Þjóðviljinn - 10.10.1975, Page 5

Þjóðviljinn - 10.10.1975, Page 5
Föstudagur 10. október 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 af crléndum vettvangi Þing sœnskra sósialdemókrata: Nýlokið er i Stokkhólmi 26. fiokksþingi Sænska verkamanna- flokksins — SAP — og var þaö haidiö réttu einu ári fyrir næstu þingkosningar i Sviþjóö. Á þing- inu var samþykkt ný stefnuskrá flokksins, sem kemur i staö stefnuskrárinnar frá 1960. 1 henni er ráöist bæði á kapitalisma og kommúnisma og fullyrt að eina færa leiöin til frambúðar sé hinn lýðræöislegi sósialismi. Olof Palme, formaður flokks- ins, skilgreindi sænska sósial- demókratiið á eftirfarandi hátt á fundi með fréttamönnum i Stokk- hólmi sunnudaginn 28. sept: „Það er frelsis- og fjöldahreyfing, sem er reist á lýðræðisgrundvelli.” Um nýju stefnuskrána sagði hann að hún væri byrjunin á þriðja stigi umbreytingarinnar á hinu kapi- taliska samfélagi. Sænskir sósial- demókratar hefðu hafið þessa umsköpun og eftir að þjóðin hefði öölast þólitiskt lýðræði og félags- legt lýðræði væri nú ætlunin að snúa. sér að hinu efnahagslega lýðræöi. Eignaraðild. Fyrsta skrefið I þá átt voru þær tillögur sem einn helsti hagfræð- ingur sænsku Verkalýðshreyfing- arinnar Rudolf Meidner, lagði Ingemund Bengtsson, atvinnumálaráðherra svia, setur ákvæði nr. 32 i sænsku vinnulöggjöfinni I rusla körfuna á 26. þingi sænskra sósialdemókrata. Nú er það efna- hagslegt lýðræði fram fyrir nokkru um vaxandi eignaraðild verkafólks i stórfyr- irtækjum. Meginhugmyndin er að hluta af gróða -fyrirtækjanna verði veitt til þeirra aftur, en þá sem hlutdeild verkafólks i hluta- fjáraukningu fyrirtækjanna. Ekki er þó gert ráð fyrir að einstakl- ingar eigi þessi hlutabréf. Þessar tillögur eru til umræðu i verka- lýðshreyfingunni og verða varla fullmóiaðar fyrr en eftir þing verkalýðshreyfingarinnar á næstaári. Fyrir utan mótmæli at- vinnurekendasamtaka hafa ýms- ar mótbárur komið fram meðal verkafólks. Hætta er talin á að vinnumarkaðinum verði skipt upp i A og B lið með þvi að það er aðeins i fyrirtækjum með yfir 100 starfsmenn að gert er ráð fyrir i tillögum Meidners að verkalýður- inn eignist fyrirtækin smám sam- an. Stjórnin og SAP munu ekki taka afstöðu til tillagnanna fyrr en þær hafa verið ræddar innan verkalýðshreyfingarinnar. Réttur i stað áhrifa Hinsvegar kynnti Ingemund Bengtsson, atvinnumálaráðherra svia, drög að nýju lagafrumvarpi á flokksþinginu, sem gerir ekki einungis ráð fyrir „áhrifum” launafólks á stjórn fyrirtækja heldur „rétti þess til þess að taka þátt i ákvörðunum”. Frum- varpsdrögin ná einnig til starfs- manna rikis og bæja. 1 frum- varpsdrögunum, sem lögð verða fyrir þingið næsta vor og eiga að verða að lögum 1. janúar 1977, er gert ráð fyrir að stjórnir fyrir- tækja, opinberra sem og i einka- eign, verði að leggja allar ákvarðanir sinar undir viðkom- andi verkalýðsfélög og þeim verður lögö á herðar sú skylda að veita félögunum allar þær upp- lýsingar sem þau óska. Með þessu er rétti atvinnurek- enda til þess að segja upp manni án sérstakrar ástæðu hnekkt i raun. Um þetta ákvæði, sem er nr. 32 i sænsku vinnulöggjöfinni, hefur staðið strið i mörg ár. Sænskir kratar hafa farið sér hægt i þjóðnýtingu og raunar byggist efnahagskerfi þeirra að verulegu leyti á þvi að sænsku stórfyrirtækjunum sé gert kleift að standast alþjóðlega sam- keppni með ýmsum efnahagsað- gerðum stjórnvalda. Þeir sósial- demókratar á vinstri kantinum sem vonuðust til þess að áhersla flokksforystunnar á efnahagslegt lýðræði myndi hafa i för með sér ákvarðanir um þjóðnýtingu banka, trygginga, og þungaiðnað- ar, urðu fyrir vonbrigðum á flokksþinginu. Engar fyrirætlanir virðast vera uppi um þetta og áætlanir um að þjóðnýta lyfja- framleiðslu eru enn i lausu lofti vegna