Þjóðviljinn - 10.10.1975, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 10.10.1975, Qupperneq 4
4 StOA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 10. október 1975. OJODVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréltastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón með sunnudagsblaði: Arni Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Sími 17500 (5 linur) Prentun: Blaðaprent h.f. ÁBENDING TIL BRETA 1 sjónvarpsþætti á þriðjudagskvöld fjallaði Matthias Bjarnason um land- helgismálið ásamt Ragnari Arnalds. I þessum þætti komu ákaflega vel i ljós þær andstæður sem eru i landinu i landhelgis- málinu. Þar túlkaði Ragnar viðhorf yfir- gnæfandi meirihluta þjóðarinnar, en Matthias sjónarmið örfámennrar valda- kliku. Þessi sjónvarpsþáttur birtist á skermin- um réttri viku áður en landhelgin við Is- land verður færð út i 200 sjómilur. Þennan tima valdi sjávarútvegsráðherra íslands til þess að lýsa þvi yfir að islendingar gætu ekki varið landhelgina, hefðu ekki bol- magn til þess! Þessar yfirlýsingar Matthiasar Bjarnasonar ættu að sjálf- sögðu að nægja sem rök fyrir þvi að ráð- herrann segi af sér. Hann hefur sýnt það i starfi sinu almennt að hann er liðónýtur sjávarútvegsráðherra, en aldrei fyrr hefur hann afhjúpað pólitiska stöðu sina svo rækilega sem nú. Það er ekki að furða þegar slikar yfirlýsingar heyrast frá sjávarútvegsráðherra landsins að mönn- um komi i hug að i rikisstjórn íslands sé að finna bandamenn argvitugustu fjand- manna islendinga i landhelgismálinu. Þegar umhverfismálaráðherra breta hefur i ruddalegum hótunum gegn is- lendingum lýsir sjávarútvegsráðherra landsins yfir fyrirfram uppgjöf og segir ,,ég vil semja, ég vil semja.” Við höfum ekki bolmagn til að verja landhelgina. Þessi yfirlýsing islenska sjávarútvegs- ráðherrans er áreiðanlega einkar kærkomin breskum og vestur-þýskum yfirvöldum,rétt eins og töluð úr þeirra eigin munni. I þessu máli eins og fleirum á ferli Matthiasar Bjarnasonar sem sjávar- útvegsráðherra kemur i ljós undirlægju- háttur hans og rikisstjórnarinnar allrar gagnvart erlendu valdi og vantrú á sjálf- stæði og styrk islensku þjóðarinnar. Áróður Matthiasar Bjarnasonar nú og uppgjafaryfirlýsingar hans eru aðeins angi af stefnu hernámsflokkanna i utan- rikis- og sjálfstæðismálum þjóðarinnar. Það var flokkur Matthiasar Bjarnasonar, með aðstoð Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins, sem beitti sér fyrir hernámi íslands og aðild að hernaðar- bandalagi. Grundvöllur þess var vantrúin á getu þjóðarinnar til þess að lifa sjálf- stæðu lifi i landinu. Það var flokkur sjávarútvegsráðherrans með aðstoð Alþýðuflokksins sem lét ameriskt hermannasjónvarp flæða yfir þjóðina, vegna þess að forustumenn þessara flokka höfðu enga trú á þvi að islendingar gætu rekið sjónvarpsstöð og vegna þess að þeir skildu ekki stöðu islenskrar menningar. Það voru forustumenn Sjálfstæðisflokks- ins, sem með Alþýðuflokknum, beittu sér fyrir þvi að nauðungarsamningarnir voru gerðir 1961, en þeir fólu sem kunnugt er i sér réttindaafsal islenskrar þjóðar i hend- ur útlends kalkaðs dómstóls. Það voru talsmenn Sjálfstæðisflokksins sem höfðu hæst um það að senda ætti landhelgisdeil- una til Haag-dómstólsins. Það. voru for- ustumenn Sjálfstæðisflokksins, ásamt Alþýðuflokknum, sem beittu sér fyrir endemissamningnum við Svissaluminium um lágt raforkuverð og erlendan gerðar- dóm deilumála. Alltaf er ástæðan vantrú á