Þjóðviljinn - 10.10.1975, Síða 7

Þjóðviljinn - 10.10.1975, Síða 7
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 10. október 1975. ARNI INGOLFSSON SKRIFAR FRÁ HÖFN í HORNAFIRÐI EUi- og hjúkrunarheimiliö á Höfn er i Viöiagasjóöshúsum og þykir þetta hiö ágætasta fyrirkomuiag á margan hátt. (Myndir;Árni Ingólfs- son). SAMBÚÐ MANNS OG NÁTTÚRU Tryggvi Guömundsson, bóndi á Austurhól, á Evu. Folaldiö skokkar á eftir. Hér fremur öörum stööum hef- ur náttúran og mannskepnan ver- ið nær einni heild, órjúfanlegri sambúð þar sem skiptist á stríö og friður. Oft hefur veriö stritt fyrir lifi og heilsu, oft hefur Ægir jötunn risið i vigaham og hrifiö á brottu striðshetjur þessa héraðs, oftar hefur þó sigur unnist, og hverjum sigri fylgir ný sókn, ný von. Það er lögmálið. Blómleg byggð umgirt glæstum fjallaramma sem opnast til hafs. Og þrátt fyrir að lifsstreð fólksins geri þvi vart kleift að lita upp til að sjá fegurð fjallanna og byggö- ar sinnar, þá fer ekki hjá að þessi glæsta mynd á stórag hluta i hjörtum þess og gefur lifinu meira gildi jafnt þvi að styrkja bönd þess við staðinn. Þaö er eng- in tilviljun að náttúrufegurðin hafi laðað hingað þá öðrum fremi sem voru og eru þeim hæfileikum gæddir að geta i huga sér myndað hana og framkallað á striga og léreft til að fólk megi flytja með sér og hengja á veggi heimila sinna. Hér hafa Kjarval, Asgrim- ur Jónsson, Höskuldur Björnsson og fleiri unnið einhver sin feg- urstu verk og fært okkur i arf. Fyrir mér verður óbreytanleg- ur stöðugleiki og festa þessarar» bláu keðju fjalla og jökla þess valdandi að ég skynja betur van- mátt og hverfulleika sjálfs mins og litilmátt okkar hjá móður nátt- úru sem stöðugt miðlar okkur af nægð sinni, þrátt fyrir það að við skiptum ójafnt og heimtum æ meira. Höfn 30.9. 75. Árni Ingólfsson Þar sem iandfræðileg staðsetning og atorka fólksins vinna saman rís úr lítilli útgerðarstöð blómleg byggð, Höfn í Hornafirði og Nesjahreppur. í slíkum stað standa máttarstólpar þjóðfélags okkar, þar hlýt- ur hjarta þjóðarinnar að slá, og þá er sláttur þess þagnar munu á eftir fylgja allar byggðir þessa lands. Slldin hefur skapaö mikla vinnu á Höfn og tunnustaflarnir eru stórir. Alþýðubandalagið Neskaupstað: Fjölbreytt félagsstarf framundan A fundi Alþýðubandalagsins i Neskaupstað, sem haldinn var sl. miðvikudagskvöld, var vetrar- starf félagsins til umræðu og kynnti stjðrnin starfsáætlun, sem samþykkt var i meginatriðum. Verður hér getið hins helsta sem á döfinni er i vetrarstarfi á veg- um Alþýðubandalagsins i Nes- kaupstað,en margt af þvi er engu siöur ætlað utanfélagsmönnuir. Fundastarfsemi Gert er ráð fyrir félagsfundum ekki sjaldnar en mánaðarlega, og verða þeir i fundarsal EgTls- búðar, og fæst þar molakaffi til hressingar. Vikurnar á milli þeirra er gert ráð fyrir aö bæjar- málaráð flokksins haldi fundi, en i þvi eiga sæti 30 félagar. Er reiknað með föstum fundardegi I viku hverri fyrir þessa starfsemi og verður hann auglýstur L næsta blaði. Hefur slik tilhögun gefið góða raun að undanförnu. Þá mun félagið sem fyrr öðru hvoru beita sér fyrir almennum fundum og stuðningsmannafund- um með alþingismönnum og Um tiltekin málefni. Opið fræðslustarf Ákveðið er að halda uppi fræðslustarfi i formi leshringa og með erindaflutningi siðdegis á sunnudögum framvegis. Fyrir jól verður starfandi les- hringur, sem tekur til umræðu stefnuskrá • Alþýðubandalagsins og stjórnmál í tengslum við hana, og er hann