjálsum vinnumarkaði og verði þvi óhjákvæmilegt að leiðrétta þann mun i komandi samning- um.... Beinir landsfundur sima- manna þvi til allra opinberra starfsmanna, að fylkja liði um Verð á spærlingi Yfirnefnd verðlagsráðs sjávar- útvegsins hefur ákveðið lágmarksverð á spærlingi til bræðslu. Gildir verðið frá 1. október og er 2,10 kr. fyrir hvert kiló, en það verð, sem gilt hefur til þessa var 1 kr. pr. kg. Verð þetta var ákveðið með atkvæðum oddamanns nefndar- innar, ölafs Daviðssonar og full- trúum kaupenda, þeim Guðmundi Kr. Jónssyni og Jóni Reyni Magnússyni. Fulltrúar seljenda greiddu atkvæði gegn þessari verðákvörðun, en þeir voru Ingólfur Ingólfsson og Kristján Ragnarsson, Þeir Ingólfur og Kristján létu bóka, að þeir teldu þessa verð- ákvörðun stefna starfsemi verð- lagsráðs i hættu þvi verðlags- ákvörðun hljóði upp á mun lægra verð, en greitt hefur verið fyrir spærling á almennum markaði i sumar og haust. -úþ kröfur bandalagsins. Jafnframt beinir fundurinn þvi .til allra simamanna að standa einhuga að baki samninganefndar félagsins, svo að sem bestur árangur verði af störfum hennar... Minnir fund- urinn á, að einhugur félagsmanna við siðustu samningagerð hafi auðveldað samninganefndinni störf hennar.” Um verkfallsrétt segir fundur- inn: 10. landsfundur simamanna leggur áherslu á mikilvægi Póst- og simaskólans fyrir starfsmenn og stofnunina. Skorar fundurinn á póst- og simamálastjórn að 1. bæta nú þegar húsnæði skólans, 2. ráða fasta kennara, 3. setja skól- anum fastari starfsreglur og 4. gefa nemendum kost á fulitrúa i skólanefnd.” Einnig fer fundur- inn fram á að öllum simamönnum verði gefinn kostur á að stunda námskeið til að auka menntun sina og harmar afskiptaleysi póst- og simamálastjórnar i þeim efnum. Simamenn ályktuðu einnig um réttindabaráttu kvenna: 10. landsfundur simamanna lýsir yfir fullum stuðningi við réttindabaráttu kvenna. Bendir fundurinn sérstaklega á baráttu þeirra fyrir launajafn- rétti og minnir á að stór hluti simamanna eru konur i lægri launaflokkunum. Treystir fundurinn samninga- nefnd F.l.S. til að vinna að lag- færingum i þeim efnum i komandi samningum. Þá minnir fundurinn á 24. októ- ber. en þann dag taka konur sér fri frá störfum, til þess að leggja áherslu á mikilvægi stöðu kon- unnar i þjóðfélaginu og styður fundurinn konur til áframhald- andi baráttu. Loks gerði landsfundur sima- manna eftirfarandi ályktun um Spán: 10. landsfundur Félags is- lenskra simamanna, haldinn á Húsavik dagana 2. til 5. okt. sl„ fordæmir harðlega hinar grimmi- legu aftökur, sem fasistastjórn Francos á Spáni hefur látið fram- kvæma að undanförnu. Fundurinn fordæmir einræði i hvaða mynd sem er, allsstaðar i heiminum.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.