harörar andstöðu, er þær hafa mætt meðal starfsmanna i þessari grein og meðal lyfjafram- leiöenda. Þátttaka i atvinnulifinu Hinsvegar tengist það pró- gramminu um efnahagslegt lýð- ræði að stjórnin hefur á prjónun- um áætlanir um lögfestingu sex stunda vinnudags fyrir barnafólk og mikla uppbyggingu dagheimil- isþjónustu, sem á að gera konum kleift að taka þátt I atvinnulifinu án þess að bæta á sig óeðlilegu vinnuálagi við heimilisstörf eða dýrri barnagæslu. Sænskir kratar telja sig nú hafa styrka stöðu. Siðustu skoðana- kannanir sýna að meðal kjósenda er fylgi þeirra um 43.5 prósent, eða heldur meira en i kosningun- um fyrir tveimur árum. Olof Palme er nú ekki lengur umdeild- ur leiðtogi i flokknum og með hinni nýju stefnuskrá telja flokks- menn að tekist hafi að mynda hugmyndafræðilegan grundvöll, sem flokknum reynist notadrjúg- ur. Á þinginu kom þó fram að flokksmenn telja sig ekki örugga um sigur i þingkosningunum að ári. Fjármálaráðherrann, Gunn- ar Stráng, var neyddur til þess að lofa þvi á þinginu að leggja fram frumvarp að nýjum skattalögum fyrir kosningar, en hann hafði áð- ur lýst þvi yfir að það yrði dregið fram yfir kosningar. Ljóst er þó að Strang ætlar sér ekki að gera stórbreytingar á skattalöggjöf- inni, þótt hún sé óvinsæl og skatt- pining meðaltekjufólks sé mikil. Hugsanlegt er þó að hann fáist til þess að gera áætlun um þyngri skatt á atvinnurekstur, sem taki nokkur ár að koma i framkvæmd. Er það allt i samræmi við hin fleygu orð hans, ;,að það sem er gott fyrir stórfyrirtækin sé gott fyrir Sviþjóð og öfugt.” Borgarastuðningur Minnihlutastjórn Palmes héfur undanfarin tvö ár stuðst i auknum mæli við borgaraflokkana á þingi, og þá sérstaklega Folkpartiet. Fylgið hefurað undanförnu hrun- ið af þeim flokki, en siðustu skoð- anakannanir benda til þess að hann sé úr hættu á þvi að detta niður fyrir 4% markið i næstu kosningum, en það er hinn svo- kallaði þingþröskuldur i Sviþjóð. Vinstri flokkurinn kommúnist- arnir hefur um árabil stuðlað að þvi að minnihlutastjórnir SAP héldu velli. Flokkurinn á nú við erfiðleika að striða vegna for- mannaskipta og þess fylgishruns sem umræða um vixlspor komm- únistaflokksins i Portúgal hefur leitt yfir hánn. Hið sama var upp á teningnum eftir innrásina i Tékkóslóvakíu 1968. Nái VPK ekki yfir 4% markið i næstu kosn- ingum er hætt við að borgara- flokkarnir í Sviþjóð fái meiri áhrif á stjórnina, þó að þeim tak- ist ekki að binda endi á 44 ára valdasetu SAP. Þá er hætt við að tillogur sænskra sósíaldemókrata um efnahagslegt lýðræði i landinu verði i endanlegu formi mun út- þynntari en jafnvel sjálf flokks- forystan telur ákjósanlegt i dag. —ekh. Félag íslenskra bifreiðaeigenda Skrifstofan verður lokuð i dag vegna setningar landsþings. Tilboö óskast i fólksbifreiðar, Pick-Up og sendiferðabif- reiðar er verða sýndar að Grensásvegi 9, þriðjudaginn 14. október kl. 12-3. Sala varnarliðseigna. Smáauglýsingar Þjóðviljans 30.000 LESENDUR Atvinna * Atvinna - ___ i Forstöðukona Barnavinafélagið Sumargjöf óskar að ráða forstöðukonu að dagheimilinu Völvu- borg við Völvufell. Fóstrumenntun er áskilin. Laun samkvæmt kjarasamningi starfsmannafélags Reykjavikurborgar. Umsóknir sendist stjórn Sumargjafar, Fornhaga 8, fyrir 25. október. Barnavinafélagið Sumargjöf. Fulltrúastaða í utanríkisþjónustunni Staða fulltrúa i utanrikisþjónustunni er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist utanrikisráðu- neytinu, Hverfisgötu 115, Reykjavik, fyrir 10. nóvember 1975. Staðan verður veitt frá og með 1. janúar 1976. Utanrikisráðuneytið, Reykjavik, 7. október 1975. SENDLAR Sendlar óskast fyrir hádegi eða allan dag- inn. Þurfa að hafa reiðhjól eða vélhjól. Skólavörðustlg 19 Sími 77500

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.