öllum opinn sem skrá sig til þátttöku. Umsjónarmenn verða félagsfræðingarnir Guð- mundur Bjarnason og Smári Geirsson. Verður komið saman til undirbúnngs næsta sunnudag kl. 16 i húsnæði Alþýðubandalagsins að Egilsbraut 11 (Gömlu sim- stöðo, þar sem gert er ráð fyrir framhaldi hvern sunnudag fram undir jól, og geta menn komið inn á siðari stigum, þótt æskilegt sé að vera með frá byrjun. Eftir jól mun svo byrja nýr les- hringur, sem tekur tii nánari Leiðrétting I Þjóöviljanum i gær brengluð- ust fyrirsagnir á forystugreinum blaðsins með heldur ðskemmti- legum hætti. Fyrri fyrirsögnin átti að fylgja seinni greininni og seinni fyrirsögnin fyrri forystu - greininni. Lesendur eru beðnir velvirð- ingar á þessu brengli. meðferðar þjððfélagsgreiningu marxismans. Jafnframt verður þá farið af stað með erindaflokk um ýmis nærtæk þjóðfélagsmál og verður sú dagskrá auglýst i byrjun ársins. Astæða er til að taka fram, að þessi fræðslustarfsemi er ekki takmörkuð við eitt aldursskeið öðru fremur, en þess er vænst, að ungt fólk láti sig þar ekki vanta. Félagsvist Undanfarna vetur hefur Al- þýðubandalagið staðið fyrir spilakvöldum í Egilsbúð og þau notiö mikilla vinsælda. Vonum við,að þráðurinn verði þar tekinn upp fljótlega á föstudagskvöld- um, en um það veröur nánar aug- lýst hér i blaðinu. Þorrablót er fastur liður í fé- lagsstarfinu og verður dagskrá þes undirbúin með góðum fyrir- vara. Viðtalstimar á skrif- stofu Stjórn félagsins mun auglýsa skrifstofutima a.m.k. einu sinni i viku fljótlega og einnig verða bæiarfulltrúar Alþýðubandalags- ins til viðtals á föstum tima til skiptis I vetur eins og i fyrra. Minnt verður á einstaka liði fé- lagsstarfseminnar með auglýs- ingum i þessu blaði eftir þvi sem tilefni er til. Félag i vexti Félagsmenn i Alþýðubandalag- inu i Neskaupstað eru nú fleiri en áður hefur verið, eða yfir 130 tals- ins og góður hluti þeirra virkur i starfi. Þannig sóttu 36 félagar fundinn nú i vikunni. Auk beinnar flokksstarfsemi gegna svo marg- ir trúnaðarstörfum i nefndum og ráðum á vegum bæjarfélagsins og vinna þar mikið og gott starf. Astæða er þó til að hvetja fleiri til þátttöku i félagsstarfinu og að taka meö sér nýja krafta. Sam- kvæmt félagslögum sér stjórnin um innritunnýrra félaga, og næg- ir að snúa sér til einhvers stjórn- armanna með ósk um inngöngu. I stjórn félagsins eru til næsta aöalfundar: formaður Hjörleifur Guttormsson, varaformaður Sig- rún Þormóðsdóttir, gjaldkeri Halla Guðlaugsdóttir, ritari Páll Hlööversson, meöstjórnandi Sæmundur Sigurjónsson, vara- menn: Gerður G. óskarsdóttir, Kristin Lundberg, og Sveinn K. Sveinsson. —H.G. „Frjálslyndis- klerkur” hlaut lektorsstöðuna Menntamálaráðherra hefur Arngrimur Jónsson jafn mörg veitt séra Bjarna Sigurðssyni, atkvæði. sóknarpresti á Mosfelli, lektors- embætti við Háskólann i kenni- Sá siðarnefndi hefur verið mannlegri guðfræði. kenndur viö „hreintrúarstefnu” _ en séra Bjarni við „frjálslyndis- Umsækjendur um embættið stefnuna” innan Isiensku kirkj- voru margir, en I Háskólaráði unnar. .fengu séra Bjarni og séra Föstudagur 10. október 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Skyndilega er nýtt borgarleik- hús tilbúið á teikniborðinu, áætlað kosta miljarö'," o'g það á að byrja að grafa i Kringlumýr- inni fyrir jól. Eftir sex eða sjö ár verður kannski sprottið upp stein- steypubákn með tveimur leik- sviðum og leiklistarmál reyk- vikinga um aldir alda komin inn i þann múr sem