ísland og islendinga. Sama ástæða er nú fyrir samningadraumum Matthiasar Bjarnasonar og uppgjafaryfirlýsingum. Sama ástæða var fyrir samningsdrögun- um, sem hann beitti sér fyrir að gerð yrðu við vestur-þjóðverja á sl. vetri, en voru stöðvuð. Beiti bretar ofbeldi á íslandsmiðum á næstu mánuðum er það áreiðanlega vegna þess að þeir hafa tekið mark á þeirri yfir- lýsingu sjávarútvegsráðherra landsins að þjóðin geti ekki varið landhelgina. En Þjóðviljinn vill benda bretum á, að i þessu efni er ekki mikið mark takandi á sjávar- útvegsráðherranum. Það er þjóðin öll sem hefur siðasta orðið dugnaður varðskips- manna og harður islenskur vetur geta einfaldlega knúið bresk ofbeldisöfl með NATO-herskip i broddi fylkingar til upp- gjafar. — s. KLIPPT. Ætlar Alþýðu- bandalagið að taka völdin með ófriði? Fátt hendir spaugilegra i póli- tiskri umræðu á íslandi en það, þegar einstakir stjórnmála- menn hefja upp raust sina með sérstökum alvörusvip tii að vara þjóðina við skuggalegum leyniáformum Alþýðubanda- lagsins um að hrifsa öll völd á Islandi i sinar hendur með vopnuðum ófriði i blóðugum hildarleik. Með útlistunum á þessari geigvænlegu hættu er reynt að fá hina einföldustu i hópi til- heyrenda til að gleyma raun- veruleikanum og vandamálum hans, glata allri hugsun i ein- hvers konar feigðarhrolli og nagandi ótta við yfirvofandi valdarán blóðþyrstra „kommúnista”. t stað þess að hugsa um svo veraldlega hluti sem það, hvers vegna kaupið endist svo miklu verr fyrir nauðþurftum nú en i fyrra, eða hvort hyggilegt sé að hleypa Bretum inn i land- helgina, — þá eiga hinir einföldu að beina huga sinum að hættunni af áformum islenskra sósialista um valdarán. Er valdarán á næsta leyti? Jú, jú, það skyldi þó ekki vera timabært að gera húsleit hjá þeim Ragnari Arnalds og Öddu Báru og ganga rækilega úr skugga um það, hvort þau séu ekki byrjuð að safna að sér rifflum og púðri, eða jafnvel stórtækari vigvélum. Eða þá hann Lúðvik með allan þennan Austfjarðaflota, — máske eru allir þessir grunsamlegu Norðfjarðartogarar búnir rúss- neskum fallbyssum undir þiljum, svo að við megum svo sannarlega þakka blessaðri rikisstjórninni okkar fyrir að hafa tryggt varnir landsins með hermönnunum i Keflavik, sem að visu eru svo fáir, að það væri nú jafnvel vissara, að hafa breska flotann lika ekki alltof langt undan ströndum Islands til að gripa inn i samkvæmt NATO-sáttmálanum góða. Það gerist að visu alltof sjaldan núorðiij, að stjórnmála- andstæðingar islenskra sósial- ista hefji upp fyrir saklausum sálum boðskapinn um fyrir- hugað valdarán Alþýðubanda- lagsins og veki hugrenningar af þvi tagi, sem hér var lýst. Slikt mætti að dómi okkar Alþýðubandalagsmanna gjarnan ske langtum oftar, vegna þess að hér háttar nú einu sinni svo til, að nær hver maður i landinu á i sinum fjölskyldu- eða kunningjahópi einhvern af þessum voðalegu Alþýðubanda- lagsmönnum, sem fólki er ætlað að trúa að hyggi á ófrið og valdarán við fyrsta tækifæri. Enn erum við nefnilega ekki stödd i Bandarikjunum, þar sem venjulegur smáborgari telur það til meirháttar tiðinda, ef honum gefst tækifæri til að lita „kommúnista” augum einu sinni á ævinni. Við Alþýðubandalagsmenn óttumst þvi ekki slikar glósur, heldur fögnum þeim, sem hverju öðru skemmtiatriði, til marks um rökþrot þeirra er slikt bera á borð. Spurningin, sem brennur á vör- um þjóðarinnar Dagblaðið Timinn skýrir frá þvi i fyrradag að ritari Framsóknarflokksins hafi á fundi