leikfélagsmenn hefur lengi dreymt um. „Okkur i borgarstjórn Reykja- vikur er nú gjarnt að lita svo á málin, að hæfilegar fjárveitingar til menningarmála séu meðal nauðsynlegra verkefna á hverj- um tima. Og ég vil benda á það að við höfum verið með á hverjum tima ákveðin verkefni i fram- kvæmd og siðasta dæmið um það eru Kjarvalsstaðir. Við teljum að það sé eðlilegt að vera á hverjum tima með eitthvert svona verk- efni og veita til þess hæfilegu fjármagni. Og þegar ég segi hæfi- legt fjármagn, þá verður það að sjálfsögðu að ráðast af okkar getu og öðrum verkefnum á hverjum tima.....”. Ofanskráð sagði Ólafur B. Thors i útvarpsþætti um daginn, þegar fjallað var um byggingar- mál Leikfélags Reykjavikur. Þessi stefnulýsing ráðamanns- ins er dæmigerð fyrir minnis- varða- eða rjómatertuhugsunar- háttinn sem hér.hefur lengi rikt, vog hefur raunar staðið i blóma siðan Guðjón Samúelsson starfaði af krafti. Yfirvöldin leysa vandann með húsi. Þau hleypa af veglyndi sinu arkitektum i að teikna miljarða- hús, stilla sér stolt upp við stór- hýsið þegar allt er komið i lag, og siöan er sú dýrðin afstaðin, og langliklegast er að minnismerkið veröi til háðungar eins og Kjarvalsstaðir. Nýja borgarleikhúsið i mýrinni viröist ætla að verða svona sér- reykvisk kosningabygging eins og Kjarvalsstaðir. Kosningabygging er stórhýsi, sem brennandi þörf er fyrir, en tekur óratima að byggja, vegna þess að það var vitlaust hugsað i byrjun. Senni- legast er, að kynslóðir bygginga- manna eigi eftir að leggja gjörva hönd aö verki við byggingu borgarleikhússins i „nýja mið- bænum”. Framkvæmdir munu væntanlega hefjast út frá einni skóflustungu i haust, drabbast niður fram eftir vetri og hefjast naumast aftur fyrr en næsta haust. Þannig mun byggingin taka miklu lengri tima heldur en sex eða sjö ár, henni mun ekki miða nema nokkra siðustu mánuðina fyrir hverjar kosning- ar. Ég dreg ályktun af reynslunni og tel, að engin opinber fram- kvæmd á Islandi muni dragast i eins langan tima og bygging borgarleikhúss, nema ef vera kynni bygging Þjóðleikhússins á sinum tima og kannski Hafnar- fjarðarvegurinn, en það er lika heimsmet. Svona skrið á byggingum, sem þekkt er á tslandi, er ekki ein- vörðungu af þvi illa. Þannig get- um við tekið mið af skökkum turni Hallgrimskirkju og gert okkur ljóst, að sé fagurfræðileg skissa, eða andlegt ofbeldisverk, rekið upp að nefinu á fólki, raunar látið vaxa þar hægt, ofurhægt i marga áratugi, verður klessan bara hluti af hversdagsleikanum, eitthvað sem viö sjáum ekki frek- ar en nýju fötin keisarans. Er þetta þá ekki i lagi. A maður þá ekki að hrópa húrra fyrir borgaryfirvöldum og segja takk fyrir leikhúsiö sem kemur upp úr mýrinni bráöum? Kannski er það best, vegna þess aö ef að likum lætur fær enginn máttur leiðrétt yfirvöldin núna. Jafnvel ekki sú staðreynd, að viðislendingarerum einu sinni búnir að byggja úrelt leikhús, leikhús sem fornmenn hefðu kannski byggt i lærdómsleysi sinu. Einu sinni i fornöld, þegar verið var að byggja Þjóðleikhúsið við Hverfisgötu, skrifaði Halldór Laxness grein undir fyrirsögn- inni: Vantar leikhús i nútimastil. (Sjá „Sjálfstæðir hlutir”, Helga- fell 1962). Þar segir m.a.: „...Agætur rithöfundur (G.A.) sagði fyrir nokkrum árum á prenti um þessa einkennilegu byggingu, að hún stæði þarna sem minnisvarði, yfirborðsmennsk- unnar I islenskum menningar- málum siðasta áratugar? allt miðað við að sýnast, ekkert að vera.... ...Þetta „þjóðleikhús” hefur fáa kosti góðrar leikhúsbygging- ar, en marga galla. Plani leik- hússins, hugmynd og tilhögun svipar litið til nútimaleikhúsa, heldur virðist vera sniðið eftir leikhúsum fyrri tima, þar sem m.a. er gert ráð fyrir ákaflega miklu starfsmannahaldi, en slikt fer mjög i bág við nútimaviðleitni i rekstri leikhúsa....Óskiljan- leg mistök eru það, að ekki skuli hafa verið gert ráð fyrir almenni- legu hljómsveitarrúmi i „Þjóð- leikhúsinu”.” Halldór Laxness sagði margt fleira um Þjóöleikhúsbygginguna i þessari grein, og er engu likara en eitthvað i grein hans geti átt við væntanlega byggingu borgar- leikhússins. Eða er gert ráð fyrir rými fyrir hljómsveit i þvi húsi? Mér skilst að með lagi verði hægt að koma 15 fiðlurum fyrir i einu horni salarins, en ekki meir. Það er ekki yfir að fárast, þótt arkitektar séu i böndum tisku og dutlunga tiðarinnar og teikni hús sem að utan er eins og kóralrif, en hitt er verra, ef þeir og þeir menn sem ráða húsinu, skuli varla taka nótis af tuttuguustu öldinni i hönnun innandyra. Mér finnst það ekki hrósvert, þótt arkitektar, sem farið hafa i leikhús hingað og þangað i upp- lýsingarskyni, og þar að auki kikt á Þjóðleikhúsiö, hanni siðan búðargluggasvið sem er aðeins hentugra i notkun heldur en sviðið við Hverfisgötuna. Og tækni- búnaði á að vera haganlegar fyrirkomið en áður hefur verið hérlendis. Og enginn áhorfandi á að þurfa að sitja i órafjar- lægð frá sviðinu. Oll sæti eru jafn- góð, enginn þjóðhöfðingjabás, engin fátklingastúka. Hvilikar framfarir'. Hvilik útsjónarsemi — það er jafnvel talað um aö væntanlega verði væntanlegt leikhús hiö fullkomnasta á Norðurlöndum. Og ef einhverjir menn sem eru svo uppteknir af nútimanum að þeir vilja t.d. hringsvið, sem hægt er að sitja i kringum, færa til á ýmsan máta, þá er bara bent á litla stúdíósviðið til hliðar við aöalsvið borgarleik- hússins: Sko, þarna getiö þið stundum fengiö aö leika ykkur, sérvitringar, ef þið veröið kurteisir, ef okkur list á ykkur. Fýrir tveimur árum var fjöl- mennur fundur á Arnarhóli vegna þess að menn vildu ekki að Seöla- bankinn klessti niður húsi milli Ingólfs og Esjunnar. Ýmsir góðir menn héldu snjallar ræöur á þeim fundi, gerðu grin að Seðlabankan- um og spurðu m.a. hver hann eiginlega væri, þessi borgari sem spyrði ekki nokkurn mann, heldur byrjaði allt i einu að grafa og ætlaði sér að byggja stórhýsi fyrir augunum á fólki án þess að biðja um leyfi. Byggingu Seðlabankans var hrundið amk. um sinn. Einn ræðumannanna á Arnarhóli þennan dag var Vigdis Finnboga- dóttir leikhússtjóri i L.R. Henni mæltist vel þarna á hólnum, og benti einmitt á, hvaða kurteisi það eiginlega væri að opinbert fyrirtæki rýkur til og grefur sund- ur besta blettinn i bænum og vill hrúga þar upp húsafmán án leyf- is. Nú vill svo til, að arkitektar þeir sem teiknuðu Seðlabankann fyrir Nordal, eru einmitt sömu menn og nu teikna leikhús fyrir Vigdisi. Og ibúarnir i bænum, þeir sem eiga eftir að kaupa sig inn til L.R. i nýja húsið, þeir voru hvorki spurðir um staöarval né útlit hússins frekar en hjá Nordal um árið. Og ekki nóg með það — þeirsem væntanlega munu starfa ihúsinu i framtiðinni, voru heldur ekki spurðir Hver er eiginlega að byggja þetta leikhús? Eru það ungir leikstjórar á Islandi? Eru það islensir leikmyndahöfundar? Éru það islenskir leikritahöfund- ar? Nei — ennþá tiðkast það, að fortiðin réDHr framtiðinni (og reyndar nútiðinni) verkfærið sem hún á vinna með. Það er rétt