vestur á ísafirði fyrir fáum dögum lagt fyrir þann, sem þetta skrifar, hina miklu spurningu, sem brennur á vörum þjóðarinnar: „Vilt þú ná völdum með ófriði, ef það tekst ekki með friði?” Og ritstjóri Timans lætur það fylgja með, að Steingrimur Hermannsson hafi á umræddum fundi sagt, að „islenskir kommúnistar” hafi nú viður- kennt „að það væri fyrir þeim algert aukaatriði, hvort þeir næðu völdum á friðsamlegan hátt eða ekki”! Steingrlmur og Þórarinn. - einfaldari en þeir trúlega eru. Og svar Vilji foringjar Framsóknar- flokksins endilega halda uppi opinberum umræðum um svo merkilegt umræðuefni sem meint áform um valdarán Alþýðubandalagsmanna, þá er svo sem ekki nema sjálfsagt að minna þá á nokkrar stað- reyndir: í.bað er nú liðið á fimmtu öld siðan Islendingar lögðu niður vopnaburð og gildir það jafnt um forfeður islenskra sósialista og Islenskra Framsóknar- manna. 2. Allir þeir stjórnmála- flokkar, sem starfað hafa á íslandi siðustu áratugina hafa margoft lýst þvi sem sinni grundvallarafstöðu að ekki komi til greina að leggja hömlur á starfsemi annarra stjórn- málaflokka, að fjölflokkakerfi sé sjálfsögð undirstaða lýðræðis á íslandi, að afl atkvæða skuli skera úr i islenskum stjórn- málum, en ekki valdbeiting. Enginn islenskur stjórnmála- flokkur hefur undirstrikað einmitt þessi atriði skýrar og ákveðnar en Alþýðubandalagið. Þeir halda Framsóknarmenn 3. I stefnuskrá Alþýðubanda- lagsins (bls 30) segir: „Þar sem borgaralegt lýðræði hefur skotið rótum verður sósialisk hreyfing að taka tillit til þess i starfi sinu og verja það áföllum úr aftur- haldsátt. Og þar sem sósíalism- inn sigrar viö slíkar aðstæður má hann ekki fela i sér neina skerðingu á þeim mannrétt- induin, sem þegar hafa áunnist. 4. I stefnuskrá Alþýðubanda- lagsins er hinsvegar að sjálf- sögðu ekki eingöngu rætt um islensk stjórnmál heldur einnig fjallað að nokkru marki um þróun baráttunnar fyrir sósialisma i veröldinni yfirleitt. Alþýðubandalagsmenn loka ekki augunum fyrir þvi, að Island er ekki allur heimurinn, og ökkur er vel um það kunnugt að alltof viða i veröldinni er þjóðfélagsástand með þeim hætti, að friðsömustu mönnum, sem vinna vilja að brýnum þjóðfélagsumbótum, eða þjóðfélagsbyltingu, þó ekki væri nema til að bægja hungurdauða frá þjóð sinni — þeim er ekki skilinn eftir neinn möguleiki til óhjákvæmilegrar baráttu annar en sá, að mæta ofbeldi valdhafa á þeim velli, sem valdhafarnir hafa sjálfir haslað. Þegar i Stefnuskrá Alþýðu- bandalagsins er um það rætt, að þjóðfélagsbyltingar geti verið ýmist friðsamlegar eða ekki, þá er að sjálfsögðu verið að fjalla um sögulegar staðreyndir og um heimsmyndina alla, eins og skýrt kemur fram. Þar eða hér Þótt við Alþýðubanda- lagsmenn fögnum þvi, senni- lega meira en flestir aðrir, að við íslendingar búum við þá ánægjulegu sérstöðu að vera vopnlaus þjóð og að lýðræðis- hefðir eru á margan hátt rót- grónari hér en i flestum öðrum löndum og vildum sist af öllu breytingu i þeim efnum, þá erum við ekki svo bláeygir að halda, að t.d. Vietnamar hefðu getað rekið ameriska innrásar- herinn af höndum sér með þvi einu að elska friðinn, einnig frið ofbeldisins og hinnar amerisku sprengju. Má vera, að foringjar Fram- sóknarflokksins skilji ekki muninn á þjóðfélagsástandi á Island og i Vietnam eða i Suður- Ameriku, — , en þá ættu þeir lika að hafa vit á að leiða hjá sér umræður um slik efni. k. OG SKORIÐ

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.