sem stundum er sagt um islenskt leikhúslif, að það er fjörmikio , enda búa leikhúsin á Islandi við þau góðu skilyröi, að fólkið i landinu lefur áhuga fyrir list þeirra. En það er svo skrýtið, að þrátt fyrir góða aðsókn að leikhúsum, met á hverju ári, þá er islensk leikritun i öskustónni. Enn er ekki litið á leikritahöfunda sem at- vinnumenn. Enn finnst ráða- mönnum leiklistar sjálfsagt að leikritin séu hripuð upp i eldhús- krók I frii frá brauðstriti. Og svo eiga höfundarnir að rétta leikhús- unum verk sin, helst gefins, en amk. sýna þakklæti fvrir þá náð aö vera sýndir. Og vegna þess að höfundar eru ekki taldir til leik- húsmanna, eru þeir ekki spurðir að þvi, i hvernig leikhúsi þeir vilja starfa. Og reyndar eru yngri leikarar i sömu sporum og höfúndar að þessu leyti. Arum saman hefur L.R. liðist aö ráöa aðeins örfáa eldri leikara uppá föst laun, en yngra fólkiö hefur orðið að biða öll sin bestu ár i full- komnu öryggisleysi og gripur þá hnútu sem að því er kastað hverju sinni. Og enginn má æmta eða skræmta, enginn má gagnrýna eldri primadonnur „sem áttu svo erfitt hér áður”, þvi þaö er.auð- velt að ýta þeim óánægða út úr biðröðinni. Samt gengur allt svo vel hjá L.R. Uppselt hvert kvöld vikunnar, fólkið hlær og kallar Húrra krakki! I þeirri gagnrýni á yfirvofandi borgarleikhúsbyggingu er birst hefur hingað til, hefur m.a. verið bent á þá timaskekkju sem búðargluggasviðið er. Þessu svöruðu leikfélagsmenn i yfirlýs- ingu og sögðu: „Frá upphafi hefur verið stefnt að þvi að reist yrði leikhús, sem viðheldur sögu Leikfélags Reykjavikur og er i tengslum við starfsemi þess fram á þennan dag, þ.e leikhús, sem spannar breidd i verkefnavali allt frá sigildum leikverkum fyrri tima til nútima verka, og hefur margar leiksýningar á dagskrá i senn (repertoirleikhús). Einnig var það ásetningur félagsmanna. að i húsinu yrði sköpuð sú aðstaða að á hverjum tima yrði þar unnt að brydda upp á nýjum sköpunar- háttum og túlkunaraðferðum i leiklist, — og að það mætti nýta þá reynslu, sem Leikfélag Reykjavikur hefur af leikhús- rekstri, og ekki sist að halda þeim nánu tengslum sem rikt hafa milli listamanna og áhorfenda i gamla húsinu við Tjörnina”. Að viðhalda „sögu Leikfélags Reykjavikur”? Það er fallega sagt, en ég leyfi mér að blása á svona pip. Saga Leikfélagsins skiptir alvöruleikhúsmenn nútimans litlu máli. Hún er ósköp hugljúf að rifja upp á kvöldin og i blaðaviðtölum, erfiðleikarnir, að- staðan og allt það, en nú er félagið að fá i hendurnar nýtt hús, þab hefur skyndilega þörf fyrir nýja og fleiri krafta og þess vegna verður félagið að kasta af sér þessu hálfkærings yfirbragði marka sér stefnu og vinna i al- vöru, en ekki með yfirlæti hins hálfupplýsta og þótta primadonn- unnar. Stjórn L.R. lýsir þvi yfir að i nýja húsinu eigi að vera aðstaða til að „brydda upp á nýjum sköpunarháttum og túlkunarað- ferðum i leiklist”. Hvilikur stór- hugur — það á að hlusta á nýjung- arnar, það á að hafa svolitinn sal fyrir nútimann i húsinu og sýna þar eitthvað skrýtið handa sér- virtingunum að skemmta sér við, en almenningur sækir vitanlega stóra sjónvarpsskjáinn i aðal- salnum og horfir á alvöruleikrit eftir „viðurkennda", erlenda höf- unda. Það er þessi „stefna" sem lik- lega heimtar gamla umgjörð. Og þess vegna verður manni á að spvrja: Skyldu allir vera jafn sannfærðir um að L.R. reki ákaf- lega gott leikhús? Gunnar Gunnarssou.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.